Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1987, Side 24
LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987.
Kynnir Völsung
„Sigur fyrir okkur ef við
höldum sæti okkar í 1. deild“
- segir Kristján Olgeirsson, leikmaður með Völsungi frá Húsavík
„Okkur líst mjög vel á komandi
keppnistímabil og erum mjög bjartsýn-
ir á góðan árangur. Það verða ein-
hverjir að vera bjartsýnir fyrir okkar
hönd,“ sagði Kristján Olgeirsson, leik-
maður með Völsungi, í samtali við DV
er hann var spurður um horfumar hjá
nýliðum Völsungs í 1. deildinni í
knattspymu í sumar.
„Takmarkið hjá okkur er auðvitað
að halda okkur í deildinni. Við yrðum
svo sannarlega ánægðir ef það tækist
og það yrði meiri háttar sigur fyrir
okkur."
„Höfum eiginlega ekkert stopp-
aðfrá því ífyrra“
- Hvemig hafa æfingar gengið það
sem af er?
„Það má segja að við höfum ekkert
stoppað frá því að keppnistímabilinu
lauk í fyrra. Við hvíldum okkur að
vísu í einn mánuð eftir tímabilið en
vorum svo einu sinni í viku í leikfimi
og teygjuæfingum fram í janúar þegar
við byrjuðum að æfa úti. Þetta hafa
verið mjög skemmtilegar æfingar, lítið
um leiðinlegar þrekæfingar og menn
yfirleitt með boltann á tánum. Það er
fyrir öllu að menn hafi gaman af þessu.
Við æfðum álíka fyrir keppnistímabil-
ið í fyrra og það skilaði okkur mjög
góðum árangri, sigri í 2. deild.“
„Hef trú á Skagamönnum“
- Hvaða lið koma til með að blanda
sér í toppbaráttuna?
„Það verða auðvitað Valur og Fram
og svo hef ég alltaf mikla trú á Skaga-
mönnum. Þeir eru kannski ekki með
sterkara lið nú en áður en ég hef allt-
af trú á þeim. Annars á ég von á því
að íslandsmótið í ár verði mjög
skemmtilegt og sterkari lið í deildinni
en oft áður. Það kæmi mér ekki á
óvart þótt liðin skiptust nokkuð i þrjá
hópa og ég á þá von á því að við
munum lenda í neðsta hópnum. Engu
að síður er ég mjög bjartsýnn á að við
náum að halda sæti okkar í deildinni
og við stefnum alfarið að því eins og
ég sagði áðan.“
„Okkur hefur gengið þokkalega
í vor“
- Hvemig hefur ykkur gengið í æf-
ingaleikjum í vor?
„Ég held að óhætt sé að segja að
okkur hafi gengið alveg þokkalega.
Mig minnir að við höfúm leikið tólf
æfingaleiki og okkur tókst meðal ann-
ars að sigra KA, 1-0. Þá varð jafhtefli
í leik okkar gegn Val og einnig töpuð-
um við fyrir Val og Fram. Þetta hefúr
sem sagt gengið þokkalega."
- Svona í lokin ætla ég að biðja þig
um að spá um úrslit Islandsmótsins.
1. Valur
2. Akranes
3. Fram
4. Keflavík
5. KR
6. Þór
7. -10. FH, Víðir, KA og Völsungur.
Völsungur í 1. skipti í
1. deild í sögu félagsins
Völsungur frá Húsavík leikur
nú í fyrsta skipti í sögunni í 1.
deild íslandsmótsins í knattspymu.
Því er ekki að neita að margir bíða
spenntir eftir að fylgjast með
frammistöðu þeirra í deildinni og
engir eru eins spenntir og fjöl-
margir og dyggir stuðningsmenn
liðsins á Húsavík.
Völsungur hefúr auðvitað aldrei
sigrað í 1. deild en í fyrra tókst
liðinu í fyrsta skipti að vinna sigur
í 2. deild.
• Síðasti titill hjá liðinu fyrir
2. deildar keppnina í fyrra vannst
árið 1979 en þá vann Völsungur
sigur í 3. deild. Þar áður hafði lið-
ið tvívegis sigrað í 3. deild, árin
1968 og 1971.
• Völsungur hefur ekki átt
markakóng í deildakeppninni í
knattspymu en hver veit nema
einhverjum leikmanna liðsins tak-
ist að ná í þá nafhbót í sumar.
| Völsungur með mun sterk- {
ara lið en í fýrra
Völsungar mæta með mun sterk-
ara lið á pappímum í sumar en í
fyrra. Segja má að fímm sterkir
leikmenn bætist í hópinn frá þvi í
fyrra. Þar skal fyrstan nefna Aðal-
stein Aðalsteinsson, sem áður var
kominn í raðir ÍR-inga og var þar
áður með Víkingi, Helga Helgason
sem lítið sem ekkert lék með í fyrra
vegna meiðsla og sömu sögu er að
segja af bakverðinum, Ómari
Rafnssyni. Þá má nefina þá Snævar
Hreinsson sem lék áður með Val
og Hörð Benónýsson sem hefur
leikið undanfarið með HSÞ-b.
• Wilhelm Frederiksen er eini
leikmaðurinn sem lék með Völs-
ungi í fyrra en leikur ekki með
liðinu í sumar. Wilhelm mun leika
ytra í sumar. Af framansögðu má
ljóst vera að Völsungar mæta
sterkir til leiks í sumar og enginn
skytdi afskrifa þá fyrirfram.
• Lið Völsungs sem sigraði í 2. deild íslandsmótsins í fyrra. Wilhelm Frederiksen leikur ekki með liðinu í sumar. Nýir menn í liðinu í sumar verða þeir Ómar
Rafnsson, Helgi Helgason, Hörður Benónýsson, Snævar Hreinsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson.
• Kristján Olgeirsson og félagar
hans í Völsungi stefna að því að halda
sæti sínu í 1. deild í sumar.