Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Síða 12
36
MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987.
íþróttabandalag Keflavíkur,
handknattleiksráð
Handknattleiksráð Keflavíkur óskar eftir að
ráða þjálfara fyrir eftirtalda flokka næsta leik-
tímabil:
Meistara- og annar flokkur karla
Meistara- og annar flokkur kvenna
Umsóknir sendist í pósthólf 142 fyrir l.júní 1987,
merkt: „Handknattleiksráð Keflavíkur, Pósthólf 142,
230 Keflavík". Nánari upplýsingar gefur Marel Sig-
urðsson, í síma 92-2373, eftir kl. 18.30.
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjald-
dagi söluskatts fyrir marsmánuð er 15. apríl. Ber þá
að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt
söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið
Tilkynning til
launaskattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að ein-
dagi launaskatts fyrir mánuðina janúar og febrúar er
15. apríl nk. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga
skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt
er, talið frá og með gjalddaga.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn-
heimtumanna ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og
afhenda um leið launaskattsskýrslur í þríriti.
Fjármálaráðuneytið
I GALTALÆ KJARSKOGI
Verslunarmannahelgin 31. júlí til 3. ógúst 1987
Híjómsveitif
skemmtikraftar
Ein allra stœrsta fjölskyldu- og útihátíð sumarsins,
Bindindismótið í Galtalœk 1987, óskar eftir tilboðum
í dansleikjahald og dagskráratriði.
-»raSum6.lnu i Gona.aaHo.stógi
A. œllaftii Ollum aiaurshópum
1. oanslelkit ó palli.
(ðstudogskuoia w. Íí m_04.00
Sdaag«a".22V30-02 00
Samahlidmsvellle.lelnnlgddainadanslel.um
laugardag * 16'qo-17.30
sunnudag lou
| 2 unglingodansleikli j oo
tðstudagskvöld v “ qo-04.00
laugardagskvöld W. qq
sunnudagskvold w.
kl 16.00-16 00
kl 20.00-2100
kl 19.30-20.00
Dagskráratriðl á Blndindismátinu í Galtalœkjarskógi um Verslun-
armannahelglna 31. júli til 3 ágúst 1987
1 Barnaefni:
2. Barnatimi:
Laugardag kl 17.30—18.15
Sunnudag kl 15.00—1600
2. Gamanmál: Laugardagskvöld kl. 21 00-22 00
Kvöldvaka: Sunnudagskvöld kl. 20.00—21.30
3. Galtalaekjarkeppnin 1987.
Gœti veriö fólgin i söngvakeppni. frjálsum dansi og ööru sem
reyndi á þátttöku gesta mótsins. Vœntanlega á sunnudag kl.
17.30-18.30.
Heimilt er aö gera tilboö i hluta dagskrár sem og alla. en þá veröur
aö gera góöa grein fyrir þátttakendum og skiftingu þeirra milli
atriöa
Til greina kemur aö ráöa fleiri en eina unglingahljómsveit og yröi þá
spilatima peirra skift niöur á sitt hverf kvöld helgarinnar
Tilboö er innihaldi allan kostnaö, þar meö taliö vinnu, feröir, flutn-
ings- og uppihaldskostnaö á staönum.
1 -- 1 —-.... ■— — - —r
Tilboösgögn og upplýsingar fást í Templarahöllinni, |
Ðríksgötu 5, 3ju hœö. |
Guöni og Karl, símar 19944 og 10248 f
Tilboö skal senda til: GALTALÆKJARMÓTID 1987 f
b.t. Karl Helgason
Templarahöllin,
Eiríksgötu 5,
105 Reykjavík
fyrir 27. apríl n.k.
íþróttir dv
• Markku Alen sést hér í fremstu röð á Lancia bifreiö sinni en hann vann öruggan sigur i portúgalska rallinu.
Oruggt hjá Alen í
portúgalska rallinu
Þriðja rallið i heimsmeistara-
keppninni var portúgalska rallið
illræmda. Keppni þessi hefur verið
þekkt fynr grófar leiðir, óvænta sig-
urvegara, mikla slysatíðni og síðast
en ekki síst brjálaða áhorfendur sem
fara í engu eftir settum reglum.
Æðsta takmark ralláhugamanna í
Portúgal er að geta snert keppnisbíl
er hann fer hjá á fullri ferð. Hafa
þeir farið flatt á þvi nokkrir þvi í
portúgalska rallinu hafa orðið bana-
slys vegna brjálaðrar framkomu
áhorfenda. í fyira lögðu allir at-
vinnuökumennirnir frá sér stýrið og
neituðu að halda áfram keppni eftir
að einn þeirra hafði orðið áhorfanda
að bana. Fóru þeir fram á að örygg-
iskröfur yrðu hertar en ekki var
orðið við þeirri ósk þeirra þannig
að sigurvegari síðasta árs var með
öllu óþekktur ökumaður, sjálfum sér
og öðrum til mikillar furðu.
Keppnin í ár reyndist ekki vera
nein undantekning á íurðulegum
fyrirbærum. Enginn skildi upp né
niður í neinu er framhjóladrifinn
Renault 11 turbo tók forystu strax í
upphafi undir stjóm Frakkans Rag-
notti, en hann ók frábærlega vel og
var með toppsérleiðatíma á 23 af 27
sérleiðum keppninnar. En hann
gerði ein afdrifarík mistök er hann
valdi röng dekk undir bílinn fyrir
eina af lengstu sérleiðunum og tai>
aði við það svo miklum tíma til
keppinautanna að annað sætið varð
staðreynd. Þetta er í fyrsta sinn síð-
an 1980 að framhjóladrifinn bíll nær
svo langt í heimsmeistarakeppni eða
síðan að Saab var að gera það gott
í sportinu.
Sigurvegarar sænska vetrarralls-
ins, Mazda með fyrrum heimsmeist-
ara Timo Salonen undir stýri, mættu
með vonarglampa í augum sem
breyttist fljótt í sorgarsvip því báðfr
keppnisbílar þeirra urðu að hætta
keppni vegna bilana. Það eina sem
þeir gátu glaðst yfir var að Ford-
liðinu gekk enn verr því að eftir
aðeins sjö sérleiðar voru bílar þess
fallnir úr keppni og þá pakkaði
Ford-liðið saman öllu sínu hafur-
taski og fór heim til Englands að
sleikja sár sín. Sigurvegarar urðu
því Lancia, með gamla refínn
Markku Alen við stýrið, en ekki var
sigurinn átakalaus því dempara-
vandamál hrjáðu þá alla keppnina.
Skipt var um þá hvenær sem færi
gafst og að lokum var tekið það ráð
að senda flugvél frá Ítalíu með meiri
birgðir. Það var svo Volkswagen
Golf Gti sem tókst að merja þriðja
sætið eitir bilanir hjá stóru liðunum.
Sannarlega óvenjuleg úrslit. Af
þremur fyrstu voru tveir með fram-
hjóladrif eingöngu. Af 94 bílum sem
hófu keppnina tókst aðeins 36 að
komast á leiðarenda. Það voru því
margir garpamir sem sátu í veg-
kantinum með súran svip og horfðu
á minni spámenn þeysa hjá.
• Hér koma úrslitin:
1. Markku Allen/Iikka Kivimaki,
Finnlandi, Lancia 4wd..7:09.39 klst.
2. Jean Ragnotti/Pierre Thimonier,
Frakklandi, Renault 11 turbo 7:12.32
klst.
3. Kenneth Erikson/Peter Diek-
mann, Svíþjóð, D.VW golfGti 16v
.......................7:14.37 klst.
• Staða stigahæstu manna í heims-
meistarakeppninni eftir þrjár
keppnir er þannig hjá ökumönnum:
1. Kankunen, Finnlandi.....37 stig
2. Markku Alen, Finnlandi..28-
3. Massimo Bioson, Ítalíu..23-
4. Kenneth Erikson, Svíþjóð ...21 -
5. Timo Salonen, Finnlandi.20-
• Staðan hjá framleiðendum er
þannig:
1. Lancia..................57 stig
2. Mazda...................34-
3. Audi.....................28-
4. Volkswagen...............26 -
5. Renault..................23-
• Næstarallíheimsmeistarakeppn-
inni verður hið illræmda Safarírall
í Afríku og verður greint frá úrslit-
um keppninnar að henni lokinni.
• Ford-verksmiðjumar hafa nú auglýst eftir ökumönnum til að aka tyrir sig Ford Sierra Cosworth í R.A.C.- rallinu
i nóvember í ár. Þeir sem hafa áhuga snúi sér til næsta umboðsmanns og næli sér i betri upplýsingar. Verður
næsti atvinnuökumaður Ford e( til vill fslenskur?