Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1987, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1987.
11
Verða að byggja
upp hefðbundinn
herafla
Bandaríski öldungadeildarþing-
maðurinn Sam Nunn, sem er formaður
hermálanefndar öldungadeildar
bandaríska þingsins, sagði í gær að
Atlantshafsbandalagið yrði að leggja
íram róttækar tillögur um breytingar
til að Styrkja hefðbundinn herafla
sinn. Sakaði þingmaðurinn bandalag-
ið um að hafa ekki tekið frumkvæði
í því er varðar annan herafla en kjam-
orkuvígbúnað, að minnsta kosti um
fjórtán ára skeið. „Við verðum að
ræða byltingarkenndar umbætur,"
sagði þingmaðurinn.
Nunn sagði jafnframt að ef Atlants-
hafsbandalagið hafnaði því boði
Sovétríkjanna að flytja á brott
skammdræg kjamavopn frá Evrópu
og krefðist þess að fá að byggja upp
sín eigin skammdræg vopn til jafnræð-
is mundi bandaríska öldungadeildin
krefjast tryggingar á því að slíkum
vopnum yrði komið fyrir áður en hún
staðfesti nokkum sáttmála um meðal-
dræg kjarnavopn.
Hugmyndir þær um útrýmingu
skammdrægra og meðaldrægra
kjarnavopna í Evrópu, sem nú em til
umræðu milli Bandaríkjamanna og
Sovétmanna, hafa vakið ugg margra
Evrópumanna sem telja hættu á að
slíkt samkomulag myndi auka þá ógn-
un er Evrópu stafar af hefðbundnum
vígbúnaði Sovétríkjanna.
Nunn lagði hins vegar áherslu á í
gær að þótt ekki kæmi til verulegs
samdráttar í kjamorkuvígbúnaði
stæði Atlantshafsbandalagið frammi
fyrir alvarlegum vanda vegna þess hve
veikburða hefðbundnir herir þess
væm.
Meðal annars sagði hann nauðsyn-
legt að gera róttækar úrbætur á
skotfærabirgðum NATO og búnaði til
að stöðva hugsanlega framrás skrið-
drekasveita Sovétmanna.
Carrington lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, og hollenski
varnarmálaráðherrann, Willem Van Eekelen, ræða við fréttamenn í gær, á
ráðstefnu NATO-rikja í Evrópu þar sem fjallað var um hugmyndir manna um
bandalagið, annars vegar í Bandarikjunum og hins vegar Evrópu.
- Símamynd Reuter
Norskur hátækni-
búnaður í sovéskum
kafbátum
Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló:
Hátæknibúnaður, sem Kongsberg
vopnaverksmiðjan í Noregi seldi til
Sovétríkjanna, á að hafa auðveldað
Sovétmönnum að smíða kafbáta sem
em j afnhlj óðlátir og kafbátar Nató.
Noregur hefur orðið fyrir harðri
gagnrýni af hálfu Bandaríkjamanna
vegna þessara viðskipta og óttuðust
Norðmenn um tíma refsiaðgerðir frá
Bandaríkjunum. Svo var þó ekki.
Norsk stjómvöld lögðu hart að sér
til að semja við Reaganstjómina og
Kjell Vibe, starfsmaður norska utan-
ríkisráðuneytisins í Bandaríkjunum,
hefur nú staðfest að ekki verði grip-
ið til aðgerða gagnvart vopnaverk-
smiðjunni.
Enn fyrir Kongsberg vopnaverk-
smiðjuna er samt ekki öll sagan
sögð. Lögreglurannsókn er hafin til
þess að komast að því hvemig á út-
flutningnum stóð og einn af starfs-
mönnum verksmiðjunnar er
ákærður fyrir skjalafals í sambandi
við útflutninginn.
Við útflutning þarf verksmiðjan
að sækja um leyfi gegnum sérstaka
útflutningsskrifstofú í viðskipta-
ráðuneytinu. Kongsberg verksmiðj-
an sótti um útflutningsleyfi til Japan
en í skýrslunni vom Sovétríkin
hvergi nefnd á nafh. Salan til Sovét-
ríkjanna fór svo fram í samvinnu við
japönsku Toshiba verksmiðjuna. í
skýrslunni til viðskiptaráðuneytis-
ins var heldur ekki gert grein fyrir
hemaðarlegu mikilvægi búnaðarins
eins og lög gera ráð fyrir.
Bandaríkjamenn em afar óánægð-
ir yfir að svona uppákoma skuli geta
átt sér stað í Natólandi en sjálfir
selja Bandaríkjamenn samt mikið
af vígbúnaði til Sovétríkjanna.
I þessu tilfelli hefur átt sér stað
brot á Cocom-reglunum en það em
reglur sem eiga að halda í skefjúm
sölu á hergögnum eða búnaði sem á
einhvem hátt getur tengst vígvæð-
ingu austantjaldslandanna.
Þó að Reagan og stjóm hans ætli
ekki að grípa til refsiaðgerða gagn-
vart Kongsberg verksmiðjunni telur
stjómin málið engu að siður vera
hið alvarlegasta og býst við ófyrir-
sjáanlegum afleiðingum.
Starfsmenn Kongsberg, sem nú em
i yfirheyrslum hjá norsku lögregl-
unni, neita öllum ákærum og segjast
ekki á neinn hátt hafa brotið af sér.
Og þó á þá sannist að þeir hafi brot-
ið Cocom-reglurnar er það enginn
glæpur og varðar ekki við norsk lög.
Útlönd
Ortega ræðir við leikkonuna Marlee Maitlin sem lék hlutverk heyrnarlausu stúlkunnar i myndinni Guð gaf mér eyra.
Simamynd Reuter
Kennir Reagan um
tilræði við sig
Daniel Ortega, forseti Nigaragua,
fullyrti í gær að Ronald Reagan
Bandaríkjaforseti væri óbeint ábyrgur
fyrir samsæri tveggja bandarískra
hægri öfgamanna um að myrða Or-
tega. „Það er augljóst að þetta var
afrakstur móðursýki Reagans gagn-
vart Nigaragua," fullvrti forsetinn við
fréttamenn í gær á fundi þar sem hann
fjallaði um samsæri sem bandaríska
dómsmálaráðuneytið kom upp um.
Sagði Ortega að með málarekstri
sínum gegn stjómvöldum Nigaragua
skapaði Reagan þær hugmyndir meðal
margra að það væri réttlætanlegt að
myrða forseta þessa Mið-Ameríkuríkis
en marxisk ríkisstjóm þess hefur verið
Reagan mikill þymir í augum.
Reagan hefur meðal annars kallað
Ortega ..smámunasaman eim-æðis-
herra“ og bandan'sk stjórnvöld gár-
magna að verulegu leyti fimmtán
þúsund skæruliða kontrahrevfingar-
innar sem berst gegn Ortega og stjóm
hans.
Bandaríska dómsmálaráðuneytið
skýrði frá þvi i gær að hægri öfga-
mennimir tveir. þeir Donnel Howard
og John Norris. hefðu verið ákærðir
fyrir að hafa um síðustu áramót ætlað
að myrða Ortega. Samsæri þeima varð
að engu þegar einn þeima er ráðnir
vom til verksins hafði samband við
bandarísku alríkislögregluna og
skýrði henni frá málavöxtum.
Ortega fulhTti í gær að stjómvöld í
Nigaragua hefðu áðtu kornið i veg
fy’rir samsæri sem mnnin hefðu verið
undan rifjum bandarísku levniþión-
ustunnar. CL4. en ætlun hennar hefði
verið að ráða hann sjálfan og aðra
leiðtoga sandinista af dögum. Hann
kom sér hjá því að ræóa þau mál í
smáatriðum.
Ortega bar þessar ásakanir ffam í
gær þegar hann var í heimsókn i skóla
fyrir heymarskert böm. Með honum
var leikkonan Marlee Matlin sem
nýverið vann til óskarsverðlauna fyrir
leik sinn í kvikmyndinni ..Children of
a Lesser God". Matlin er um þessar
mundir að leika í kvikmynd sem gerð
er eftir sögu bandarísks æríntýra-
manns sem á nítjándu öld hrifsaði til
sín völd í Nigaragua og sat þar sem
forseti í tvö ár.
Verö kr. 1.467,-
Opið í öllum deildum
til kl. 20 í kvöld.
Opið laugardag kl. 9-16
Hringbraut 121 Simi 10600