Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1987, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1987, Side 18
18 MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1987. Stjómmál_________________________________pv Alþýðuflokkurinn geymir lykilinn að farsælli sljóm - segir Jón Sigurðsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík, en hann sest nú á þing í fyrsta skipti Jón Sigurðsson með konu sinni og tveim bömum á kosninganótt. Sigurður Þór laganemi er lengst til vinstri, þá Anna Kristín læknanemi og eiginkonan, Laufey Þorbjamardóttir bókavörður, stendur við hlið manns síns. DV-mynd BG „Niðurstaða þessara kosninga er að mörgu leyti athyglisverð. Alþýðu- flokkurinn er einn fjórflokkanna svokölluðu sem vinnur á. Þetta er verulegur kosningasigur miðað við úrslit kosninganna 1983,“ sagði Jón Sigurðsson, er hann var inntur álits á niðurstöðum kosninganna. ' Jón var staddur á kosningahátíð A-listans í Sigtúni á sunnudagsmorg- un og þar voru margir til að óska honum til hamingju með kosningamar en Jón var sem kunnugt er kosinn á þing í íyrsta sinn um helgina. „Fylgisaukning okkar er á svipuðu róli og hjá Kvennalistanum en Sjálf- stæðisflokkur, Framsókn og Alþýðu- bandalag misstu verulegt fylgi, þó einkum Sjálfstæðisflokkur. Eg held að ástæðurnar fyrir sigri okkar séu málefnalegs eðlis. Alþýðu- flokkurinn hefur áttað sig betur á nýjum straumum í stjómmálum; aukið hlutdeild kvenna í flokksstarfinu, lagt áherslu á aukið pólitískt siðgæði og á valddreifingu og einstaklingsfrelsi." - En áttuð þið ekki von á meira fylgi, samanber rósirnar ykkar átján? „Því er ekki að neita að við gerðum okkur um tíma vonir um miklu stærri sigur, ekki síst eftir skoðanakönnun sem DV gerði í desember. En síðan hefur mikið gerst í íslenskum stjórn- málum eins og alþjóð veit en Alþýðu- flokkurinn hefur þó komið mun betur út úr þeim átökum en aðrir flokkar. Annað vekur athygli. Það em fimm- tíu ár síðan Alþýðuflokkurinn hefur verið stærri en Alþýðubandalagið og forverar þess, en nú hefúr það gerst.“ - Áttu þér óskastjóm? - „Það virðist ljóst að tveggja flokka stjórn kemur ekki til greina. Ég vil ekki vera að gefa flokkunum einkunn- ir, það er spurning um að finna málefhalegan grundvöll sem þrír flokkar eða fleiri geta starfað saman á. En ég tel víst að Alþýðuflokkurinn geymi lykilinn að næstu ríkisstjórn, eigi hún að verða farsæl. Samstarf Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Kvennalista finnst mér vel hugsanleg- ur möguleiki.“ - Verður Jón Sigurðsson fjármála- ráðherra þeirrar stjórnar? „Ríkisstjórnir á að mynda um mál- efni en ekki menn. En Alþýðuflokkur- inn leggur mikla áherslu á fjármálin. Heildarendurskoðun skattakerfisins og endurskipulagning þjóðarbúskap- arins eiga að verða forgangsverkefni næstu ríkisstjómar,“ sagði Jón Sig- urðsson. -ATA Albert Guðmundsson: Tilhlokkun- arefni að starfa með ungu fólki „Það er mér tilhlökkunarefni að starfa með þessu unga fólki, þetta em ferskir, vel menntaðir og hæfir menn,“ sagði Albert Guðmundsson, formaður Borgaraflokksins, í viðtali við DV aðfaranótt sunnudags þegar ljóst var að flokkurinn fengi að minnsta kosti sex menn kjöma á þing. Þingmenn Borgaraflokksins, aðrir en Albert, em reynslulitlir eða reynslulausir í þingstörfúm. Aðspurð- ur um hvort hann kviði reynsluleysi þeirra svaraði Albert ákveðið neitandi og bætti við: „Einhvers staðar verða þingmenn að byrja störf sin og það er í raun skylda eldri þingmanna, eins og ég hlýt að teljast, að styðja inn á þing þá sem taka eiga við, enda líst mér vel á þetta fólk og held það eigi eftir að vinna góð störf.“ Albert var á mikilli hraðferð enda í mörg hom að líta þessa nótt. Hann gat þó ekki stillt sig um að bæta við að það væri eins með pólitíkina og fótboltann, þar yrði ein kynslóð að taka við af annarri ef áfram ætti að ganga og mátti á honum skilja að kynslóðaskipti væm tímabær á Al- þingi nú. -HV Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, og Ámundi Ámundason bera saman bækur sinar eftir að fyrstu tölurnar birtust úr Reykjavík. Það er ekki að sjá að formaður Alþýðuflokksins sé sérlega ánægður með þær tölur þótt flokkurinn hafi bætt við sig verulegu fylgi frá siðustu þingkosningum. DV-mynd BG „Jón Baldvin verður að fara ii Það var heldur fámennt og lítil stemning á kosningahátíð Alþýðu- flokksins í Sigtúni þegar fyrstu tölur úr Reykjavík birtust á laugardags- kvöldið. Fólk skráði niður tölurnar og kinkaði hæglátlega kolli. Þetta vom ósköp svipaðar tölur og skoðana- kannanir höfðu gefið til kynna, allavega hvað Alþýðuflokkinn snerti. Samkvæmt fyrstu tölum fékk Al- þýðuflokkurinn tvo þingmenn kjör- dæmakjöma en formaður flokksins, Jón Baldvin Hannibalsscn, líklegur inn í jöfnunarsæti. „Jón Baldvin verður að fara inn!“ sagði kona stundarhátt eftir að tölum- ar höfðu verið lesnar og vom það nánast einu viðbrögðin í salnum. Sjálfúr var Jón Baldvin heldur dauf- ur í dálkinn. -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.