Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1987, Side 20
20
LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987.
—rætt við Gunnar Bj arnason hrossaræktarráðunaut
Það hefur aldrei ríkt kyrrstaða í
kringum Gunnar Bjarnason
hrossaræktarráðunaut. Skoðanir
hans og kenningar á öllum sviðum
landbúnaðarmála eru með þeim
hætti að þær falla ekki að skoðun-
um þeirra sem þar ráða ferðinni
og að auki er Gunnar einstakur
málafylgjumaður og gefst aldrei
upp. Hannerorðinn sjötuguren
er samt léttari á fæti en margir
yngri menn og hugurinn og mælsk-
an eru enn til staðar. Gunnar hefur
oft orðið að gjalda skoðana sinna,
allt frá því að hann hóf störf á
Hvanneyri 1947 sem kennari og
hrossaræktarráðunautur. Nú síð-
ast missti hann starf og starfsað-
stöðu sem ráðunautur Búnaðarfé-
lags íslands í hrossaútflutningi
fyrir gagnrýni á landbúnaðarstefn-
una í útvarpsviðtali í haust.
Sögðu að mín
væri ekki óskað
„Ég hafði það sem aukastarf að
vera ráðunautur Búnaðarfélagsins
við hrossaútflutning og hafði ráðn-
ingu til síðustu áramóta. Síðan
gerðist það í desember í fyrra að
ég var boðaður upp í landbúnaðar-
ráðuneyti og þar skýrði Jónas
Jónsson búnaðarmálastjóri mér frá
því að það væri eindreginn vilji
fyrir því að ég héldi þessu starfi
áfram þetta árið og yrði tíminn
notaður til að kenna nýjum manni
sem ætti að taka við þessu starfi.
Ég hef í gegnum árin afiað mér
sambanda á þessu sviði út um allan
heim og var meiningin sú að ég
miðlaði nýjum manni af minni
reynslu og þekkingu. Mér var boð-
in skrifstofuaðstaða í Bændahöll-
inni og allt virtist klappað og klárt.
Ég þurfti að fara á spítala
skömmu síðar og meðan ég lá þar
fréttu starfsmenn Búnaðarfélags-
ins af útvarpsviðtali við mig þar
sem ég gagnrýndi landbúnaðar-
stefnuna harðlega. Þeir urðu sér
úti um útskrift af viðtalinu og eftir
að hafa lesið það var haldinn fund-
ur þar sem starfsmenn Búnaðarfé-
Starfsmennirnir samþykktu að nærveru minnar i hinu merkilega húsi, Bændahöllinni, væri ekki óskað.
lagsins og Stéttarsambandsins
samþykktu að ég væri óalandi og
óferjandi og nærveru minnar í hinu
merkilega húsi, Bændahöllinni,
væri ekki óskað. Þeir klöguðu
einnig í landbúnaðarráðuneytið.
Ég þurfti að fara utan eftir að ég
var útskrifaður af sjúkrahúsinu.
Þegar ég svo kom heim í apríl flutti
búnaðarmálastjóri mér þessi tíð-
indi. Hann sagði mér meira að
segja að starfsmennirnir væru að
velta því fyrir sér að fara í mál við
mig fyrir atvinnuróg sem ég átti
að hafa haft uppi í útvarpsviðtal-
inu. Hann sagði mér líka að það
væri krafa starfsmanna að ég fengi
ekki ráðunautsstarfið áfram og að
ég kæmi ekki inn í Bændahöllina.
Og við þetta situr.“
Þola ekki
að heyra
sannleikann
- Hvað var það sem þú sagðir sem
fór svona fyrir brjóstið á mönnum?
„1 sjálfu sér var það ekkert nýtt.
Ég hef haldið uppi gagnrýni á land-
búnaðarstefnuna hér á landi í yfir
30 ár. Hún hefur allan þann tíma
verið röng og hún er kolvitlaus
núna. Ég byrjaði fyrir meira en 30
árum að skrifa greinar í blöð og
tímarit um þessi mál, auk þess sem
ég hélt erindi á mannfundum um
landbúnaðarstefnuna. Ég tel mig
allan þennan tíma hafa verið að
reyna að koma vitinu fyrir bænda-
stéttina eins og góðum Þingeyingi
sæmir en talað fyrir daufum eyrum.
Nú eru menn aftur á móti að súpa
seyðið af því að hafa ekki hlustað
á mínar kenningar. Það er ekkert
nýtt fyrirbæri að hér sé offram-
leiðsla á landbúnaðarafurðum.
Landbúnaðarafurðir voru byrjaðar
að hrúgast hér upp fyrir 1960. En
ætli þeim hjá Búnaðarfélaginu og
Stéttarsambandinu hafi ekki sárn-
að einna mest að ég sagði í við-
talinu að mikill hluti þeirra manna,
sem verið hafa stjórnendur, til
dæmis í Stéttarsambandinu, hafi