Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1987, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987. Erlendir fréttaritarar BeHín 750 ára PólHísk skrípalæti? Ketilbjöin Tryggvason, DV, V-Berlin; Hin opinberu hátíðahöld vegna sjö hundruð og fimmtíu ára afmælis Berlínarborgar hófust með mikill veislu í vesturhluta borgarinnar síð- astliðinn fimmtudag. Að viðstöddum forseta Vestur-Þýskalands, kansl- ara, ráðherrum ríkisins, öllum forsætisráðherrum sambandsland- anna og fjölda innlendra og erlendra gesta hófust þar með þessi hátíða- höld sem hafa verið í undirbúningi í Berlín í svo langan tíma og hafa nær umtumað borginni á seinustu mánuðum. Dagskrá afinælishaldsins, sem nú er hafin, er mjög fjölskrúðug og er óhætt að segja að mikið sé um að vera á afmælisárinu. Listviðburðir á heimsmælikvarða verða í borginni í tuga- ef ekki hundraðatali og hefur verið haft á orði að Berlín verði menningarmiðpunktur Evrópu þetta sumar. I þessu sambandi er búist við ótrúlegum straumi ferðamanna til borgarinnar og em flestir gististaðir nú þegar uppbókaðir fyrir þau tíma- bil þegar mest verður um að vera. Tvær afmælisveislur Það segir sig sjálft að þegar Vest- ur-Berlín á afinæli hlýtur austur- hluti borgarinnar, höfuðborg austur-þýska alþýðulýðveldisins, að eiga afinæli líka. Þessi staðhæfing, sem hljómar ef til vill fremur einfald- lega í eyrum manna, er alls ekki svo einfóld þegar á staðinn er komið. Þessi borg á vissulega einungis einn upphafsdag en vegna aðskilnaðar borgarhluta em þetta tvö afinæli og tvær gjörsamlega aðskildar afinælis- veislur, önnur austan megin og hin vestan. Ekki fyrirfinnst svo mikið sem vottur af sameiginlegri afinælis- dagskrá þessara tveggja borgarhluta og múrinn, sem klýfúr borgina, virð- ist frekar hafa hækkað en lækkað á síðustu mánuðum vegna afinælis- dagsins. Eitt af því fáa sem þessar tvær afinælishátíðir eiga sameiginlegt er afinælisárið og þykir ýmsum mjög undarlegt að samstaða skyldi þó hafa náðst um þann hlut af hálfu beggja borgarhluta. Staðreyndin er nefnilega sú að einhver óvissa ríkir meðal sagnfræðinga um sögulegt upphaf borgarinnar. Artalið 1237 var á sínum tíma ákveðið af nasistum til að geta haldið mikla áróðurshátíð í tilefni sjö hundmð ára afinælisins árið 1937 og hafa margir fullyrt að þar hafi sögufölsun átt sér stað. Mikil samkeppni milli borgarhluta Yfirvöld borganna tveggja hafa því hvor í sínu lagi undirbúið afmælið og fer ekki fram hjá neinum að viss samkeppni ríkir á milli þeirra. Báðir aðilar reyna að gera hátíðahöld sín sem veigamest og skiptir þar ekki alltaf öllu máli hversu mikið hlutir kosta. Þannig er talið að vesturhluti borgarinnar hafi fengið stórkostleg lán og styrki frá þýska ríkiskassan- um til að fjármagna hátíðahöldin og orðrómur er á kreiki um að afmælis- veislan austan megin sé að miklu leyti fjármögnuð á kostnað annarra landsbyggða sem hafa þurft að minnka útgjöld sín vegna hátíða- haldanna. Austur-Þjóðverjar hafa þó senni- lega vinninginn hvað uppbyggingu og endumýjun borgarinnar í tilefni afmælisins snertir. Hafa þeir meðal annars endurbyggt fjöldann allan af gömlum, frægum byggingum, svo sem hina frægu frönsku dómkirkju og leikhúsið mikla sem kennt er við aðalsmanninn Von Schinkel. Einnig hafa margar nýjar stórbyggingar verið reistar, þar á meðal nýjar hót- elbyggingar, leikhúsbyggingar og verslunarbyggingar, svo eitthvað sé nefht. Svo mikil umskipti hafa átt sér stað í borginni að ferðamenn, sem áður hafa komið þangað, segjast ekki þekkja hana sem sömu borg. Kemur Honecker eða ekki? Lengi vel leit út fyrir að aðalritari austur-þýska kommúnistaflokksins, Erich Honecker, myndi þiggja kurt- eisisboð Vestur-Berlínar um að vera viðstaddur setningu afinælishátíðar- innar á fimmtudaginn var. Honecker hafði áður, öllum til mikillar undr- unar, opinberlega lýst vilja sínum til að koma til opnunarinnar. Til mikill- ar undrunar var það því að A- Þýskaland, undir hemaðarmætti Sovétríkjanna, hefur aldrei viður- kennt V-Berlín sem hluta af V- Þýskalandi og þar með ekki virt íbúa hennar sem Vestur-Þjóðverja. Því fannst mörgum það illskiljanlegt að aðalritarinn skyldi vilja koma til að taka þátt í hátíðahöldunum þar sem hann þyrfti að sitja milli forseta Vestur-Þýskalands og borgarstjóra V-Berlínar og þannig óbeint viður- kenna það samband sem óneitanlega ríkir milli V-Berlínar og V-Þýska- lands. Nokkrum vikum fyrir opnun há- tíðahaldanna afboðaði þó aðalritar- inn komu sína og er almennt talið að þar hafi stjómvöld í Sovétríkjun- um haft hönd í bagga. Mikill léttir Afboð aðalritarans olli ekki mik- illi sorg vestan við Berlínarmúrinn og má fullyrða að margur stjóm- málamaðurinn dró andann léttar eftir á. Staðreyndin er nefhilega sú að heimsókn Honeckers hefði haft mikil vandræði í för með sér fyrir skipuleggjendur hátíðahaldanna. I fyrsta lagi var fjöldinn allur af vest- rænum gestum búinn að aflýsa komu sinni til veislunnar af pólitískum ástæðum ef aðalritarinn yrði meðal gesta. Hefðu þannig vandræðaleg skörð komið á sætaraðimar. í öðm lagi hefði þurft að haga samkomunni á ýmsan hátt öðmvísi en ella til að ganga ekki fram af a-þýska gestin- um. Meðal annars hefði ekki verið mögulegt að spila v-þýska þjóðsöng- inn, ekki hefði mátt gagnrýna skiptingu borgarinnar, alls ekki hefði mátt minnast á mannréttinda- brot í A-Þýskalandi og svo fram- vegis. Opnunarhátíðin var því haldin án hins a-þýska gests og reyndar án nokkurs gests frá A-Þýskalandi. Nýtt vandamál Við afboðun heimsóknar Honeck- ers hefur þó nýtt vandamál litið dagsins ljós innan stjómmálaheims Berlínarborgar en það er hvort borg- arstjóri V-Berlínar, Iber Hargdiep- gen, eigi nú að þiggja boð Honeckers aðalritara um að vera viðstaddur opnun hátíðahaldanna í A-Berlín. Þessum pólitíska skrípaleik er því ekki lokið. Einungis hefur verið . skipt um hlutverk milli þátttakenda og nú á borgarstjórinn í V-Berlín leik. Hann hefur þó ennþá dágóðan umhugsunarfrest því að hátíðahöld- in hinum megin við múrinn hefjast ekki fyrr en í októbermánuði enda þótt Vestur-Berlínarbúar séu opin- berlega famir að fagna afmælinu. Múrinn aðskilur borgarhluta Berlínar í afmælishátíðahöldum sem öðru. Urslit kosning- anna vekja athygli á Ítalíu Balrinr Róberts9on, DV, Genúa: Mikið hefur verið skrifað hér á Ítalíu um úrslit kosninganna á Is- landi. Aðallega er fjallað um fylgistap Sjálfsfeðisflokksins og fylgisaukningu Kvennalistans. Er fylgistap Sjálfstæðisflokksins rak- ið til úrsagnar Alberts úr flokkn- um og vekur það furðu greinar- höfúndar hversu mikið mál er gert út af mistökum fyrirtækis hans sem hann hafi ekki stjómað í meira en tíu ár. Pólitískur jarðskjálfti á kvenna- eyjunni í Norður-Atlantshafi. Konur munu ákveða framtíð ís- lands. Þannig em fyrirsagnimar í tveimur stærstu blöðunum á Ítalíu og er þá átt við mikla fylgisaukn- ingu Kvennalistans. Heilsíðugrein var um Kvenna- listann í La Republica sem er vinstrisinnað blað og dreift í yfir milljón eintökum um alla Ítalíu. í greininni var einnig fjallað um for- seta íslands. Myrti fjöl- skyldu sína n.-..!. m; rvi.-. Foreldramir, sem lágu sofandi í Ein af ástæðum þess að lögregl- _____ rúmi sínu, létust báðir samstundis. unni gengur illa að komast að Lögreglan í Bergen hefur nú til Eftir að hafa myrt foreldra sína orsökummorðannaersúaðþeirsem rannsóknar mál tvitugs manns sem hélt maðurinn rakíeiðis upp á efri eftir lifa af fjölskyldunni hafa ekki aðfaranótt fyrsta maí myrti fjöl- hæð hússins þar sem systir hans og treystsértilaðmætaíyfirheyrslur. skyldu sína, en við yfirheyrslur hefúr sambýlismaður hennar höfðu vakn- Akærði bjó á heimih foreldra sinna sakbomingurinn ekki sagt neitt sem að við skothríðina. Systurinni tókst í bænurn Fusa á vesturströnd Nor-. skýrt getur hvers vegna harmleikur að komast fram á gólf áður en hún egs. Hann vann ýmist við skógar- þessi gerðist. Maðurirm var, að því féll fyrir skotum hróður síns en sam- högg eða í afleysingastörfúm hjá er best er vitað, hvorki drukkinn né býlismaðurinn hlaut banasár í bændum. Honum er lýst sem rólynd- undir áhrifum lyfja þegar hann réðst rúminu. Þau láta eftir sig sex mán- um og glettnum unglingi sem hvorki inn í svefnherbergi foreldra sinna aða gamalt bam sem bróðir ákærða hefúr beitt ofbeldi né sýnt neina og skaut þau með haglahyssu. hefúr tekið að sér. undarlega hegðun fyrr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.