Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1987, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1987, Side 14
LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987. 14 UTBOÐ Vesturlandsvegur í Hvalfirði Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Fylling og burðarlag 10.000 m3, klæðing 23.300 m2. Verki skal lokið 25. júlí 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins I Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 19. maí nk. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 1. júni 1987. Vegamálastjóri. Tónlistarskóli Húsavíkur: Starf skólastjóra Starf skólastjóra við Tónlistarskóla Húsavíkur er laust til umsóknar. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, berist til skólanefndar Húsavíkur fyrir 30. maí nk. Nánari upplýsingar veita skólastjóri í síma 96-41560 og formaður skólanefndar í síma 96-41245. Skólanefnd Húsavíkur Garðyrkjumaður Vestmannaeyjabær óskar eftir að ráða garðyrkjumann til starfa sem fyrst. Verksvið: Yfirumsjón með garðyrkjustörfum á vegum Vestmannaeyjabæjar. Umsóknarfrestur er til 29. maí nk. Nánari upplýsingar veitir baéjartæknifræðingur í síma 98-1088. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, Arnaldur Bjarnason HUSEIGANDI GÓÐUR! ERniHEfTTW A VWHUMNU? Eru eftirfarandi vandamál að angra þig? Alkalí-skemmdir • Vaneiriangrun Frost-skemmdir • Sprunguviðgerðir Lekirveggir • Síendurtekin mólningarvinna Ef svo er, skaltu kynna þér kosti gfo -utanhúss-klæðningarinnar: Sfo -klæðningin er samskeytalaus. gfrt -klæðningin er veðurþolin. gfe -klæðningin er litekta og fæst í yfir 300 litum. gfe -klæðningin er teygjanleg og viðnóm gegn sprungumyndun er mjög gott. sto -klæðningin leyfir öndun fró vegg. -klæðningin gefur ótal möguleika í þykkt, óferð og mynstri. gto -klæðninguna er unnt að setja beint ó veqg, íinulL plasteinangrun eða steinul gto -klæðninguna er hægt að setja ó nær hvaða byggingu sem er, ón tillits til aldurs eða lögur rnar. •klæðningin endist - Vestur-þýsk gæðavara Opið laugardag og sunnudag Bíldshöfða 18 — 112 Reykjavík RYDIf Sími 673320 30 -i ALÞINGISKOSNINGAR 1931-1987 Kjörfylgl beggja flokkanna ■ Alþýðuflokkur B Alþýðubandal. n n n n 2 n s sí n Þróun á kjörfylgi Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og forvera þess í alþingiskosningum. Hér er sleppt úr kosningun- um 1933, fyrri kosningum 1942, kosningunum 1946 og fyrri kosningum 1959. Eins og fram kemur hafa Sósialista- llokkurinn og Alþýðubandalagið ávallt haft meira fylgi en Alþýðuflokkurinn frá 1942 og fram til síðustu alþingiskosn- inga. Það er einnig athyglisvert að línuritið gefur til kynna að fylgi flakkar ekki á milli A-flokkanna. Yfirleitt vinna þeir báðir á eða tapa báðir fylgi. Sundrungar- saga sósíalista Ná kommar og kratar aldrei samam ? „Að sigra heiminn er eins og að spila á spil“- sagði Steinn Steinarr og hefði þá allt eins getað verið að yrkja um stjórnmálin. Nýafstaðnar • alþingiskosningar hafa hins vegar fyrst og fremst vakið menn til umhugsunar um flokkakerf- ið í heild. Ffestum þykir þá einsýnt að nú riði til falls hið hefðbundna íjórflokkakerfi sem hér hefur við- gengist í meira en hálfa öld og sem tekið hefur mið af hinum óljósu grundvallarhugtökum hægri og vinstri. Þessar niðurstöður um flokkakerf- ið byggja á tveimur staðreyndum kosningaúrslitanna. Tveir nýir flokkar eru óumdeilanlegir sigurveg- arar kosninganna. Annar þeirra styrkti mjög stöðu sína þegar hann nú bauð fram í annað sinn en hinn flokkurinn hefur sem nýtt stjórn- málaafl átt meira fylgi að fagna en dæmi eru til frá upphafi fjórflokka- kerfisins. Því má svo bæta hér við að þeir flokkar sem lengst eru til vinstri og hægri í íjórflokkakerfinu sleikja nú sárin eftir mjög alvarlegan kosn- ingaósigur. Sjálfstæðisflokkurinn er nú minni en hann hefur áður verið og Alþýðubandalagið er minna en Alþýðuflokkurinn í fyrsta sinn frá 1942. Framtíðin á eftir að leiða það í ljós hvort forsendur fjögurra blaða smár- ans í íslenskum stjórnmálum séu endanlega brostnar. En því verður ekki neitað að nú sitja ekki lengur fjórir við spilaborðið heldur sex. Og þjóðin býður í ofvæni eftir því hverj- ir spili saman. í umræðum um stjórnarmyndun koma ýmsir möguleikar til álita. Nú síðustu daga hefur nýsköpunarstjórn æ oftar borið á góma. í kjölfar þeirrar umræðu hefur svo hugmyndin um sameiningu A-flok- kanna fengið byr undir báða vængi. Það yrði saga til næsta bæjar ef þess- ir fornu féndur létu nú loks verða af því, eftir langvarandi og oft hat- rammar illdeilur, að sameinast í einum stjórnmálaflokki sem beitti sér fyrir verkalýðsbaráttu og velferð þeirra sem verst eru á vegi staddir. Þessi sameiningarhugmynd er eng- in nýlunda. Hún hefur oft skotið upp kollinum frá því að hreyfing jafnað- armanna klofnaði fyrst hér á landi árið 1922. En hugmyndin hefur alltaf átt langt í land með að verða að veru- leika. Nú þykjast hins vegar ýmsir sjá þær blikur á lofti sem gætu loksins fengið þessa fornu féndur til að taka saman höndum. Til skamms tíma hefur íslenska fjórflokkakerfið einkennst af sterk- um hægriflokki og sundrungu á vinstri væng stjómmálanna. En eru það óumflýjanleg örlög íslenskra vinstrimanna að geta ekki sameinað krafta sína? Var þeim ekki skapað nema að skilja? þeirri spumingu verður ekki svarað hér en kannski getum við skýrt línurnar með því að líta um öxl og rifja upp stormasöm samskiptikrata og komma eins og þeir hafa stundum uppnefnt hvorir aðra. ,Við þessar aðstæður hóf íslenskur verkalýður baráttu sína fyrir bættum kjörum. Iðnvæðing krafðist verka- manna og þeir mynduðu með sér félög. I upphafi voru félög þeirra fyrst og fremst hagsmunasamtök en fljót- lega kynntust verkalýðssinnar jafnaðarstefnunni og stofnuðu jafn- aðarmannaflokka. Fullveldi og ný flokkaskipat Á sama tíma og verkamönni fjölgaði og samheldni þeirra efldis stærstu bæjum landsins var garr flokkakerfið að ganga sér til húðar Flokkakerfið gamla átti rætur rekja til sjálfstæðisbaráttu íslen inga gegn dönskum yfirráðum. I stað sjálfstæðismálsins tóku i stjórnmálin mið af stéttaátökum ágreiningi um hlutverk og valdsv ríkisins. Ný áhugamál vöktu nýjan ágrei ing og nýr ágreiningur mótaði nj flokkakerfi sem í grófum dráttr hefur staðist tímans tönn fram þennan dag, - hvað sem verður. Þetta nýja flokkakerfi varð til árunum 1913-1930. Iðnvæðing og upphaf verka- lýðshreyfingar Fyrsti fjórðungur þessarar aldar er áreiðanlega mesti umbrotatími í sögu þjóðarinnar. Þá hófu Islending- ar iðnvæðingu með því að vélvæða bátaflotann og kaupa togara og þá hófu þeir síldveiðar fyrir alvöru. Atvinnubyltingin kallaði á vinn- andi hendur og fólk tók að streyma úr sveitum landsins til þeirra sjávar- plássa sem mest höfðu umleikis í útgerðinni. Mikil verðmæti urðu til í landinu en þeim var misskipt. Ann- ars vegar voru það þeir sem rökuðu saman fé en hins vegar vinnandi fólk sem lifði vesældarlífi við kröpp kjör og vinnuþrælkun. Alþýðuflokkur og Alþýðusam- band Ólafur Friðriksson og Jónas frá Hriflu áttu hvað mestan þátt í stofn- un og skipulagningu Alþýðusam- bandsins árið 1916. Aðildarfélögin urðu að skrifa undir stjórnmála- stefnuskrá ASÍ og stjórnarmeðlimir þess máttu ekki vera í öðrum stjórn- málaflokkum. Þessar skipulagsregl- ur áttu eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér. Alþýðusambandið og Alþýðuflokk- urinn voru í upphafi róttækt vinstri- sinnað stjórnmálaafl. Alþýðuflokk- urinn var að vísu aldrei hreinræktaður marxiskur stjórn- málaflokkur og jafnaðarmenn höfðu þar alltaf töglin og hagldirnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.