Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    1234567
    891011121314

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. 27 Iþróttir •Einar Vilhjálmsson tekur sig vel út í lögreglubúningnum, með kylfuna í annarri hendi og spjótið í hinni „Neita því ekki að ég hefði kosið mér annað lrfsmynsturá ‘ - segir Einar Vilhjálmsson, spjótkastari og lögreglumaður Keppnistíraabil frjálsíþróttamanna nálgast óðum og undirbúningur þeirra stendur nú sem hæst. Við spurðum Einar hvemig honum gengi. Bíður eftir afreksmannasjóði „Aíreksmannasjóður ÍSl hefur ákveðið að styrkja íþróttamenn mark- visst á þessu ári með ólympíuleikana í Seoul í huga. Ég bíð eftir úthlutun sjóðsins og tek ákvarðanir um fram- tíðarplan fyrir árið þegar ljóst verður hvemig úthlutunin fer. Annars stefni ég að því að komast til Bandaríkjanna um miðjan mars en þá hætti ég í lög- reglunni. Annars er útlitið ekki alltof bjart og ég sé ekki fram úr þessu fjár- hagslega." „Á von á því að bæta mig - Hvemig leggst komandi keppnis- tímabil í þig? Átt þú von á að bæta árangur þinn í sumar? „í fyrra var ég meiddur í sex mánuði og missti úr mikilvægan tíma í undir- búningnum og það reyndist mér dýrkeypt. Núna hef ég getað beitt mér af fúllum krafti í grunnþjálfun, hef getað gengið inn í fyrra æfingamynst- ur og ég geri mér miklar vonir um að bæta mig í sumar. Þessar vonir mínar um bætingu byggjast að mestu leyti á trú á eigin getu. Ég hef þegar bætt mig nokkuð í ýmsum þáttum grunn- þjálfunarinnar sem mun væntanlega koma til með að skila sér í bættum árangri þegar líða tekur á keppnis- tímabilið. Þá hefur þessi mikli hlý- indakafli undanfarið skipt sköpum fyrir mig. Ég hef getað kastað utan- dyra og það á örugglega eftir að reynast mér vel að hafa getað komist í tengsl við spjótið í hlýindunum und- anfarið." „Stefni á fyrsta Grand Prix mótið31.maí“ - Hvenær átt þú von á því að geta byrjað að keppa á mótum? „Mín áætlun miðast að því að vera með á fyrsta Grand Prix mótinu sem fram fer í Bandaríkjunum 31. maí. Annars eru mín mál í nokkurri bið- stöðu eins og er en ég reyni að rúlla áfram eins og efni og aðstæður leyfa. Það verður mjög mikið um stórmót í sumar. Þar nægir að nefha öll Grand Prix mótin, fimmtán eða sextán að tölu, heimsmeistaramótið í Róm, heimsleika stúdenta, Evrópumeistara- mótið í Portúgal, stjömumót FRÍ hér heima og svo auðvitað landsmót UM- FÍ. Það verður því í nógu að snúast í sumar.“ „Vaktavinnan óhagstæð“ - Nú ert þú spjótkastari á heims- mælikvarða. Finnst þér ekki neyðar- legt að þurfa að vinna vaktavinnu þegar þú ættir í raun og veru að ein- beita þér algerlega að spjótkastinu? „Ég segi það enn og aftur að ég er þakklátur fyrir að hafa fengið þetta starf á sínum tíma. En ég get ekki neitað því að ég hefði kosið mér annað lífsmynstur sem skilaði mér meiri ár- angri. Vaktavinna er ekki bestu skilyrðin fyrir íþróttamann í fram- förum. En ég er hættur að láta þetta svekkja mig. Ég gerði það í fyrra og það er liðin tíð. Ég berst engu að síður fyrir umbótum." ' „Dreymdi aldrei um lögreglu- mannsstarfið“ - Þú hefúr aldrei átt þann draum sem polli að verða lögga? „Nei, mig dreymdi aldrei um að verða lögga. Hins vegar er ég mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þessu starfi eins og ég sagði áðan. Ég vissi og veit að margir eru með fordóma í garð lögreglunnar. Þessir fordómar verða yfirleitt til í samskiptum einstaklinga við lögregl- una undir alls kyns kringumstæðum. Og í langflestum tilfellum eiga þeir ekki við nein rök að styðjast." - Hefur það hjálpað þér í starfi lög- reglumannsins að vera landsþekktur íþróttamaður? „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þó get ég ekki neitað því að margir einstakhngar, sem ég hef einhverra hluta vegna þurft að hafa afskipti af, hafa að einhverju marki ótt eitthvað sameiginlegt með mér. Og þá á ég sér- staklega við áhuga á íþróttum. Það hefur því oft verið hægt að ræða um íþróttimar og þá hefúr annað komið sjálflcrafa í kjölfarið. Ég er mjög þakk- lótur fyrir að hafa aldrei þurft að beita valdi í þessu starfi," sagði Einar Vil- hjálmsson. Einsdæmi í heiminum? Það hljómar vægast sagt pínlega að einn samviskusamasti og besti íþrótta- maður okkar skuli þurfa að standa í þeim sporum í dag að þurfa að þræla í lögreglunni til að sjá sér og sínum- farborða. Ef allt væri eðlilegt væri Einar Vilhjálmsson eingöngu að ein- beita sér að íþróttagrein sinni. Ef við getum ekki séð til þess að svo verði í framtíðinni getum við ekki krafist þess endalaust að Einar standi í efstu þrepum verðlaunapalla á alþjóðlegum mótum. -SK- gar: starf í lögreglunni óg mér hefur líkað vel við starfið. í>etta er athygli- svert starf og því er ekki að neita að maður verður vitni að ýmsum hlutum sem hinn almenni borgari kemst sjaldan í tæri við,“ sagði Einar Vilhjálmsson spjótkastari í samtali við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: DV íþróttir (23.02.1987)
https://timarit.is/issue/191013

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

DV íþróttir (23.02.1987)

Aðgerðir: