Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987. Lrtið um kosningamar í dönskum fjölmiðlum Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahöfn; Ekki hefur verið fjallað mikið um kosningarnar á íslandi í dönskum fjölmiðlum eins og svo oft áður. Sjónvarpið hefur enn ekki fjallað um kosningarnar, útvarpið mjög stutt- lega og þrjár, fjórar blaðagreinar hafa birst. Orsökina má kannski finna í grein í dagblaðinu Aktuelt síðastliðinn laugardag þar sem segir að kosn- ingabaráttan einkennist fremur öðru af því að flokkana vanti hreinlega baráttumál til að vekja athygli kjós- enda með. Alþýðubandalagið setji ekki leng- ur andstöðuna við Nató eða hina borgaralegu kapítalista á oddinn en reyni þess i stað að sannfæra kjós- endur um að flokkurinn hafi ekkert á móti borgaralegum lifnaðarháttum og kapítalisma í litlum stíl. Meiri velmegun, aukin kaupgeta og lækk- un verðbólgunnar hafi tekið púðrið úr slagorðum Alþýðubandalagsins sem höfða eigi til baráttu launþega fyrir betri kjörum. Segir blaðið ennlremur að af ótta við Borgaraflokkinn höfði Sjálfstæð- isflokkurinn til siðferðiskenndar kjósenda og Framsóknarflokkurinn leggi áherslu á landsföðurímynd Steingríms Hermannssonar. Borg- araflokkurinn hafi ekkert sérstakt fram að færa en lifi á persónulegum vinsældum Alberts Guðmundssonar sem ekki þekki eigin stefnuskrá al- mennilega. Undir fyrirsögninni uppreisn gegn gömlu flokkunum fjallar Berlingske Tidende í grein um möguleikana á stjómarmyndun eftir kosningar og segir ekki ólíklegt að Sjálfstæðis- flokkur, Framsóknarflokkur ásamt Alþýðuflokki myndi stjóm saman ef marka má skoðanakannanir. Núver- andi stjómarflokkar séu hreyknir af afrekum sínum í efnahagsmálum en þar sem Sjálfstæðisflokkurinn tapi fjórða hverjum kjósanda sam- kvæmt skoðanakönnunum sé Alþýðuflokkur líklegur í stjóm eftir kosningar með eða án Jóns Bald- vins. Segir blaðið að mikið sé í veði, sérstaklega fyrir gömlu flokkana, eftir fylgi Borgaraflokks og Kvenna- lista að dæma og séu þetta með mest spennandi kosningum í árarað- ir. Þó lýkur greininni með þeim orðum að 25 prósent atkvæðanna, sem fari til Borgaraflokks og Kvennalista samtals, séu fyrirfram útilokuð frá áhrifum í stjóm landsins næsta kjörtímabil vegna fyrmefndra stj ómarmy ndunarmöguleika. Óánægja í Austurríki með samsteypustjórnina ÚtLönd Bildt á móti pillunni Gannlaugur A. Jónsson, DV, Lundi: Carl Bildt, hinn 37 ára gamh for- maður sænska íhaldsflokksins, vill að læknum verði bannað að skrifa upp á getnaðarvarnarpillur fyrir ungar stúlkur. „P-pillumar veita vöm gegn því að líf kvikni en þær em engin vöm gegn dauðanum,“ segir Bildt meðal annars. Hann er nú staddur í Bandaríkjunum í þeim tilgangi að kynna sér baráttu heil- brigðisyfirvalda þar gegn eyðni. Segir hann að stjómmálamenn hafi verið alltof seinir á sér að skynja alvöru málsins og nauðsyn- legt sé að grípa til harðari aðgerða. „Margt það sem áður var haft í heiðri en sem hefúr verið á undan- haldi síðastliðna áratugi þarf að hljóta fyrri sess að nýju,“ segir Bildt. Hann heldur því fram að getnað- arvamarpillumar hafi átt sinn þátt í að ryðja braut nýjum lífestíl þar sem skilið hafi verið á milli fi-elsis og ábyrgðar. „Nú þurfum við á hinni persónulegu ábyrgð einstaklingsins að halda að nýju,“ segir Bildt. Snorri Valsson, DV, Vín; Þrátt fyrir að hafa aðeins starfað í fjóra mánuði hefur ríkisstjóm sósíal- ista og íhaldsmanna þegar bakað sér geysilegar óvinsældir. Sumir myndu kannski telja að of snemmt væri að segja nokkuð um frammistöðuna en Austurríkismenn em á öðm máli. Samkvæmt skoðanakönnun, sem fram fór nýverið, em 36 prósent Aust- urríkismanna óánægð með nýju samsteypustjómina en þess má geta að flokkamir hlutu í síðustu kosning- um samanlagt tæp 80 prósent at- kvæða. Þeir sem græða á þessu em auðvitað stjómarandstöðuflokkamir. Frjáls- lyndi flokkurinn, undir forystu Jörgs Haider, hefur nú 14 prósent fylgi og hefur bætt við sex prósentum. Græn- ingjar hafa fylgi 6 prósent kjósenda sem er meira en í kosningunum á síð- asta ári. Hvað þessum óvinsældum veldur kemur berlega í ljós í könnuninni því að 72 prósent aðspurðra hafa vemleg- ar áhyggjur af stöðu efnahagsmála í dag. Einnig kemur fram að hvorki meira né minna en 84 prósent að- spurðra em samþykk sölu ríkisfyrir- tækja til einkaaðila. Sósíalistar munu hins vegar aldrei samþykkja sölu þeirra enda hefur upp- bygging ríkisrekinnar stóriðju verið kappsmál þeirra. Hallinn á ríkisfyrir- tækjunum þetta árið nemur hins vegar yfir hundrað og tuttugu milljörðum íslenskra króna og það kann ekki góðri lukku að stýra þegar leita skal stuðnings meðal skattgreiðenda. Um 600 atkvæði frá Danmörku Haukmr L. Hauksson, DV, Kaupmlöv Samkvæmt upplýsingum ritara i ísienska sendiráðinu í Kaup- mannahöfh höf'ðu þrjú hundmð og áttatíu kosið þar um miðjan dag í gær, þar af hundrað og áttatíu námsmenn og eru það rúmlega fjömtíu prósent fleiri en 1983 en þá kusu tvö hundmð soxtíu og þrír. í Árósum höfðu hundrað þrjátíu og níu kosið og í óðinsvéum fjöm- tiu en ekki fengust tölur frá kosningaþátttöku í Álaborg en þar býr nokkur fjöldi íslenskra náms- manna. Austur-Þjóðverjar treysta á kjarnorkuna Ketnbjöm Tryggvasan, DV, V-Berlin; Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækur 10-11 Lb óbund. Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 10-15 Sb 6 mán. uppsögn 11-19 Vb 12 mán. uppsögn 13-22 Sp.vél. 18mán. uppsögn 20.5-22 Sp Ávísanareikningar 4-10 Ab Hlaupareikningar 4-7 Sp Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb. Lb.Ob. Vb 6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 2,5-4 Ab.Úb 10-22 Innlán gengistryggð Bandaríkjadalur 5-5,75 Ab Sterlingspund 8,5-10,25 Ab Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab Danskarkrónur 9-10,25 Úb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 19-21 Lb.Úb Viöskiptavixlar(forv.)(1) 22 eða kge Almenn skuldabréf(2) 20-22 Úb Viöskiptaskuldabréf(1) kge Allir . Hlaupareikningartyfirdr.) Utlán verðtryggð 20-22 Lb Skuldabréf Aö2.5árum 6-7 Lb Til lengri tíma 6,5-7 Ab.Bb. -- Lb.Sb, Úb.Vb Útlán til framleiðslu ísl. krónur 16,25-21 Ib SDR 7,5-8,25 Lb Bandaríkjadalir 7,5-8 Sb.Sp Sterlingspund 11,25-13 Bb.Vb Vestur-þýsk mörk 5,5-6,5 Bb.Úb, Vb Húsnæðislán 3,5 Lifeyrissjóðslán 6-6,75 Dráttarvextir 30 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala apríl 1643 stig Byggingavísitala 305 stig Húsaleiguvísitala Hækkaöi3%1.apríl • HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 121 kr. Eimskip 200 kr. Flugleiðir 166kr. Hampiðjan 147 kr. Iðnaöarbankinn 135 kr. Verslunarbankinn 125kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og viö- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxla gegn 21 % ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil- alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð- tryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast f DV á flmmtudögum. Orkuöflun hefur frá stofhun austur- þýska alþýðulýðveldisins verið eitt stærsta vandamál þjóðarinnar. Eini hefðbundni orkugjafinn, sem landið býr yfir, em brúnkol en þau em, mið- að við ýmsar aðrar kola- og olíuteg- undir, lélegur og þar með dýr orkugjafi sem veldur mikilli umhverfismengun við bmna. Þar sem landið er fátækt að erlend- um gjaldeyri, hefur verið notast við þennan innlenda orkugjafa eins mikið og hægt hefur verið og sú orka, sem upp á vantar, verið fengin með að- keyptum orkugjöfum og sífellt meir með virkjun kjamorku. Yfirvöld í Austur-Þýskalandi hafa nú nýlega ákveðið að auka stórlega orkuvinnslu í kjamorkuverum á næstu árum og losa þar með þjóðina við erfiða kolavinnslu og gera hana óháða innfluttri orku. Þrátt fyrir þá neikvæðu umræðu og gagnrýni sem kjamorkuvinnsla hefur fengið á seinustu mánuðum steína þeir að því að ná að uppfylla helming orkuþarfar landsins með kjamorku- vinnslu fram til ársins 2020. ''"'"///////, "'Sf////////,. ''"„iii,, . •'///,/////h- •nn0t. . milliii ■ '•un,y//// ' y//.^ iiniiiiiii "ii„/u,inin. „ uiililili1 ‘HUt,:''!///> - ///Illllllli „Iilli „II X „li/lllH1' •"/ H' 'UU „•„/lll" -////' Kosningahappdrættið stendur straum af kosningabaráttunni Sjálfstæðismenn, greiðnm heimsenda gíróseðla. Skrifstofa happdrættisins í Valhöll er opin alla daga ki. 09.00-22.00. Sími 82900 Drætti frestað til 29. apríl nk. StórglæsUegir virmingar að verðmæti kr. 3.998.160 3 fólksbifreiðir 34 glæsilegir ferðavinningar 20 húsbúnaðarvinningar SJÁLFSTÆÐISMENN STÖNDUM SAMAN UM D-LISTANN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.