Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1987, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1987, Qupperneq 8
8 Ferðamál LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987. TIL SÖLU verslunar- og skrifstofuhúsnæði í miðborginni, 80-120 fm. Upplýsingar í síma 651207. Til sölu einbýlishús í Búðardal Tilboö óskast I húseignina Ægisbraut 7, Búöardal, stœrö hússins er 593 m1 og bílskúr 50 m1. Húsiö veröur til sýnis í samráöi viö Pétur Þorsteinsson sýslumann, sími (93)4404. Tilboöseyöublöö liggja frammi i húseigninni og á skrífstofu vorri. Kauptilboöum sé skilaö á skrifstofu vora, Borgartúni 7, fyrir kl. 11.00 f.h. miövikudaginn 27. mai 1987 en þá veröa tilboöin opnuö i viöurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 POSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Útboð Hafnarsjóður Sandgerðishafnar auglýsir: Óskað er eftir tilboðum í að leggja vatnslagnir, ídráttar- pípur fyrir raflagnir og steypa þekju, alls 1300 m2, á stálþilsbakka í Sandgerðishöfn. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Miðneshrepps frá og með 21. maí. Tilboðum óskast skilað á sama stað fyrir kl. 14 29. maí og verða þau opnuð þar að þeim bjóðendum viðstöddum sem þess óska. Sveitarstjóri Miðneshrepps ÚTB0Ð Vegamerking 1987 - mössun Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Akreinalínur 620 m2 og stakar merkingar 1.520 m2. Verki skal lokið 1. septemb- er 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 19. maí nk. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 1. júní 1987. Vegamálastjóri. Utboð Otradalur 1987 - Bíldudalsvegur í Arnarfirði Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 4,1 km, neðra burðarlag 6.100 m3, fylling 2.500 m3, ölduvörn 1.500 m3. Verki skal lokið 15. júlí 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Isafirði og í Reykjavik (aðalgjaldkera) frá og með 19. maí nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 1. júní 1987. Vegamálastjóri. Tilboö óskast I eftirtalin tæki ofl. sem verða til sýnis næstu daga í áhaldahúsi Hafnamála- stofnunar í Fossvogi og á Vífilsstöðum. 1. Steypuhrærivél, LOMBARDNI, mótordrifin (bensín), 450 Itr. 2. Steypuhrærivél, LOMBARDNI. rafdrifin (3 fasar), 450 Itr. 3. COLCRETE hrærivél meö tilheyrandi dælu. 4. Gólfslípivél, MASTER. 5. Beltaborvagn, ATLAS COPCO, árgerð 1974. 6. P.H. krani, 15 tonn, árg. 1959. 7. Krókvigt, 30 tonn. 8. Dísilvél, International, 65-8 hestafla, meö 30 kw rafal, 220 volta. 9. Kartöflu-niðursetningarvél. 10. Kartöflu-upptökuvél. 11. Úðadæla. Liður 1-7 til sýnis í áhaldahúsi Hafnamálastofnunar ( Fossvogi. Upplýsingar þar veitir Gústaf Jónsson forstöðumaður. Liður 8-11 til sýnis á Vífilsstöðum. Upplýsingar þar veit- ir umsjónarmaður í slma 42800 og bústjóri I síma 42816. Tilboöseyðublöö liggja frammi á ofangreindum stöðum og á skrifstofu vorri. Tilboðin verða opnuö fimmtudaginn 21. maí nk. kl. 15.00 e.h. á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, aö viöstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna þeim tilboöum sem ekki teljast viöunandi. INNKAUPASTOFNUN RfKISINS BORGAR7ÚNI 7 SIMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Glasgow fyrir bragðlauka, augu og eyru Það þarf tæplega að uppfræða Is- lendinga um verslun og viðskipti í Glasgow. En ekki væri úr vegi að benda þeim á ýmislegt sem hægt er að taka sér fyrir hendur í borginni eftir að verslunum er lokað þar. Það er til dæmis ekki á allra vitorði að í Glasgow eru einhverjir bestu ind- versku veitingastaðir á Bretlandseyj- um. Það sem er sérstakt við þessa staði er að þeir hafa á boðstólum rétti frá norðurhéruðum Indlands, til dæmis frá Punjab, sem ekki er algengt í öðr- um stórborgum í Bretlandi. Astæðan er sú að þorri indverskra innflytjenda kom einmitt frá Norður-Indlandi um síðustu aldamót. Þessi Punjab-matur er tiltölulega fábreyttur en bragðsterkur ög ættu menn að fara varlega í sakimar til að byrja með. Sjálfur borðaði ég nýlega á þremur indverskum stöðum í Glas- gow; Zhemil (George St.), Shah Jahan (Ingram St.) og Shish Mahal (Gibson St.) og get mælt með þeim öllum. Þar er hægt að borða eins og ind- verskur fúrsti fyrir 10-12 pund. Þeir sem eru innstilltir á bragðmild- ari fæðu ættu að borða á kínverskum stöðum en þeir eru einnig flöldamarg- ir í Glasgow og hafa getið sér prýðilegt orð. Þótt einkennilegt megi virðast eru þeir oft dýrari en þeir indversku. Oft- ast ætti einstaklingur þó að komast af með u.þ.b. 13-14 pund. Ég borðaði að vísu aðeins á einum kínverskum stað, Loo Fongs (Sauchiehall St.), en aflaði mér áreiðanlegra upplýsinga um fleiri slíka. italskir, grískir, franskir Allir ofangreindir staðir eru í mið- borginni og þar er einnig að finna nokkra góða ítalska matsölustaði með staðbundna fæðu (Bologna, Napólí), auk staða sem eru með mat víðs vegar frá Ítalíu. Ég borðaði á La Lantema (Hope St.), sem er smekklega innrétt- aður kjallari, og fékk óaðfinnanlega þjónustu. En hún kostaði líka 16 pund. Þó pantaði ég ódýra rétti. En ég er ennþá með bragðið af kálfakjötinu þeirra í munninum. Gríska veitingastaði er einnig hægt Hér er hægt að fá sig tattóveraðan - ef menn þora að berja á dyr. Ráðhúsið í Glasgow. John Stuart, meistarabruggari hjá Strathalbyn Breweries, hampar miði sínum. að finna í Glasgow en enginn viðmæ- lenda minna mælti með þeim. Þeir sem eru fyrir franskan mat ættu þó að finna eitthvað við sitt hæfi á La Bonne Auberge (Park Terrace) sem virtist hafa snortið bragðlauka nokkurra kunningja minna. Það væri að bera í bakkafullan læk- inn að gefa íslendingum góð ráð varðandi brynningu í Glasgow því pöbbar eru þar á hverju strái. Þó er rétt að vera kræsinn í þeim ethum sem öðrum. Eins og margir vita er Glasgow að stofni til 19. aldar borg, þegar mik- ið var lagt upp úr skreytingum, já, jafnvel prjáli á byggingum, og enn má finna nokkra pöbba sem varðveitt hafa eitthvað af þessu viktoríanska andrúmslofti sem Islendingar kannast við úr Sherlock Holmes myndum. Það er til dæmis sönn ánægja að kíkja í bjórglas í Sloans (Argyll Arcade) og Tennents (Byres Road), ég tala nú ekki um þegar um alvörubjór (real ale) er að ræða en ekki það fjölda- framleidda sull sem selt er sem bjór á flestum pöbbum í Bretlandi. „Real ale“ kalla menn „lifandi" bjór þar sem gerjunin heíúr ekki verið stöðvuð í miðjum klíðum. Ég vil leyfa mér að mæla með bjómum frá Strat- halbyn sem er pínulítið brugghús í útjaðri borgarinnar. Drollað á kaffihúsum Eitt af því sem ég hafði hvað mesta ánægju af að gera í Glasgow var að drífa mig á kaffihús snemma morguns með helstu dagblöðin og drolla þar fram eftir morgni yfir kaffi og bökum. Þar í borg er kaffihúsamenning nefni- lega á háu stigi, hefur raunar verið það í Skotlandi síðan menningarvitar í Edinborg tóku að hittast yfir kaffi og púrtara á öndverðri 18. öld. A þessum stöðum er sem sagt hægt að vera í friði með sín blöð, bækur og búksorgir, horfa á margbrotnar (í báð- um merkingum orðsins) innréttingar og skrýtið fólk, hlera samtöl, vera þátttakandi i lífsins kómedíu. Á þessum stöðum er einnig hægt að fá smárétti, salöt og annað snarl á matmálstímum, svo og bjór og aðra áfenga drykki. En engan sá ég nokk- urn tímann hreifan á skosku kaffihúsi. Ég hafði náin kynni af fjórum kaffi- húsum sem ég get eindregið mælt með, Café Noir (Queen St.), Nicos Brasserie (Sauchiehall St.) og loks Café Gandolfi (Albion St.). Af þessum þremur stöðum var sá síðastnefndi einna mest fyrir augað því tréskurðarmeistari nokkur fékk það verkefni að „hanna“ kaffihúsið eins og það lagði sig, borð, stóla, skenki, hólf og gólf. Minnir Gandolfi einna helst á sum þau kaffihús sem urðu til í Austur-Evrópu í lok síðustu aldar og virðist það hafa aðdráttarafl fyrir útlendinga. Þegar búið er að sjá fyrir þörfum líkamans þá er komið að andanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.