Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Side 7
MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987.
Iþróttir
Fjórða tap Liverpool í róð og
Everton eykur enn foiystuna
- Liverpool tapaði þrátt fyrir að Rush skoraði og Everton burstaði West Ham
Everton er ósigrandi um þessar
mundir, gersigraði West Ham, 4-0, á
laugardaginn meðan aðalkeppinaut-
amir, Liverpool, töpuðu fjórða leikn-
um í röð.
West Ham en á dögunum skoraði
hann sitt fyrsta mark fyrir liðið. Um
helgina var West Ham hins vegar tek-
ið í bakariið af Everton.
Fyrri hálfleikur nægði Everton
Everton nægði fyrri hálfleikur til að
gjörsigra West Ham. Wayne Clarke
skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mín-
útu og þeir Gary Stevens og Peter
Reid (fyista mark hans í vetur) skor-
uðu með þrumufleygum af tuttugu
metra færi og staðan var 3-0. Miðvörð-
urinn Dave Watson skoraði fjórða
markið rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.
Everton lék af krafti og snilld og tætti
West Ham í sig. Síðari hálfleikur var
ekki eins tilþrifamikill. Everton hefur
nú unnið fLmm síðustu leiki sína, er
efet með 70 stig, þremur stigum á und-
an Liverpool og á leik til góða.
Fyrsti sigurinn frá því í janúar
Arsenal vann Charlton, 2-1, og er
þetta fyrsti sigur liðsins í deildakeppn-
inni síðan 4. janúar. Það var Paul
Davis sem skoraði mark Arsenal i fyrri
hálfleik. Lengi vel leit út fyrir að það
yrði eina mark leiksins en Mark Stu-
art var ekki á því og jafhaði fyrir
Charlton er tólf mínútur voru til leiks-
loka. Martin Hayes skoraði sigurmark
Arsenal minútu síðar.
Liverpool heillum horfið
Þegar Liverpool tapar fjórum leikj-
um í röð er eitthvað meira en lítið að.
lan Rush náði að skora mark strax í
upphafi leiksins gegn Norwich. Leik-
menn Norwich fóru betur með boltann
og sóttu mjög án þess að ógna veru-
lega fyrr en i síðari hálfleik. Kevin
Drinkell, sem hefur skorað mörg mik-
ilvæg mörk fyrir Norwich, gaf knött-
inn yfir vöm Liverpool á Trevor
Urslit
Staðan
1. deild 1. deild
Arsenal-Charlton 2-1 Everton 35 21 7 7 66-27 70
Everton-West Ham 4-0 Liverpool 36 20 7 9 62-36 67
Leicester-Aston Villa 1-1 Tottenham 33 18 6 9 56-33 60
Manchester City-Southampton 2-4 Luton 36 16 11 9 41-37 59
Norwich-Liverpool 2-1 Arsenal 35 16 10 9 45-25 58
Oxford-Newcastle 1-1 Norwich 36 14 15 7 47^7 57
Q. P. R.-Luton 2-2 Nott For. 35 15 10 10 55-41 55
Wimb'ledon 35 15 8 12 46—41 53
Coventry 34 14 8 12 38-36 50
9 Heild QPR 36 13 9 14 42-45 48
Birmineham-West Bromwich ólok- Manch. Utd 34 12 11 11 45-35 47
ið Watford 34 13 8 13 54-46 47
Blackburn-Barnsley 4-2 Chelsea 35 12 10 13 43-52 46
Crystal Palace-Plymouth 0-0 West Ham 35 12 8 15 47-58 44
Derby-Stoke 04) bouthampton 35 12 5 18 59-62 41
Huddersfield-Ipswich 1-2 Sheff. Wed. 34 10 11 13 44-49 41
Hull-Briehton frestað Oxford 36 9 12 15 37-59 39
Millwall-Grimsby 14) Newcastle 35 9 10 16 41-55 37
Portsmouth-Oldham 34) Leicester 36 10 7 19 48-66 37
Reading-Bradford 0-1 Charlton 36 8 10 18 35-50 34
Sunderland-Sheffield United 1-2 Aston Villa 36 7 12 17 38-68 33
Manch. City 35 6 13 16 29-50 31
3. deild 2. deild
Blackpool-Gillingham 0-1 Derby 36 21 9 6 55-30 72
Bolton-Middlesbrough 0-1 Portsmouth 35 21 8 6 46-21 71
Bo'urnemouth-W alsall 1-0 Oldham 35 19 8 8 56-36 65
Bristol Rovers-Swindon 3^4 Ipswich 36 16 10 10 52-36 58
Chester-Rotherham 14) Plymouth 36 15 11 10 56-47 56
Darlington-Bury 4-1 Crystal P. 36 17 4 15 47—45 55
Fulham-Chesterfield 3-1 Leeds 34 14 10 10 42-35 52
Mansfield-Bristol City 2-0 Sheff. Utd 36 13 11 12 46-45 50
Notts County-Brentford 1-1 Stoke 35 13 10 12 50-40 49
Port Vale-Carlisle 0-1 Millwall 35 13 7 15 34-35 46
Birmingham 35 10 15 10 45-50 45
Blackburn 35 12 8 15 37-46 44
4. deild Reading 34 12 7 15 44-51 43
Aldershot-Wrexham 14) Barnsley 36 10 12 14 40-46 42
Cambridge-Swansea 1-0 Grimsby 36 10 12 ir 35-47 42
Cardiff-Preston 1-1 W. Bromwich 34 10 10 14 42-40 40
Crewe-Lincoln 1-2 Sunderland 35 10 10 15 39-48 40
Exeter-Halifax 2-2 Bradford 35 10 9 16 47-53 39
Hereford-Stockport 1-2 Shrewsbury 35 11 6 18 31—45 39
Rochdale-Wolverhampton 0-3 Huddersfield 36 9 11 16 45-58 38
Scunthorpe-Southend 3-0 Hull 34 9 11 14 29-49 38
Tranmere-Peterborough 1-1 Brighton 35 7 11 17 31-46 32
Putney sem skoraði gott mark. Það
leit út fyrir að Norwich mjmdi gera
sitt sjöunda jafhtefli í röð á heima-
velli þar til tvær mínútur vom til
leiksloka er Drinkell skoraði með
óverjandi skoti fyrir Grobba. Það em
mörg ár síðan Liverpool tapaði fjórum
leikjum í röð og það þótti jafnvel
slæmt að tapa fjórum leikjum á heilu
keppnistímabili hér á árum áður er
liðið var svo til ósigrandi.
Manchester City kirfilega fast
við botninn
Manchester City er í miklum vand-
ræðum um þessar mundir. Liðið tapaði
fyrir Southampton, 2-4, á heimavelli
og er neðst í 1. deildinni. Fátt annað
en kraftaverk getur bjargað liðinu frá
falli. Reyndar tók Paul Stuart forystu
fyrir City og Paul Moulden skoraði
síðasta mark leiksins en á milli skor-
aði Gordon Hobson þijú mörk fyrir
Southampton og Danny Wallace eitt.
• Leikur Leicester og Aston Villa
einkenndist af þeirri fallbaráttu sem
liðin eiga i. Leikurinn var ákaflega
harður, mikið um návígi og auka-
spymur. Steve Moran skoraði mark
Leicester í fyrri hálfleik en Mark
Walters jafhaði í síðari hálfleik.
• Háskóladrengimir í Oxford hafa
ekki náð að skora mikið af mörkum
síðan aðalmarkaskorarinn John
Aldridge var seldur til Liverpool fyrir
nokkrum mánuðum. Þrátt fyrir
nokkra yfirburði gegn Newcastle tókst
Oxford einungis að skora eitt mark
og fá eitt stig. Reyndar tók Newcastle
forystuna er Paul Goddard skoraði en
John Dreyer jafiiaði. Þá höfðu leik-
menn Oxford átt fjöldann allan af
góðum færum sem ekki nýttust.
Portsmouth enn ósigrað heima
Leikmenn Portsmouth tóku vel við
sér í seinni hálfleik leiksins gegn Old-
ham. Staðan í hálfleik var 0-0 en á
fyrstu 10 mínútum síðari hálfleiks
skoraði Kevin Dillon tvö mörk úr víta-
spymum sem Vince Hilaire fiskaði.
Mike Quinn skoraði þriðja markið
skömmu síðar gegn gömlu félögum
sínum í Oldham. Þetta var 27. mark
hans í vetur. Einn vamarmanna Old-
ham, Andy Linighan, var sendur í bað
fyrr en hinir eftir að hann gerði til-
raun til að slá Mick Kennedy.
Portsmouth er í 2. sæti um þessar
mundir með 71 stig en Oldham er í
þriðja sæti með 65 stig. Portsmouth
hefúr unnið 16 leiki á heimavelli en
tveir hafa endað sem jafntefli.
• Efeta liðinu í 2. deild, Derby, tókst
ekki að skora mark gegn Stoke og
endaði leikurinn 0-0. Þetta var fimmta
jafntefli Stoke í röð.
E.J.
M. a. staolaöur bunaöur
2,2 Itr. bensin- eöa turbo disilvél
Framdrifslokur
Tregóulæsing áafturdrifi
Aflstýri
Útvarp meö kassettutæki
Lúxusbúnaöur
Rafdrifnir rúöuupphalarar
(ÍLSgerðum) JÉf
☆
Vilt þú traustan og aflmikinn bíl?
Vilt þú komast leiðar þinnar vandræðalaust?
Vilt þú rúmgóðan og öruggan bíl?
Vilt þú halda rekstrar- og eldsneytiskostnaði í lágmarki?
Efsvoer - ersvarið
ISUZU TROOPER
BÍLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687BOO