Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Qupperneq 20
20
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987.
Islensk tunga
DV
Um júðahörpur, heri
og villandi heiti
Sumir sigla undir fölsku flaggi.
Þeir nota kannski rangt nafn og
númer til að ekki beri á þeim. Til
að þeir þekkist ekki. Ef þeir ein-
hverra hluta vegna vilja vera
óþekktir.
Að ég tali ekki um þá sem flýja
óréttlæti og vonda menn eða illa
innrætt yfirvöld. Þeir sem í daglegu
tali eru nefndir flóttamenn sakir
samvisku sinnar. Mér hefur reynd-
ar alltaf verið hlýtt til slíkra manna
því þeir neyðast til að flýja land
sitt og það sem þeir elska mest.
En það eru ekki bara einstakling-
ar sem kjósa að fara huldu höfði.
Stundum eru heilu fyrirtækin dul-
búin á viðlíka hátt, rétt eins og
eigendur þeirra vilji ekki sýna sitt
rétta andlit. Líklega flýja þeir ekk-
ert nema sannleikann.
Her, varnarlið eða bara lið
Eitt svona fyrirbæri er það sem
sumir kalla vamarlið en aðrir her-
inn eða ameríska herinn í Keflavík.
Orðið varnarlið hefur yfirleitt
verið notað í fréttum, bæði í út-
varpi og blöðum. Þess vegna hjó
ég sérstaklega eftir því nýlega þeg-
ar í fréttum í ríkisútvarpinu var
talað um herinn í Keflavík.
Ég hef síðan fengið nokkra skýr-
ingu á þessum sinnaskiptum frétta-
mannanna og gleðst auðvitað í
hjarta minu.
Þá datt mér i hug að líta í varnar-
samning Islands og Bandaríkj-
anna. Hvað skyldi fyrirbærið vera
nefnt þar?
Ekki her. Því síður varnarlið
heldur einfaldlega „lið Bandaríkj-
anna á íslandi“.
Gyðingaharpa. Ekki verður annað séð en að nafn hljóðfærisins sé
hreinn misskilningur.
Það er alveg ljóst að orðið „varn-
arlið“ er búið til af stuðningsmönn-
um bandaríska hersins á íslandi.
Ég hef því miður ekki haft tök á
að athuga aldur orðsins en þetta
er hlutdrægt orð sem dregur taum
ákveðinnar pólitískrar skoðunar.
Það eitt á að nægja til þess að hlut-
laus fréttamiðill, eins og mér skilst
þeir séu allir á íslandi að eigin
sögn, verði að sniðganga heitið.
Ég legg því eindregið til að notað
verði orðið her eða lið Bandaríkj-
anna á íslandi, ef menn vilja vitna
beint í samninginn áðurnefnda.
Suður í Straumsvík er fyrirtæki
sem ber nafnið íslenska álfélagið.
Þarna er einnig á ferðinni villandi
heiti. Fyrirtækið er að fullu og öllu
í eigu erlendra aðila en nafnið gef-
ur hins vegar í skyn að um islenskt
fyrirtæki sé að ræða. Þarna fer
miklu betur á því að nota stytt
heiti fyrirtækisins, ísal.
Gyðingar, hörpur og kjálkar
Sonur minn fékk gefins á dögun-
um torkennilegt hljóðfæri. Gefand-
inn hafði það með sér frá Spáni og
kallaði júðahörpu. Síðan hef ég
velt fyrir mér hvaða tengsl kynnu
að vera milli gyðinga og þessa
hljóðfæris.
Og nýlega var þessu fargi af mér
létt. Ég hitti mann sem er fæddur
í Palestínu og er gyðingur. Og ég
spurði auðvitað hver þessi dular-
fullu tengsl væru.
Svarið var stutt og laggott: Þau
eru engin!
En hver er þá skýring nafnsins?
Jú, skýring hans er sú að hljóð-
færið hafi heitið jaw’s harp á ensku
(jaw = kjálki) en hafi síðan af-
bakast yfir í jew’s harp og veríð
þannig þýtt yfir á íslensku.
Það verður því ekki annað séð
en nafn hljóðfærisins sé hreinn
misskilningur. En misskilningur
stafar alltaf af einhverju en vex
ekki á jörðinni. Hver er þá skýring-
in á því að hljóðfæri er upphaflega
kennt við kjálka en verður síðar
kennt við gyðinga?
Af gömlum vana fletti ég einnig
upp í Webster orðabókinni minni
ensku. Þar er gefið upp jew’s harp
og innan sviga sú skýring að
„sennilega stafi þetta af því að
götusalar, sem voru gyðingar, út-
veguðu þessi hljóðfæri”.
Þegar þessar upplýsingar eru
lagðar saman er skýringin loksins
fullkomin.
Og ég er að sjálfsögðu svo kurt-
eis að láta lesendum það eftir að
tengja upplýsingarnar saman.
Svona í lokin...
Ef minnið svíkur mig ekki þá á
að kjósa til alþingis í dag, 25ta
apríl þrátt fyrir að í dag sé 20.
apríl! Það er vegna þess að ég
skrifa greinina í dag, 20. apríl, en
hún birtist á hinn bóginn í dag, 25.
apríl! Svona geta dagar verið rugl-
ingslegir.
Mér skilst að óvenjumargir
flokkar séu í boði og meiri íjöldi
en nokkru sinni áður sem vilji
komast á þing. Þetta fólk treður
síðan skóinn hvað af öðru; eyðir
óhemju fé að ekki sé minnst á tíma-
eyðslu frambjóðenda og þeirra sem
hlusta.
Ég hef þess vegna mótað ákveða
tillögu í huga mér um hvernig megi
bæta úr og spara bæði fé og fyrir-
Islensk tunga
Eiríkur Brynjólfsson
hotn og svo mnn ayrmæta tíma.
Við skulum einfaldlega leyfa öll-
um að taka sæti á alþingi sem á
annað borð sækjast eftir því. Þetta
yrði þá skráning frekar en fram-
boð. Þingmenn mega mín vegna
vera 2000 en verða það aldrei því
seinni liður tillögu minnar er að
afnema þingfararkaupið. Hvað
haldið þið að þeir yrðu þá margir?
Talandi um kosningar þá man ég
eftir því að sumir stafsetja orðið
kostningar. Er það ekki táknrænt
fyrir kostnaðinn?
Að svo mæltu óska ég öllum vin-
um mínum og öðrum gleðilegrar
helgar og vona innilega að þið
drekkið mikið og lengi, helst alveg
þangað til tími verður til að tygja
Vísnaþáttur DV
Blaoað í nærri aldargömlu tímaritshefti
En eldri blína á auðmagnið,
ei um hitt þeir skeyta.
En á lund og list og mennt
líta fæstir sveina.
Annað þó en þetta þrennt
ei þýðing hefur neina.
Vísnaþáttur
Nú skulum við reyna, með hjálp
gamals tímaritsheftis, að hverfa
marga áratugi aftur í tímann. Það
sem minnir á unnin afrek liggur oft
gleymt og grafið í fornum blöðum
og bókum.
Ég gríp úr bókasafnshillu einn af
elstu árgöngum tímaritsins Eimreið-
arinnar, sem dr. Valtýr Guðmunds-
son 1860-1928, háskólakennari í
Kaupmannahöfn, stofnaði og stýrði.
Það var eitt af mörgum tímaritum
sem þaðan voru send heim til ís-
lands. Það hóf göngu sína árið 1896.
Dr. Valtýr ætlaði sér mikinn hlut í
íslenskri pólitík og um hann og
stefnu hans var hart barist. Hann
var kosinn alþingismaður og, ef ég
man rétt, líka konungkjörinn. Marg-
ir ætla að það hafi verið draumur
hans að verða fyrsti íslenski ráð-
herrann en stefna Hannesar Hafstein
sigraði og hann hlaut hnossið.
Ég tek mér af tilviljun í hönd ár-
ganginn frá 1898. Og ég sé að þar eru
nokkrar vísur eftir ritstjórann. Ætt-
Um við ekki að endurprenta þrjár
þeirra, úr því þær eru nú einmitt
ortar undir þeim alþýðlega fer-
skeytta hætti sem við sækjumst
einkum eftir? Hann lætur pilt spyrja:
Ef ég ætti gnægtir gulls,
gætirðu þá unnað mér?
og stúlka svarar:
Ég ei því svarað fæ til fulls,-
en fráleitt mundi ég neita þér.
En ritstjórinn og háskólakennar-
inn yrkir meir um þetta sama efni:
Ungir líta á andlitið,
er þeir svanna leita.
I þessum árgangi Eimreiðar er rit-
gerð um tóbaksnotkun íslendinga
eftir Ólaf Davíðsson þjóðsagnasafn-
ara og náttúrufræðing. Ég minnist á
það vegna þess að hann tilfærir þar
tóbaksvísu eftir Jón gamla frá
Grunnavík, aðstoðarmann Árna
Magnússonar handritasafnara, sem
Laxness hefur gert frægan í íslands-
klukkunni í gervi Grindvikenses.
Hann var með réttu Árnason og
kenndi sig við Grunnavík. Vísan er
svona:
Tóbakið, sem tíðkar þjóð,
temprast má það vel með kurt.
Það er að vísu gáfan góð,
guði sé lof fyrir slíka jurt.
Það var ekki fyrr en á okkar dögum
að menn uppgötvuðu kurteisisleysi
þessarar frægu plöntu og hættulegu
eigindir.
En þarna er líka ritdómur um Bibl-
íuljóð séra Valdimars Briem,
1848-1930, en þau voru einmitt að
koma út í tveimur bindum þessi árin.
Séra Valdimar var og er eitt af höfuð-
sálmaskáldum landsins. Og þetta rit
átti að sjálfsögðu sinn þátt í að festa
í sessi vinsældir hans meðal almenn-
ings. Hann var prestur að Stóra-Núpi
í Ámessýslu, prófastur og vígslu-
biskup - og ef ég man rétt, manna
IM
Jón úr Vör
lengst heiðraður með skáldalaunum,
eins og þjóðskáldið Matthías.
En hér er einmitt próféssor Harald-
ur Níelsson að ritdæma síðara bindi
Biblíuljóðanna. Lofar þau, en er þó
ekki að öllu leyti ánægður með kenn-
inguna. Haraldur, 1868-1928, er
postuli nýguðfræðinnar. Fer þó vægt
í sakirnar. Tilfærir vísu úr kvæði,
sem heitir Kornelíus:
I sömu villu veður þú,
sem voru fyrst í kristnir menn.
Þeir hugðu duga tóma trú,
því trúa margir enn.
Séra Haraldur er ekki orðinn
prestaskólakennari, þegar þetta er.
Hann spyr: „Hvað gerir Island fyrir
þennan mann? Alþingi íslendinga
hefur veitt Þorsteini Erlingssyni
skáldastyrk. En mér er spurn: munu
nú Þyrnar verða íslandi til meiri
sóma, eða sá lærdómur, sem þeir
hafa að flytja, affarasælli fyrir hina
íslensku þjóð en Biblíuljóðin? Al-
þingi íslendinga veitir Jóni Ólafssyni
fjárstyrk til ritstarfa... Enn gæti ég
nefnt þriðja manninn, sem ísland nú
ætlar að fara að veita skáldastyrk
af landsfé, sem sé Pál Ólafsson... Vér
teljum séra Valdimar þeirra lang-
verðugastan." Hér birt með úrfell-
ingum.
Þess er rétt að geta að þegar um-
rætt Eimreiðarhefti kom út, rétt fyrir
aldamótin, var aðeins lítill hluti þess,
sem Þorst. Erl. auðnaðist að rita á
ofskammri ævi útkomið. Miklar deil-
ur voru um mörg ljóð hans. Hann
hlaut tímabundin skáldalaun, missti
þau og fékk þau aftur. Séra Valdimar
mun hafa átt öruggara fylgi á Al-
þingi. Til er vísa eftir Þorstein sem
að þessu mun lúta. Hún ber fyrir-
sögnina „Tvímenningarnir á fjárlög-
unum“. Svona:
Þau hafa tvímennt langa leið,
laglega klofið strauminn:
Biblía gamla að baki reið,
Belíal hélt í tauminn.
Aldamótaskáldin þurftu ekki að
gera lesendum sínum grein fyrir því
hvaða riddari það var þessi Belíal,
höfuðóvinurinn í Neðra átti sér mörg
biblíuheiti á þeim tímum í máli al-
mennings.
Nú höfum við þegar nefnt nokkur
nöfn þeirra manna, sem settu svip á
bókmenntalífið á fyrstu árum Eim-
reiðarinnar, sem varð eitt af elstu
og virtustu tímaritum þjóðarinnar
frá því fimm árum fyrir aldamót, og
allt til rithöfundarára þeirra, sem nú
halda aldraðir á penna. Líklega tæp-
lega tveir áratugir síðan síðast var
talað um unga menntamenn og pólit-
íkusa, sem ætluðu að blása lífi í
gamla hróið.
En einn höfundanna, úr árgangn-
um 1898, sem ég tók mér í hönd við
upphaf þessa greinarstúfs, er ónefnd-
ur: Hér eru frumbirt kvæði eftir sjálft
þjóðskáldið Steingrím Thorsteinsson
1851-1913. Þá var ekki ýkjalangt síð-
an hann settist að í Reykjavík. Við
höfum aðeins pláss fyrir tvær vísur:
Sólskin þarna um svæðin hlíða
sést i þýðri veðurhægð.
Minnir þessi myndin blíða
mig á lífsins gleðinægð.
Ef að mér var þungt í þeli,
þessa stund, það frá mér veik.
Sól og ský á himinhveli,
hættið ei þeim fagra leik.
Hér er aðeins fátt nefnt af því sem
þarna má sjá.
Jón úr Vör
Fannborg 7,
200 Kópavogi.