Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1987, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1987, Side 17
LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987. 17 DV Heima hvat og Hulda Hulda Hákonardóttir í Gallerí Svart á hvítu Meðan módemisminn var og hét þótti ungum listamönnum affarasæl- ast að skipa sér undir merki hans, íinna sér áður ókannaðar lendur á yfirráðasvæði hans og yrkja þær uns þær fæm að gefa af sér ávexti sem þeir gátu sætt sig við. Þannig urðu til ýmisleg staðbundin tilbrigði um sama gróðurinn - og allt í lagi með það. Því í húsi módemismans vom marg- ar vistarverur og leiðandi listamenn hans fima frjóir. En me§ síauknum hraða og aukinni stjómun listaverkamarkaðarins af að- ilum sem hafa af honum beinan hagnað, galleríum, safnstjórum, jafn- vel fræðimönnum, hafa ungir lista- menn á Vesturlöndum í síauknum mæli leitast við að finna sér traustari forsendur íyrir listsköpun heldur en „línu utan úr heimi“. Þetta andóf, eða leit að valkostum, hefur ekki allt gengið út á að afiieita módemismanum eins og hann leggur sig (enda áhöld um hvort slíkt er ger- legt) heldur að hirða úr honum ýmislegt nýtilegt og prjóna það við staðbundnar myndlistarhefðir, sögu, munnmæli, þjóðsögur og siðvenjur. Þannig hefur ungum listamönnum tekist að finna ríkulegar uppsprettur, jafnt stílbrigða sem viðfangsefna, sem fengið hafa hljómgrunn „í túninu heima“. En síðan hefúr það gerst, sem sjaldan gerðist á velmektardögum módemismans, að óseðjandi listheim- urinn keppist við að taka útkjálkaséní upp á arma sér. Heimatilbúnar forsendur Nú er sem sagt hægt að öðlast heims- frægð fyrir listræna „nesjamennsku". Og það er Iíka alveg í lagi. Þótt úrtölumenn á Islandi hafi oft og tíðum bölsótast út af „óþjóðlegu", ergó „alþjóðlegu" yfirbragði íslenskr- ar myndlistar á þessari öld, er í raun áberandi hve oft íslenskir listamenn hafa gefið sér heimatilbúnar forsendur fyrir listsköpun sinni. Jafnvel strangflatarstefnan um- deilda náði ekki að draga fjöður yfir hið séríslenska litróf - bláu og grænu. blæbrigðin sem útlendir gagmýnend- ur vom sýknt og heilagt að minnast á í skrifum sínum um íslensk afstrakt- verk á alþjóðlegum sýningum. Louisa Matthíasdóttir er fræg úti í Bandaríkjunum fyrir málverk sín frá Islandi, Sigurður Guðmundsson legg- ur út af íslenskum „mýtum“, munn- mælum og bókmenntum, Magnús Pálsson er ávallt með annan fótinn í íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. Svona mætti lengi telja. Ný alda alþjóðlegrar myndlistar, ný-expressjónisminn, sem gengið hefur yfir okkur íslendinga sem aðra, hefúr líka kallað á visst andóf. Það andóf kemur meðal annars fram í auknum áhuga íslendinga á mynd- verkum næfra listamanna, í tærum landslagshugleiðingum Georgs Guðna Haukssonar - og ekki síst í lágmynd- um Huldu Hákonardóttur, sem nú sýnir í Gallerí Svart á hvítu. Nútíma goðsagnir Hulda hefur mætt alþjóðahyggjunni í myndlistinni með þvi að búa sér til sérstakan goðsagnaheim, sem hún klambrar saman úr alls kyns spýtum sem hún hefur hirt af götu sinni, svo og með gifefígúrum. Heimur Huldu er samansettur úr íslenskum þjóðsögum, innilegum myndrænum smásögum hennar sjálfr- ar af fólki og atburðum og svo úr ýmsum karakterum í íslensku þjóðlífi sem eru á góðri leið með að verða að goðsögnum í lifanda lifi. Jón Páll er til dæmis orðinn þátttak- andi í goðsagnaheimi Huldu (og okkar) engu síður en Grettir sterki. Og var ekki Höfði miðpunktur heimsbyggðarinnar á tímabili? Sem réttlætir það að spyrða saman þessa heimfrægu byggingu og Miðgarðsorm- inn, eins og Hulda gerir í verkinu hér að ofan. Samsetning Huldu á föngum sinum er með sakleysislegu yfirbragði hins næfa listamanns og ritaður texti á eða kringum myndverkin er eins konar ljóðrænn endahnútur á því sem gerist eða er um það bil að gerast í verkun- um. Það er erfitt fyrir ungan og kapp- saman listamann að viðhalda sakleys- inu í hringiðu nútímans. Vonandi tekst Huldu að varðveita í sér þetta bemska hugarfar nokkur ár í viðbót. Því hingað til hefur það gefist henni vel. -ai Hulda Hákonardóttir - Höfði og Miðgarðsormur, 1987. í einfaldleik og látleysi Guðrún Sigurðardóttir Urup í Gallerí Gangskör Guðrún Sigurðardóttir Urup á sýningu sinni. Guðrún Sigurðardóttir Urup, sem nú sýnir í Gallerí Gangskör við Amt- mannsstíg, á ekki langt að sækja listfengi sitt. Tveir bræður hennar, þeir Sigurður og Hrólfur, em með virt- ustu listmálurum okkar í dag og af öðm frændfólki hennar má nefria þá Jón Stefánsson og Jóhannes Geir. Þar að auki er Guðrún gift ágætum dönsk- um listmálara, Jens Ump. En frændgarður af þessari gráðu er heldur ekkert grín fyrir upprennandi listamann, ég tala nú ekki um ef hann er kona og þarf að byrja starfsævina á því að ala upp böm og sjá um heim- ili. Það er því ekki að undra þótt Guðrún Ump hafi lengi hikað við að halda út á listabrautina þótt hún hefði allt til þess, meðal annars haldgóða menntun, fyrst úr Myndlista- og hand- íðaskólanum, síðan frá dönsku Akademíunni. En rétt er áð geta þess að Guðrún hefúr ekki alveg verið í fríi frá listinni þar sem hún aðstoðaði mann sinn við gerð steindra glugga í Sauðárkróks- kirkju fyrir nokkrum árum. Fyrir nokkrum árum hóf hún einnig feril sinn með þátttöku í nokkrum samsýningum. Nú ber sem sagt svo við að Guðrún heldur sína fyrstu sýningu og er ekki að þenja sig yfir helstu salarkynni í borginni heldur gerir sér að góðu litlu herbergin í Gallerí Gangskör. Formalískar dyggðir Þar sýnir hún klippimyndir, gvass- myndir og silkiþrykk, 36 verk alls, og em þau öll frá síðustu ámm. Öfugt við bræður sína er Guðrún í afetráktkanti myndlistarinnar þar sem formalískar dyggðir, eins og hrein og klár form og samstilltir litir, ráða ríkj- um. En þegar grannt er skoðað em þessi afetraktverk ekki óralangt frá náttúmnni, lóðrétt form snúast stund- um upp í fjallsegg, lárétt lína markar fyrir láði. Nöfn myndanna, „Svört íjöll", „Landslag" o.fl. benda enda til þess að að listakonan þiggi hluta af inn- blæstri sínum frá landslagi. í heildina séð fer Guðrún afskaplega varlega í sakirnar, tekur enga áhættu sem gerir verk hennar óþarflega lát- laus og lítillát. Enginn á hins vegar neitt inni hjá henni. Það, ásamt smekkvísi listakon- unnar, gefur manni vonir um að henni muni takast að ávaxta sitt listræna pund í náinni framtíð. 'al Merming Gisli B. Bjömsson, Magnús Kjartansson og UHar Þormóösson við opnun á Galleri Borg, Austurstræti. Rauða höndin snýr aftur Magnús Kjartansson í Galleri Borg, Austurstræti Mér er til efs að nokkur íslenskur myndlistarmaður af þeirri kynslóð, sem fædd er í kringum 1950, máli eins siðmenntuð - kúltívemð - mál- verk og Magnús Kjartansson sem nú frumsýnir í hinu nýja útibúi Gall- erís Borgar við Austurstræti 10 (Pennanum). I ljósi hinna „hráu“ verka, sem mæta sjónum áhorfenda á þeirri sýn ingu, kann þessi yfirlýsing að hljóma eins og öfúgmæli. Myndlist Aöalsteinn Ingóifsson Hér á ég við að málverk hans bera í sér óvenjuskýra vitund um þróun- arsögu vestrænnar myndlistar allt frá fauvisma og til vorra daga. Þegar Magnús setur í gang ijölbreytta leiki með bemsk mannaminni, amöb- umar, sem í hugum þriggja ára bama og nokkurra frumþjóða tákna manneskjur, er hann sér fyllilega meðvitandi vmi frumstæðar rætur mikils hluta nútímalistar. Þar sem Magnús málar í samfelld- um sveíp yfir myndflötinn allan, uns sérhver gómstór blettur á pappímum kviknar til lífs, veit hann allt um ameríska „all-over“ málverkið og súrrealískan spuna. Er hann skilur eftir lituð handaför sín inni í miðri mynd er hann óefað að visa til klisj- unnar um hið „listræna handbragð", um leið og hann minnir á að myndir hans em allar „á yfirborðinu“, sneyddar fjai"vídd - og engu síðri fyrir það. Háskalegt einstigi Þama væri Magnúsi líka trúandi til að vera með prívatmeiningar um gömul átrúnaðargoð okkar strák- anna, Rauðu höndina, Svörtu lúkuna og hvað þær hétu nú öll söm- un. Og í uppröðun sinni á stórum blökkum' bjartra lita er Magnús heldur ekkert að fela aðdáun sína á gömlum meisturum módemismans, eins og Matisse, sem einnig var alls óhræddur við að þræða háskalegt einstigið milli mynsturs og myndlist- ar. Þarna er um að ræða eðlisgáfur og siðmenntun, ekki „áhrif1 eða lánsfjaðrir. Það sést hvergi betur en í málverkunum sjálfum sem vísa allt- af á höfund sinn áður en þau visa á þá hefð sem þau em sprottin úr. Það þarf ekki „M.K.“ í hornið á þeim. Þótt málverk Magnúsar séu sam- ansett úr mörgum ólíkum þáttum, sem ekki verða allir upp taldir hér, þá þykir mér mest um vert hve ör- ugglega hann samræmir það tvennt sem framar öðm hefur mótað mynd- list á þessari öld, prímitífismann og hið franska fagurmálverk. f stórum dráttum má segja að eig- inlegt myndmál í málverkum Magnúsar sé með prímitífum for- merkjum, eða að minnsta kosti í formi mjög einfalds myndleturs. Sá arkitektúr litanna, sem Magnús síð- an notar til að byggja upp áherslur á myndfletinum, er eins hárfínt sam- stilltur og munúðarfúllur og best gerist í verkum fagurkera frá Ma- tisse til Walasse Ting. Völundarhús og hringiður En ferðin á litunum, sem ræðst af því mynstri sem Magnús teiknar með fótógrafískum hætti á pappírinn áður en eiginleg málun hefet, er eng- an veginn til þess fallin að róa þreytta bisnessmenn. Hún leiðir áhorfandann þvert á móti inn í völ- undarhús og hringiður þar sem allt getur gerst og ekkert er eins og það sýnist vera. Ætli það sé ekki einn helsti kostur- inn við málverk Magnúsar Kjart- anssonar hve fljótt og undanbragða- laust þau kalla fram leikþörf okkar og þá um leið lífsnautn? Þau eru einfaldlega ætluð sprelllif- andi fólki en ekki dauðyflum. Sú ákvörðun Gallerí Borgar að setja upp sýningaraðstöðu inni i miðju verslunarhúsnæði er óneitan- lega djarfmannleg. Stúkað hefur verið af ágætt pláss á annarri -hæð nýja Pennans við Austurstræti (áður Torgið) og er þar með góðu móti hægt að sýna rúmlega 20 stór mynd- verk. Til dæmis fer prýðisvel um 21 mynd Magnúsar, auk þess sem þama er að finna verk í umboðssölu og afdrep fyrir umsjónarmenn gallerís- ins. Ef hægt er að venja fólk á að koma upp á aðra hæð Pennans til að skoða myndlist sé ég ekki betur en þama sé komin hin ákjósanlegasta sýning- araðstaða. Helsti galli á henni er vöntun á dagsbirtu en þar á móti kemur fjölvirkt kerfi kastljósa. Von- andi hafa aðstandendur Gallerís Borgar erindi sem erfiði. Undirritað- ur gratúlerar og óskar þeim alls hins besta. -ai Magnús Kjartansson - Sundlaugar- verðir, akrýl, 1987.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.