Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Side 21
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987. 21 Verkfall vonr yfir Hollywood Nú eftir mánaðamótin á að hefja framleiðslu tveggja nýrra kvik- mynda í Hollywood. Vel má vera að þessar verði þær síðustu sem gerðar verða þar í borg á næstunni. Samningur framleiðenda við sam- tök leikstjóra rennur út í lok júní. Þótt verkfallið sé ekki að skella á er óttinn við það þegar farinn að segja til sín. Ef til verkfalls kemur verður það hið fyrsta í sögu samtaka leikstjóra í Hollywood. Síðústu tvo mánuði hefur tökum á myndum verið flýtt mjög og þegar hefur tökum mynda, sem ekki voru líkur á að tækist að ljúka fyrir verk- fall, verið frestað. Leikarar og aðrir, sem vinna að gerð mynda, taka nú nánast öllum tilboðum því á næstu mánuðum gætu þeir staðið frammi fyrir atvinnuleysi sem er fátíð uppá- koma í greininni. Myndbandabyltingin Þetta verkfall, ef af verður, snýst ekki um laun heldur hver hlutur leikstjóranna á að vera af tekjum af myndböndum. Nú er svo komið að aðeins 1 mynd af hverjum 20 skilar gróða eftir sýningar í bíóhúsum. Eigi að vera von um gróða af hinum 19 þá verður hann að fást af leigu mynd- banda. Sú hefur verið raunin um allar aðrar myndir en þær sem mestum tíðindum hafa sætt í kvikmynda- heiminum. Það er einnig svo að þær myndir sem best ganga í bíóhúsunum skila einnig mestum gróða þegar þær eru komnar á myndbönd. Þegar leikstjórar endurnýjuðu síð- ast samning sinn við framleiðendur árið 1984 var hlutur myndbandanna mun minni. Nú telja þeir hins vegar að myndböndin hafi að mestu tekið við af bíóhúsunum og því verði að breyta samningnum. Deila leikstjóranna við framleið- endur er einnig talin merkja að kvikmyndaverin gæti nú stöðugt meira aðhalds. Framleiðendur segja að þeir verði að draga úr kostnaði og því sé útilokað að auka hlut leik- stjóranna. Framleiðendur hafa oft átt í deilum við samtök leikara og annarra hópa sem vinna að kvikmyndum. Til þessa hafa leikstjórar verið sæmilega frið- samir en nú segja framleiðendur að allt geti gerst. „Loftið er lævi bland- ið,“ er haft eftir einum þeirra. Krókur á móti bragði Allir helstu framleiðendurnir hafa samtök með sér og semja sameigin- lega við launþega sína. Leikstjórar hafa nú séð sér þann leik á borði að semja sérstaklega við óháða fram- leiðendur þannig að þeir geta haldið áfram að gera myndir þótt starfsemi þeirra stóru lamist í verkfalli. Nú þegar hafa um 20 framleiðendur gengið að þessum kostum enda tilboð leikstjóranna talið mjög hagstætt. Ein þeirra mynda sem nú á að hraða tökum á er Wall Street sem Oliver Stone leikstýrir. Hann hlaut nú fyrir skömmu sjö óskarsverðlaun fyrir Platoon. Gerð hefur verið áætl- un um að taka myndina upp á 12 vikum og þó er talið hæpið að það takist. Oliver segist treysta því að verfallinu verði frestað um nokkra daga þannig að örugglega ætti að takast að ljúka við myndina. Að öðr- um kosti verður að setja verkið hálfklárað í geymslu og bíða þess að verkfalli ljúki. Reuter/GK Kjör- I dags I kaffi I í Valhöll í dag, laugardag, verður opið hús í kjallara Val- hallar, Háaleitisbraut 1, frá kl. 13.00-18.00. Sjálf- stæðismenn eru hvattir til að líta inn. KAFFIVEITINGAR - FJÖLMENNUM x-d SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN er enn í fullum gangí. Krakkar, flýtið ykkur að senda inn myndir, því nú fer hver að verða síðastur. Þrjár bestu myndirnar fá vegleg verðlaun. Einnig verða veitt tíu aukaverðlaun. Þetta er sýnishorn af Paddington sparibangsanum, sparibauk sem gaman er að eignast,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.