Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1987, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987. Stjómmál Uppspuni að ég hafi talað við menn í Borgaraflokki - segir Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins „Það er hreinn uppspuni. Ég hef ekki talað við einn einasta mann þar,“ sagði Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra og formaður Framsóknarílokksins, um þá fullyrð- ingu Þjóðviljans að Steingrímur hefði átt óformlegar viðræður við Borgaraflokkinn um aðild að ríkis- stjóm. Ekki kvaðst Steingrímur vita til þess að aðrir þingmenn Framsóknar- flokks hefðu rætt við menn úr Borgaraflokki. Taldi hann ólíklegt að sér hefði ekki verið skýrt frá því ef svo væri. Steingrímur kvaðst heldur ekki hafa rætt við kvennalistakonur um stjómarmyndun. Hann heíúr rætt við Þorstein Pálsson, formann Sjálf- stæðisflokksins, síðast í fyrradag „um stöðuna almennt", og Jón Sig- urðsson, efsta mann Alþýðuflokks- ins í Reykjavík, íyrir um tíu dög- um. Steingrímur kvaðst hafa spúrt Jón Sigurðsson meðal annars hvers vegna Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, væri svo andsnúinn samstarfi með Framsókn- arflokki en ekkert svar fengið. Um afstöðu til samstarfs með Borgaraflokki sagði Steingrímur að hann útilokaði engan. Albert Guðmundsson, formaður þingflokks Borgaraflokksins, sagði DV í gær að við hann hefði enginn úr öðrum flokki rætt um stjómar- myndun. Lýsti Albert þeirri skoðun sinni að Borgaraflokkurinn ætti að vera í stjómarandstöðu. Skiptar skoðanir em í þingflokki Sjálfstæðisflokksins til hugsanlegs stjómarsamstarfs með Borgara- flokki. Formaður og varaformaður flokksins, Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson, em taldir vera mjög andsnúnir slíku samstarfi. Friðrik sagði til dæmis í grein í Morgunblaðinu tveimur dögum fyrir kosningar að samstarf sjálfstæðis- manna gæti aldrei orðið í tveimur flokkum. Ymsir landsbyggðarþing- WWmm Friórik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Kjarfan Jóhannsson, þingmaður Alþýðuflokksins, ganga saman meðfram vegg þinghússgarðsins í gær. DV-myndir: GVA. menn Sjálfstæðisflokks em hins veg- ar ekki taldir fráhverfir því að reyna að fá Borgaraflokk í samstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsókn- arflokki. I þingflokki Framsóknarflokks em margir þeirrar skoðunar að sterk- asta ríkisstjómin yrði stjóm Fram- sóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Andstaða forystu Al- þýðuflokksins við samstarf með Framsóknarflokki virðist slík að þetta stjómarmynstur verður vart rætt fyrr en stjórnarmyndunarvið- ræður fara að dragast á langinn. -KMU Þær Kristín Karlsdóttir og Guðrun Agnarsdóttir ganga á fund forseta ís- lands af hálfu Kvennalista. Litlu munaði að Kristín, sem var i efsta sæti Kvennalistans á Austurlandi, kæmist á þing. Olafur Þ. Þorðarson, þingmaður Framsoknarflokksins, og Sigriður Duna Kristmundsdóttir, fráfarandi þingkona Kvennalistans, kváðust ekki ætla að mynda ríkisstjórn á bilastæði Alþingis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.