Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1987, Page 5
LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987.
5
Fréttir
Héraðsdómi hnekkt:
Hæstiréttur sýknar
Kristján Inga
Hæstiréttur hefur dæmt í máli
ákæruvaldsins gegn Kristjáni Inga
Einarssyni ljósmyndara. I dómi
Hæstaréttar segir að Kristján Ingi
skuli vera sýkn af kröfum ákæruvalds-
ins en héraðsdómur dæmdi Kristján í
12.000 króna sekt.
I ákæruskjali, sem gefið var út 5.
nóvember 1985, var Kristjáni Inga gef-
ið að sök að hafa rekið ljósmyndaiðn-
að og ljósmyndaþjónustu frá árinu
1983, bæði undir eigin naíni og nafninu
Skíma sf., án iðnréttinda í ljósmynda-
iðn og fyrir að hafa selt þeim sem eftir
leituðu slíka þjónustu, þar á meðal
myndir af alþingismönnum fyrir
Handbók Alþingis 1984.
I kæru Landssambands iðnaðar-
manna þann 10. janúar 1985, sem var
tilefni ákæru, var tekið fram að at-
vinnurekstur Kristjáns Inga hefði
verið umtalsverður og nafngreindir
eru sex aðilar sem notið hefðu þjón-
ustu hans. Rannsókn málsins snerist
hins vegar nær eingöngu um þátt
Kristjáns í gerð Handbókar Alþingis
1984 og var því lýst yfir við flutning
málsins fyrir Hæstarétti að brot
Kristjáns væri fyrst og fremst fólgið i
töku andlitsmyndanna af alþingis-
mönnunum en ákæruvaldið horfði
framhjá hinum ákæruatriðunum.
I forsendum dóms Hæstaréttar segir
að þótt sannað sé að Kristján hafi tek-
ið myndir í Handbók Alþingis 1984
gegn greiðslu þyki það afmarkaða til-
vik út af fyrir sig ekki nægja til að
telja hann hafa rekið ljósmyndaiðnað
í atvinnuskyni í merkingu laga nr.
42/1978 sem fjalla um rekstur hvers-
konar iðnaðar í atvinnuskyni. Beri því
að sýkna hann af kröfum ákæruvalds-
ins í máli þessu.
Dómsorð Hæstaréttar eru því á þá
leið að Kristján skuli sýkn og að allur
málsvamarkostnaður greiðist úr ríkis-
sjóði.
Sératkvæði
Einn dómara Hæstaréttar, Þór Vil-
hjálmsson, skilaði sératkvæði í dómi
þessum en hann telur að sakfella beri
Kristján fyrir brot á framangreindum
lögum. Rökstyður hann mál sitt með
því að Hæstarétti hafi borist ný gögn
í málinu, þar á meðal reikningamir
fyrir ljósmyndirjiar í Handbók Al-
þingis. Þeir séu á prentuðum eyðu-
blöðum frá Skímu hf. sem sögð er reka
„bóka- og ljósmyndaþjónustu“. Þá
nefnir Þór til sögunnar þijár
bamabækur sem Kristján hefur tekið
myndimar í og að Skíma sf. sé skráð
í símaskrá 1986.
Þór segir úrslit þessa máls ráðást
af því hvort sannað sé að Kristján
hafi rekið handiðnað og hvort hann
hafi stundað störf sem falla undir lögg-
iltar iðngreinar. Telur Þór að svo sé
samkvæmt gögnum málsins og þvi
beri að sakfella hann fyrir það eins
og héraðsdómur hafi komist að niður-
stöðu um.
Mál þettá dæmdu hæstaréttardóm-
aramir Þór Vilhjálmsson, Guðmundur
Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir.
-FRI
Kristján Ingi Einarsson:
„Réttlætið náði fram að ganga“
„Mér líst vel á þennan dóm. Ég var
orðinn bjartsýnn á að þetta yrðu úr-
slit málsins enda vart stætt á öðm og
dómurinn sýnir að réttlætið náði ffam
að ganga,“ sagði Kristján Ingi Einars-
son ljósmyndari í samtali við DV er'
Hæstiréttur hafði kveðið upp úrskurð
sinn í máfinu.
„Þetta var prófmál en kæmr svipað-
ar þeirri sem ég fékk hafa lengi legið
á baki blaðaljósmyndara og ófaglærðs
fólks í þessari atvinnugrein og ég held
að Ljósmyndarafélagið ætti að hugsa
sinn gang í ffamhaldi af dómi þessum
og bjóða okkur aukaaðild að félag-
inu.“
Kristján sagði að víða um lönd væm
til áhugamannafélög í ljósmyndun sem
störfuðu við hlið og með samþykki
fagfélaganna og slíku þyrfti að koma
á hérlendis. -FRI
□JÖ
Opið föstudag kl. 8-18, laugardag 9-16. sunnudag 13-16.
Má benda þér á góðan kost.
Vinnupallasýning
10% sýningarafsláttur
Pallarhf.
Vesturvör 7
200 Kópavogi
Símar 42322
og 641020.
Vísitalan
upp um 1,22%
Kauplagsnefnd hefur reiknað út
vísitölu ffamfærslukostnaðar í
maíbyrjun og reyndist hún vera
195,56 stig eða 1,22% hærri en i
byrjun apríl. Síðustu 12 mánuði
hefur vísitalan hækkað um 15,7%.
Hækkun vísitölunnar nú um
1,22% á einum mánuði svarar til
15,7% miðað við eitt ár. Undan-
fama 3 mánuði hefur visitalan
hækkað um 4,1% og jafngildir sú
hækkun 17,7% verðbólgu á einu
ári.
Vísitala ffamfærslukostnaðar er
í maíbyrjun 1,33‘X, hærri en miðað
var við i kjarasamningi Alþýðu-
sambandsins og Vinnuveitenda-
sambandsins í dcsembersamning-
unum. -S.dór
Lottóstefnir
í 15 mil|jónir
Lottóvinningur vikunnar stofnir í
15 milljónir króna og sala lottómiða
hefur aldrei verið meiri. Potturinn or
að þessu sinni þrefaldur og ef hann
gengur ekki út á laugardaginn má
fastlega gera r.ið fyrir að vinningur
næstu viku verði hátt í 30 milljónir
króna.
íslendingar hafa slegið heimsmet í
kaupum á lottómiðum. Hvert manns-
bam eyðir að meðaltali 50 krónum í
lottómiða vikulcga. Vinningur laugar-
dagsins er stærsti happavinningur á
fslandi fyrr og síðar. -EIR
r
v
n Jeep í Jeep Cherokee fara
saman gæði, glæsilegt útlit, þæg-
indi og kraftur, á þann hátt að hann
á engan sinn líka.
Kynntu þér
bílinn og þú
sannfærist.
OPIÐ
í DAG
FRÁ KL. 1-5
rt Jeep EGILL VILHJALMSSON HF.
UMBOÐIÐ Smiójuvegi 4, Kópavogi, simar 77200 - 77202.