Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1987, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987. 19 DV Kona tippaði best Óvænt tap Manchester United á heimavelli fyrir Wimbledon setti margan tipp-spámanninn út af lag- inu' um síðustu helgi. Það var einungis einn tippari, sem reyndar var kona, sem náði öllum tólf leikj- unum réttum. Hún notaði opinn kerfisseðil, 81 raðar, og var með tólf rétta á einni röð og hlaut fyrir það 370.295 krónur en einnig var hún með 11 rétta á átta röðum og hlaut 10.579 krónur fyrir hveija röð með ellefu réttum. Alls komu fram 15 raðir með ellefu þannig að þessi tipp- glaða kona náði 86% af öllum vinningum. Alls var potturinn 528.996 krónur en 220.415 raðir seld- ust. Nú má búast við því að potturinn verði alveg sæmilega stór um næstu helgi. Kemur tvennt til. Tipparar eiga yfirleitt góðan endasprett og geysast í hlað á fullum spretti og eins er það að þau 2%, sem hafa verið tekin undanfarið af vinning- um, eða síðan síðasti sprengjupottur var haldinn, bætast í pottinn. Líkur eru á því að sú stökkbreyt- ing, sem ég hef sagt frá í sambandi við sölu- og dreifingarkerfi á get- raunaseðlum, muni taka gildi um næstu áramót. Ekki verður þá ein- ungis boðið upp á getraunaseðla, eins og tippurum hefur verið boðið upp á hingað til, heldur mun verða hægt að veðja á ýmsa aðra íþrótta- viðburði. En þessir hlutir eru í athugun þannig að niðurstaða mun ekki liggja fyrir fyrr en í haust. ^TIPPAÐ, . p A TOLF Umsjón: Eiríkur Jónsson Getraunaspá fjölmiðlanna LEIKVIKA NR.: 38 Arsenal .Norwich 1 1 X X 1 1 1 Charlton .Queens Park R 1 1 1 1 1 1 1 Chelsea .Liverpool 2 2 2 2 2 2 2 Coventry .Southampton 1 1 1 1 1 1 1 Everton .Luton 1 1 1 1 1 1 1 Nottingham F .Newcastle 1 1 X 2 1 1 1 Oxford . Leicester X 1 1 2 1 X 1 Sheffield Wed .Wimbledon 1 1 X 1 1 1 1 Watford .Tottenham X 2 1 2 2 2 1 Derby .Plymouth 2 1 1 1 1 1 1 Oldham .piackburn 1 1 1 1 1 1 1 Portsmouth .Sheffield Utd X 1 1 1 1 1 1 Hve margir réttir eftir 37 leikvikur: 183 178 182 174 180 191 171 Enska 1. deildin HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR L U J T Mörk ______________________ U J T Mörk S 40 14 4 1 45 -10 Everton............. 10 4 7 27 -20 80 41 15 3 3 43 -16 Liverpool............ 8 4 8 26 -23 76 40 14 3 4 40 -14 Tottenham............ 7 5 7 .28 -27 71 41 12 5 3 30 -10 Arsenal.............. 8 5 8 27 -23 70 40 14 5 1 27 -10 Luton............... 4 7 9 17 -29 66 41 9 10 2 27 -20 Norwich.............. 7 7 6 24 -30 65 41 11 8 1 34-13 Nottingham F......... 6 3 12 28 -37 62 40 14 2 3 33 -15 Coventry............. 3 8 10 15 -28 61 41 11 5 4 37 -20 Watford.............. 6 4 11 29 -34 60 40 10 5 5 30 -21 Wimbledon............ 7 4 9 23 -28 60 40 12 3 5 35 -17 Manchester Utd....... 1 10 9 14 -27 52 41 9 7 4 39 -22 ShoffieldWed......... 4 6 11 19 -35 52 41 11 5 5 44 -24 Southampton.......... 3 4 13 24 -43 51 40 8 5 7 28 -28 Chelsea.............. 5 7 8 22 -32 51 41 9 7 5 31 -27 Queens Park R........ 4 4 12 16 -35 50 41 9 4 7 31 -28 West Ham............. 4 6 11 19 -39 49 41 10 4 7 33 -29 Newcastle............ 2 7 11 13 -34 47 40 8 7 5 30 -25 Oxford............... 2 5 13 11 -42 42 41 6 7 7 24 -21 Charlton............. 4 4 13 19 -33 41 41 9 7 5 39 -24 Leicester............ 2 1 17 15 -52 41 41 8 6 7 28 -24 Manchester City...... 0 9 11 8-31 39 41 7 7 7 25 -25 Aston Villn.......... 1 5 14 19-51 36 Enska 2. deildin HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR L U J T Mörk__________________________ U J T Mörk S 41 13 6 1 38 -16 Derby...............•„.... 11 3 7 22 -20 81 40 17 2 1 36 -9 Portsmouth.............. 6 7 7 16 -16 78 39 12 6 2 33 -16 Oldham................. 8 3 8 27 -26 69 41 15 4 2 43 -16 Leeds................. 3 7 10 14 -28 65 41 12 5 3 28 -9 Ipswich................ 5 7 9 30 -33 63 41 12 4 5 35 -20 Crystal Palace......... 7 1 12 16 -30 62 41 12 6 3 40 -23 Plymouth............... 4 7 9 20 -30 61 40 10 5 4 35 -18 Stoke.................. 5 5 11 23 -32 55 41 10 8 3 31 -19 Sheffield Utd.......... 4 5 11 17 -29 55 41 10 5 6 36 -27 Bradford............... 5 4 11 24 -33 54 41 8 7 6 26 -23 Barnsley............... 5 6 9 20.-27 52 41 11 4 6 33 -23 Reading................ 3 6 11 18 -35 52 40 10 4 6 29 -22 Blackburn.............. 4 6 10 15 -30 52 40 10 4 6 26 -15. Millwall.............. 4 4 12 12 -26 50 40 8 9 3 27 -19 Birmingham............. 3 8 9 20 -37 50 40 9 6 5 22 -22 Hull................... 3 7 10 14-31 49 41 8 6 6 35 -30 Huddersficld........... 4 6 11 16-31 48 40 7 5 7 26 -20 W.B.A.................. 5 6 10 22 -27 47 40 8 6 6 23 -20 Sunderland............. 4 5 11 23 -35 47 40 10 3 7 22 -14 Shrewsbury............. 3 3 14 15 -39 45 40 5 7 8 16 -19 Grimsby................ 5 6 9 20 -33 43 41 7 6 7 22 -19 Brighton............... 2 6 13 15 -34 39 Kevin Ratcliffe, fyrirliði Everton og velska landsliðsins, hefur spilað vel i vetur og mun að öllum likindum taka á móti enska deildarmeistara- bikarnum innan hálfs mánaðar. Clive Allen hefur nú skorað 47 mörk það sem af er keppnistimabilsins og til að kóróna glæsilegt keppnis- tímabil var hann valinn leikmaður ársins i Englandi bæði af samtökum knattspyrnumanna og breskum blaðamönnum. nslf.l ra-j Tippað á tólf Síðasta tippvikan 1 Axsenal - Norwich 1 Þessi lið eru bæði við toppinn í 1. deildinni ensku. Norwich hefur tapað fæstum leikjum liða í vetur í 1. deildinni en gert flest jafatefli. Arsenal hefur tapað fáum leikjum á heima- velli og ekki fengið á sig nema 10 mörk í tuttugu heima- leikjum. Þetta verður erfiður leikur fyrir ungu barónana frá Highbury en þeir munu samt sem áður vinna. Heimasigur. 2 Charlton - QPR 1 Charlton á enn möguleika á að halda sér í 1. deildinni en liðið kom úr 2. deild í fyrravor. Liöið er þriðja neðsta liðiö sem stendur og verður að vinna. OPR hefur gengið herfi- lega undanfarið og ekki unnið í niu síðustu leikjum sínum. Charlton vinnur þó leiki öðru hverju og vinnur nú. Heima- sigur. 3 Chelsea - Liverpool 2 Þrátt fyrir tap fyrir Coventry um síðustu helgi á Liverpool ennþá tækifæri til að verða Englandsmeistari enda þótt Everton sé komið meó þónokkra forystu. Chelsea hefur ekki verið sannfærandi undanfarið. Liðið hefur aUs tapað sjö leikjum á heimavelli og tapar nú. 4 Coventry - Southampton 1 Coventry hefur sjaldan gengið betur en í vetur. Liðið er komið í úrslit FA-bikarkeppninnar og vinnur hvem leikinn á fætur öðrum. Ekki hafa tapast nema þrír leikir á heima- velli en fjórtán hafa unnist. Southampton hefur gert fjögur jafntefli í röð en hefur ekki unnið nema þrjá leiki á útivelli í vetur. Heimasigur. 5 Everton - Luton 1 Með sigri í þessum leik tryggir Everton sér Englandsmeist- aratitilinn. Luton hefur verið slakt á útivöllum í vetur, einungis náð þar nitján stigum af sextíu mögulegum. Ever- ton hefur einungis tapað einum leik á heimavelli í vetur og vinnur nú. 6 Nottingham Forest - Newcastle 1 Nottingham Forestliðið er sprækt á heimavelli. Newcastle er slakt á útiveUi og hefur einungis unnið tvo leiki að heim- an. Hvorugt þessara liða er í neinni hættu með að vinna né falla þannig að leikmenn verða afslappaðir. Hinir ungu og leiknu strákar í Skírisskógarliðinu munu nota fætuma vel og vinna. Heimasigur. 2 Oxford - Leicester X Þessi leikur er geysilega mikilvægur fyrir bæði liðin. Lei- cester er fjórða neðsta liðið en Oxford það fimmta neðsta. Bæði liðin þurfa því stig úr þessum leik til að komast hjá falli. Oxford hefur verið að reyta stig af gestum á heima- velli sínum en Leicester er frekar slakt á útivelli. Liklegt er þó að svo haxt veröi barist að leikmenn nái ekki að spila knettinum milli sín og leikurinn endi sem jafntefli. 8 Sheffield Wednesday - Wimbledon 1 Drengimir í hnífaborginni Shefiield gengu berserksgang um síðustu helgi gegn sárasaklausu liði QPR og skomðu sjö mörk hjá þeim. Þar sem áhangendur miðvikudagsliðs- ins hafa ekki átt miklu gengi að fagna í vetur þá var þessi hamagangur vel þeginn og nú vilja aðdáendumir meira slíkt um næstu helgi. Það verður erfitt þvi leikmenn Wimble- don em harðskeyttir. Þessi leikur verður sennilega ill-vígur en mestar likur em á að knötturinn dvelji lengstum í háloft- unum því háloftaspymur em algengar hjá leikmönnum beggja liða. Heimasigur. 9 Watford - Tottenham X Þessi Lundúnalið hafa marga hildina háó í vetur í deilda- og bikarkeppni. Tottenham hefur yfirleitt gengið betur i þessum viðureignum en þar sem Watford er á heimavelli og hefur gengið ágætlega undanfarið þá er spáin jafntefli. 10 Derby - Plymouth 2 Derby hefur tryggt sér sæti í 1. deild að ári liðnu en Ply- mouth á ennþá tækifæri til að ná sæti í úrslitakeppni um laust sæti í 1. deild. Það verður þvi ekkert gefið eftir. Ply- mouth, sem kom úr 3. deild i fyrravor, eins og Derby, hefur gengið ágætlega á heimavelli en útiveUimir hafa verið Akkilesarhæll liðsins. Nú sigrar Plymouth óvænt. 11 Oldham - Blackbum 1 Oldham hefur verið í einu af þremur efstu sætunum mestall- an veturinn. Liðið er því næstum öruggt um að keppa í úrslitum um laust sæti í 1. deild. Hin liðin, sem á effir koma, Ipswich, Leeds og Plymouth, vantar það mörg stig upp á til að ná Oldham. Blackbum hefur verið ákaílega misjafnt í vetur og var reyndar komiö í neðsta sæti 2. deildar í haust. Nú sigrar Oldham á gervigrasinu heima. 12 Portsmouth - Sheffield United X Portsmouth er komið í 1. deild ef liðið nær einu stigi úr þremur leikjum sem það á eftir. Reynt verður til þrautar að ná þessu stigi. Sheffieldliðið hefur staðið sig vel á heima- velli í vetur en síður á útivelli. Við tækifæri sem þetta ná leikmenn samt að bæta við sig og ná jaJhtefli. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.