Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1987, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1987. íþróttir_______________________ Vonast eftír að óánægjuöldur lægi - tímamótaaðatfundur hjá Skotfélagi Reykjavíkur Ný stjórn í Skotfélagi Reykjavíkur var kosin á aðalfundi félagsins, sem haldinn var 22. apríl síðastliðinn, og er sá fundur talinn íjölmennasti aðal- fundur sem haldinn hefur verið i félaginu. Alls mættu um 75 manns á fundinn. Formaður Skotfélags Reykjavíkur var kjörinn Ólafur Jóhannsson en frá- farandi formaður, Hannes Haraldsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Aðrir í stjóm voru kosnir þessir: Magnús Sigurðsson varaformaður, Baldur Bjamason ritari, Bergur Art- hursson gjaldkeri og Karl H. Bridde meðstjórnandi. í varastjórn vom kosn- ir þeir Gissur Skarphéðinsson og Jóhann Halldórsson. Aðeins einn stjómarmaður úr fráfar- andi stjóm gaf kost á sér til endur- kjörs, Karl H. Bridde og var hann kjörinn með samhljóða atkvæðum. Ólafur Jóhannsson, formaður Skot- félags Reykjavíkur, sagði í samtali við DV að mikið starf væri fyrir höndum hjá félaginu og brýnasta verkefhið væri áframhaldandi uppbygging og endurbætur á útiæfingasvæði félags- ins í Leirdal í Grafarholti. Þar hefur verið byggður skotvöllur fyrir hagla- byssuskotfimi, „Skeet" og sagði hann að þar hæfust tíðar reglulegar æfingar nú með vorinu, en æfingatímar yrðu auglýstir sérstaklega. Einnig kvað hann stefnt að því að halda reglulega æfingar í riffilskotfimi á útiæfinga- svæðinu. Aðspurður sagðist Ólafur vona að með nýrri stjóm heyrðu þær hatrömmu deilur sem verið hefðu í félaginu undanfarin misseri sögunni til og sagðist hann vona að allir félags- menn myndu. bera gæfu til þess að starfa saman að uppbyggingu Skot- félags Reykjavíkur. Slíkt myndi bera meiri vott um íþróttaanda en að gera sjálfa sig og aðra að fíflum með ótíma- bærum yfirlýsingum í fiölmiðlum, eins og komið hefði fyrir síðustu mánuðina. -SK ■ Stuðnings- | ! menn Gróttu | j stofna félag j Nú um helgina, nánar tiltekið I á laugardag kl. 14. verður stofn- | I að stuðningsmannafélag fþrótta- . I félagsinsGróttuáSeltjamamesi. | ■ Stofhun stuðningsmannafélags- a I ins ber að með nokkuð óvenju- I I legum hætti því að það em I * félagar í Lionsklúbbi Seltjamar- ■ I ness sem standa að stofnun I félagsins sem á að vera liður í . I stai-fi þein-a um vímulausa æsku. | ■ Það er mikill hugur í þeim Li- ■ I onsmönntun og telja þeir að með I ■ því að stuðla að vexti og við- I * gangi Gróttufélagsins byggi þeir ■ I upp öflugt fm-varnarstarf gegn I vímugjöfum. Lionsmenn em * I bjartsýnir á starf stuðnings- | I mannafélagsins - það muni hafa . I á stefhuskrá sinni að stuðla að | ■ því að fólki verði auðveldara að ■ I sinnastöi-fumfyriríþróttafélagið I I og reynt verði að virkja fleiri I ■ einstaklinga til þeirra starfa. Á * I döfinni er að stofna nýjar deildir I _ innan Gróttu, s.s. sunddeild, bad- _ I mintondeild og köifuknattleiks- | ■ deild og segjast þeir Lionsmenn ■ I vonast til þess að ekki verði löng I I bið á því að Grótta verði eitt af I ■ öflugustu og vfrkustu íþróttafé- * I lögum landsins. Þá er einnig á I stefhuskránni að bæta mjög að- I stöðu til íþróltaiðkkana á Selt- | ■ jarnarnesi og er þar helst til að . I telja byggingu nýs íþróttahúss. I • Nýkjörin stjórn Skotfélags Reykjavíkur. Á myndinni eru frá vinstri: Baldur Bjarnason ritari, Bergur Arthursson gjaldkeri, Magnús Sigurðsson varaformað- ur, Ólafur Jóhannsson formaóur, Jóhann Halldórsson varastjórnarmaður og Karl H. Bridde meðstjórnandi. Á myndina vantar Gissur Skarphéðinsson vara- stjórnarmann. DV-mynd Brynjar Gauti Bjarni Sigurðsson og Jan Halvor Hal í einkunn hjá norska aagblaðinu Dagbladet eftir fyrstu umferc alþjóðlegum landsliðsklassa. Þeir félagar þóttu bera af á velli auðvitað voru þeir báðir valdir í lið vikunnar. Brann vann Kon í sumar - ekki síst vegna þess að íslenski landsliðsmarkvörðuri en fagna hér í kampavíni eftir að báðir höfðu náð að sýna frál Mavgir dómar sem áhorf- endur voru ósammála um - Opið bréf til íþróttasíðunnar frá Sigtryggi Sigurðssyni, fýrrum glímukappa Öldungamót á skíðum Á laugardag og sunnudag verður öldungakeppni á skíðmn í Bláfjöll- um. Keppt verður í göngu og svigi báða dagana. Á fostudaginn 8. maí kl. 20.30 koma keppendur saman í Þórscafé þar sem mótið verður sett. Keppnin hefst kl. 12.00 í stórsvigi á laugardag. Kl. 14.00 hefst svo keppni í göngu, frjálsri aðferð. Á sunnudag heldur keppnin áfram á sama túna. Kl. 12.00 er svig og kl. 14.00 ganga með hefbundinni að- ferð. Á sunnudag verður komið saman í Þórscafé um kvöldið þar sem verðlaun verða veitt. Aldureskipt- ing í karlaflokki er þessi: í svigi 30-35 ára og 36 40 ára og svo upp úr. í göngu er skiptingin 35-44 ára, 45-54 ára og 55 ára og eldri. I kvennaflokki er skiptingin þannig: 35-44 ára og 45 ára og eldri. JKS Jafnt í Moss Norðmenn og Tyrkir skildu jöfh, 1-1, í undankeppni ólympíuleik- anna í knattspymu f Moss í gærkvöldi. Flo skoraði mark Norð- manna á 5. mínútu en Demir svaraði fyrir Tyrki á 13. mínútu. -JKS Íslandsglíman 1987 fór fram í íþróttakennáraháskólanum laugar- daginn 2. maí. Glímustjóri var Ingvi Guðmundsson, yfirdómari Sigurjón Leifsson og meðdómarar Amgrímur Geirsson og Gísli Guðmundsson. Helstu úrslit urðu þessi: 1. Eyþór Pétursson, HSÞ......5/1 2. Ólafur H. Ólafsson, KR......5/0 3. Kjartan Lárusson, HSK.......3,5 4. Jóhannes Sveinbjömsson, HSK...3 5. Kristján Ingvarsson, HSÞ.....2,5 6. Hjörtur Þráinsson, HSÞ.......!1 7. Jón Birgir Valsson, KR........0 Ámi Þór Bjamason, KR, gekk úr glímunni vegna smámeiðsla Glímudómar • Eyþór Pétursson glímdi vel að vanda. Hann er búinn að vera einn af helstu glímumönnum landsins í nokkur undanfarin ár. Eyþór er mjög jafhvígur glímumaður til sóknar og vamar. • Ólafur H. Ólafsson tók glæsileg brögð til úrslita og glímdi mjög áferð- arfallega. Hann mundi eins og Eyþór sóma sér mjög vel sem glímukappi ís- lands. • Kjartan Lámsson varð þriðji og hann má mjög vel við una í sinni fyrstu Íslandsglímu. Er vonandi að Kjartan æfi vel áfram og sýni enn betri árangur með meiri reynslu. • Jóhannes Sveinbjömsson er ný- liði í Islandsglímu. Hann tók glæsileg brögð til úrslita og má mikið af honum vænta í framtíðinni. • Kristján Ingvarsson á heiður skil- inn fyrir framlag sitt til glímunnar. Hann hefur staðið á glímuvelli í rúma tvo áratugi með góðum árangri. Einn- ig hefur Kristján látið félagsmál til sín taka því hann er meðal annars formað- ur HSÞ. • Hjörtur Þráinsson glímdi vel að vanda en er æfingarlítill og háði það honum til þess að fá fleiri vinninga. • Jón Birgir Valsson er nýliði í glímunni og verður framtíðin að skera úr um hver árangurinn verður. • Ámi Þór Bjarnason þurfti að ganga úr glímunni vegna meiðsla en hafði glimt meðal annars skemmtilega glímu við Eyþór Pétursson þar sem Eyþór sigraði þegar aðeins 12 sekúnd- ur vom eftir. Glímuvöllur: Það vakti athygli mína að glímuvöll- ur var ekki hafður eins stór og leyfilegt er í Íslandsglímu eins og æskilegt er. Úrslitabrögð voru: • Eyþór vann Hjört á sniðglímu á lofti, Áma Þór á leggjarbragði, Jón Birgi á vinstri fótar klofbragði, Krist- ján á krækju, Jóhannes á leggjar- bragði og Kjartan á krækju. • Ólafur Haukur sigraði Jóhannes á hælkrók hægri og vinstri, Kjartan á vinstri fótar klofbragði, Kristján á mjaðmarhnykk, Jón Birgi á sniðglímu á lofti og Hjört á mjaðmarhnykk. • Kjartan sigraði Jóhannes á hægri fótar klofbragði, Hjört á hægri fótar klofbragði og Jón Birgi á hægri fótar klofbragði. • Jóhannes vann Jón Birgi á snið- glímu á lofti, Kristján á hælkrók með vinstri fæti utanfótar. • Kristján vann Jón Birgi á vinstri fótar klofbragði og Hjört á vinstri fót- ar klofbragði. • Hjörtur vann Jón Birgi á utanfót- ar hælkrók, hægri á hægri. Dómar: Dómarar dæmdu marga dóma sem áhorfendur vom mjög ósammála um og dæmdu hreinlega ranga að þeirra mati. Er sérstaklega ósamræmi í dóm- um þar sem átt er við í glímulögum, 23 gr., þriðji liður, sem hljóðar svo: Ef glímumaður sækir bragð með því að láta fallast á hönd eða hné áður en bragð er tekið eða meðan á því stendur. Einnig virðist fara framhjá dómurum 24 gr„ liður 1, að hanga í sækjanda hvort sem verjandi heldur glímutökum eða öðrum tökum. Sigtryggur Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.