Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987. Undirbúningur kosningasjónvarps var í fullum gangi þegar Ijósmyndari DV leit þar inn í vikunni, verið að koma fyrir sviðsmynd og tölvubúnaði Stöð 2: Landsliðið í gríni og fullkomnustu tölvur Það er ekki lágt risið á forráða- mönnum Stöðvar 2 varðandi samkeppnina um hylli áhorfenda við ríkissjónvarpið. Að þeirra sögn verður brvddað upp á ýmsum nýj- ungum. sérstakur tækjabúnaður hufur verið keyptur og fluttur til landsins í tilefni Kosningasjón- varps Stöðvar 2. Úrslitin gerð kunn klukkan hálfátta í kvöld! Stöð 2 bryddar upp á nýjung í kosningabaráttunni í dag. Stöðin kannar hvað fólk kaus eftir að það er búið að kjósa. Á tíu kjörstöðum í Reykjavík og á Reykjanesi verða starfsmenn með kjörseðla sem það biður fólk, sem þegar er búið að kjósa, að fylla út. Þessi eftirkjör- fundaratkvæðagreiðsla, sem í Bandaríkjunum hefur verið nefnd Exit poll, stendur yfir frá því kjör- staðir voru opnaðir í morgun og til klukkan 17. Búast forráðamenn Stöðvar 2 við því að ná til nokkur þúsund kjósenda með þessum hætti og geti því birt marktækar niður- stöður könnunarinnar í hálfátta fréttunum. Kosningasjónvarpið í kvöld verð- ur langstærsta verkefnið sem stöðin hefur lagt í til þessa. Allir starfs- mennirnir vinna að dagskrárgerð- inni og hefur verið lagður dagur við nótt til að þessi útsending verði að veruleika. Ætlunin er að öll útsend- ingin verði bein, að undanskildum auglýsingum, Spéspegli og líklega einhverju myndrokki. sem notað verður til uppfyllingar. Það verða um áttatíu manns sem vinna að kosningasjónvarpinu sem gert er ráð fyrir að standi í 10-12 klukkutíma. Ætlunin er að hefja Kosningasjónvarpið klukkan tíu í kvöld og stendur það þar til endan- leg úrslit liggja fyrir, þegar síðasta atkvæðið í síðasta kjördæminu hef- ur verið talið og eiga stöðvarmenn jafnvel von á að það geti dregist til klukkan hálfníu í fyrramálið. Umræður, gys og stuð Beinar sjónvarpsútsendingar verða frá Reykjavík, Reykjanesi og Suðurlandi, þeim svæðum sem út- sendingar stöðvarinnar ná til. Beint símasamband verður svo haft við hina kjörstaðina og nýjustu tölum sjónvarpað um leið og þær berast. I sjónvarpssal verða svo gestir, bæði þeir sem tengst hafa stjórnmálum beint eða óbeint, og svo aðrir sem aldrei hafa tengst stjórnmálum. Rætt verður við for- menn flokkanna og ýmsa þá aðra sem skoðanir hafa á málunum. Rætt verður við þá sem virðast vera að skríða inn á þing eða detta út af þingi. Hvað skemmtiatriði varðar verð- ur þarna það sem forráðamenn stöðvarinnar kalla bestu hljóm- sveit landsins, Stuðmenn, og landsliðið í gríni, Gysbræðurnir Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Karl Ágúst Úlfsson, Örn Árnason, Sig- urður Sigurjónsson og Randver Þorláksson. Morgunverðarstemmning Eftir klukkan sex breytir dag- skráin um svip, djammið og stuðið hættir og morgunverðarstemmning tekur við. Stöð 2 verður með sérstaka get- raun sem allir geta tekið þátt í. I boði eru tíu utanlandsferðir og ein glæsibifreið. Menn þurfa aðeins að skrifa nafnið sitt og símanúmer á auglýsingaseðla stöðvarinnar sem birst hafa í dagblöðum. Síðan verð- ur dregið úr nöfnunum í beinni útsendingu, hringt í þá heppnu og þeir spurðir léttrar spurningar um efni eða auglýsingar í kosninga- sjónvarpinu. Geti þeir svarað spurningunni geta þeir komið sam- stundis á Stöð 2 og sótt farseðl- ana eða bílinn sem býður hinna heppnu. Þá má nefna það að öll dagskrá kosningasjónvarpsins verður sýnd órugluð. Helgi Pétursson og Ólafur E. Friðriksson taka á móti gestum og rabba við þá en umsjónarmenn kosningasjónvarpsins verða Páll Magnússon og Sigurveig Jónsdóttir. Um tölvumál kosningasjónvarps Stöðvar 2 sér fyrirtækið Tölvumynd- ir með aðstoð IBM. Tveir færir tölvusérfræðingar hafa legið yfir því erfiða verkefni í tvo mánuði að búa til rétt forrit fyrir þessa erfiðu kosn- inganótt. Að sögn stöðvarmanna er tölvu- kerfið, sem notað verður, fullkomn- ara, hraðvirkara og sýnir betri grafík en hingað til hefur þekkst. Frá því tölur berast þangað til tölvu- spá fyrir kjördæmið, landsspá, nöfn þingmanna og flakkarans liggja fyrir líða ekki nema tvær sekúndur. -ATA Það eru fleiri en stjómmálamennimir Sjónvarps! berjast um á á kosni Það verður í nógu að snúast hjá sjónvarpsáhorfendum á suðvestur- homi landsins í kvöld og fram á morgun. í dag fara fram fyrstu kosningamar á landsvísu eftir að hljóðvarps- og sjónvarpsrekstur var gefinn frjáls og því stendur mikið til í tengslum við kosningarnar á öldvun ljósvakans. Páll Magnússon: „Við erum hvergi hræddir. Páll Magnússon, frettastjori Stöðvar 2: Fömm út í samkeppnina með breitt bros á vör „Við erum ekkert hrædd við sam- keppnina. Við gerum okkar besta, þetta er í senn skemmtilegt og spennandi verkefni. Svo er bara að sjá hvor vinnur sprettinn," sagði Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2. „Við erum með það besta sem býðst í tölulegri vinnslu, tölvum og spám. Við teflum fram bestu hljóm- sveit landsins og landsliðinu í gríni. Ef Ingvi Hrafn ætlar að slá þessu við veit ég ekki upp á hverju hann hefur fundið. Það er gífiirlegur metnaður hjá okk- ur hér á stöðinni að vinna þetta verk vel og við fórum út í samkeppn- ina með breitt bros á vör.“ -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.