Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1987, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1987, Page 22
-32 LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987. Hvaða kostur er bestur? margnota rakvélar eru ódýrari en venju- leg rakvélarblöð! Og hver ^,(BJC) rakvél dugar jafii- lengi og eitt rakvélarblað. Skák Heimsmeistaramót unglinga í Innsbruck: Hannes Hlrfar snýr á þá í endatöflum - hafði fullt hús vinninga efUr fjórar umferðir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Hannés Hlífar Stefánsson standa í ströngu þessa dagana í Innsbruck í Austurríki þar sem fram fer heims- meistaramót unglinga, 16 ára og yngri. Guðfríður Lilja teflir í stúlknaflokki ásamt 27 öðrum þátttakendum en í sveinaflokki, þar sem Hannes Hlifar er í eldlínunni, tefla 45 strákar. Guð- mundur Sigurjónsson stórmeistari er þeim til aðstoðar og hann hefur einnig séð um að þjálfa þau sérstaklega fyrir mótið. Guðmundur má vera ánægður með frammistöðu skjólstæðinga sinna að íjórum umferðum loknum. Hannes Hlifar var þá búinn að máta alla and- stæðinga sina, þar á meðal enska „undrabamið" Adams í 4. umferð, og með fullt hús vinninga var hann einn í efsta sæti. Guðíríður Lilja hafði 1 'A v. og gat ekki átt minna miðað við gang skákanna. í 1. umferð átti hún gjörunnið tafl gegn heimsmeistaran- Hannes Hlífar mátar alla andstæðinga sína þessa dagana á heimsmeistara- móti sveina í Innsbruck í Austurríki. Fullt hús eftir fjórar umferðir. DV-mynd KAE BÍLALEIGA ER OKKAR FAG Viö útvegum yöur interRent bílaleigubíl hvar sem er erlendis, jafnvel ódýrara en nokkur annar getur boðið: Dæmi: í íslenskum krónum m/söluskatti. Ótakmarkaður akstur Danmörk: 3 dagar = 4.281.- 7 dagar = 8.560.- Aukadagur 1.220.- Þýskaland: 3 dagar = 4.000.- 7 dagar = 7.041,- Aukadagur 996.- Luxemburg: 3 dagar = 3.975,- 7 dagar = 6.651.- Aukadagur 930,- Einnig bjóðum við úrval húsbíla og campingbíla í Þýskalandi. interRent er stærsta bílaleiga Evrópu. Við veitum fúslega allar upplýsingar og pöntum bílinn fyrir yður. interRent interRent á Islandi/ Bílaleiga Akureyrar Reykjavík - Skeifan 9 - Símar 91-686915, 91-31615 Akureyri - Tryggvabr. 14 - Símar 96-21715, 96-23515. Telex: 2337 IR ICE IS. um í þessum aldursflokki, búlgörsku stúlkunni Aladjovu. I endatafli hafði hún hrók á 7. línu og riddara skammt frá og í tvígang missti hún af rakinni vinningsleið; gat drepið riddara heims- meistarans með hróknum og gafflað síðan hrók og kóng með riddaranum. Þetta var gullið tækifæri en það fór forgörðum og á endanum tapaði hún skákinni. 'Hannes Hlífar hóf sigurferil sinn ekki sérlega glæsilega því að í 1. um- ferð, er hann áttd í höggi við Belgann Kocur, „fauk kall í sjóinn", eins og Guðmundur orðaði það í samtali við DV. Hannes var þá of fljótfær. En hann fékk eitthvert spil í staðinn og tókst svo að leika á mótheijann þann- ig að hann átti drottningu gegn hróki að miklu tímahraki loknu. Þar hafði hann heppnina með sér. „Þetta var ekki birtingarhæf skák,“ sagði Guð- mundur. Svo virðist sem Hannes hafi ákveðið að fara að öllu með gát eftir þessa fyrstu skák því að síðan hefur hann sett stefnuna á endataflið. Þannig tókst honum að vinna Vazquez frá Mexíkó í 2. umferð og Ástralíubúinn Hill fékk sömu meðferð í 3. umferð. Þá átti Hannes örlítið betra tafl í enda- tafli með hrókum og biskupum og tókst að færa sér það í nyt og sigra. Guðmundur, aðstoðarmaður hans, hafði á orði að Hannes hefði unnið vel úr yfirburðunum. „Hann hefur töluverða reynslu, strákurinn,“ sagði hann. ' í 4. umferð átti Hannes svo í höggi við Adams frá Englandi sem talinn er sérlega efhilegur - einhver efhilegasti skákmaður Englendinga síðan Short sleit bamsskónum. Skák þeirra var á rólegu nótunum lengst af, þó svo Hannes hefði reynt að hleypa taflinu upp með eftirlætispeðsfóm sinni í byij- un. Andstæðingur hans var vandanum vaxinn en hann komst heldur ekkert áleiðis. Það er hætt við að hann hafi vanmetið Hannes í framhaldi skákar- innar því að í stað þess að stýra skákinni í jafnteflishöfh tók hann áhættu. Hannes náði á hann höggi og eftir að hafa vélað af honum peð tókst honum að knýja fram sigur. Vel gert og þar með var Hannes orðinn einn efstur. Stigahæstur í sveinaflokki er Banda- ríkjamaðurinn Ilja Gurevich, næstur kemur Adams og Hannes Hlífar er þriðji. Það hefur annars vakið athygli hvað sovéski keppandinn virðist eiga erfitt með að finna rétta taktinn. Gata Kamski heitir hann og hefur þegar getið sér gott orð í heimalandi sinu sem em töluverð meðmæli. Kamski tapaði fyrir Hill fyrr í mótinu og í 4. umferð átti hann tapað tafl gegn finnska keppandanum, með tveim peð- um minna, en tókst að vísu að bjarga sér í jafhtefli. Að sögn Guðmundar em aðstæður á mótinu furðugóðar. Teflt er í stórum sal í Sparkassen-bankanum og fæði er þokkalegt. Þó hafði Guðmundur á orði að Hannesi fyndist allur matur vondur. „Ég hef hótað að senda hann í sveit þegar hann kemur heim,“ sagði Guðmundur. Lítum á skák Hannesar við Adams í 4. umferð. Hannes var sjálfúr ekki sérlega hrifinn af þessari skák en hún sýnir vel hve lítið má út af bera, jaíh- vel í einföldustu stöðum. Hvítt: J. Adams (Englandi) Svat: Hannes Hlífar Stefánsson Skandinaviski leikurinn: 1. e4 d5 2. exd5 Rf6 3. c4 e6(!) Islenskir skákmenn ættu að vera

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.