Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1987, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1987, Side 19
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1987. 19 DV Menning Hinn samofni þáttur Tónlist Hjálmars Helga Ragnarssonar við leikrit Federico Garcia Lorca, Yermu, og flutningur hennar. Mörgum þótti skrýtið að Federico Garcia Lorca skyldi ekki fella tónlist sjálfur að leikritum sínum. Til þess hafði hann alla burði, að talið var. Eða þá að hann skyldi ekki fá ein- hvem vina sinna, til að mynda Manuel de Falla, til þess. En eins og góður maður sagði - texti Garcia Lorca er allur ein músík. Það gegnir raunar íurðu hve lítið hefur verið samið af tónlist við ljóð Garcia Lorca. Það eina sem heimsþekkt hefur orðið eru líkast til ljóðin í Fjórtándu sin- fóníu Schostakowitsch, sem er reyndar miklu fremur ljóðasveigur en sinfónía, en telst þó sinfónía samt líkt og Jarðarljóð Mahlers. Eins og hún hafi alltaf átt að vera Það er máske vegna hins ríka mús- íkalska innihalds texta Garcia Lorca, bundins sem óbundins, að menn hverfa frá því að yrkja í tónum ofan í hann. í uppfærslu Þjóðleikhússins á Yermu hefur það orðið að ráði að fá Hjálmar Helga Ragnarsson til að tónskreyta verkið. Þar er tónskáldi fengið mikið vandaverk í hendur. í fyrsta lagi af orsökum sem að framan er getið, en einnig vegna vals á formi. Á músíkin til dæmis að vera til skrauts eða í bakgrunni, til að skerpa á, undirstrika, lyfta eða magna upp tilfinningar? Hjálmar Helgi Ragnars- son kýs að láta hana gera eitthvað af þessu öllu og meira til. Eiginlega samvefur hann tónlist sína leikriti Garcia Lorca á svo listilegan hátt að manni finnst að hún hafi alltaf átt að vera þama. Goðgá Hlutverk tónlistarinnar er í þessu tilviki djúpstæðara heldur en þegar * . ■' ; ■ ■ Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld. við erum venjulega að tala um tón- list við leikrit eða leikhljóð. Þama er farið að líkt og í góðri kvikmynd, þar sem samofinn þáttur tónlistarinn- ar er ómissandi í allri framsetningu. Á eina verkan tónlistarinnar í leikrit- Tónlist Eyjólfur Melsted inu var ekki minnst að framan, tengiþáttinn. þar sem atriði leiksins em tengd saman með tónlistinni á spennuþrunginn. tilvísandi hátt. Re>mdai- naut sá þáttur sín ekki allt- af til íúlls vegna ótímabærs klapps. Mér ftnnst það jafnmikil goðgá að klappa á eftir hverju atriði í leik eða ópem og að rjúfa helga heild sin- fóníunnar með lófataki. Ég á, eftir þessa sýningu, bágt með að hugsa mér hugarvíl Yermu án stuðnings tónlistar Hjálmars Helga. í allri sinni einfeldni magnar hún og skerpir þann tilfinningaflaum sem geysist fram í harmleik Garcia Lorca. Þar sem tónlistin kemur fram í hefð- bundinni leikhússmynd, þ.e. sem beint söngatriði, má segja að há- punkturinn sé Þvottakvennakórinn. I útfærslunni á sviði Þióðleikhússins minnti hann mig á Sígarettukórinn úr Carmen, nema hvað þessi þvotta- kvennakór hitti betur í mark, mest sökum þess hve miklu jarðbundnari harrn er. Af viti Svo er heldur ekki í kot vísað með flutninginn. Fyrst ber að nefria frá- bæra túlkun Signýjar Sæmundsdótt- ur. sem er að helga sér sæti í framvarðasveit söngvara okkar. Spumingin er bara hvort nokkurt svigrúm sé fyrir jafiiupplagða Wagn- ersöngkonu þér heima. Slagverks- leikurinn er líka hnitmiðaður og litríkur - styðjandi. en jafnframt kreíjandi um athyglina þegar það á við. í þessari sýningu höfðu menn vit á að leyfa leikurunum að syngja það sem þeir gátu sungið og síðan að láta söngvara taka við. Það var eitt af því, til dæmis, -sem gerði Þvotta- kvennakórinn svo áhrifamikinn. Eins og tónlistin kemur fram í sinni sam- ofiiu mynd í þessari leiksýningu, held ég að leita verði langt til að finna hliðstæð dæmi þess að tónlist hafi verið notuð af jafnmiklu viti í leik- húsi okkar. EM Undir veitíðariokin Tónlelkar: Sinfóniuhljómsveitar islands i Háskólabíói 14. maí. Stjórnandi: Arthur Weissberg. Einleikari: Barry Douglas. Efnisskrá: Nikolay, Rimsky-Korsakov: Rússneskir páskar; Sergei Prokofiev: Píanókonsert nr. 3 i C-dúr, op. 26; Carl Nielsen: Sinfónia nr. 5. Komið er fram yfir lokadag og fer nú einnig að styttast í tónleikaver- tíðinni. Næstsíðustu fimmtudags- tónleikar á dagskrá og einleikarinn pilturinn sem vann keppni nokkra kennda við Tschaikowsky í fyrra. Um árabil hefur það gilt sem eins konar óopinber heimsmeistaratitill ungra tónlistarmanna. En fyrst átti hljómsveitin okkar eftir að hita upp. Til þess valdi hún alkunnan forleik, með ótal hápunktum og alls kyns margendurteknu „bombasto“, Rúss- neska páska, eftir Nikolay Rimsky- Korsakov. Það gekk á margan hátt prýðilega, nema hvað lúðrunum leyfðist að freta upp á sitt allra gróf- asta í nærri því hverri stórinnkomu. Að sjálfsögðu með alkunnum afleið- ingum slíks fjárans frets - þeim, að tónstillingin fór úr skorðum. Það er kannski út af fyrir sig gott að svo grunnt sé niður á anda áhugamenns- kunnar en verst að hann skuli skjóta upp kollinum á þennan hátt. Snör handtök Sem betur fer koðnuðu þessar hræringar áður en út í næsta stykki var komið, en það var einmitt ein- leiksverkið, þriðji Píanókonsert TórJist Eyjólfur Melsted Prokofievs, sem snillingurinn Barry Douglas lék einleikinn í. Eins og fyrr var á drepið vann pilturinn Tschaikowskykeppnina í fyrra og það er ekki á neinna aukvisa færi. Til að góma slíka kappa þarf snör handtök og hér voru þau blessunar- lega viðhöfð, hvað sem annars má um þá deild hljómsveitarinnar segja. Og hljómsveitin stóð sig bara vel í leik sínum með þessum frábæra, unga snillingi. - Það mætti vel huga að því að fá hann hingað aftur. Arthur Weissberg hljómsveitarstjóri. Ekki alveg upp á hreina dönsku en ágætt samt Ekki er það á hverjum degi að hljómsveitin okkar spilar Nielsen sinfóníu. Örlítið er blessaður karlinn þó betur þekktur en þegar hann var í hernum. Sögð er sú saga að rúss- neskan menningarkommissar hafi langað að koma að gröf Carls Niels- en. Sá sem lóðsaði hann um Odense hafði meiri áhuga á djassi, en gamla Nielsen, og fór með gestinn að gröf óþekkta hermannsins. „Er þetta gröf Nielsens spurði komissarinn"? „Já, já, svarði lóðsinn - sko, þegar hann var í hemum, var hann alveg óþekktur". Það var ekki alveg upp á hreina dönsku, með kokstuði og öllu fínu, sem Arthur Weissberg lét hljósveitina spila Nielsen, en glæsi- legt var það engu að síður - Kannski öllu glæsilegra en samkvæmt þeim / reglum sem í Danaveldi tíðkast. Og nú bar lítið á grófleika lúðra. Þeir vom eins og aðrir, þegar hér var komið, í sama stuði og aðrir til að spila vel. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.