Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1987, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1987. Spumingin Hverju spáir þú um úrslit Evrópusöngva- keppninnar? Stefán Snær Grétarsson nemandi: Ég veit svei mér ekki. ísrelsmenn- irnir eru mjög skemmtilegir og eiga miklar sigurlíkur og ég vona bara það besta fyrir ísland, enda er hér mjög fallegt lag á ferðinni. Brynja Þórarinsdóttir bankastarfs- maður: Ég hef ekkert spáð í úrslit Evrópu- söngvakeppninnar en hins vegar á ég ekki vón á því að ísland verði ofarlega á blaði þrátt fyrir að lagið sé fallegt. Ingibjörg Pétursdóttir verkakona Ég hef nú ekki fylgst mikið með undirbúningi keppninnar en ís- lenska lagið er mjög gott þó mér finnist það ekki hæfa keppni sem þessari. Helga Vestman nemandi: Ég spái Hægt og hljótt í 10. sæti Evrópusöngvakeppninnar og að Sví- þjóð fari með sigur af hólmi. Hákonia Pálsdóttir fiskverkakona: Ég spái þýska laginu efsta sætinu í keppninni og að Island komist ekki mikið hærra en í 9 sætið. Þrátt fyrir það er íslenska lagið mjög fallegt. Árni Gylfason þjónn: Ég er mjög bjartsýnn og spái Höllu Margréti í fimmta sæti Evrópu- söngvakeppninnar en sigurlagið verður að mínu dómi framlag Þýska- lands til keppninnar. Lesendur Er sauðfé ekki lengur forréttinda- hópur? Lesandi skrifar: Á neytendasíðu DV á dögunum var sagt frá því að ætlunin væri að láta refi og minka éta dýrindis nau- takjöt á sjö krónur kílóið. Þetta fannst mér ógurleg Iesning. Getur það virkilega verið ætlun land- búnaðaryfirvalda að hafa þetta á þennan hátt? í mínu ungdæmi voru refir taldir hin ógurlegustu skrímsli og var það forgangsverkefrii í landbúnaðarmál- um að útrýma þessum ófögnuði úr náttúru landsins svo að sauðfé gæti breytt landinu í eyðimörk án þess að eiga það á hættu að vera étið af villtum rándýrum. Þetta gekk um tíma svo langt að ekki þótti nokkur maður með mönn- um sem ekki gat lýst því í ævisögu hvemig hann kúldraðist fyrir fram- an greni, dulbúinn sem bláberjalyng, og beið refe svo dögum skipti Síðan tók minkur að sleppa úr ónýtum búrum og blasti þá við stór- fellt kindakjötsát hans á lyngheið- um. Því var bmgðið skjótt við og heitið fjárhæðum honum til höíúðs, eða öllu heldur skotts. Því spyr ég, hvað í ósköpunum hefúr breyst á ekki lengri tíma? Get- ur virkilega verið að sauðfé sé ekki lengur forréttindahópur í þjóðfélagi okkar? Það mætti a.m.k. ætla af þessari nýju stefnu sem virðist byggjast á því að stríðala dýrbítinn. Eða em hinir háu herrar að reyna að láta refinn éta svo mikið ket að honum verði óglatt af og gerist grænmetisæta. Nei, ef að það er svona erfitt að losna við kjötið er þá ekki nærtæk- ara að reyna að breyta eitthvað um framleiðsluháttu, og ef að það þarf virkilega að gefa kjötið er þá ekki hægt að koma því til sveltandi fólks, sem nóg er af um allar jarðir. Sœlir dagar fram undan; nauLakJól I hveri mál. ir romkw i JoðdjTshuara um SovélKiemi vildu vkkt kaupa elrim ) a.tt ntinu úða í stg j sumiir og kjtit un 150 daga. tiautakjóú sutn JyftdýrabíXíiKÍur {>á voru uppi hugtnyndír um $6 icr4jk kjötið á ueytcnrianuirkad rrníft eln- hwrum afssjRtii. l'virri hugwynd var hufmtð niftð j»cim rökum uÁ nautakjót ýtsöJu mynci dntga úr aijlu n fArn kjoti, oieðaj anhars' JimjhakjÖtiofí nýiu nauútkjöt.i. Anti«aííitfi«ar nautakjoú- uutoíu stigðu uð mtjé Ja'.im h»tti ýróu suluvandrasAí Á nautakjöti fu rd ytu á :.temfcakjöt pg- jafnvel gæií sJik útsaía dregið úr solu á kjúkJingum Jikn. Untí ir jwssa röksemri lóku sumlr kjiit- knujKnenn vejtinííanuínH. Aónr kjotkaupmenn íýniiu mikinn áhuga ú iiö fá ódýrt nautalgót í venri- anir sinnr. Þt*ir uilja. að vinna iriagi gcða rjg fullfhimbærilepn kjmvöru úr fdn» (d tvuf'gjii úrn gðmlu ftystv nautokjoti. lÁiSöum kiötk'.tupntonnum varð þö ekki að.ósk sinni þvi með bnifí, dng w-'tui i3. aphl liíðastHöiim. ákvuð ftaml<hð«luráð landfcúoáðartntf áð hjðóa k>ðdyraJööuri?tiiðv\mi nauin- kjötið n 7 Jtrónyr ki'íúift. FóðundÖðv- umur, sem nísjlar eru í cfcni íuðdýmbmnda, vi!jr> gjarnan kaujsi kjötíðim n Stegrawrftí m FramleiftsJu váðið býftur. A samningufunrii í íin*tu viku raunu loftdýrabœndur tniiega bjúöa 3 4 kn'muf : kíláið ai' þiHSc kj'.iii. Miklnr Ukur cm ú nö af vöJu vet ði pött erta haií <;kki sawtki ntn verð. Framk'iðöiimtft landbújinftaríns niun kftypa nm það bil 600 tonn af nauta- kjöti af siáturJeyfishófttm Á iaO-145 miJljónir op .-seJja Joðdýrabawdura kiphö á '.i A mífijótiir. Miwmmurir.n kwnur úr Frámk.'iöm'siiVii Innribúnað- arins sem er optnWftjööur. . -pv sláturhú? þurfg nð k*mu víð til að rýtnti fyrtr nýskímiðu. Oert.erraó fvrir áð setja m«ö jKwum teetu (506 tonn af nnumkjöti og Jraf'ur Frnmleið.'riunift Innribúnaönriri.v tttillk gönpu um ttöiuna. Kjötið t<r eina til tvcsnya nra og yel lutít ti> mxnnetd^ ijað er *){i f lyödýriiiðftui* tíl að auð vdda Btilu á nýntt rumtakjöti. I atian vwur raxktu slnturieynAbitfnr um Jciðir ril ttð minnkn noutókjöm- Of mikið um endur- sýningar á Stöð 2 Óhress áskrifandi Stöðvar 2: „Mig langar að koma á framfæri mikilli óánægju minni í sambandi við endursýningar á myndum en þær eru allt of oft. Maður getur séð sömu myndina allt að þrisvar til fjórum sinn- um á þrjátíu dögum en það ætti að vera nóg að endursýna einu sinni klukkan fimm. RÚV endursýnir margs konar efni en þeir endursýna ekki sama efriið oft. Svo eru það þessir hundleiðinlegu þýsku og ítölsku þættir sem þeir eru famir að sýna, hvað eru þeir á Stöð 2 að hugsa? Ef þeir halda að fólkið sé ánægt með þessa þætti hefðum við aldrei keypt afruglarann heldur bara horft áfram á RIJV. Ég hvet aðra sem em mér sammála að láta í sér heyra." Fram- sóknarmenn friðar- sinnar Guðrún Harðardóttir skrifar: Mikið þykir mér merkilegt þegar fólk fer að þrasa um hluti sem það þekkir ekki til. Þann 28. apríl sl. tók Konráð Friðfinnsson sig til og skrifaði le- sendabréf í DV um að fratnsóknar- menn væm með iriðárkosninga- skrum og segir hann þar meðal annars að framsóknarmenn hafi ekki munað eftir mótmælasamko- munni sem haldin var í kjölfar utanríkisráðherraneindar Norður- landanna í mars sl. um kjamorku- vopnalaus Norðuriönd. Af því tilefhi langar mig til að fræða Konráð um að á fúndi sem haldinn var með Norðmanni, sem friðarhreyfingin fékk hingað til lands til þess að tala á umræddum fundi, höfðu Alþýðubandalag og Kvennalisti boðað komu fulltrúa sinna á fúndinn en á daginn kora að aðeins einn fulltrúi mætti frá stjómmálaflokkunum og það var fulltrúi Framsóknarflokks. Þessi fulltrúi gleymdi ekki heldur að mæta á mótmælasamkomuna enda virkur í friðarmálum í hvaða mynd sem er. Auðvitað hefði verið ónægjulegt ef forsætisráðherra hefði ávarpað þeesa samkomu. En mér vitanlega var aldrei leitað til hans með það, kannski þótt of pólitískt í koan- abaráttunni. lokin vil ég benda Konráði á að við framsóknarmenn erum löngu búnir að átta okkur á að við „eiskum friðinn" eins og hann kemst að orði en við látum orð ekki nægja heldur framkvæmum hlutina eins og okkar er von og vísa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.