Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1987, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987. Fréttir Egill Ólafsson: Gaman að fylgjast með svona fyrirbæri aftan frá Kristján Bembuxg, DV, Beigiu: „Nei, óg kann vel við að vera hluti af stórri heild. Mér finnst mest um vert að styðja við bakið á vini mínum, Valgeiri, og mér finnst þessi músík vera gott fram- lag í þessa keppni vegna þess að það kemur úr annarri átt,“ sagði Egill Ólafsson í samtali við DV þegar hann var spurður að því hvort honum fyndist ekki óvenju- legt að vera ekki sjálfur i aðal- hlutverkinu í Belgíu. „Þessi tónlist er náttúrlega ná- skyld þeirrí tónlist sem ég hef verið að flytja undanfarið. Mörg lag- anna höfum við Valgeir gert saman. Þar er gaman að fá að kynnast svona fyrirbæri aftan frá,“ sagði hann og brosti. „Það er eiginlega mest um vert því ég vil ekki vera í fremstu vígl- ínu í svona fyribæri eins og söngvakeppninni. Mér fannst hljómburðurinn vera góður undir lok æfingarinnar. Ég held að við séum nokkuð sátt við það sem við fengum. Að vísu er þessi æfinga- tími fullstuttur. Það er í rauninni ekki nóg en mér sýnist að það sé nóg að segja hlutina einu sinni við þá sem stjóma því það stendur, þeir taka fullt tillit til okkar,“ sagði Egill Ólafeson. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverötryggö Sparisjódsbækur 10-11 Lb óbund. Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 10-15 Sb 6 mán. uppsögn 1119 Vb 12mán. uppsögn 13-23 Sp.vél. 18mán. uppsogn 21-24,5 Bb Ávisanareikningar 4-10 Ab Hlaupareikninqar 4-7 Innlan verðtryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsógn 1.5-2 Ab.Bb, Lb.Sb. Ub.Vb 6 mán. uppsöqn Innlán meðsérkjörum 2,5-4 Ab.Ub 10-22 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 5.25-5.75 Áb Sterlingspund 8.5-10,25 Ab Vestur-þýsk mörk 2.5-4 Ab Danskarkrónur 9-10.25 Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverötryggð Almennirvixlar(forv) 19-21 Lb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 22-23 eða kge Almenn skuldabréf(2) 21 22 Lb.Sb, Ub Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir . Hlaupareikningar(vfirdr.) 20-22 Lb Utlan verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 6-7 Lb Til lengri tíma 6.5-7 Bb.Lb. Sb.Úb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 16.25-21 lb SDR 7,75 8,25 Bb.Lb, Ub.Vb Bandarikjadalir 7,5-8,75 Sp Sterlingspund 11.25-13 Bb.Vb Vestur-þýsk mörk 5,5-6,5 Bb.Lb, Ub.Vb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-6,75 Dráttarvextir 30 VISITÖLUR Lánskjaravisitala apríl 1643stig Byggingavisitala 305 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 3% 1. april HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 110 kr. Eimskip 242 kr. Flugleiðir 168 kr. Hampiöjan 162 kr. Iðnaðarbankinn 112kr. Verslunarbankinn 113 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxla gegn 21 % ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil- alána er 2% baeði á verðtryggð og óverð- tryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb=Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast i DV á fimmtudögum. „Æðislega gaman að standa uppi á sviði“ - segir Halla Margrét Ámadóttir Halla Margrét og Valgeir á sviðinu í Belgíu. Kristján Bemburg, DV, Belgiu: „Þetta var alveg æðislega gaman að standa þama uppi á sviði. Ég var hálfhissa því á Sögu var svo gaman að syngja, þar voru góðir straumar og fólkið þar var jákvætt og ég fann þessa sömu strauma núna. Meira að segja var klappað á milli laga. Það er oft þegar meður fer til útlanda að maður heldur að allir séu svo vondir við mann og ómannlegir þar. En svo rekur maður sig alltaf á að fólkið sendir menni hlý bros og klappar manni jafiivel á herðamar. Anægðust er ég með stjómandann okkar og þegar við yfirgáfum sviðið klöppuðu strengjaleikaramir með bogunum á fiðlurnar," sagði Halla. „Það skiptir miklu máli að hljóð- færaleikaramir njóti þeirrar tónlist- ar sem þeir flytja og það fann ég vel hjá þeim,“ sagði Halla Margrét. „Mér finnst þetta vera vel útfært hjá þeim, þetta er stórglæsilegt svið og þeir hafa allt af öllu hér,“ sagði Valgeir Guðjónsson. „Þetta er fyrsti dagurinn og það em náttúrlega einhverjir bytjunar- örðugleikar hjá okkur, en líka hinum, því þeir þurfa einnig að kom- ast í gang. Við notum strengjasveit- ina til hins ýtrasta og ég er mjög rólegur yfir þessu öllu,“ sagði Val- geir. Hjálmar H. Ragnarsson: Aðalatriðið er að finna rétta tóninn Kristján Bemburg, DV, Belgíu: „Þetta em mjög jákvæðir menn sem em í hljómsveitinni og það er auð- heyrt að þetta em allt atvinnumenn," sagði Hjálmar H. Ragnarsson, stjóm- andi hljómsveitarinnar, í samtali við DV. „Það er aðalatriðið fyrir mig að finna rétta tóninn með hljómsveitinni. Hljómurinn í salnum er ekkert sér- stakur. Þetta er ekki hljómleikasalur, þetta er meira eins og stúdíó. Það hljómar þar af leiðandi ekki vel þarna inni. Þeir spila ágætlega, það er ekk- ert undan þeim að kvarta. Þeir em vanir að leika erfiðari og flóknari músík en þetta,“ sagði Hjálmar H. Ragnarsson. Fyrsta æfingin í Belgíu: Halla Margrét í teiknimynd Kristján Berribuxg, DV, Belgíu: Æfing Islendinganna byrjaði {há- deginu klukkan 13.15 og fengu þeir tíma til 13.55. Tókst strax góð sam- vinna á milli Hjálmars H. Ragnars- sonar, sem stjómaði, og belgísku hljómsveitarinnar. í annað skiptið sem lagið var leikið var Halla stopp- uð í miðju lagi af yfirmanni sjón- varpsins og sagði hann að ekki væri hægt að sjá söngkonuna fyrir Ijós- myndurum sem væm allt of nálægt sviðinu. Eftir það urðu ljósmyndaramir að færa sig á bak við kvikmyndavélam- ar. Eftir þessa æfingu fór hópurinn til sjónvarpsstöðvarinnar þar sem verið var að gera teiknimynd um söngvakeppnina og var Halla tekin þar inn og er hún nú orðin ódauðleg í teiknimynd. Á blaðamannafundin- um, sem haldirm var, vom um 20 blaðamenn, flestir Belgar, on þó vom þama blaðamenn frá ísrael og einn frá Bretlandi. Þeir skutu óspart spumingum en mesta athygli vakti þó að Halla stundar söngnám sem ópemsöngkona en ekki í dægurlaga- söng. í lok fundarins var dreift litprentuðum bæklingi um ísland og vom þar fallegar myndir frá öllum landshlutum og góð lýsing á landinu. Kynnir söngvakeppninnar: „Er sjálf ekki fyrir svona söngvakeppni“ Hjálmar H. Ragnarsson stjórnar hljómsveitinni þegar hún leikur íslenska lagið í söngvakeppninni. Hér er hann á æfingu í Belgíu. DV-myndir De Cauwer Tungumálarígur hjá Belgunum Veðrið hér í Bmssel hefur ekki leik- ið við keppenduma, þó er spáð hlýnandi veðri, sól og hita, þegar líða tekur á vikuna og trúlega mun það sama gilda með keppnina og keppend- ur, að þeir muni smám saman hitna upp fyrir laugardagskvöldið. í dag er glampandi sólskin en frekar kalt og strekkingsvindur en hlýnar eftir morgundaginn. Kristján Bemburg, DV, Belgiu: Kynningarbæklingur sá sem blaða- menn fá og á að kynna Belgíu er eingöngu með kynningu á hinum frön- skumælandi hluta af Belgíu og Brussel, en á flæmskumælandi hlut- ann er ekki minnst, eins og hann sé ekki til þó að um 6,5 milljónir flæm- skumælandi manna búi þar. Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Viktor Lazlo, sem mun hljóta þann heiður að vera kynnir í söngvakeppn- inni, hefur nú rétt fyrir keppnina gefið út tólf laga plötu og í einu laganna á hún samvinnu við Count Basie Orc- hester. Fær hún mjög góða dóma fyrir plötuna og hefur lag hennar, Breat- hless, hlotið miklar vinsældir og eins hefur videoið með laginu fengið góðar viðtökur. Þar kemur hún fram í mis- munandi kjólum sem sýna, svo ekki verður um villst, að þetta er gullfalleg- ur kvenmaður. Hún hélt nýlega sinn fyrsta blaða- mannafund og sagði þar meðal annars: „Ég var hrædd þegar ég tók ákvörðun um að kynna söngvakeppnina en þó hlakka ég mikið til. Ég lít á þessa keppni sem míkla sjónvarpssýningu þar sem ég kem fram og það er það sem ég geri helst af öllu. Ástæðan fyr- ir því að ég held konsert í Brussel sömu vikuna og söngvakeppnin fer fram er einfold. Eg vil að alheimspress- an sjái mig sem söngkonu en ekki sem kynni. Sjálf er ég ekki fyrir svona söngvakeppni, það minnir mig allt of mikið á próf. Þú getur unnið áhorfenf- ur á þitt band en að vinna hylli dómnefhdanna er miklu erfiðara. Mér finnst að þátttakendumir, sem koma í svona keppni, séu kjarkmiklir. Ég myndi aldrei taka þátt í söngvakeppni Evrópu. Kjólamir, sem ég verð í 9. maí, koma frá París. Þeir em teiknað- ir af Thierri Mugler og hárgreiðsluna mína mun Olwier sjá um en til hans hef hef farið síðastliðin fjögur ár. Ég mun eingöngu hugsa um textann, sem ég á að fara með, en láta faglært fólk sjá um útlitið á mér á laugardags- kvöldið," sagði Viktor Lazlo.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.