Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Síða 2
26
MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987.
Iþróttir
DV
Stórieikur Amórs
- skoraði bæði möik Anderiecht gegn Waregem
Kristján Bemburg, DV, Bélgíu;
Anderlecht sigraði Waregem á úti-
velli, 1-2, í belgísku 1. deildar keppn-
inni í knattspymu um helgina. Amór
Guðjohnsen átti stórleik með And-
erlecht og er markahæstur í deildinni.
Leikir Waregem og Anderlecht hafa
alltaf verið mjög spennandi í gegnum
ári og engin undantekning var að
þessu sinni. Anderlecht byrjaði leikinn
með hörkusóknum en Waregem svar-
aði með skyndisóknum. Strax í byrjun
átti Vercauteren gott skot af stuttu
færi og Amór sömuleiðis af löngu
færi. De Connick, markvörður Ware-
gem, var vel á verði f bæði skiptin og
varði glæsilega.
Waregem tókst að skora fyrsta
markið þegar De Kenne skallaði í
markið. Á 19. mínútu leiksins skeði
alvarlegt atvik. Anderlecht-leikmað-
urinn Lozano lenti í tæklingu við De
Sloover og var Lozano borinn af leik-
velli með beinbrot á báðum pípum -
fóturinn hékk á í orðsins fyllstu merk-
ingu. Trúlega mun þetta verða enda-
lok hins 31 árs gamla leikmanns. Hann
hefur í mörg ár verið talinn einn besti
leikmaðurinn í Belgíu í mörg ár að
öðrum ólöstuðum.
De Sloover fékk að sjá rauða spjald-
ið eftir að dómarinn sá að um opið
beinbrot var að ræða.
Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fékk
Amór góða fyrirgjöf frá danska lands-
liðsmanninum Andersen, kom á fullri
ferð og skallaði glæsilega í netið og
jafnaði leikinn, 1-1.
I síðari hálfleik fór Amór á kostum.
Tókst honum að skora sigurmarkið
og aftur með skalla. Markvörður Wa-
regem reyndi að verja en boltinn fór
inn fyrir línuna - gott mark.
Waregem sótti stíft eftir þetta og
átti meðal annars skot í stöng og eitt
í slá en inn vildi knötturinn ekki.
Lokatölur urðu þvi 1-2 fyrir And-
erlecht. Anderlecht var sterkari aðil-
inn í leiknum með þá Amór og Scifo
sem bestu menn í leik sem bauð upp
á mikla spennu.
Anderlecht náði forystu í deiidinni
við þennan sigur, hefur hlotið 44 stig.
Aðalkeppinautar þeirra Mechelen em
í öðm sæti með 43 stig en þeir gerðu
jafntefli við Beveren. Guðmundur
Torfason lék ekki með Beveren þrátt
fyrir mikil forfóli í liðinu.
• Amór er nú markahæstur í deild-
inni, hefur skorað 16 mörk. Annar
markahæstur er Ronnie Martens hjá
Mechelen með 14 mörk.
• Waterschei-liðið, sem Ragnar
Margeirsson leikur með, gerði jafn-
tefli við Hasselt, 1-1, í 2. deildinni.
Ragnar lék ekki með vegna meiðsla.
-JKS
Iþróttamenn skrifa um íþróttaviðburði liðinnar viku:
Margir vilja
breytingar
- Bjóm Bjorgvinsson, formaður KKÍ, skrrfar:
Nú er einu keppnistímabili íslenskra
félagsliða lokið. íslandsmeistari varð
Ungmennafélag Njarðvíkur og var
það vel að sigrinum komið. Lið Njarð-
víkur hóf keppnistímabilið mjög vel
og hélt flugi allt mótið. í lok deildar-
keppninnar stóðu Njarðvíkingar uppi
sem deildarmeistarar og í úrslita-
keppninni unnu þeir alla sína leiki og
Islandsmeistaratitillinn er þeirra. I 1.
deild kvenna urðu KR-stúlkumar Is-
landsmeistarar. Þeir sem fylgjast með
kvennakörfunni merkja talsverðar
framfarir hjá stúlkunum. Keppnin i
1. deild karla var jöfn og skemmtileg.
Þijú lið háðu spennandi keppni, ÍR,
Þór frá Akureyri og Grindvíkingar. I
lokin stóðu ÍR-ingar uppi sem sigur-
vegarar. Vert er að geta þess uppgangs
sem orðið hefur í körfuknattleiknum
á stöðum eins og í Grindavík, á Akur-
eyri og Sauðárkróki og verður gaman
að fylgjast með framvindu mála hjá
þessum félögum. í 2. deild karla sigr-
uðu ÚÍA-menn en það em leikmenn
frá Austurlandi og er þetta vonandi
vísbending um uppgang körfunnar þar
um slóðir. í íslandsmeistarakeppni
yngri flokka er árangur Hauka athygl-
isverður en þeir sigmðu í þremur
flokkum, 5., 4. og 3. flokki og það sem
er eftirtektarvert er að sami þjálfari
er með alla þessu flokka, Ingvar Jóns-
Bikarkeppni 1987
Á fóstudagskvöldið vom háðir úr-
slitaleikir í bikarkeppni KKÍ en þar
áttust við í kvennaflokki ÍBK og KR
og í karlaflokki Valur og Njarðvík. I
kvennaflokki sigmðu KR-stúlkumar
eftir æsispennandi leik. Margir höfðu
á orði að þetta væri sá skemmtilegasti
leikur sem fram hefði farið á íslandi.
Stúlkumar í ÍBK leika flestar með 2.
flokki enn og eiga því bjarta framtíð
fyrir sér. Ekki kæmi mér á óvart þó
þær gerðu tilkall til einhvers titils á
næsta ári. Leikurinn í karlaflokki gaf
öllum vísbendingu um hvaða lið er
best á Islandi í dag og að það var eng-
in tilviljun að Njarvíkingar em
íslandsmeistarar einnig. Styrkleika
sinn sýndu Njarðvíkingar í seinni
hálfleik er þjálfari þeirra og einn besti
leikmaður Islendinga í dag sat á
bekknum og stjómaði sínum mönnum.
Landsliðið
Framundan em mörg verkefhi hjá
landsliðinu. I lok apríl heldur landslið-
ið út á Norðurlandamót karlalands-
liða en mótið fer fram að þessu sinni
í Danmörku. Á undanfömum árum
hefur þriðja og fjórða sæti verið okkar
hlutskipti en í ár ætlum við okkur
betra sæti. Um miðjan maí heldur ís-
lenska landsliðið á ólympíuleika
smáþjóða en sú keppni fer fram í
Mónakó. Eftir að ólympíuleikunum
er lokið heldur landsliðið til Englands
á geysisterkt mót en þátttökuþjóðir
þar verða auk íslands Belgía, Noregur
og gestgjafamir Englendingar. Öll
þessi verkefhi em liður í undirbúningi
íandsliðsins okkar fyrir Evrópukeppni
landsliða en sú keppni fer fram í haust
í fjórum riðlum í jafnmör'gum löndum.
Þar sem Island er B-þjóð er von um
gott sæti í einhverjum riðli. Dregið
verður í riðla í lok júni. Tvær efstu
þjóðimar halda áfram í keppnina
heima og heiman. I byijun ágúst held-
ur landsliðið í æfingabúðir til
Danmerkur. I þessari ferð verða einnig
leiknir landsleikir við Dani en þeir em
einnig að undirbúa sitt landslið fyrir
Evrópukeppnina. UM næstu áramót
er ætlunin að halda fjögurra landa
mót hér á landi og er þegar hafinn
undirbúningur að því verkefhi. Það
er stefna landsliðsnefndar KKÍ að
landsliðið leiki um 30 landsleiki á
þessu ári. Helsti höfuðverkur lands-
liðsnefhdar KKÍ er hve allt kostar
mikið. Þó birtir upp stundum eins og
í síðustu viku er stórfyrirtækið Hag-
kaup færði Körfuknattleikssambandi
Islands 100.000 krónur í styrk til lands-
liðsins vegna undirbúnings fyrir
Norðurlandamót karlalandsliða.
• Hart barist i úrslitaleik bikar-
keppninnar á föstudagskvöld.
DV-mynd Gunnar Sverrisson
Unglinganefiid KKÍ hefur unnið
mjög mikið og gott starf á undanföm-
um árum. I dag er unglinganefndin
með tvö landslið í gangi, drengjalands-
lið og unglingalandslið. Þessa stund-
ina er drengjalandsliðið statt í
Portúgal og tekur þar þátt í móti og
einnig verður liðið í æfingabúðum í
Portúgal fyrir Evrópukeppni drengja-
landsliða en sú keppni fer fram í
Englandi síðar í þessum mánuði. I
þessari ferð er hópur fómfúsra drengja
en þeir söfnuðu fyrir þessari ferð.
Unglingalandsliðið heldur til Noregs
um næstu mánaðamót til keppni á
Norðurlandamóti. Undirbúningur fyr-
ir þessa keppni er þegar hafinn og var
m.a. farin ferð til Skotlands og leiknir
þar tveir landsleikir við jafnaldra.
Kvennalandsliðið
1 framhaldi af þátttöku íslenska
landsliðsins í Norðurlandamóti
kvenna sl. vor var þá sett á fót kvenna-
landsliðsnefhd. Nefiidin hefur þegar
unnið mjög gott starf og m.a. farið
með unglingalandsliðið til Skotlands
þar sem liðið lék tvo landsleiki. Úrslit-
in úr þeim leikjum lofa góðu um
framtíðina. Kvennakörfuknattleikur
hefur staðið höllum fæti í samanburði
við aðrar þjóðir. Það er uppi áætlun
um að vinna á þessu plani en til þess
að það geti orðið verða allir að hjálp-
ast að.
Ársþing KKÍ8.-9. maí
Ársþing KKÍ verður haldið 8. og 9
maí nk. Þetta þing mun verða mjög
stefnumarkandi fyrir framtíð körfu-
knattleiks á íslandi. Fyrst vil ég nefna
fyrirhugaðar breytingar á því keppnis-
fyrirkomulagi sem við höfum í dag og
í öðru lagi skiptingu á Lottó-pening-
um. Körfuknattleiksmenn enda sitt
íslandsmót með svonefndri „úrslita-
keppni“. Þegar liðin sex, sem skipa
úrvalsdeild, hafa lokið við að leika
fjórfalda umferð hefst barátta fjögurra
efstu liða um íslandsmeistaratitilinn.
Ákveðin þreyta er komin í þetta
keppnisform og vilja margir breytingu.
Einkum er nefht að fjölga liðum í níu
og leika tvöfalda umferð.
Þakkir
I lok verðtíðar vil ég nota tækifærið
til að þakka öllum körfuknattleiks-
mönnum fyrir samstarfið í vetur.
Einnig vil ég færa íþróttafréttamönn-
um bestu þakkir fyrir þeirra framlag
til eflingar körfuknattleik á íslandi.
Bjöm Björgvinsson
• Þeir sögðu í Höll-
inni i gær aö Stjömu-
menn væru orðnir
svo ríkir núna að þeir
sæju stjömur, þó
vonandi ekki undir
stýri á nýja bilnum.
MUGGUR A MANUDEGI:
Einar er
vinsæll
Eins og þeir áhorfendur liafa séð
og heyrt, sem fylgst hafa með
körfuboltaleikjum frá NBA-deild-
inni á Stöð 2, þá hefur Einar
Bollason landsliðsþjálfari lýst
leikjunum með Heimi Karlssyni.
Nú brá hins vegar svo við í íþrótta-
þætti Bjama Felixsonar í sjón-
varpínuá laugardag, er sýndur var
úrslitaleikurinn í bikarkeppni
KKÍ, að Einar var mættur þar og
kom það mörgum á óvart. Greini-
legt að umsjónarmenn íþróttaþátt-
anna á sjónvarpsstöðvunum
treysta Einari best í lýsingunum.
DV-menn
steinlágu
Mikill íþróttaáhugi ríkir á meðal
starfsfólks DV. Um helgina tók
handknattleikslið blaðsins þátt í
firmakeppni í Hafnarfirði sem ekki
væri í frásögur færandi ef liðið
hefði ekki tapað öllum leikjunum.
Mikla athygli vakti ungur leik-
maður í liði DV, Jón Om Guð-
bjartsson, en hann var rekinn út
af fyrir kjaftbrúk svo til í öllum
leikjunum og var því nánast leng-
ur utan vallar en innan. Skapheit-
ur maður, Jón öm, enda vanari
því að standa í fremstu röð í því
sem hann tekur sér fyrir hendur.
Þá vöktu taktar Gunnars Bender
mikla athygli í liði DV en hann
er þekktari fyrir að kasta flugu en
handbolta en árangur hans í veið-
inni er vist í miklu samræmi við
gengi DV-liðsins um helgina.
Gunnar var ekki kominn heim til
sín eftir keppnina þegar forráða-
menn Gummersbach höfðu haft
samband, að sögn Gunnars. Maður
stóð í þeirri meiningu að forráða-
menn bestu handknattleiksliða í
heimi væru á höttunum eftir góð-
um leikmönnum en ekki þeim sem
ávallt em í tapliði.
Gífurlegur
áhugi á
US Masters
Áhugi almennings á golfi er allt-
af að aukast hér á landi. I gær
lauk einu stærsta golfinóti at-
vinnumanna í heiminum ár hvert,
US Masters. Fjöldi íslenskra kylf-
inga beið með mikilli óþreyju eftir
úrslitunum. Margir lögðu leið sína
upp á Keflavíkurflugvöll, en þar
mun keppnin hafa verið sýnd beint
32 fóru
holu í höggi
Greint var frá því DV fyrir
skömmu að 30 íslenskir kylfingar
hefðu unnið það afrek að fara holu
í höggi í golfi á síðasta ári en þess-
ar upplýsingar komu frá Einherja-
klúbbnum. Þetta mun hins vegar
ekki vera rétt því tveir íslenskir
golfleikarar gerðu sér lítið fyrir og
fóru holu í höggi erlendis á síðasta
ári og því er tala þeirra sem náðu
draumahöggi allra kylfinga á síð-
asta ári ekki 30 heldur 32. Frábært
afrek hjá þessum kylfingum.
Miklir pen-
ingar í húfi
Það var mikið í húfi hjá liðunum
sem léku til úrslita í bikarkeppni
HSÍ í gær. Stjömumenn unnu sem
kunnugt er sanngjaman sigur og
er ekki ólíklegt að handknattleiks-
deild félagsins hafi fýrir vikið orðið
fleiri hundmð þúsund krónum rík-
ari. Daihatsu bíllinn, sem félagið
eignaðist eftir leikinn, er 320 þús-
und króna virði og þá á eftir að
gera ráð fyrir tekjum vegna inn-
komu aðgangseyris og auglýsinga.
Þegar allt er tekið með í reikning-
inn er ekki ólíklegt að handknatt-
leiksdeild Stjörnunnar hafi jafnvel
orðið einni milljón ríkari eftir leik-
inn í Höllinni i gær. Muggur óskai-
Stjömumönnum til hamingju með
glæsilegan sigur.
-Muggur.
• Hannes Leifsson, fyrirliði
Stjörnunnar, tók við lyklunum að
Daihatsu bifreiðinni sem hann og
félagar hans unnu i Höllinni í gær.