Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. 23 Iþróttir Leikur númer 200 hjá Bjarna í kvöld - þegar íslendingar mæta Júgóslövum í Laugardalshöll Bjami Guðmundsson nær þeim merka áfanga að leika sinn 200. lands- leik fyrir ísland er íslenska landsliðið í handknattleik mætir því júgóslav- neska í, Laugardalshöllinni í kvöld. Júgóslavar eru núverandi heims- og ólympíumeistarar í handknattleik. Leikurinn í kvöld verður 444. lands- leikur íslands og 16. landsleikur þjóðanna. Markatalan eftir leikina fimmtán er 274-329. íslendingum hefúr aðeins einu sinni tekist að bera sigurorð af Júgóslövum. Það var fyrir réttum tveimur árum í Laugardalshöll er íslenska liðið náði frábærum leik og sigraði með 20 mörk- um gegn 13. Fyrsti landsleikur þjóð- anna var í Tiblishi, 1970, og þá sigruðu Júgóslavar með 28 mörkum gegn 15. Þorbjörn Jensson mætir til leiks Þorbjöm Jensson, fyrirliði íslenska landsliðsins á HM í Sviss, sem leikið hefúr í Svíþjóð í vetur, kemur til ís- lands í leikina og verður gaman að sjá hann á fjölum Laugardalshallar á ný. Segja má að svo til sterkasta lið ís- lands leiki í kvöld og annað kvöld gegn Júgóslövum en ekki er alveg hægt að segja sömu sögu um lið heims- meistaranna. Þeir em að vísu að byggja upp nýtt lið fyrir ólympíuleik- ana 1988. Fyrirliðinn á HM í Sviss, Rnic, er hættur í landsliðinu, homa- maðurinn Isakovic verður ekki með og Vujovic er meiddur - sleit hásin og verður frá í einhveija mánuði. Þá hafa þeir Cvetkovic og Basic verið kallaðir í herinn. En þrátt fyrir að nokkur nöfn vanti í júgóslavneska lið- ið er valinn maður í hverju rúmi og liðið, sem mætir hingað til leiks, er það lið sem Júgóslavar hafa teflt fram síðustu sex mánuði. Mjög mikill áhugi Gífurlegur áhugi virðist vera fyrir þessum leikjum við heimsmeistarana. Forsala aðgöngumiða hófst í gær og heldur áfram eftir hádegi í dag við Laugardalshöll. Þeir sem áhuga hafa á að sjá snillingana í liði Júgóslava verða að tryggja sér aðgöngumiða í tíma því búast má við að uppselt verði á leikiim. Dómarar koma frá Frakk- landi, þeir sömu og dæmdu á Baltic Cup á dögunum og voru þeir afspymu- lélegir þar. Áhorfendur mega því búast við öllu í Höllinni í kvöld. _SK. • Gífurlegur fögnuður braust út meðal Júgóslava eftir að heimsmeistaratitill- inn var í höfn í Sviss i fyrra. Hér bera júgóslavneskir áhorfendur fyrirliðann, Rnic, á gullstóli eftir úrslitaleikinn. DV-mynd Bjarnleifur • Bjami Guðmundsson sést hér i kunnuglegri stellingu í landsleik. Bjami hefur verið í eldlínunni í mörg ár og fómað sér fyrir islenskan handknattleik ámm saman. I kvöld leikur hann sinn 200. landsleik og er að sjálfsögðu fyrsti islenski handknattleiksmaðurinn sem nær þeim áfanga. Launaraíloiingur er kjarabót fyrir launþega Launareikningur er með 4% lágmarksvöxtum, en fari innstæðanyfir 12.000 krónur, reiknast 10% vextir af því sem umfram er. Dagvextir. í stað þess að reikna vexti af lægstu innstæðu á 10 daga tímabili, eru reiknaðir vextir af innstæðunni eins og hún er á hverjum degi. Handhafar tékkareiknings geta breytt honum í Launareikning án þess að skipta um reikningsnúmer. Umsóknareyðublöð liggja frammi á öllum afgreiðslustöðum bankans. búnáðarbánki IINNLANSVIOSKIPTI - LEIÐ HL I.ÁNSVIOSKIPI A Við bjóðum þeim fjölda einstaklinga sem leggja reglulega inn fé, nýjan tékkareikning sem sameincir kosti veltureiknings og sparireiknings.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.