Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1987, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1987, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1987. FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1987. 21 Iþróttir Iþróttir IFK Gautaborg UEFA-meistari - eftir 1-1 jafntefli gegn Dundee United • Leikmenn IFK Gautaborg, Stig Fredriksson, til vinstri, og markvörð- urinn Thomas Wernersson, hampa UEFA-bikarnum eftir leikinn gegn Dundee United í gærkvöldi. Sigurgleði Svíanna ieynir sér ekki eins og gefur að skilja. Símamynd Reuter Islenska badmintonfólkið komst í stórkempuflokkinn - vann allt glæsta sigra á heimsmeistaramótinu í badminton í Peking Eins og fram kom í blaðinu fyrir skemmstu héldu fjórir íslenskir keppn- ismenn yfir fjöll og skóga til að glíma í badminton í höfuðborg kínverska alþýðulýðveldisins, Peking. Okkar menn stóðu sig allir vonum framar enda vakti framganga þein-a umtalsverða athygli. Ljóst er að litla ísland er að hasla sér völl á þessum vettvangi sem öðrum. O Eina stúlkan í förinni, Þórdís Edwald, komst ekki skemmra en í 32 kvenna úrslit og er það ágætt afrek. Lagði hún bandaríska stúlku, Lindu French, að velli í fyrstu umferð, 11-0, 5-11 og 11-7. Síðan beið Þórdís lægri hlut fyrir Susi Suanti frá Indónesíu, 5-11 og 2-11. Sú kona er nafhtoguð í badmintonheiminum og er því engin læging að bíða ósigur í rimmu við hana. • Piltarnir þrír, þeir Þorsteinn Páll Hængsson, Guðmundur Adolfsson og Broddi Kristjáasson, komust allir í stórkempuflokk badmintonspilara. Unnu þeir fyrstu tvær viðureignir sín- ar og veittu slíkir sigrar þeim rétt til að mæta stórstjömum heimsins í íþróttinni. „Ég er sæmilega sáttur við minn hlut,“ sagði Broddi í spjalli við DV i gær. „Ég hefði þó kosið betri úrslit í síðari viðureignum minum. Meiðsl settu þá strik í reikninginn.“ • Broddi Kristjánsson lék vel í Pek- ing. • Broddi lék við Sovétmanninn Ser- gei Sevriukov í fyrstu umferð og sigraði í tvísýnum leik, 5-15, 15-5 og 15-8. Þá glímdi Broddi við Jose Ittur- iaga frá Perú til þess eins að hafa 15-5 og 17-15. stórkemþuhópnum spilaði hann síðan við ofjarl sinn, thailenska snill- inginn Sompol Kukasemkij. Tapaði Broddi eftir drengilega keppni, 1-15 og 6-15. • Þorsteinn Páll Hængsson vann í fyrstu þá Guy Chadwick frá Banda- ríkjunum, 15-5, 15-7, og Ný-Sjálend- inginn Jakob van Selm, 15-9 og 15-12. Þá lék hann við Jan Erik Antonsson frá Svíþjóð í stjömuflokknum og tap- aði, 5-15 og 7-15. • Guðmundur Adolfsson mætti Chan Sui Kwong frá Hong Kong í fyrstu umferð. Vann Guðmundur í baráttuleik, 15-7, 5-15 og 15-8. Þá glímdi Guðmundur við German Valdes frá Perú og var sá garpur lagður að velli án teljandi vandræða, 15-8 og 15-4. Þá var Guðmundur kominn í hóp þeirra bestu og mætti þá japönskum ref, Hiroki Eto. Sá reyndist ekki lamb að leika sér við, enda beið Guðmundur lægri hlut, 5-15 og 7-15. Tviliða-og tvenndarkeppni Þórdís Edwald keppti með stúlku frá Perú í tvíliðaleiknum, Xinema Bellido. Komust þær þegar í aðra umferð án þess að slá svo mikið sem vindhögg. • Þórdís Edwald bestu i Kina. komst í höp 32 Andstæðingamir gáfu nefnilega leik- inn. í annarri umferð töpuðu þær hins- vegar fyrir Lindu Cloutier og Doris Piché, stúlkum frá Kanada, 12—15 og 5-15. • Broddi og Þorsteinn töpuðu með sama lagi sínum fyrsta leik í tvíliða- keppni, 5-15 og 9-15. Mættu þeir spilurum frá Kóreu, Deuk Iæe og Sang Lee. • Guðmundur lék með Perúmann- inum Christian Schroeder og Jéllu þeir einnig úr keppni vegna ósigurs í fyrstu rimmunni. Töpuðu þeir fyrir Indónes- um, Eddy Hortano og Susanto Hadibowo, 2-15 og 5-15. í raun er svipaða sögu að segja af tvenndarleik en þar urðu íslensku keppendumir úr leik þegar í fyrstu umferð. • Þórdís lék með Brodda og töpuðu þau fyrir Hong Kong-búum, Chan Chi Choi og Cham Lim Chee, 7-15 og 4-15. Guðmundur Adolfsson lék með Jiang Ping He frá Mexíkó og biðu þau lægri hlut fyrir Niðurlendingum, Pierre Pelupessy og Eline Coene, 6-15 og 4-15, -JÖG KERTAÞRÆÐIR LeiAari úr stálblondu. Sterkur og þolir að leggjast f kröppum beygjum. Við- nám aðains 1/10 af viðnimi kolþriða. Margfökl neistagnAi. Kápa sem deyfir truflandi rafbylgjur. í passandi settum. „Við reyndum allt hvað við gátum til að vinna sigur en Gautaborgarliðið reyndist okkur erfið hindrun. Við er-' um búnir að leika 66 leiki á keppnis- tímabilinu og það segir sig alveg sjálft að leikmennimir eru að fram komnir. Svíamir em að bytja sitt keppnistíma- bil svo ég get ekki annað sagt en ég sé virkilega vonsvikinn," sagði Cim McLean, framkvæmdastjóri Dundee United, eftir 1-1 jafntefli gegn IFK Gautaborg í Dundee í Skotlandi í gærkvöldi. Þessi úrslit nægðu IFK Gautaborg til sigurs í UEFA keppn- inni því liðið sigraði í fyrri leik liðanna í Gautaborg og vann því samanlagt 2-1. Þetta er í annað skiptið sem félag- ið hreppir UEFA-bikarinn, síðast árið 1982. Gautaborg náði forystu á 23. mínútu þegar Lennart Nilson skoraði gott mark. Á 60. mínútu jafnaði John Clark fyrir Dundee með góðu skoti, stöng og inn. Gautaborg var betri aðilinn í leiknum, gaf ekkert eftir og átti sigur í keppninni fyllilega skilin. Þetta var 25. leikurinn í röð hjá Gautaborg án taps í UEFA-keppninni. -JKS Forföll hjá KR og Þór í kvöld - Báðir markmenn KR eru meiddir • lan Redford, sóknarleikmaður Dundee United, sést hér berjast um knöttinn við varnarmann IFK Gautaborg, Peter Larsson, í gærkvöldi. Símamynd Reuter Tekst Þór að leggja meist- arana briðia árið í róð? ! «©> skiaMamafl ™ ™ I Viggó Viggósson varð sigurvegari í keppninni * _ um Ampcnn ctkinlHinn VtiH finlfkli'íhhi RpvkinvíWnr • Michael Andersson, leikmaður IFK Gautaborg, lendir hér á vellinum eftir mikla flugferð í gær- kvöldi. Það var ekkert gefið eftir í úrslitaleiknum eins og þessi mynd ber með sér. Símamynd Reuter KR-ingar, sem leika gegn KA í kvöld í 1. deild Islandsmótsins í knattspymu, verða án þriggja sterkra leikmanna. Loftur Ólafsson og markverðirnir Stef- án Amarsson og Stefán Jóhannsson em allir meiddir og geta ekki leikið með KR í kvöld. Stefán Amarsson, sem átti að leika í marki KR í kvöld, meiddist nýverið á hné en ekki em meiðsli hans talin alvarleg. Meiðsli nafna hans Jóhanns- sonar em hins vegar alvarlegri og hann mun ekki verða tilbúinn í slag- inn fyrr en í næsta mánuði. Sævar Bjamason mun leika í marki KR á Akureyri í kvöld. Loftur Ólafsson er slæmur í læri en hann ætti að ná sér fljótlega. • Þórsarar, sem mæta Fram í Laug- ardal, geta ekki frekar en KR-ingar mætt með sitt sterkasta lið í kvöld. Hjá þeim er Siguróli Kristjánsson meiddur en ætti að geta leikið næsta leik með Þórsliðinu. Þá er bakvörður- inn Sigbjöm Viðarsson í leikbanni frá því í fyrra og verður því fjarri góðu gamni. -SK - fimm leikir fyrstu umferðar 1. deildar Islandsmótsins í knattspymu í kvöld Það hefur vart farið fram hjá nokkr- um lifandi manni að keppni í 1. deild íslandsmótsins í knattspymu hefst í kvöld. Varla er ofeögum sagt að knattspymuunnendur hafa ekki í langan tíma beðið með jafnmikilli óþreyju eftir að íslandsmótið hæfist enda er allt útlit fyrir eitt mest spennandi Islandsmót í 1. deild í langan tíma, svo ekki sé talað um nýhafha keppni í 2. deild. Þór gegn meisturunum þriðja árið í röð • Eins og áður sagði eru fimm leikir á dagskrá í 1. deild í kvöld, heil umferð. íslandsmeistarar Fram hefja titilvömina í Laugardal en þá koma Þórsarar frá Akureyri í heim- sókn. Þetta er í þriðja skipti sem Þórsarar dragast gegn íslandsmeist- urum frá árinu áður. Árið 1985 sigruðu þeir þáverandi meistara, Akranes, 2-0, og í fyrra komu Þórs- arar mjög á óvart er þeir sigruðu íslandsmeistara Vals í fyrstu umferð, 2-1. Þórsarar hafa því möguleika á að leggja Islandsmeistara að velli í kvöld, þriðja árið í röð. Nýliöarnir gegn Keflavík Völsungur frá Húsavík leikur í kvöld sinn fyrsta leik í 1. deild í sögu félagsins, gegn Keflavík á Húsavík. Fróðlegt verður að sjá hvemig nýlið- amir spjara sig í sumar og víst er að Keflvíkingar eiga ekki auðveldan leik fýrfr höndum í kvöld. Valsmenn i Garðinn Valsmenn, sem að allra mati eru sigurstranglegastir í deildinni í sum- ar, leika f kvöld gegn Víði frá Garði og fer leikurinn fram syðra. Víðis- menn em með mikið baráttulið og verða erfiðir heim að sækja í sumar. Valsmenn byrjuðu frekar illa í mót- inu í fyrra og ætla sér örugglega betri byrjun nú. Skorar Pétur á Akureyri? Pétur Pétursson og félagar hans í KR fljúga norður til Akureyrar í dag og leika gegn KA í kvöld. KR-ingar em óneitanlega mun sigurstrang- legri en enginn skyldi afskrifa sprækt lið KA-manna undir stjóm Harðar Helgasonar. Skagamenn byrja í Krikanum Bikarmeistarar Ákraness og ný- kiýndir sigurvegarar í litlu bikar- keppninni og meistarakeppni KSl, hefja þátttöku sína í Islandsmótinu í ár með leik f kvöld gegn FH í Hafnarfirði. Skagamenn verða að teljast sigurstranglegri en erfitt er þó að spá fyrir um úrslit. Allir leik- imir í kvöld hefjast klukkan átta. Okkar menn um land allt DV verður með hörkulið á leikjum sumarsins úti á landi. Gylfi Krist- jánsson skrifar um leiki íslandsmóts- ins á Akureyri, Magnús Gíslason sér um Suðumesin, Jóhannes Sigur- jónsson, ritstjóri Víkurblaðsins, verður okkar maður á Húsavík og Sigurgeir Sveinsson verður réttur maður á réttum stað á Akranesi. Þjálfari og leikmaður mánað- arins hjá DV DV mun í sumar velja þjálfara og leikmann mánaðarins og fá þeir sem verða útnefndir vegleg verðlaun. Vonumst við til að lesendur blaðsins eigi eftir að taka þessari nýbreytni vel. -SK Viggó Viggósson varð sigurvegari í keppninni um Ameson skjöldinn hjá Golfklúbbi Reykjavíkur sem lauk nýverið. Ragnar Guðmundsson varð ann- ar og Magnús Ólafsson þriðji. • I flaggakeppninni hjá GR, sem fram fór á dög- unum, sigraði Einar L. Þórisson á 20. teigi. Grímur Valdimarsson varð annar og Óskar Sæmundsson þriðji. • Ingvar Ólason vann maímótið án forgjafar hjá GR, 15 ára og yngri, á 85 höggum. Þórir Ö. Þóris- son varð sigurvegari með forgjöf á 69 höggum. -SK Magnús áfram hjá Stabæk i vörður, gat lítið leikið með liðinu í I I I I Magnús lngi Stefánsson, mark- I vörður í handknattleik, hefur skrifað " undir nýjan samning við norska | handknattleiksliðið Stabæk og mun leika með þvf á næsta keppnistíma- bili'. Magnús, sem er mjög snjall mark- I fyrra vegna anna í námi og liðið féll I í 2. deild. Forráðamenn liðsins vildu * ekki fyrir nokkra muni sjá af Magn- | úsi og þratt fyrir að hann væri með _ mörg tilboð fcá öðrum liðum skrifaði | hann undir hjá Stabæk. -SK | Ajax í Úrslit | Ekkert stöðvar Lakers! Ajax, Amsterdam, tryggði sér í gær rétt f úrslit hollensku bikarkeppninnar í knattspymu. Sigraði þá Groningen, 3-0, en liðin höfðu áður gert jafh- tefli í undanúrslitum. Ajax leikur til úrslita við Den Haag, - þekktasta lið höfuðborgar Hollands. Ajax sigraði í síðustu viku í úrslitum Evrópu-' keppni bikarhafa og bæði hollensku liðin, Ajax og Den Haag, leika í Evrópukeppninni næsta keppnis- tímabil, hver svo sem úrslit verða f leik liðanna í úrslitum hollenska bikarsins 3. júní. -hsím Ekkert lát er á mikilli velgengni Los Angeles Lakers í bandaríska körfuboltanum. Lakers er þessadag- ana að leika gegn Seattle Super- sonics í úrslitum á vesturströndinni og hefur Lakers unnið báða leikina sem búnir eru en liðið þarf að vinna fjóra leiki til að komast í úrslitin. Úrslitin í sfðari leik liðanna. 112 104 ■ fyrir Lakers. I • Á austurströndinni leika Bost- I on Celtics og Detroit Pistons til * úrslita. Þar er einum leik lokið og | lauk honum með sigri Boston, 104-91. Það virðist því allt stefha í | úrslitaleiki á milli Lakers og Bostor^j HÁBER G ” SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91 I-8 47 88 Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Aðalfundur safnaðarins verður haldinn sunnudaginn 24. maí nk. að lokinni messu sem hefst kl. 14.00. j Venjuleg aðalfundarstörf. Safnaðarstjórnin. AÐALFUNDUR FR: DEILDAR 23 verður haldinn í húsi Slysavarnafélagsins að Hjalla- hrauni 9, Hafnarfirði, fimmtudaginn 21. maí og hefst kl. 20.00. Félagar fjölmennið Stjórn FR: deildar 23. Gabriel HÖGGDEYFAR NÝ STÓRSENDING! 7 SÖMU HAGSTÆÐU VERÐIN. SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 Tahamata til Belgíu Einn besti leikmaður hollenska landsliðsins í knattspvrnu. Simon Ta- hamata, mun leika í Belgíu næsta keppnistímabil. Feyenoord seldi hann i gær til Beerschot og nam kaupverðið sex milljónum íslenskra króna. Ta- hamata, sem hefur leikið landsleiki gegn íslandi, er 31 árs. Hann hefur leikið með Feyenoord síðustu tvö árin en lék áður með Ajax. Amsterdam og Standard Liege. -hsím Toppliðin í undanúrslit Toppliðin í frönsku knattspymunni, Bordeaux og Marseille, eru komin í undanúrslit frönsku bikarkeppninnar ásamt Reims og Ales. Nú í vikunni tapaði Bordeaux, 2-1, fyrir Lille á úti- velli en vann samanlagt, 4-3, í báðum leikjunum. Marseille gerði jafhtefli, 0-0, á heimavelli við Lens en sigraði, 1-0, í Lens. Reims sló Laval út eftir vítaspymukeppni og Ales sigraði Strasbourg samanlagt, 2-1. -hsím BLAÐBunÐAR- FÓLK VANTAR í EFTIRTALIN HVERFI Selvogsgrunn Sporðagrunn #****#*****#****##*#**##### Safamýri Ármúla 1-15 *************************** Sæviðarsund Skipasund 1-25 ***#*#**#******###********* Sólheima 25—út *************************** Hávallagötu 18— út Sólvallagötu 12—út *##***#**#*###******#*##*#* Mánabraut, Kópav. Sunnubraut, Kópav. Þingholtsbraut, Kópav. *************************** Furugrund 1-54, Kópav. Birkigrund, Kópav. Grenigrund, Kópav. *************************** Skólagerði, Kópav. *************************** AFGREIÐSLA Þverholti 11 - Sími 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.