Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1987, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1987, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1987. Spumingin Hverjir verða sigurveg- arar í íslandsmótinu í knattspyrnu sem hefst í dag hjá körlum? Eggert Bjarni Richard nemi: Ég býst við að Framarar vinni, þeir hafa á að skipa sterkasta liðinu núna. Ég er sjólfur Framari og vona bara að mínu liði gangi sem best. ekki klár á því en ég vona bara að Framarar vinni því ég held með þeim. Ég gæti trúað að það yrði hörð bar- ótta hjá KR-ingum og Frömurum um fyrsta sætið. Hilmar Jónsson nemi: Ætli það verði ekki KR-ingar, þeir eru langbestir og hafa því mikinn möguleika á að sigra á þessu móti. Framarar hafa líka góðu liði ó að skipa og verða örugglega líka ofarlega. maður: Enginn vafi að Akurnesingar eiga eftir að vinna á mótinu. Um annað sætið á eftir að verða hörð keppni á milli KR-inga og Framara. Ég er sjólfur dyggur stuðningsmaður Akurnesinga og hef því mikla trú á þeim. Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir: Ég hef bara ekki hugmynd um það því ég fylgist nánast ekkert með þessum boltaleik. Elín B. Hilmarsdóttir hjúkrunar- fræðingur: Ég hef nú ekkert voða mikið vit á' fótbolta enda fylgist ég lítið sem ekkert með þessari íþrótt en ætli ég skjóti ekki á Framara. Lesendur_________________________________________dv Vímuefnin: Soigleg umfjóllun og áróður „Vimuefnafaraldur sá er nú gengur yfir þjóðina i formi neyslu og notkunar á hvers kyns efnum og eiturlyfjum, ásamt gamla góða brennivíninu, er með eindæmum og er sennilega hvergi meira áberandi en hér á landi.“ æsku“, eða hvað það nú heitir, sem Þórhallur skrifar: Vímuefnafaraldur sá er nú gengur yfir þjóðina, í formi neyslu og notk- unar ungmenna og reyndar fullorð- ina á hvers kyns efnum og eiturlyfj- um, ásamt gamla góða brennivíninu, er með eindæmum og er sennilega hvergi meira áberandi en hér á landi. Þetta er íyrst og fremst áberandi hjá fullorðnu fólki sem kann ekkert með áfengi að fara og hefur aldrei viljað taka sér tak í þeim efnum. Eitt er bó einkar furðulegt og það er að folk umgengst vín og aðra sterkari drykki mun betur eða hóf- legar erlendis en þegar það er hér heima. Ég á hér við almenna ferða- menn íslenska sem eru fljótir að tileinka sér almenna mannasiði þeg- ar þeir eru t.d. í fríi erlendis. Þegar heim kemur sækir svo í gamla farið, fólk drekkur sig ölvað við minnsta tilefni og eins og einhvem veginn samlagast þessu „verstöðvar" - and- rúmslofti sem hér ríkir allt árið. En nóg um þann þátt í bili. Ég vildi koma hér að hversu ósmekk- lega er staðið að hvers konar áróðri og kynningu sem hér er farið af stað með. Tökum umfjöllunina og áróð- urinn fyrir þessari „vímulausu dunið hefur yfir nú síðustu daga. Einn liðurinn var tveggja eða þriggja daga samfellt prógram á einni útvarpsstöðinni. Fólk keypti lag eða keypti það út aftur. Upphæð- imar vom frá 300 hundmð kr. og allt upp í tugi eða hundruð þúsunda! Einn þuluiinn hældi þessu í gríð og erg vegna þess að þeir hjá kanan- um, eins og hann sagði, væm með svipaða dagskrá þennan sama dag um eitthvert mál og þar væm menn að væflast með 4-5 dollara fyrir lagið! Það er þetta sem er gagnrýnisvert, að ekki skuli mega fara af stað með almenna söfnun eða áróður fyrir góðu málefhi án þess að æði grípi um sig hjá þjóðinni og upphæðir skipti þúsundum, milljónum eða tug- um milljóna. Er ekki betra minna og jafhara? Hjá siðmenntuðum þjóð- um þekkist ekki viðlíka æðibunu- háttur og það er þess vegna sem þeir hjá kananum í Keflarvíkurút- varpinu þekkja ekki að henda hærri upphæðum en svona 4-5 dollurum frá einstaklingi. En við þekkjum ekki annað en sóun og mikil- mennskubrjálæði þegar fjármál em annars vegar. Annað sem mér finnst sorgleg stað- reynd í umljöllun um vímu- og eiturefni em sjónvarpsþættimir þar sem verið er að sýna eiturefhi og áhöld þau sem notuð em til að fá vald á vímuefnum. Þetta er gert undir því yfirskyni að verið sé að auðvelda foreldrum að þekkja þessa hluti! Hvílík heimska og bamaskap- ur. Fræðsla i skólum er eina hald- góða vömin fyrir þá sem á annað borð em móttækilegir. Sýnið ballskák eða pílukast Sjónvarpsunnandi skrifar: Nú er kominn tími til að Ríkissjón- varpið eða Stöð 2 sýni annaðhvort ballskák eða pílukast. Ekkert hefur sést í íþróttaþáttunum hjá þessum stöðvum, sérstaklega sjónvarpinu, af þessum greinum. Nú er nýafstaðin heimsmeistara- keppni í ballskák eða snóker og ekki seinna vænna að fara að sýna eitthvað af viti. Þessar íþróttagreinar em í sókn og hafa átt miklum vinsældum að fagna hér á landi undanfarin ár. Nú er kominn timi til að Ríkissjónvarplð eða Stöð 2 sýni annaðhvort ballskák eða pílukast. „Hundleiðinleg söngvakeppni“ Konráð Friðfinnsson skrifar: Hin hundleiðinlega söngvakeppni sjónvarpsstöðva er afetaðin eina ferð- ina enn. íslenska framlagið Hægt og hljótt hlaut ekki náð fyrir eyrum dóm- nefhdanna. Hafhaði í 16. sæti sem alkunna er. Margir hafa velt fyrir sér auglýsingagildi slíkrar keppni fyrir þjóðimar er þátt taka í henni. Sumir telja hana mjög góða auglýsingu, aðr- ir ekki mikla og svo enn aðrir enga, sem ég hallast á að sé rétt. Hver man til að mynda eftir lagi því sem vann 1981, svo dæmi sé tekið? Ekki ég í það minnsta. Hins vegar muna allir eftir þeim sænskættuðu Abba-meðlimum. Hvers vegna? Jú, Abba hélt áfram að sigra heiminn í ein átta ár eftir söngvakeppnina, ef ég man rétt. Að öðrum kosti hefði hún mátt falla fljótlega í gleymskunnar dá eins og svo margir hafa mátt þola. Annars er ég síður en svo andstæð- ingur áðumefhdrar söngvakeppni. Finnst alveg sjálfeagt að landinn taki þar þátt. Söngvakeppnin sem slík er eins og hver annar afþreyingarþáttur sem fólk horfir á. Osköp meinlaus froða sem lítið skilur eftir. Um flytjendur Hægt og hljótt hef ég það að segja að þau Halla Margrét og Valgeir stóðu sig með prýði og vom landi sínu og þjóð svo sannarlega til sóma. Mér finnst Hægt og hljótt ein af bestu smíðum Valgeirs og það var ákaflega fallegt í einfaldleika sín- um. Fólk er eflaust farið að spá í kostnaðinn og milljónir hafa verið nefhdar í því sambandi. En hvað er ekki dýrt, það er t.d. rándýrt að vera til. Halla Margrét og Valgeir stóðu sig með prýði og voru landi sinu og þjóð svo sannarlega til sóma. Til hamingu, Sólveig og Marel Margrét Erla Einarsdóttir, 6351-4365, hringdi: Ég hringi út af því að ég sendi inn afmæliskveðju í þáttinn hjá Páli Þorsteinssyni á Bylgjunni 13. þessa mánaðar. Hann lofaði að koma kveðjunni áleiðis en hún kom aldrei. Ég hringdi í hann aftur og spurði hvort hann gæti ekki sent af- mæliskveðjuna til tvíburanna minna, sem urðu 35 ára 14. maí, og aftur lofaði hann því en stóð síðan ekki við það. Svona kveðjur em kannski ekki svo merkilegar að það taki því að vera að gera mál út af þeim en í mínu tilfelli var þetta það eina sem ég gat gefið bömunum mínum. Og fyrst hann var búinn að lofa að gera þetta fyrir mig þá hefði ég talið að ég gæti treyst því og hann myndi standa við það. Ég vona að DV sjái sér fært að koma afmæliskveðju minni á fram- færi til bamanna minna, Sólveigar Þórðardóttur og Marels Þórðar- sonar, sem urðu 35 ára hinn 14. maí. Fótböitaskóii á höfuðborg- arsvæðinu! Rúna Gunnarsdóttir hringdi: Mig langar að komast að því hvort haldin séu einhver knatt- spymunámskeið fyrir unga pilta í Reykjavík. Ég bý úti á landi og veit því ekki alveg hvemig ég á að snúa mér í þessum efhum og því vildi ég biðja lesendasíðuna að koma þessu á framfæri fyrir mig. Ef það er starfræktur einhver fótboltaskóli á höfuðborgarsvæð- inu þá endilega látið lesendasíð- una vita og hún mun koma því áleiðis. HRINGIÐ í SÍMA 27022 MILLI KL. 13 og 15 EÐA SKRIFIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.