Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Page 15
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987. 15 Afvopnunar- viðræður á leiksviði Oröaskipti samningamanna stórveldanna eru orðin að uppistöðu í ieikriti. Simamynd Reuter Leikhússtjórar á Broadway íhuga nú alvarlega að taka til sýningar leikrit um takmörkun vígbúnaðar. Verkið nefnist Gönguferð í skóginum og er byggt á heimild- um af fundi sem formenn samn- inganefnda stórveldanna í afvopnunarviðræðum áttu í Genf í júlí árið 1982. Þetta sama verk var flutt hér á sviði meðan leiðtogafundurinn stóð síðastliðið haust. Leikrit þetta var fyrst sett á svið af stúdentum við Yalehá- skólann og þá stjómað af Lloyd Richards sem einnig er deildar- forseti leiklistardeildar skólans. Þá var verkið sýnt á nokkrum sýningum. Meðal gesta á frum- sýningunni var fyrsti ritari sovésku sendinefndarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum. Eftir sýn- inguna hitti hann að máli báða leikarana sem koma fram. Ódýrt og tímabært Nú síðustu vikurnar hefur mikið verið rætt um hugsanlegan áfanga í afvopnunarviðræðunum á næstu misserum og hefur það síst orðið til að draga úr áhuga leikhúsmanna á verkinu. Þá þyk- ir það einnig kostur að leikritið er einfalt í uppfærslu og leikar- arnir aðeins tveir. Mörg þekktustu leikhúsin á Broadway hafa sýnt áhuga á að fá leikritið til sýningar og sömu sögu er að segja af leikhúsum víðar í heiminum. Lee Blessing er höfundur leik- ritsins. Hann skrifaði það eftir að hann fékk í hendur uppskriftir af viðræðum Paul Nitze og Yuli Kvitvinsky í Genf. „Áður hafði ég ekkert skrifað um heimspólitíkina," segir Bless- ing sem annars er mikill áhuga- maður um hornabolta og hefur skrifað leikrit um jafnrétti og stjómmál. í Gönguferð í skóginum segir frá óformlegu samkomulagi sem samningamenn Bandaríkjanna og Sovétríkjanna náðu um tak- mörkun á fjölda meðaldrægra eldflauga þessa sumardaga í Genf árið 1982. Samkomulaginu var hafnað af stjórnum beggja ríkj- anna tveim mánuðum síðar. Leikritinu hefur verið lýst sem gamansamri og jafnframt bjart- sýnislegri lýsingu á samningavið- ræðum um kjarnorkuvígbúnað. Sameiginleg uppfærsla? Leikstjórinn, Des McAnuff, hefur unnið að því undanfarna mánuði að fá ráðamenn í menn- ingarmálum í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum til að standa sam- eiginlega að uppfærslu á verkinu. Þetta er talið vel mögulegt eftir að yfirvöld í Sovétríkjunum hafa dregið úr eftirliti með menning- armálum. í vetur hafa einnig verið sýnd á Vesturlöndum umdeild sovésk leikrit. Þar á meðal er verk um kjarnorkuslysið í Chernobyl sem nú er sýnt í Lundúnum og verður væntanlega sýnt í Bandaríkjun- um áður en langt um líður. Reuter/GK NISSAN SUNNY 54ra manna dómnefnd bílagagnrýnenda í Japan kaus einróma NISSAN SUNNY BÍL ÁRSINS 1987 BÍLASÝNING laugardag og sunnudag kl. 14-17 báða dagana Vinnuþjarkur sem kann sitt fag Vorum að fá Nissan 1200 Pick-Up-Long Body á frábæru verði. • Fisléttur í snúningum. • Sparneytin vél. • Tvöfaldar hliðar á palli. Verið velkomin - Alltaf heitt á könnunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.