Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1987, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1987, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1987. Umbúða- og framleiðslu- fyrirtæki óskar eftir mönnum til sérhæfðra starfa nú þegar. Leitað er að hraustum mönnum sem vilja ráða sig í framtíðarstörf hjá góðu og traustu fyrirtæki. Gott mötuneyti á staðnum. Þeir sem áhuga hafa á störfum þessum vinsamlegast hafi samband við auglýsingaþjónustu DV í síma 27022, „H-2211 Sólbaðsstofa Nvia-/Astu B. Vilhjálms, Grettisgötu 18, sími 28705 Afturer komiðað okkar vinsæla tilboði sem allirþekkja, 24 tímaráaoeins1600 krónur. VERIÐ VELKOMIN ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI NÝTT Á ÍSLAIMDI MEGRUIMAR-CELLU LITE Djúphitunar megrunarmeðferð sem hefur farið sigur- för um Evrópu sl. 6 mánuði. Langar þig til þess að grennast, losna við cellulites, og líta betur út í baðfötum? Þá gæti þetta verið lausnin. Einnig hefur náðst verulegur árangur gegn vöðva- bólgu og bakverkjum. Hafir þú áhuga þá hafðu samband við SNYRTISTOFUNA EYGLÓ Langholtsvegi 17. Sími 3-61-91 Neytendur ísfugl selur ferska kjúklinga á Keflavikurflugvelli en reglugerð bannar sölu á ferskum kjúklingum á íslandi. Kjúklingarnir ferskir á Vellinum - en áffam frosnir utan girðingar Ferskir kjúklingar hafa verið til sölu í verslun Bandaríkjahers á Kefla- víkurflugvelli frá mars síðastliðnum. Kjúklingarnir eru íslensk framleiðsla og koma frá ísfugli og Holtahúinu. Á íslandi er bannað að selja ferska kjúkl- inga úr hænsnabúum vegna smit- hættu. Ekki stendur til að breyta því banni. Vegna þess hve fuglakjöti er hætt við smiti af salmonellubakteríunni er í gildi reglugerð sem bannar sölu á fersku fuglakjöti. Skiptar skoðanir eru um réttmæti bannsins. Bent er á að kjötið sé bragðbetra og hollara ferskt og að víða erlendis séu kjúklingar seldir ófrystir án þess að til sýkingar komi. Aðrir segja smithættuna svo mikla að ekki eigi að slaka á kröfunum sem gerðar eru til meðferðar á fugla- kjöti. Kjúklingaframleiðendur telja sig aftur geta búið þannig um ferska kjúklinga að lítil smithætta stafi af þeim. Hannes Sigurðsson hjá Ísíugli sagði að í samstarfi við Holtabúið hefði ís- fugl selt ferska kjúklinga í verslun Bandaríkjahers undanfama tvo mán- uði. - Við höfum fullan hug á að selja óírysta kjúklinga til íslenskra versl- ana. En með reglugerð er okkur bannað það. Þó teljum við að eins og kjúklingurinn er pakkaður hjá okkur sé sáralítil hætta á smiti, segir Hannes. Reglugerðar þörf Þrátt fyrir að dregið sé úr smithættu með betri pökkun getur salmonella- bakterían verið svo skæð að menn veigra sér við að slaka á þeim kröfum sem gerðar eru. Ef sýktur ferskur kjúklingur er í kjötborði verslunar þarf lítið til að smitið berist í annað kjötmeti. Svo dæmi sé tekið getur Hreinlæti er öruggasta ráðið til að hindra útbreiðslu salmonellubakter- íunnar. Niðurgangur er algengasta afleiðingin af salmonellusmiti. salmonellan borist á milli kjöts með hníf sem notaður hefur verið á sýkt kjöt. Jafnvel þó að kjúklingurinn sé pakkaður hjá framleiðanda getur smi- tið legið utan á umhúðunum. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hve dýrkeypt það er fyrir kjöt- kaupmenn sem fá salmonellusmit í sínar vörur. Ekki aðeins væri allt kjöt á lager ónýtt heldur myndu kúnnamir snarlega snúa bakinu við verslun sem smit fyndist í. Og það tekur langan tíma að vinna um tapaðan orðstír. Bjöm Bachmann í Kjötmiðstöðinni telur núverandi reglugerð þarfa. Hann nefnir slæma reynslu Bandaríkja- manna og Norðmanna máli sínu til stuðnings. - Þó ég sé ekki ýkja hrifinn af stefnu stjómvalda í landbúnaðarmálum get ég tekið undir það sjónarmið að alltof mikil hætta fylgir því að selja kjúkl- inga og alifugla ófrysta. Ég er ánægður með núverandi reglugerð, slær Bjöm föstu. Hreiniæti aðaiatriði Reglugerðin sem bannar sölu á fersku alifuglakjöti hefur verið í gildi allan þennan áratug. Heilbrigðisyfir- völd virðast almennt ásátt um gildi reglugerðarinnar. Engu að síður em ólíkar skoðanir um hversu strangt beri að fylgja henni eftir. Oddur Rúnar Hjartarson, framkvæmdastjóri Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að í reynd sé reglugerðin túlkuð nokkuð rýmt. Oddur segir smithættuna sem fylgi verslun með ferska kjúklinga ekki mikla, sé hreinlætis gætt. - Salmonellan er algeng plága í kjúklingum, segir Oddur, en það er langur tími síðan nokkur sýktist af sahnbnellu. Aðalatriðið er að þeir sem meðhöndla kjúklinginn gæti hreinlæt- is. Þetta gildir hvortteggja um ffarn- leiðendur og neytendur. Þá á til dæmis að þurrka blóðvatnið vel upp sem kemur úr kjúklingnum þegar hann er þíddur og láta það ekki koma nálægt annarri matvöru. Ekki slakað á kröfunum Páll Agnar Pálsson, yfirdýralæknir, telur það ekki koma til greina að slaka á kröfum um meðferð og sölu á fersku alifuglakjöti. Smithættan er ávallt fyr- ir hendi og ein öruggasta leiðin til að hindra útbreiðslu salmonellubakter- íunnar sé að selja alifuglakjöt fryst. Þegar yfirdýralæknir var spurður hvers vegna sala á ófrosnum kjúkling- um væri leyfð á Keflavíkurflugvelli sagði hann að ekkert slíkt leyfi hefði verið veitt og hann kannaðist ekki við þessa kjúklingasölu. - Við munum athuga þetta mál og gæta þess að reglugerðinni verði fram- fylgt, segir Páll Agnar Pálsson, yfir- dýralæknir. Hefllaráð Leitað að linsu með vasaljósi Ef einhver tapar augnlinsu á gólf- teppið er gott að slökkva öll ljós í herberginu og draga gluggatjöldin fyr- ir. Lýsið síðan upp gólfteppið með vasaljósi. Það glampar á linsuna þegar ljósið fellur á hana. Edik fjariægir bletti Edik fjarlægir hvíta saltbletti sem koma á skó og stígvél. Vætið eld- húsrúllublað með ediki og þerrið yfir saltblettina. Berið síðan á skóáburð eins og vanalega. Skartgripir í skóna Þegar pakkað er niður í ferðatösk- una fyrir sumarferðalagið er tilvalið að láta skartgripina innan í gamlan sokk og láta sokkinn síðan ofan í skó. Þá eru þeir óhultir og verða ekki fyrir neinu hnjaski.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.