Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Page 13
MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987. 37 • ísak Tómasson, fyrirliói UMFN, með bikarinn, en hann átti mikinn þátt í sigri Njarðvíkinga gegn Vai á föstudagskvöldið. DV-mynd GS • Cora Barker, fyrirliði KR, hampar hér bikarnum eftir sigur KR gegn Keflavík á föstudagskvöld. Cora skor- aði 11 stig í leiknum fyrir KR. DV-mynd GS • Linda Jónsdóttir, KR, varð stiga- hæst leikmanna i meistaraflokki kvenna í íslandsmótinu og einnig kos- inn besti leikmaðurinn. Hér sést hún taka við viðurkenningu úr hendi Bjöms M. Björgvinssonar, formanns KKÍ, á lokahófi körfuknattleiksmanna sem fram fór á föstudagskvöld í Sig- túni. DV-mynd GS Tvöfalt hjá KR-stúlkunum KR-stúlkumar urðu bikarmeistarar í meistaraflokki kverma í körfu. Þær sigruðu Keflavík, 65-61, í úrslitaleik á föstudagskvöld. KR-stúlkumar urðu einnig íslandsmeistarar. Kristjana Hrafnkelsdóttir og Linda Jónsdóttir skomðu 19 stig fyrir KR en Anna María Sveinsdóttir skoraði 22 stig fyr- irÍBK. • Pálmar Sigurðsson, Haukum, var hlaðinn verðlaunum á lokahófi KKÍ. Hann skoraði flestar þriggja stiga körfur, varð stigahæstur i úrvalsdeildinni og að auki kosinn besti leikmaður islandsmótsins. DV-mynd GS • Guöni Guönason, KR, var valinn prúðasti leikmaöur Islandsmótsins. DV-mynd GS Sagt efdr leikinn: „Þetta var skemmtilegur leikur en munurinn hefði mátt vera minni á liðunum. Ég bjóst við Valsmönn- um sterkari en Njarðvíkingamir sýndu Mbæran leik og unnu sann- gjaman sigur. Þetta var góð afþreying frá öllum kosningalát- unum en því miður gefst mér ekki nógu oft kostur til þess að skreppa á völlinn," sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra eftir bikarúrslitaleik Njarðvíkur og Vals, en hann var heiðursgestur á leiknum. Valur Ingimundarson, þjálf- ari UMFN: „Þetta var frábær endir á stór- kostlegum vetri. Við náðum upp toppleik og þeir áttu aldrei neitt svar. Við tókum þá mjög framar- lega og pressuðum þá vel. Vömin var geysilega sterk, eins og svo oft í vetur. Það var virkilega gaman að þessu og skemmtilegt að vinna bikarkeppnina í fyrsta sinn. Helgi Rafnsson, UMFN: „Þetta var stórkostlegur leikur og það var frábært að vinna bikar- keppnina líka. Annars bjóst ég við meiri keppni í vetur og mér finnst þetta hafa verið ótrúlega auðvelt. Þessum frábæra árangri vil ég fyrst og fremst þakka þeirri góðu breidd sem er í liðinu." Sturla Sighvatsson, Val: „Við náðum okkur aldrei á strik í leikn- um og á köflum gerðum við okkur seka um afdrifarík mistök. Þeir hafa frábæra vöm og það stuðlaði að sigri þeirra einna helst. Ég vil óska Njarðvíkingum til hamingju, þeir áttu skilið að vinna í kvöld.“ Björn Björgvinsson, form- aður KKI: „Það var frábær stemning í leiknum en það var verst hve mikla yfirburði Njarðvíkingar höfðu. Þeir hafa sýnt frábæra leiki og áttu skilið að sitrra." -RR. íþróttir • Helgi Rafnsson átti mjög góðan leik gegn Val á föstudagskvöld og hér sést hann skora laglega körfu. DV-mynd Gunnar Sverrisson Loksins tókst það hjá UMFN - Njarðvíkingar bikarmeistarar Njarðvíkingar bættu enn einum bikarnum í verðlaunasafn sitt þegar liðið várð bikarmeistari í körfubolta á föstudagskvöldið. Njarðvíkingar sigr- uðu Valsmenn í frábærum úrslitaleik í Laugardalshöll með 91 stigi gegn 69 en staðan í hálfleik var 49-32, Njarð- vík í vil. Þar með em Njarðvíkingar tvöfaldir meistarar því að þeir unnu Islandsmótið með glæsibrag á dögun- mn. Þessi sigur markar að vísu tímamót hjá liðinu þvi þetta er fyrsti sigur þeirra i bikarkeppninni. Njarðvíkingar höfðu mikla yfirburði í leiknum ef frá em taldar fyrstu mín- útumar en þá stóðu Valsmenn vel í Suðumesjamönnum og höfðu yfir, 8-4 og 10-8. En þá tóku Njarðvíkingar við sér og Jóhannes Kristbjömsson fór á kostum og skoraði 14 stig í röð. Þar með vom Njarðvíkingar komnir í gang og Valsmenn áttu sér ekki við- reisnar von gegn stórleik Njarðvík- inga. Munurinn jókst jafrit og þétt og 17 stig skildu liðin að í hálfleik, 49-32. Valsmenn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og minnkuðu muninn í 11 stig en lengra komust þeir ekki. Njarðvíkingar vom einfaldlega miklu sterkari á lokakaflanum og fóm á kostum. Undir lokin var leikurinn orðinn hálfger leiksýning af beggja hálfu enda úrslitin ráðin. Lokatölum- ar 91-69 eins og áður sagði og Suðumesjamenn fögnuðu ákaft i leikslok. Erfitt er að gera upp á milli leikmanna Njarðvíkurliðsins því jreir áttu allir góðan leik. Þó verður ekki hjá því komist að minnast á þá Jó- hannes Kristbjömsson og ísak Tómasson sem að öðrum ólöstuðum vom bestu menn vallarins. Hjá Vals- mönnum bar mest á Tómasi Holton og Einari Kristjánssyni. Liðið vantaði meiri einbeitingu og þá sérstaklega í sóknarleiknum. Dómarar vom Sigurð- ur Valur Halldórsson og Sigurður Valgeirsson og dæmdu þeir mjög vel. Stig Vals: Einar 18, Tómas 17, Torfi 13, Sturla 8, Leifur 6, Bjöm 4, Bárður 2 og Páll Amar 1. Stig UMFN: ísak 22, Jóhannes 21, Valur 17, Helgi 14, Kristinn 8, Teitur 4 og Ámi 2. -RR • Steingrimur Hermannsson og frú voru heiðursgestir á úrslitaleiknum. Hér sjást þau hjónin ásamt Bimi M. Björgvinssyni, formanni KKÍ, og eiginkonu hans. DV-mynd GS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.