Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1987, Síða 14
14
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1987.
Frjálst.óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjórl og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð I lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Kjallaralið gegn lýðræði
Lýðræði á í vök að verjast í þriðja heiminum þessa
dagana eins og oftast áður. Stundum gengur betur sums
staðar, en oftast gengur þó verr víðast hvar. Síðustu
daga höfum við fengið fréttir af margs konar vandræð-
um, er steðja að þessu illskásta þjóðskipulagi jarðar.
Svo virðist á yfirborðinu, að lýðræði hafi unnið sigur
á Filippseyjum í síðustu viku, þegar Corazon Aquino
vann yfirburðasigur í heiðarlegustu þingkosningum,
sem þar hafa farið fram. Enrile og Marcosarmenn fengu
þar hina háðulegu útreið, sem þeir áttu skilið.
Undir niðri hafa vandamál Filippseyja hrannast upp.
Aquino hefur tregðast við að framkvæma loforð um
skiptingu lands milli fátækra bænda og þar með fært
skæruliðum kommúnista vopn í hendur. Jafnframt hefur
hún í vaxandi mæli hallað sér að Bandaríkjunum.
Sendimenn bandarísku leyniþjónustunnar og varnar-
málaráðuneytisins hafa verið að flykkjast til Filipps-
eyja. Þar er nú verið að endurtaka í hundraðasta skipti
hinn alþjóðlega sorgarleik um ljóta Ameríkanann, sem
hvarvetna hefur óafvitandi komið þjóðum í klandur.
Síðan Marcos var hrakinn frá völdum og gerður að
óvirkum þjófi, hefur Suharto, forseti Indónesíu, verið
stórtækasti virki þjófur heimsins. Hann hefur löngum
getað nuddað sér utan í Bandaríkin, síðan hann lét í
upphafi ferils síns myrða nokkur þúsund kommúnista.
Um daginn hélt Suharto gervikosningar til þingsins
í landi sínu. Allt var notað til að tryggja hans mönnum
sigur, þar á meðal allt litróf siðleysisins. Nú má búast
við, að hann noti kosningasigurinn til að slá sig til ridd-
ara í augum hins fávísa Bandaríkjaforseta.
Ekki er langt síðan vinstri menn unnu meirihluta
af hægri mönnum í þingkosningum á Fidji-eyjum. Um
daginn var her landsins notaður til að reyna að strika
yfir niðurstöðu lýðræðisins. Síðustu fréttir herma, að
þetta hafi ekki tekizt, en í nokkra daga var staðan tæp.
Víðar í austurálfum jarðar stendur lýðræði höllum
fæti. Suður-Kóreu er stjórnað með ofbeldi, þótt skammt
sé til ólympíuleikanna þar í landi. í Singapore hefur
prentfrelsi verið stórlega skert, auk þess sem stjórnar-
störf einræðisherrans verða sífellt sérvizkulegri.
Suður-Ameríku hefur ekki tekizt að feta áfram í átt
til lýðræðis, þar sem Alfonsín Argentínuforseti er
fremstur í flokki. Hann hefur átt í mestu erfiðleikum
með herinn í landinu og varð að ganga til samninga til
að hindra, að uppþot í hernum yrðu að uppreisn.
Alfonsín hefur reynt að koma lögum yfir nokkur
hundruð af verstu glæpamönnunum, sem léku lausum
hala á valdatíma hersins. í því hefur hann sérstöðu
meðal lýðræðislega kjörinna valdhafa í Rómönsku
Ameríku, því að þeir hafa engum lögum komið yfir slíka.
Þetta varnarleysi gegn hernum einkennir alla álf-
una. Valinkunnir leiðtogar á borð við Duarte í E1
Salvador, Cerezo í Guatemala og Sanguinetti í Uruguay
hafa neyðzt til að halda hlífiskildi yfir dauðasveitum
hersins. Sömu sögu er að segja frá Brasilíu og Perú.
Herinn í þessum löndum skákar óbeint í bandarísku
skjóli, því að reynslan sýnir, að bandaríska leyniþjón-
ustan og varnarmálaráðuneytið hafa tekið opnum
örmum dólgum suður-amerískra herja, en litið af tor-
tryggni á lýðræðislega kjörna valdhafa álfunnar.
Sorglegt er, að Bandaríkin skuli leyfa leyniþjón-
ustunni, varnarmálaráðuneytinu og kjallaramönnum í
Hvíta húsinu að stjórna utanríkisstefnu ríkisins.
Jónas Kristjánsson
„Þaö opinbera er stór atvinnurekandi og hreinn dragbítur á laun og hvergi er kynjamisrétti í launum meira
áberandi en þar.“
Rangar fjárféstingar
og flottréefilsháttur
Nú að kosningum loknum er eðli-
legt að menn setjist niður og íhugi
hvaða boðskap kjósendur eru að
senda ráðamönnum þjóðarinnar.
Það ætti að liggja í augum uppi
að fólk yfirgefur ekki flokka sem
það hefur fylgt um áraraðir,
kannski alla tíð, nema það sé alvar-
lega óánægt. Frambjóðendur fóru
meira en nokkru sinni fyrr á vinnu-
staðafundi. Ef þeir hafa hlustað á
eitthvað annað en eigin orð, hljóta
þeir að hafa heyrt að mikil óán-
ægja er í hugum fólksins. Viðbrögð
sumra þeirra, þegar kosninga-
úrslitin lágu fyrir, sýndu allt
annað. Þeir voru steinhissa og
hneykslaðir, svo innmúraðir eru
þeir í sínum fílabeinsturni, svo upp-
teknir við að hlusta hver á annan
að ekkert berst að eyrum þeirra
nema það sem þeir vilja heyra.
Þeir virðast ekki vita að það eru
hópar í þjóðfélaginu sem hafa
óheyrilega lág laun og sjá aldrei
þau meðallaun sem hagspekingar
reikna út. Það eru hópar af fólki í
þjóðfélaginu sem verða að lifa á
elli- og örorkulaunum sem ekki ná
lægstu lágmarkslaunum og eru þá
allir í orði kveðnu sammála um að
þau séu ekki lífvænleg. Þeir virð-
ast ekki vita hvað erfitt margir eiga
í húsnæðismálum bæði þeir sem
hrekjast um á leigumarkaði og hin-
ir sem stynja undir óbatnandi
skuldum.
Nýfrjálshyggjan ómennsk og
grimm
Fólk er orðið þreytt á yfirlæti,
hroka og valdaníðslu þeirra ráða-
manna sem vilja innleiða nýfrjáls-
hyggjuna, það hafnar henni, finnst
hún ómennsk og grimm, hún á ekk-
ert erindi í íslenskt samfélag.
Góðærið okkar margfræga hefur
ekki skilað sér til launþega al-
mennt, þó þarf ekki annað en líta
í kringum sig til að sjá að hér er
auður í landi. Það ætti þess vegna
að vera hægt að lagfæra það sem
aflaga fer með góðu móti.
Ég hef reyndar aldrei trúað því
að laun innan ASÍ og BSRB eigi
sök á verðbólgu og annarri óáran
í íslensku þjóðfélagi. Þau eru ein-
faldlega mikið lægri en í öllum
nálægum löndum. Við höfum ekki
fylgt eðlilegri launaþróun. Við
KjaHaiinn
Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir
alþingismaður
fyrir Borgaraflokkinn
höfum í raun og veru aldrei samið
um 40 st. vinnuviku. Til að komast
sæmilega af þarf endalausa vinnu
og duga ekki einar hendur til. Sú
niðurlæging, sem fylgir því að geta
ekki lifað á launum sínum, er and-
lega og líkamlega niðurdrepandi.
Sú kenning að ríkisvaldið eigi ekki
að skipta sér af kjarasamningum,
þeir eigi að vera frjálsir, stenst
ekki, ríkisvaldið er alltaf að grípa
inn í kjarasamninga, hver sem við
völd situr, og alltaf bitna aðgerðir
þess verst á þeim sem síst mega við
því. Við þetta hefur launþegahreyf-
ingin verið of hrædd, auk þess sem
hún er sundruð og nýfrjálshyggjan
ræður þar of miklu. Þ.e. að réttur
hinna sterku skuli ríkja.
Ranglæti og misrétti í launa-
málum
Alltaf skeður það sama, þeir
lægst launuðu eru afgreiddir fyrst,
hinir koma á eftir, hirða meira og
semja um með góðu samþykki rík-
isvaldsins að fá þær uppbætur
auðvitað margfaldar sem koma á
lágu launin. Ég er ekki að segja
þetta til að telja eftir launahækk-
anir þeirra sem fengu sæmilega
leiðréttingu heldur enn einu sinni
að vekja athygli á því ranglæti og
misrétti sem ríkir i launamálum.
Það opinbera er stór atvinnurek-
andi og hreinn dragbítur á laun og
hvergi er kynjamisrétti í launum
meira áberandi en þar. Mig langar
að nefna eitt dæmi sem mér finnst
sláandi um það. Iðnaðarmenn
sömdu í desembersamningum um
35 þúsund króna lágmarkslaun og
þótti flestum þeirra of lítið, sjúkra-
liðar fóru fram á nákvæmlega það
sama. Það gekk ekki fyrr en allt
var komið í óefni, af hverju? Jú,
sjúkraliðar eru dæmigerð kvenna-
stétt.
íslendingar vilja ekki að fólki
líði illa
Meinið í þjóðfélaginu í dag er
ekki almenn laun, meinið er rangar
fjárfestingar og flottræfilsháttur á
ýmsum sviðum. Þeir sem mynda
næstu ríkisstjórn eiga margvísleg-
an vanda fyrir höndum. Þeir
flokkar, sem eiga eftir að útkljá sín
innri deilumál, standa ekki vel að
vígi til að stjóma öðrum. Þeir
flokkar sem ekki setja á oddinn
réttlætismál eins og jöfnun launa
og betri aðbúð aldraða og öryrkja
eru ekki á réttri leið.
Við íslendingar viljum ekki að
fólki í kringum okkur líði illa ef
hægt er að bæta úr því. Við þurfum
að efla sjálfsforræði landsbyggðar-
innar. Kvótakerfið gengur ekki í
þeirri mynd sem það er. Við þurfum
að skipta um efnahagsráðunauta,
við erum búin að fá nóg af útreikn-
ingi sem aldrei stenst. Sem sagt
meira af almennri skynsemi en
minna af reikningskúnstum.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
„Meinið í þjóðfélaginu í dag er ekki al-
menn laun, meinið er rangar fj árfest-
ingar og flottræfilsháttur á ýmsum
sviðum.“