Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Side 11
MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987. 35 Iþróttir dv Evrópska knattspyrnan: • Bretarnir tveir hjá Barcelona, Terry Venables og aöstoöarmaöur hans, Allan Harris. Heldur er fariö að hitna undir sæti þeirra félaga hjá liðinu. Verður Venables rekinn frá Barcelona? - taugaveiklun ríkir nú í herbúðum ríkasta liðs Evrópu FC Barcelona er án efa eitt af rík- ustu félögum heims en eigi að síður á liðið nú í miklum erfiðleikum sem hafa skapað nánast glundroðakennt ástand hjá því. Þessir erfiðleikar byrjuðu í fyrravor þegar liðið tapaði fyrir Steaua Bukar- est í úrslitum Evrópukeppninnar. Við það urðu ráðamenn hjá félaginu svo reiðir að þeir hlupu upp til handa og fóta og keyptu Gary Lineker og Mark Hughes til liðsins. Þeir útlondingar sem voru fyrir, Bemd Schúster og Steve Archibald, voru settir út í kuld- ann. AUt var leyfilegt til þess að koma liðinu aftur í hóp þeirra bestu. í upphafi keppnistímabilsins virtist allt ætla að ganga að óskum hjá Barc- elona. Liðið vann leik eftir leik og Lineker skoraði eins mikið og búist var við. Frammistaða Hughes var tal- in viðunandi á meðan allt lék í lyndi. En þá kom hmnið. Aðalkeppinautur- inn, Real Madrid, náði forystusætinu í deildarkeppninni og um svipað leyti var Barcelona slegið út úr bikar- keppninni, Copa del Rey, af fallliðinu Osasuna. Þá urðu Barcelonabúar fyrir geysilegu áfalli þegar lið þeirra tap- aði, 0-4, fyrir Sporting Gijon á Nou Camp 28. febrúar en þar er liðið ekki vant að tapa - hvað þá svona stórt. Dropinn sem fyllti síðan mælinn kom í Evrópukeppninni. Að horfa upp á lið sitt slegið út úr Evrópukeppninni af skoska liðinu Dundee United var meira en 100.000 stuðningsmenn gátu horft upp á. Mik- il hróp vom gerð að eigin liðsmönnum og fékk Mark Hughes verstu útreiðina enda hafði hann farið illa með góð marktækifæri í leiknum. Terry Vena- bles, þjálfari liðsins, varð að gera eitthvað og hann tók Hughes út úr liðinu og náði í Archibald upp á háa- loft þar sem hann hafði legið og rykfallið í 11 mánuði. Þá vildu stuðn- ingsmenn liðsins fá Schúster aftur í liðið en hann á í mjög hörðu stríði við ráðamenn liðsins og verðm- því líklega seldur, jafnvel til Real Madrid. En spumingin sem nú brennur á vörum knattspymuspekúlanta er: Tekst Terry Venables að sitja þessar hræringar af sér? Talið er að farið sé að hitna undir stóli hans en hann er líklega í einni best launuðu þjálfara- stöðu heims. Javier Clemente, sem nú þjálfar Espanol með frábærum ár- angri, hefúr verið nefndur sem eftir- maður hans. Jose Luis Nunez, formaður Barcelona, hefur reynt að kveða niður þessar raddir með því að bjóða Venables nýjan tveggja ára samning. Venables hefur ekki enn ákveðið hvort hann tekur því. Allar þessar hræringar em tilkomnar vegna þeirrar óstjómlegu hvatar sem ræður ríkjum í Barcelona - liðið verður að vera best. -SMJ Tilvaldar í ferðalagið. Kæligeymsla óþörf. ORA grænmeti er ómissandi með steikinni, hentar vel í salatið og á kalda borðið. I ORA vörunum eru engin rotvarnarefni, aðeins valin hráefni. Fást í næstu matvöruver slun, hagstætt verð. Þú opnar ORA dós - og gæðin koma í ljós! I Vesturvör 12, Kópavogi. 30 ÁRA VAXANDI VINSÆLDIR SANNA GÆÐIN AUK hf. 95.9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.