Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Page 2
2 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987. Stjómmál Stjómarflokkamir halda meirihluta segir Sigríður Lillý Baldursdottir, Kvennalista Kosningabaráttan mjög einkennileg - segir Bjami P. Magnússon, Alþýðuflokki „Við erum með þrjár inni í Reykjavík. geri ég ráð fyrir,“ sagði Sign'ður Lillý Baldurs- dóttir, ein af kosningastýrum Kvennalistans í Reykjavík. „Við megum teljast mjög góðar ef við fáum fimm þingkonur yfir landið. Og það vtöí glæsilegt ef við fengjum átta eða níu. Mér finnst ekki fráleitt að Sjálfstæðisflokk- ur og Framsóknarflokkur haldi meirihluta. Samkvæmt skoðanakönnunum virðist stefna í það. Framsóknarflokkur virðist verá að auka fylgi sitt og Sjálfstæðisflokkur virðist ekki ætla að missa meira en orðið er. Ég treysti mér ekki til að spá í hvemig aðrir flokkar koma út og vil það heldur ekki. Alþýðubandalagið virðist þó ekki höfða til þeirra sem það ætlar sér. samkvæmt skoðana- könnun Félagsvísindastofhunar. þar sem fram kemur að aðeins örfá prósent verkafólks styðja flokkinn. Hins vegar höfðum við sérs- taiklega til kvenna. Um það bil 80% þeirra sem kjósa Kvennalistann eru konur. Oft er talað um að Kvennalistinn sé tíma- skekkja. Samkvæmt þessu mætti frekar ætla að Alþýðubandalagið væri tímaskekkja. Kosningabaráttan hefur alls ekki verið „Við megum teljast mjög góðar ef við fáum fimm þingkonur," segir Sigríður Lillý Bald- ursdóttir, Kvennalista. nægjanlega málefhaleg. Ég hræðist þessa þró- un sem við sjáum í þessari miklu auglýsinga- mennsku." sagði Sigríður Lillý. -KMU „Auðvitað óska ég þess að vonir okkar um 18 þingmenn rætist. Það á kannski ekkert skylt við raunsæi." sagði Bjami P. Magnús- son. kosningastjóri Alþýðuflokksins. „Allt okkar þema hefur byggst á tölunni 18. 18 ára kosningaaldur, 18 rauðai- rósir og hvers vegna ekki 18 þingmenn? Það var alls ekkert fjarstæðukennt samkvæmt skoðana- könnunum DV þegar best lét. En ég veit að það getur orðið langsótt. Eina raunsæið sem ég get byggt á em skoðanakannanir sem spá okkur 10 til 12 þingmönnum. Eðlilegast þætti mér hins vegar að við yrð- um ekki minni en í kosningunum 1978 þegar við fengum 14 þingmenn. Við erum kannski ekki með eins harða pólitík og þá. Við höfiun ekki komið henni eins vel til skila,“ sagði Bjami. Hann spáir Sjálfstæðisflokki 19 þingmönn- um. Framsóknarfiokki 10, Alþýðubandalagi 8, Kvennalista 6, Borgaraflokki 6 og Al- þýðuflokki 14 þingmönnum. „Kosningabaráttan hefur verið mjög ein- kennileg. Hún hefur einkennst af ófynrsjáan- legum atburðum eins og tilkomu Borgara- flokksins. Að öðm leyti hefur hún því miður „Átján rauðar rósir og hvers vegna ekki átján þingmenn?“ spyr Bjarni P. Magnússon, kosningastjóri Alþýðuflokks. einkennst af auglýsingaflóði og er mér mikið áhyggjuefhi hvert við stefnum ef þetta er þró- unin því að auðvitað em þetta ekki ábyrg stjómmál." -KMU Yfir 33% væri varnarsigur Ekki beint drengileg - segir Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, Sjálfstæðisflokki - segir Eiríkur Valsson, Framsóknarflokki „Við verðum óánægðir ef við náum ekki að auka fylgi okkar frá nýjustu skoðanakönn- unum. Hins vegar gefa þær auðvitað vís- bendingu um það hvemig landið liggur.“ sagði Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson. kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins, þegar DV spurði hann í gær hverju hann vildi spá um úrslit kosninganna. I nýjustu skoðanakönnun DV fékk Sjálfstæðisflokkurinn 31.4% og 21 þingmann. „Það er ákveðinn vamarsigur ef við förum 1-2% hærra en þessar nýjustu kannanir sýna. Það er hins vegar erfitt að ráða í þetta nú.“ sagði Gunnlaugur. Aðspurður um kosningabaráttuna í heild sagði hann að hér væri um gjörólíka baráttu að ræða frá fyrri árum vegna nýju miðlanna og svo tilkomu Borgaraflokksins. „Hiklaust segi ég að þessi kosningabarátta hefur verið óvægin og raunar ómálefnaleg lengi framan af. Við höfum gert okkar besta til að spoma gegn þeirri þróun og við höfum sótt mikið á.“ Aðspurður um fjármálin sagði hann ekki hægt að sjá nákvæmlega hvemig þau kæmu út á endanum. „Það er hins vegar ljóst að þessi barátta verður mun fjárfrekari en áður Skoðanakannanirnar gefa visbendingu um hvernig landið liggur segir Gunnlaugur Sæv- ar Gunnlaugsson. hefur þekkst hjá okkur,“ sagði Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson að lokum. -ES „Við náum Finni inn í Reykjavík, það er raunhæft," sagði Eiríkur Valsson, kosninga- stjóri Framsóknarflokksins í Reykjavík. „Við erum frægir fyrir að bæta við okkur miðað við síðustu skoðanakannanir og mun- um gera það núna. Við fáum 12 til 13 þingmenn. Ég er ekki frá því að þegar sjálfstæðismenn koma inn í kjörklefann fyllist þeir ábyrgðar- tilfinningu og kjósi flokkinn sinn en ekki Borgaraflokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn fái því 20 menn. Borgaraflokkurinn verður með fjóra. Ég sé ekki að Jón Baldvin fari inn í Reykja- vík. Alþýðuflokkurinn dalar niður í níu. Ég held að Alþýðubandalagið tapi í mesta lagi einum manni. Ég væri ekki frá því að Kvennalistinn yrði sigurvegari kosninganna. Þær fara upp í fimm eða sex. Kosningabaráttan hefur ekki beint verið drengileg, að minnsta kosti ekki málefnaleg í öllum tilvikum. Upplausn hefur einkennt kosningabaráttuna, annars vegar Borgara- flokkurinn og hins vegar kom það fólki á „Við náum Finni inn,“ segir Eiríkur Valsson á kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins. DV-mynd GVA óvart að Alþýðuflokkurinn skyldi fara að tapa,“ sagði Eiríkur. -KMU 12% væru sigur Þurfum að taka vel á - segir Helena Aibertsdóttir, Borgaraflokki - segir Þórunn Sigurðardóttir, Aiþýðubandalagi „Þrennt finnst mér hafa einkennt þessa kosningabaráttu," sagði Helena Albertsdótt- ir, kosningastjóri Borgaraflokksins, þegar hún var spurð álits á þeirri baráttu sem nú er að ljúka. „í fyrsta lagi hafa hinir flokkamir eytt mikl- um tíma í að atast út í Albert Guðmundsson, tíma sem maður hefði haldið að þeir gætu eytt í að kynna sín stefhumál. I öðru lagi hafa þær heiftúðugu árásir sem Borgaraflokk- urinn hefur orðið fyrir verið áberandi. Og í þriðja lagi finnst mér sérkennileg þessi um- ræða um borgarstjóm nú í alþingiskosning- um. Það er eins og sjálfstæðismenn haldi að fólk viti ekki að nú er verið að heyja kosning- ar til Alþingis en ekki til borgarstjómar. Þetta er líka hreinn dónaskapur við borgar- stjórann því það er eins og Sjálfstæðisflokkur- inn vantreysti honum, manni sem hefur þegar unnið borgina í kosningum," sagði Helena. Um úrslit kosninganna sagði Helena að ef Borgaraflokkurinn fengi það sem honum væri spáð í skoðanakönnunum nú þá væri það gífurlegur sigur fyrir flokk sem væri mánaðargamall. Hins vegar sagðist hún eiga von á aukningu hjá Borgaraflokknum um- fram þessi 12% sem honum væm spáð nú. „Og þessum árangri náum við með langó- „Sumar af þessum skoðanakönnunum hafa nú ekki verið uppörvandi, það verðum við að viðurkenna, en það er sóknarhugur samt í mínu fólki,“ sagði Þórunn Sigurðardóttir, kosningastjóri Alþýðubandalagsins, þegar DV spurði hana um kosningabaráttuna í gær. Þórunn sagði breytinguna á fjölmiðlaum- fjölluninni helsta sérkenni þessarar baráttu. „Eftir að málflutningur okkar fór að ná í gegn höfum við séð árangur enda sýna síð- ustu kannanir okkur i sókn. Við sættum okkur að sjálfsögðu ekki við að fara niður fyrir það sem við fengum í síðustu kosning- um. Hins vegar verðum við að taka tillit til aðstæðna þannig að við gætum orðið eitthvað lægri þó ég geri alls ekki ráð fyrir að við verðum eins lág og í síðustu skoðanakönnun- um. Við þurfum að taka vel á,“ sagði Þórunn. Þórunn sagði að kosningabaráttan yrði nokkuð dýrari en gert hafði verið ráð fyrir. „Ég held að flokkamir hafi ekki verið þvi viðbúnir að fjölmiðlaslagurinn yrði þetta mik- ill. Við gerðum ráð fyrir kostnaði upp á 2-3 milljónir hér í Reykjavík en líklega verður hann nokkru meiri,“ sagði Þórunn að lokum. -ES „Þao er sóknarhugur í minu fólki,“ segir Þórunn Sigurðardóttir. Náum árangrinum með ódýrustu kosninga- baráttunni segir Helena Albertsdóttir. dýrustu kosningabaráttunni," sagði Helena Albertsdóttir að lokum. -ES

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.