Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Side 12
12
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987.
Lopi - Lopi
3ja þráða plötulopi, 10 sauðarlitir. Einnig bláir, rauðir
og grænir litir, band í sömu litum. Magnafsláttur.
Sendum í póstkröfu.
Lopi,
Súðarvogi 4, Reykjavík,
sími 30581
Ölfushreppur auglýsir
Tvær stöður við Sundlaug Þorlákshafnar eru lausar
til umsóknar. Skilyrði til umsóknar eru:
1. Próf í skyndihjálp.
2. 5 sundstig.
Umsóknarfrestur er til 10. maí nk.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf 15. maí nk.
Upplýsingar hjá sundlaugarstjóra í síma 99-3807 og
99-3631.
ÍBR KRR
REYKJAVÍKURMÓT
MEISTARAFLOKKUR
Laugardag kl. 19.30.
ARMANN - FRAM
Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL
Sóknarfélagar
Aðalfundur starfsmannafélagsins Sóknar verður hald-
inn í fundarsal félagsins, Skipholti 50 A, miðvikudag-
inn 29. apríl kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Skelltu hvorki
skuld á hálku
eða myrkur.
Það ert ftcí sem situr við stýrið
UMFEROAR
RÁÐ
Næturþjónusta
Gæða Pizza
á Kosninganótt
Hringdu í síma
3 99 33
við sendum þér heim,
girnilega PIZZU
frá PIZZAHÚSINU
SSS PIZZAHUSIÐ
GRENSÁSVEGI 10
Fréttir_________________________dv
Hæstlréttur:
ísafold dæmdar
1;5 milljónir kr.
Hæstiréttur hefur dæmt í málinu
Sigríður Hallgrímsdóttir, Kjartan R.
Gíslason og Teitur Benediktsson gegn
ísafoldarprentsmiðju hf. og gagnsök.
Dæmdi Hæstiréttur þremenningana til
að greiða ísafold 1,5 milljónir króna
sem skaðabætur vegna riftunar þeirra
á samningi um útgáfu íslensk-þýskrar
orðabókar auk greiðslu á málskostn-
aði, bæði fyrir héraði og Hæstarétti,
samtals 400.000 krónur.
Fyrir Hæstarétti kröfðust höfúnd-
amh' þess að prentsmiðjan greiddi
þeim tæpar 5 milljónir króna auk
vaxta frá 1. apríl 1984 en ísafold krafð-
ist greiðslu að upphæð tæpar 7,5
milljónir króna auk vaxta frá 4. októb-
er 1984.
Þetta mál á sér talsvert langa sögu
og má rekja upphaf þess allt aftur til
ársins 1959. Er hún rakin ítarlega í
dómi Hæstaréttar.
Forsaga málsins
Árið 1959 talaðist svo til með Ing-
vari G. Brynjólfssyni menntaskóla-
kennara og ísafoldarprentsmiðju að
Ingvar semdi íslensk-þýska orðabók
sem prentsmiðjan gæfi út. Var gert ráð
fyrir að orðabókin yrði 20 arkir og
kæmi út árið 1964. Skriflegur samn-
ingur var ekki gerður. Ingvar hóf strax
starfið og árið 1965 réð hann Teit til
að vinna með sér og nokkru síðar
Kjartan. Þá höfðu upphaflegar áætl-
anir um stærð orðabókarinnar breyst
og farið upp í 80 arkir 1964. Allir unnu
þeir að þessu verki sem aukastarfi.
Gerð handritsins lauk síðan á árinu
1978 og vélritun þess ári síðar.
Ingvar andaðist 28. janúar 1979 og
situr eiginkona hans, Sigríður, í
óskiptu búi eftir hann en Kjartan hef-
ur verið formælandi orðabókarmanna
eftir lát Ingvars.
Eigendaskipti urðu á ísafold um ára-
mótin 1981-82 og í mars 1982 var efnt
til hádegisverðarfundar með hinum
nýja aðalhluthafa, Leo E. Löve, Kjart-
ani og nokkrum íleirum. Á fundinum
var rætt um orðabókarútgáfuna, þar
á meðal yfirlestur og samræmingu
handrits, fyrirætlrm Kjartans um að
fá leyfi frá störfum þegar prentun
hæfist, vilja ísafoldar til að gefa bók-
ina út og fyrirætlun fyrirtækisins um
að festa kaup á tölvubúnaði sem not-
aður yrði.
Aftur ræddust þeir við, Leó og Kjart-
an, seinna það ár þar sem tölvukaupin
bárust í tal en þá ekki fúllráðið hvar
búnaðurinn yrði keyptur. í desember
átti Kjartan svo íúnd ásamt lögfræð-
ingi sínum með Leo þar sem hann tjáði
honum þá ákvörðun að snúa sér annað
með orðabókarútgáfuna. Voru samn-
ingsslitin staðfest bréflega í mars 1983
og hefur verið samið við annan aðila
um útgáfu bókarinnar.
Dómkröfur
I dómi sínum ræðir Hæstaréttur um
dómkröfur aðila málsins og rökstuðn-
ing fyrir þeim. Þar kemur m.a. fram
að í upphaflegu samkomulagi hafi
ekki verið kveðið á um einstök atriði
er máli skipta, þar á meðal útgáíú-
tíma. Verði því að líta svo á að ætlast
hafi verið til að hann færi eftir aðstæð-
um og því hvemig verkinu miðaði.
Einnig verði að ætla að ísafold hæfist
handa um útgáfuna innan sanngjams
og eðlilegs tíma frá því að hafa fengið
handrit í hendur.
Höfúndamir halda því fram að slit
þeirra á samningnum réttlætist af því
að óhæfilegur dráttur hafi orðið af
hendi útgefanda allt frá árinu 1975 að
hann hæfist handa um setningu og
annað til að hrinda útgáfunni í fram-
kvæmd. Hins vegar verður ekki af
gögnum málsins ráðið að höíúndamir
hafi gefið útgefanda skýra og afdrátt-
arlausa grein fyrir því að handrit
þeirra væri svo langt komið að þeir
gætu afhent það til útgáfu í hlutum
sem mætti vinna án tafa er máli skiptu.
En jafnvel þótt svo hafi verið er á það
að líta að hvorki á fundinum 1982 né
í samtalinu síðar það ár hreyfði Kjart-
an því að þeir teldu sig lausa mála af
samningum sínum vegna dráttar út-
gefanda á því að hefja útgáfústarfið.
Var þó til þess sérstök ástæða þar sem
hinn nýi eigandi ísafoldar hafði hug á
ekki aðeins að hrinda útgáfunni í
framkvæmd heldur einnig afla til þess
nýs setningarbúnaðar. Verður því að
telja að skilyrði hafi brostið til að
höfundar mættu slíta samningnum
vegna dráttar á útgáfu af þeim ástæð-
um sem þeir gerðu.
I dómnum segir svo: „Samkvæmt
framansögðu ber að fallast á það að
með gagnáfiýjanda (Isafold, innskot
blm.) að aðaláfrýjendur (höfundar,
innskot blm.) hafi bakað sér skaða-
bótaskyldu gagnvart honum með
samningsroíúm sínum. Verður tjón
gagnáfrýjanda áætlað að álitum
1.500.000 krónur. Verða aðaláfiýjend-
ur dæmdir til að greiða honum þá
íjárhæð óskipta ásamt dómvöxtum frá
4. október 1984.“
Mál þetta dæmdu hæstaréttardóm-
aramir Magnús Thoroddsen, Guð-
mundur Jónsson, Magnús Þ. Torfason
og Þór Vilhjálmsson og prófessor Am-
ljótur Bjömsson.
Sératkvæði
Einn dómaranna, Þór Vilhjálmsson,
skilaði sératkvæði í dómnum og telur
hann að umrædd riftun á dómnum
hafi verið réttmæt. Hann líti svo á að
36. gr. 2. mgr. höfundarlaga gildi um
samskipti aðila og beri því að sýkna
höfunda af kröfum prentsmiðjunnar.
Ekki séu efni til að taka skaðabótakr-
öfuna til greina þar sem ekkert tjón
sé sannað.
-FRI
Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. DV-mynd Jón Karl Snorrason
íslenska jámblendrfélagið:
Rjúkandi tap
Rekstrarerfiðleikar hafa frá upphafi
sett svip sinn á rekstur Jámblendi-
verksmiðjunnar að Grundartanga.
Svo var einnig á siðasta ári því Is-
lenska jámblendifélagið hf. tapaði 212
milljónum íslenskra króna árið 1986.
Þrátt fyrir að verksmiðjan hafi tapað
þetta miklu telja stjómendur félagsins
að tæknilega sé verksmiðjan nú rekin
nálægt því eins og best verður á ko-
sið. Segir í ársreikningi félagsins að
reksturinn árið 1986 hafi einkennst
af mikilli og tæknilega vel heppnaðri
framleiðslu, mikilli sölu en lélegri af-
komu. Ástæða þess að verksmiðjan
tapar þrátt fyrir þennan fína rekstur
er sögð lágt útflutningsverð.
„Allir framleiðendur, sem við berum
okkur saman við hafa haft slæma af-
komu á rekstri af þessu tagi sl. ár.
Fyrir okkur er ekkert annað að gera
en bíða þess að birti til,“ sagði Barði
Friðriksson, stjómarformaður ís-
lenska jámblendifélagsins hf„ m.a. í
ávarpi á aðalfundi félagsins 31. mars
síðastliðinn.
Á fundinum kom einnig fram að
raunverð kísiljáms hafi ekki í annan
tíma verið lakara. Þó má nú greina
fyrstu teikn þess að betri tíð kunni að
vera framundan.
Aðalfúndinn sátu fulltrúar hluthaf-
anna þriggja, iðnaðarráðherra f.h.
íslenska ríkisins, Elkem a/s í Oslo og
Sumitomo Corporation í Tokýo.
-ES
Jcti G. Haukason, DV, Akureyit
Kjörseðillinn í Norðurlandskjör-
dæmi eystra verður 40 sentímetra
langui' en níu flokliar eru nú í fram-
boði. Aldrei hafa verið jafnmargir
flokkíU' í framboði þar. Ef allt geng-
iu’ eftir áætlun og engin veruleg
vafaatriði koma upp á kosninganótt-
ina er reiknað með að búið verði að
telja upp úr kjörkössunutn kl. 4-4.30
um nóttina, að sögn Ragnars Stein-
bergssonar, formanns yfirkjörstjórn-
ar, er DV ræddi við hann í gær.
Ragnar sagðist reikna meö að öll
kjörgögn yrðu komin til Akureyrar
kl. hálfeitt um nóttina. Á kjörskrá
eru 18.300 manns eða 2000 fleiri en
í kosningunum 1983.
Kjörkassamir á minnstu stöðun-
um í kjördæminu em aðeins 20
sentímetra breiðh', þannig að ýmsir
á þessum stöðum hafa haft áhyggjur
af stærð kjörseðilsins, miðað við
stærð kassanna. Ragnai' sagðist
halda að þotta myndi allt bjargast.