Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Side 11
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987.
11
WáFW
áám li 1 1
ItlgS i, lyi xÉ j
Kjósandinn
Hann hefur lengi verið sér meðvit-
aður mn það óskoraða traust sem
flokkurinn hefur borið til hans. Allt-
af þegar kosningar eru í nánd hefur
skrifstofan haft samband við hann,
stundum hefur formaður fulltrúa-
ráðsins hringt sjálfur og oftar en
ekki hafa þeir kinkað til hans kolli,
frambjóðendumir, þegar hann hefur
komið til lokafundarins fyrir kosn-
ingamar. Sumir þeirra hafa að vísu
ekki munað hvað hann hét en þeir
þekkja hann í sjón, enda hefur hann
starfað meira og minna í flokknum
sínum í hartnær þrjátíu ár. Ekki þar
fyrir að hann hafi ætlast til einhvers
í staðinn. Einu sinni hefur það kom-
ið fyrir að hann hafi leitað uppi
ráðamann í flokknum til að biðja
um smágreiða í sambandi við sín
eigin mál. En ekki oftar. Reyndar
varð ekkert úr þeirri greiðasemi
vegna þess að ráðamaðurinn var oft-
ast nær upptekinn og bað hann um
að koma aftur í næstu viku og gekk
svo koll af kolli í nokkrar vikur
þangað til að hann gafst upp á að
ónáða svo önnum kafinn mann.
Það kemur líka fyrir að þeir taka
stundum í höndina á honum,
frammámennimir, en þurfa sjaldnast
að eiga við hann orðastað, enda
óþarfi að eyða orðum í svo pott-
þéttan kjósanda, þegar margt er um
manninn á kosningafundum og
flokkurinn stendur frammi fyrir ör-
lögum sínum og allt er undir því
komið að sigur vinnist.
Hér á árum áður var hann gjaman
beðinn um að merkja götuskrána og
upplýsa flokkinn um hvað nágrann-
amir ætluðu að kjósa. Þetta var
allajafna létt verk, því yfirleitt voru
þetta góðir og dyggir stuðningsmenn
í hverfinu, sem höfðu séð hagsmun-
um sínum borgið undir vemdarvæng
flokksins. Seinna, þegar hann eign-
aðist bíl, lánaði hann bílinn á
kosningadaginn og einu sinni var
meira að segja kosningaskrifstofa
heima í stofunni þegar annað hús-
pláss var ekki að fá.
Allt flokknum að þakka
Það má með sanni segja að hann
hefúr lagt- hönd á plóginn til að
styðja flokkinn sinn og nú þegár
hann er kominn á eftirlaunaaldur-
inn hefur honum nokkrum sinnum
verið boðið í ökutúr um bæinn sinn
og frambjóðendumir, ungir og vel-
klæddir menn, upplýst hann og hin
gamalmennin um hvemig byggðar-
lagið hefur þróast fyrir tilverknað
flokksins. Þama sá hann bryggjuna,
sem hann hafði unnið við á unglings-
ámnum, gamla lágreista heimilið
sitt, sem nú á senn að rífa, og hér
og þar sá hann fótspor sín í grennd-
inni, þar sem kynslóðin hans og
kynslóðimar á undan honum höfðu
stungið mó, grafið gmnna og mokað
í hjólbömr i sveita síns andlits. Mik-
ið var það uppörvandi að heyra ungu
frambjóðenduma segja frá þvi hvað
flokkurinn hefði stuðlað að vexti og
viðgangi bæjarfélagsins og hvað
hann og önnur löggilt gamalmenni
í þessari skemmtiferð máttu vera
þakklát flokknum fyrir að hafa kom-
ið þessu öllu til leiðar.
Nú á hann böm og bamaböm sem
öll em komin á kosningaldur en það
verður að segjast eins og er að hon-
um hefur ekki tekist sem skyldi i
pólitísku uppeldi. Þau kjósa út og
suður, sum em með íhaldinu, önnur
með kommunum og svo em þau sem
ætla jafnvel að kjósa kvennalistann.
Guð veit hvað þau gera núna þegar
allir þessir nýju flokkar em komnir
með framboð og mgla sannkristið
fólk í ríminu og þykjast vilja gera
allt fyrir alla. Hann hefur gert sitt
besta til að hafa áhrif á þau og reynt
að sýna þeim fram á að fjölskvldan
þurfi að standa saman um flokkinn.
enda þjóðarhag fyrir bestu að réttir
menn hljóti kosningu. Það er heldur
ekki ónýtt að vera málkunnugiu vel
metnum alþingismönnimi sem koma
oft fram í sjónvarpinu og þurfa að
axla alla ábyrgðina af því að stjóma
mikilvægum flokki. Einn þeirra kom
meira að segja í sjötugsafmælið hans
og heilsaði öllum gestunum með
handabandi og krökkunum líka, sem
er gleggsti votturinn um hvei’su
flokkurinn kann vel að meta stuðn-
ing hans. Auðvitað ættu afkomend-
umir að vera stoltir af því trausti
sem hann hefur notið hjá flokknum
í gegnum árin og þess vegna hefur
hann ekki minnst á það við nokkum
mann þó svo illa hafi tekist til að
krakkarnir kjósi án ábyrgðar eins
og þeim sjálfum sýnist.
Öruggu atkvæðin
Hann hefur alltaf fylgst af athygli
með kosningabaráttunni hverju
sinni. Ekki þar fyrir að áróðurinn
hafi haft áhrif á hann. Hann veit sem
er að flokkurinn hefur rétt fyrir sér.
En baráttan hefur snúist um alla
hina, sem þurfa á leiðsögn að halda
og eiga að taka mark á ræðunum
og auglýsingunum og bæklingunum.
Það er raunar alveg makalaust hvað
hinir flokkarnir geta látið frá sér
fara af misskilningi og vitlevsum og
endalausum upptalningum á hreinni
og beinni marklevsu. Vonandi hefur
Ellert B. Schram
fólk skynsemi til að bera til að greina
kjamann frá hisminu. þannig að það
sjái í gegnum þennan vaðal og kosn-
ingabaráttan hafi rétt áhrif. Hann
þarf sjálfur ekki á þessum kosn-
ingaáróðri að halda og hlustar
reyndar bara á sína menn. En hinir
kjósendumir, þessir óákveðnu, þess-
ir ungu og óreyndu, svo ekki sé talað
um lausafylgið. hópinn, sem kýs eins
og vindui-inn blæs hverju sinni og
gerir ekki upp hug sinn fyrr en á
síðustu stundu. þeir þurfa á þessu
að halda.
Nú er það að vísu þannigað kosn-
ingatölur hafa ekki mikið breyst á
þeim þijátíu áiiun sem kjósandinn
hefur stutt flokkinn og haft afskipti
af kosningiun. í hans bvggðarlagi
hefur skeikað nokknun tugvun at-
kvæða frá einum kosningum til
annarra og er þá alveg sama hve
áróðurinn hefur verið mikill. Sigur-
inn hefur meira að segja verið
stærstur þegar minnst hefrir verið
bramboltið. En stundum hefur nýtt
fólk flutt í bæinn og aðrir hafa horf-
ið á braut eða dáið og þá hafa
hlutfóilin raskast, án þess að rekja
megi það beint til kosningabarátt-
unnar. En samt hlýtur þetta allt að
vera nauðsynlegt: að merkja upp
götumar, að smala fólki á kjörstað
og stappa stálinu í flokksbræðuma,
til að kosningamar vinnist.
r
Stundum fyrir mikilvægar kosn-
ingar hafa foringjarnir komið á fundi
og flutt kröftugar ræðm' yfir flokks-
liðinu og það hefur mátt sjá eldglær-
ingar gneista og heyra gnístran
tanna af baráttuþreki óbreyttra liðs-
manna og menn hafa rokið í símana
af þeim fítonskrafti sem allar kosn-
ingar bvggjast á. Og svo hafa menn
talið kjósendurna á kjörski-ánni og
komist yfir hundrað prósent í smöl-
uninni og kosningastarfið hefur
skilað sér eins og ætlast er til hjá
flokkshollu fólki.
Smáflokkakraðakið
í kosningunum í -dag em veðm- öll
váhmd. Fram em komin ólíklegustu
og óskiljanlegustu framboð frá fólki
sem skilur greinilega ekki að stjóm-
mál grundvallast á góðum og
gegnum kjósendum sem styðja
flokka sína í gegnum þykkt og
þunnt. Hvað mundi eiginlega gerast
ef meirihluti þjóðarinnar tæki allt í
einu upp á því að greiða þessiun
nýflokkimi atkvæði sín? Hvað
mundi verða mn gamla góða flokk-
inn sem hefur borið þjóðarhag á
öxluniun svo lengi sem elstu menn
muna án þess að abbast upp á nokk-
um mann á milli kosninga. Nema
það. jú. að fá atkvæði í kosningmn.
Hann. þessi gamalreyndi maðm. sem
hefur notið trausts flokksins mn ára-
tugaskeið. skilur ekki þann glund-
roða sem skvndilega er skollinn á.
öllum má ljóst vera að það er lýð-
ræðinu til tjóns að fólk sé að bjóða
fram nýja flokka gegn þeim gömlu
og það er óðs manns æði að verja
atkvæði sínu öðmvísi en síðast.
Hvers eiga þeir að gjalda. leiðtogar
flokksins. sem hafa komið vel fram
við hann sem aðra kjósendur og
heilsað honum fyrir kosningar og
reiða sig á að fylgið skili sér þótt
þeir hafi ekki mátt vera að þvi að
tala við það? Á maður að trúa því
að laun heimsins séu vanþakklæti.
Kjósandinn hugleiddi þetta í
morgun þegar hann var að taka til
sparifötin sín svo að allt væri til
reiðu þegar hann færi á kjörstað.
Allt er á hverfanda hveli. Formaðm'-
inn kominn í fallhættu í höfuðborg-
inni, gamla trausta fylgið úr
verkalýðshrevfingunni skilar sér
ekki í skoðanakönnunum, flokkm’-
inn klofinn í herðar niður af því að
efsti maður listans er ekki með nógu
hreint sakavottorð fyrir ríkisstjóm-
ina og nú em þeir famir að auglýsa
flokkinn eins og Johnson’s Babv í
sjónvarpinu! Og svo koma þessi
flokksbrot. smáflokkakraðakið, sem
útilokað er að kjósa af því að enginn
veit hvort þau eru til hægri eða
vinstri. Það er ekki lengur í tísku
að tala um hægri eða vinstri en í
staðinn em búnar til tannkremsaug-
lýsingar. send blóm í öll hús og tekið
niður fyrir sig með því að heimsækja
kjósendur á vinnustaði! '
Flokkurinn fær atkvæöið
Kjósandinn veit ekki lengm' hvað
snýr upp og hvað niður. Hann veit
raunar ekki af hveiju hann kýs sinn
flokk og hefur aldrei þurft að hug-
leiða það sérstaklega. Þetta hefiu'
bara komið af sjálfu sér.
Nú þarf hann allt í einu áð fara
að velta jafnfáránlegum hlut fyrir
sér og því hvort flokkurinn hafi
stefnu og sé öðmvísi en aðrir flokk-
ar. Hann veit ekki betur en að
stjómmálin hafi alla tíð verið hrein
og bein. A. B. D og G og valið hefur
verið auðvelt og fr'rirhafhai'laust.
Hvers vegna eru menn að flækja
þessa vitneskju. þessi einföldu lög-
mál. og gera þá kröfu til venjulegra
kjósenda að þeir geri upp hug sinn?
Þeir eru jafnvel famir að hringja í
hann að fyrra bragði og ávarpa hann
með fornafni og spyrja hvorfr ekki
megi ömgglega trevsta hans gamla
góða atkvæði! Og svo er varla þor-
andi að taka vini sína tali lengur
því að kjósandinn hefm frétt að ólík-
legustu menn séu komnir i framboð
fyrir aðra flokka og komi óorði á
hann ef þeir sjáist saman á götu.
Það er meira að segja ekki þorandi
lengur að merkja upp götuskrána
af gömlum vana því að gamalgróið
flokksfólk er farið að svíkja lit.
Kjósandanum okkar er ekki rótt.
Hann svaf illa í nótt. Jafnvel konan
var að tuða um það í rúminu í gær-
kvöldi að hún vissi ekki hvað hún
mundi kjósa. Allt þetta lýðræði hefúr
ruglað hana. Svei mér þá ef hún
skilai’ sér? Eitt er víst að hann ætlar
að kjósa snemma. Kjósa strax, svo
enginn geti hrært í honum á síðustu
stundu. Flokkurinn fær atkvæðið
hans. Þeir í flokknum hafa alltaf
verið svo almennilegir við hann. Em
meira að segja famir að þekkja hann
með nafni ef marka má síðustu síma-
hringingu!
Ellert B. Schram