Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 6
24 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. íþróttir •Ólafur Haukur sýnir glæsileg tilþrif gegn Helga Bjarnasyni. DV-mynd Brynjar Gauti Ólafur Haukur bikarmeistari - sigraði í bikarglímunni annað árið í röð Ólafur Haukur Ólafeson úr KR er greinilega óstöðvandi í glímunni um þessar mundir. Fyrir stuttu vann hann skjaldarglímu Ármanns og nú um helginna vann hann bikarglímu íslands annað árið í röð. Yfirburðir Ólafs voru ótvíðræðir því hann sigr- aði í öllum glímum sínum. I eldri flokki í bikarglímunni voru skráðir til leiks 13 keppendur en 5 heltust úr lestinni. Meðal annars komust Þingeyingamir ekki til leiks vegna veðurs. Jón E. Unndórsson varð í 2. sæti en Helgi Bjamason varð þriðji. í yngri flokki sigraði Láms Bjöms- son, HSÞ, og var þetta einnig annað árið í röð sem hann sigrar í sínum flokki. Annar varð Amgeir Frið- geirsson, HSÞ, og Jóhannes Svein- bjömsson, HSK, varð þriðji. Mótið fór mjög vel fram og vom keppendur töluvert fleiri en í fyrra. Glímustjóri var Ingvi Guðmundsson. -SMJ B-keppnin á Ítalíu Mogens Jeppesen varðl frábærlega Guðmundur með sýningu gegn Blikum Brynjar SteL og Heimir Rikarass., DV, fialíii- Það var ekki mikið um óvænt úrslit í 1. umferð úrslitakeppninar í B- keppninni á Italíu. Jaíhtefli Búlgara gegn Tékkum kom þó mjög á óvart en Tékkar höfðu leikið mjög vel í keppninni fram að því. Þá var mikil spenna í fyrri hálfleik hjá Dönum og Bandaríkjamönnum en í seinni hálf- leik lokaði Mogens Jeppesen markinu og varði 24 skot, gamli maðurinn var stórkostlegur og reyndar hafa gömlu jaxlamir verið bestir í danska liðinu. Frakkar léku vel til að byrja með gegn Rúmenum og leiddu, 8-6, rétt fvrir hálfleik. En Rúmenar tóku við sér í seinni hálfleik og munaði mestu um að Stinga kom þá inn á og sýndi frábæran leik þrátt fyrir meiðsli. Stinga skoraði 6 mörk og spilaði homamanninn Berdece mjög vel upp en hann skoraði 11 mörk - flest eftir sendingar frá Stinga. Úrslit í gær urðu: Rúmem'a - Frakkland....27-19 (14-12) Danmörk - USA.................23-15 (8—7) Pólland - Noregur.....34-24 (17—13) Búlgaría - Tékkóslóv....21-21 (8—9) Ítalía - USSR.................12-27 (3-15) Finnland - Túnis......32-23 (16-14) Japan - Brasilía..............23-16 (8-6) Sviss - V-Þýskal........17-22 (10-9) Roennberg markahæstur Markahæstu menn í B-keppninni: 1. Roennberg (Finnlandi)........27 2. Berdece (Rúmeníu)............25 3. Erik V. Rasmussen (Danmörk)..24 4. Bogdan Wenta (Pólland).......24 5-6. Schewnow (USSR)............23 5-6. Kallemann (Finnlandi)......23 7. Goss (USA)...................22 Skárup útilokaður Síðustu leikimir í riðlakeppninni vom leiknir á föstudaginn og urðu úrslit þeirra eftirfarandi: Italía - Finnland...........19-19 Pólland - Rúmenía...........27-21 Frakkland - Japan...........24-22 USSR - Noregur..............32-25 Búlgaría-Túnis........;.....21-20 Danmörk - Sviss.............15-15 USA - Brasilía..............22-13 Tékkóslóv. - V-Þýskal.......24-23 Svisslendingar náðu að hægja leikinn gegn Dönum algerlega niður og náðu jafhtefli. Rasmussen og Bjame Sim- onsen vom bestir í liði Dana. Per Skámp var útilokaður frá leiknum og er það í annað skiptið í keppninni sem það gerist. Markmaður Svisslendinga varði frábærlega. Pólverjar léku mjög vel gegn Rúm- enum og sama má segja um Tékka sem sigruðu V-Þjóðverja. -SMJ „Þetta var hörku leikur þar sem bæði lið léku af krafti og reyndu að þróa leikinn sér í hag. Við náðum þó Blikunum úr jafhvægi, raunar tvíveg- is, í lok fyrri hálfleiks og um miðbik þess síðari. Við stóðumst því álagið en þeir ekki. Þrátt fyrir þennan sigur sækjum við enn á brattann því mótinu er ekki lokið.“ Þetta sagði Ámi Indriðason, vamar- kóngur og þjálfari Víkinga, er lið hans haföi lagt Breiðablik að velli í stór- skemmtilegri viðureign með 27 mörkum gegn 21. Leikurinn, sem fór fram í Laugar- dalshöll á föstudagskvöld, olli því ekki fjölmörgum áhorfendum vonbrigðum. Þótt bæði lið skorti oft einbeitingu var það einnig margt sem gladdi augað. Sérlega þó þáttur Guðmundar Guð- mundssonar sem var ýkjulaust stór- kostlegur. Snerpa drengsins er ótrúleg og skottækni með því besta sem hér þekkist. Margsinnis lægði hann nafna sinn Hrafnkelsson í marki þeirra Kóp- væginga með kúnstugum mörkum. Guðmundur getur bersýnilega skotið fyrir hom ef sú er ætlun hans. „Ég er ákaflega ánægður með þenn- an sigur,“ sagði Guðmundur eftir leikinn, sigurreifur. „Þetta er einn áfangi af mörgum á leiðinni að meist- aratigninni." Þeir vom fleiri Víkingamir sem komu sérstaklega við sögu á föstu- dagskvöld. Kristján Sigmundsson varði til dæmis afar vel þrátt fyrir meiðsli, meðal annars þrjú víti. Þá áttu þeir báðir góðan dag, fóstbræð- umir Bjarki Sigurðsson og Ámi Friðleifsson. Blikar léku einnig vel í gær og sýndu að tilviljun ræður ekki stöðu þeirra í deildinni. Bræðumir, Aðalsteinn og Bjöm, vom bestir í annars nokkuð jöfriu liði Kópvæginga. Þá stóð Guð- mundur Hrafnkelsson fyrir sínu í markinu og varði margsinnis glæsi- lega þótt nafhi hans í Víkingsliðinu væri honum jafhan erfiður eins og áður kom fram. Þessir skomðu mörk- in: _ Víkingur: Guðmundur 9, Karl 6/4, Ámi 5, Bjarki 4, Siggeir, Sigurður og Ragnar 1 mark hver. UBK: Aðalsteinn 5, Jón Þórir 4/1, Svavar 4, Bjöm 3, Kristján 2, Sigþór, Þórður og Magnús 1 mark hver. Dómarar leiksins Stefán Amaldsson og Ólafur Haraldsson stóðu sig báðir vel. •Gunnar Beinteinsson FH-ingur í þann v „Þetta var geysilega mikilvægur sigur og strákamir em loksins famir að trúa á sjálfa sig. Þeir eiga framtíðina fyrir sér þessir drengir og eftir 2-3 ár mun KR-Iiðið beijast um meistaratitilinn." Þetta sagði Ólafur Jónsson, þjálfari KR-inga, eftir að lið hans hafði sigrað FH-inga, 26-25, í Laugardalshöll í gær- kvöldi. Sigur KR-inga kom nokkuð á óvart þar sem þeir hafa átt erfitt upp- dráttar í vetur. FH-ingar hafa hins vegar átt nokkurri velgengni að fagna á sama tíma. Með þessum sigri fjíirlægðust KR- ingar fallsætið og em nú 5 stigum ofar en Haukar sem töpuðu um helgina. -JÖG. • Guðmundur Guðmundsson var gersamlega óstöðvandi gegn UBK og skor- aði 9 mörk. DV-mynd Brynjar Gauti Falla Haukar? - Þeir töpuðu, 22-16, gegn Stjörnunni Haukar máttu þola enn eitt tapið í 1. deild handboltans þegar þeir mættu Stjömunni í Hafnarfirði á laugardag. Lokatölur leiksins urðu 22-16 en staðan í hálfleik var 9-7 Stjömunni í vil. Staða Haukanna er því orðin mjög slæm og liðið má heldur betur taka sig á til að forðast fall í 2. deild. Leikurinn á laugardag var slakur og fátt minnisstætt nema þá helst markvarslan hjá þeim Gunnari og Sigmari Þresti. Hauk- amir byijuðu vel og komust í 5-2 í upphafi leiksins en þá kom slæmur kafli óg Stjaman jafnaði og komst yfir, 9-7. Þannig var staðan í hálf- leik. Stjömumenn héldu undirtök- unum í síðari hálfleik og bilið breikkaði milli liðanna. I lokin var munurinn 6 mörk, 22-16. Stjömu- menn þurftu ekki að hafa sérstak- lega mikið fyrir sigrinum og liðið lék undir getu. Sigmar Þröstur mark- vörður varði allan tímann mjög vel og var besti maður liðsins. Haukam- ir vom ótrúlega slakir, gerðu fjöld- ann allan af mistökum og fóm sérstaklega illa með dauðafærin. Liðið á að geta gert mun betur en það hefur sýnt að undanfömu. Gunnar átti góðan leik í markinu en aðrir vom undir meðallagi. Mörk Hauka: Jón Öm 4, Ólafur Jó. 3, Pétur 3, Sigurjón 2 (1 v.), Ingimar, Jón, Helgi og Sindri 1 hver. Mörk Stjömunnar: Hannes 7 (3 v.), Skúli 6, Gylfi 5, Páll, Einar, Sigurjón og Hafsteinn 1 hver. Dómarar vom Guðjón Sigurðsson og Hákon Sigur- jónsson og vom þeir mjög lélegir en dómar þeirra komu jafht niður á lið- unum. -RR Brynjar Stefánsson og Heimir Ríkarðsson skrífa frá B-keppninni á Ítalíu:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.