Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Page 17
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987. 17 norrænir þingmenn ekki enn orðnir að gangandi auglýsingum eða tals- mönnum þrýstihópa heldur vilji þeir fyrst og fremst stunda lagasmíð og löggjafarstörf þó að áhrif þeirra í þeim efnuni séu takmörkuð. Stundum geta þjóðþingin líka haft bein áhrif á stefnu mála og aðgerðir framkvæmdavaldsins, einkum í mál- um sem ganga þvert á flokksskoðan- ir. íslenskt dæmi um þetta er hvalamálið 1983 þar sem mjótt var á munum á Alþingi í afgerandi at- kvæðagreiðslu um það hvort íslend- ingar ættu að vera aðilar að hvalveiðibanni eða ekki. Rannsókn- arnefndir þinga á Norðurlöndum og sömuleiðis eftirlitsnefndir á þeirra vegum eru veikburða miðað við það sem tíðkast í Bandaríkjunum og jafnvel á Bretlandi hin síðari ár. Annars eru norrænu þingin, að mati Arters, mitt á milli Bandaríkjaþings, þar sem einstaklingshyggjan er alls- ráðandi, og breska þingsins, þar sem flokksræðið er algjört. Yaldaleysi þingmanna gæti a.m.k. á Islandi verið ein skýringin á því hvers vegna þeir vilja einlægt vera að vasast í stjórnum og ráðum fram- kvæmdavaldsins eða vera í trúnaðar- störfum hjá hagsmunasamtökum. Sumir horfa hins vegar á þingin úr stóli forsætisráðherra og sýnast þau hafa ærið vald sem þau noti ekki ætíð skynsamlega. Svo er um Káre Willock, fyrrum forsætisráðherra Noregs. Hann heldur því fram í blaðagreinum að Stórþingið sé í greipum sérhagsmuna og kjör- dæmapots sem geri það að verkum að ákvarðanir þess kyndi undir verð- bólgubáli. Hann vill styrkja fram- kvæmdavaldið og möguleika þess til þess að halda aftur af óraunsæjum kröfum með því að banna þinginu að greiða atkvæði um einstaka liði í fjárlagafrumvarpinu og neyða það til þess að taka afstöðu til nokkurra útgjaldaflokka í heild. Ekki held ég að Lúðvík Jósepssyni litist á þessa tillögu. Einhvern tíma þegar byrj- endur í pólitík héldu því fram að Að þinglokum takast þingmenn i hendur og eru hinir mestu mátar. Alþingi ætti að einbeita sér að stóru málunum og láta vera að vasast í smámálum og hreppapólitík ská- skaut Lúðvík á okkur augunum yfir gleraugun og sagði: „Ég skal segja ykkur það, drengir, að hreppapólitík er eina pólitíkin sem eitthvað er spunnið í,“ og hafði hann þó gott vit á hinu stóra samhengi málanna. Þetta með hreppapólitíkina er svo náttúrlega skýringin á því hvers vegna það er helst sport þingmanna að skipta vegafé og reikna sjálfa sig inn á þing með breytingum á kosn- ingalöggjöf. Arter fjallar um stefnumótun, sam- þykkt og framkvæmd laga og heldur sig þar við hið formlega og lagalega. Þar er hann á sömu miðum og sænska valdanefndin sem í fyrstu áfangaskýrslu sinni leggur áherslu á að það er ekkert til sem heitir Valdið í þjóðfélaginu heldur aðeins mismun- andi farvegir fyrir ákvarðanir sem vissulega er mikilvægt að greina til þess að sjá hverjir eru drýgstir áhrifavaldar. Þingin eru aðeins einn farvegur af mörgum og vilja þó furðu margir vera á þingi. Skýringa á því verður hins vegar að leita á lendum félagsfræðinnar og þar er víða hált í spori. Þingmenn eru sagðir ganga upp í sinni rullu í nokkrum áföngum þar til hinn margumtalaði „sami rass“ er kominn undir þá alla. Ég fer ekki nánar út í þá sálma enda marg- ir þingmenn góðir kunningjar sem ég vil ógjarnan styggja. Hitt er á almanna vitorði að þjóðþingin eru skemmtilegir vinnustaðir þar sem ríkir notalegur umgengnistónn og menn geta stundað innbyrðis aðdáun ef hún fæst ekki utan veggja þing- hússins. Og rannsóknir hafa sýnt, þvert ofan í fullyrðingar um hið gagnstæða, að langflestir auka tekj- ur sínar verulega með því að komast inn á þing, og safna þess utan á sig aukakílóum í niðurgreiddu þingfæði. Þegar þeir Sorsa, Suominen og Váy- rynen, formenn stærstu flokkanna í Finnlandi, sögðu álit sitt á kosnin- gaúrslitunum þar um daginn varð einum viðstaddra blaðamanna að orði: „Þeir skipta greinilega við sama skraddara og borða á sama stað í hádeginu.“ Og mikið rétt, ummál formannanna og útlit var afskaplega áþekkt. Þetta er hættan við þá fé- lagsfræði þingmennskunnar sem setur sama rass undir alla. Og frá þessu lögmáli reyna græningjar og kvennalistar að rífa sig 'með þing- mannaskiptum. Islendingar eru áhugasamir um stjórnmál og láta sig ekki vanta á kjörstað. Stjórnmálamenn eru enn hetjur (og andhetjur) fjölmiðlaleiks- ins en ekki gróðapungar (orðafæri M. Bjarn.) kauphallanna eins og við- ast erlendis. En ætli einhver að bæla sófann í stað þess að kjósa ætti sá hinn sami að hugleiða niðurstöðuna í bók Isabellu Allende, Húsi and- anna. Hún er eitt besta varnarrit fyrir stjórnmálamenn og þingbundna lýðræðisstjórn sem ég hef lengi lesið. Sögunni lýkur á því að Esteba Tru- eda, landeigandi, milljóner og afsett- ur íhaldsþingmaður, hvetur dótturdóttur sína og byltingar- sinnann Ölbu til þess að skrifa sögu ættarinnar og draga ekkert undan. Trueda gamli vill að allur heimur heyri hvernig hann í glópsku sinni ekki aðeins steypti fjölskyldu sinni í glötun heldur einnig lýðræðinu. Hann undirbjó sem sagt jarðveginn fyrir valdarán hersins í Chile en gáði ekki að því að þegar herforingjarnir létu til skarar skríða ruddu þeir ekki bara vinstri stjórnmálamörtnum úr vegi heldur öllum pólitíkusum yfir- höfuð, einnig þeim sem voru yst til hægri. Byltingarseggurinn og íhalds- skröggurinn sameinast í bókarlok í ástarjátningu til þingræðis og full- trúalýðræðis. Stundum er það vont, en af sögunni má læra að það er aldr- ei svo vont að annað verra geti ekki tekið við. Og eitt er víst að ef við vanvirðum kosningaréttinn og velj- um þá leið sem losar okkur við stjórnmálamenn þá er voðinn vís. Þess vegna er kjördagur hátíðis- dagur hvað sém á undan er gengið í kosningabaráttu. Þá kjósum við okkar menn hvað sem tautar og raul- ar. Einar Karl Haraldsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.