Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1987, Page 32
32
Tíðarandi
„Þetta er ákjósanlegt veður til
fuglaskoðunarferða," segir Árni
Waag þegar við leggjum af stað frá
Umferðarmiðstöðinni. Það er rign-
ingarsuddi en ekki kalt í veðri.
Fremur fáir eru með í förinni að
' þessu sinni sem kemur til af veðrinu
en fólk áttar sig ekki á hvernig skil-
yrði þarf til velheppnaðrar fugla-
skoðunar.
Sólin vefstfyrir
„Það er ekki gott að skoða fugla í
mikilli birtu,“ heldur Árni áfram.
„Mikil og sterk sól er óþægileg
þegar maður lendir í því að ganga á
móti henni, þá sést ekki liturinn á
fuglunum. Og svo syngja fuglarnir
meira þegar rakt er í veðri.“
Hins vegar er það óheppni að stór-
straumsflóð er því best er að skoða
fuglana í fjöru þegar háfjara er. Á
fjöru tæmist til dæmis Kópavogurinn
og þá er þar mikið fuglalíf. Þar sem
nú er flóð eru fjörufuglarnir í hvíld-
arstöðu, sofa gjarnan og snyrta sig.
Þegar komið er að Bessastöðum er
gósenland fuglaskoðarans fyrir aug-
um enda staðurinn ríkastur fuglateg-
unda á íslandi að Mývatni einu
undanskildu. Á túninu er breiða ið-
andi fugla sem greinilega eru að búa
sig undir nóttina - það glitrar á fjaðr-
ir hvert sem litið er. Þetta er eins
og síldartorfa í kasti.
Margæsir í eldsneytisleit
„Margæsirnar sem þið sjáið hérna
eru á leið frá írlandi þar sem þær
hafa vetrarsetu. Hérna á Álftanesi
hvílast margæsirnar og fita sig upp
fyrir langflugið yfir Grænlandsjökul
Þær eru vinalegar aligæsir forsetans og með eindæmum fordómalausar gagnvart ókunnugum. Svo mjög reyndar að dæmi eru til þess efnis að hrein-
ræktuð aligæs lendi í afdrifaríku ástarsambandi við aðvífandi heiðargæs. Afkvæmin vappa svo um túnin á Bessastöðum innan um aðrar fuglategundir.
Utivist:
Matarboðið er þegið með mikilli
hrifningu. Enginn hafði áður bragð-
að egg af þessari tegund sem reynast
með afbrigðum bragðgóð. Þrír út-
lendingar eru í hópnum og eiga ekki
orð til þess að lýsa hrifningu sinni.
Jane Taylor spilar hér með Sinfóníu-
hljómsveitinni og er þarna á ferð með
foreldrum sínum, Elizabeth og John
Taylor.
„Ég hef áhuga á fuglaskoðun og
hef talsvert skoðað fugla með föður
mínum,“ segir Jane.
„Hettumáfsegg hef ég hins vegar
aldrei borðað en pabbi bragðaði
svartbaksegg í stríðinu.'1
Varla er síðasti eggjabitinn ljúf-
lega runninn niður þegar húsfreyjan
ríður í hlað. Þarna er komin Júlía
Björnsson á gæðingnum Yl. Þegar
Júlía er spurð um ættir Yls kemur í
ljós að hann er kominn undan Gló-
blesa og Brönu - en hinir erlendu
gestir hlæja dátt þegar þeim er sagt
að þarna sé allt að því um íslenskan
prins að ræða.
Náttúruskoðun númer eitt
Tveir fulltrúar Utivistar eru með í
förinni að þessu sinni. Kristján Bald-
ursson - sem er starfsmaður Utivist-
ar - segist ekki hafa neinn sérstakan
áhuga á fuglaskoðun. Það er fyrst
og fremst náttúruskoðun sem hann
sækist eftir.
„Ég byrjaði fyrir um það bil tólf
árum á ferðalögum með félaginu og
síðan æxlaðist þetta þannig að ég tók
síðan við þessu. Það er ekki bara
útivistin sem veitir ánægjuna heldur
tengist þetta líka sögunni, örnefnum
og öðru slíku. Og fólk kemur til þess •
að kynnast nýjum leiðum og nýjum
stöðum. Þetta er hreyfing og útivist
- og sumir fá það út úr þessu að
kynnast öðru fólki.“
Þegar minnst er á dagskrá Útivist-
ar kemur í ljós að þar er af nógu að
taka.
„ Við förum á Álftanesið tvisvar á
ári en ferðaprógramm okkar er mjög
vítt og fjölbreytilegt. Stundum förum
en þar verpa þær árlega,“ segir farar-
stjórinn og bendir á gæsatorfuna.
Giskað er á að fjöldinn nái yfir
annað hundraðið og þar sem gæsirn-
ar sitja makindalega önnum kafnar
við eldsneytisöflunina búa þær í frið-
sömu samfélagi við aligæsir, heiðar-
gæsir og grágæsir. Tjaldurinn er svo
á staðnum líka og virðist hálftaminn
þar sem hann bjástrar í túninu og
það er greinilegt að aliendurnar
fylgja sama hegðunarmynstri.
Niðri í fjörunni fyrirfinnast rauð-
brystingar, háerlur, æður og máfar -
svo eitthvað sé talið - að ekki sé
minnst á kríuna. Hún er mesti ferða-
garpur heimsins, fer alla leið frá
Suðurheimskautslandinu og norður
að Grænlandi. Hluta ferðarinnar sjá
þessir garpar aldrei land og halda sig
bara við réttu loftstraumana.
Bastarður á Bessastaðatún-
inu
„Bíðið við! Þetta er ekki grágæs
heldur einhver bastarður," segir
Ámi nú við einn úr hópnum sem
taldi sig vera að skoða grágæsapar.
„Grágæsin er formóðir taminna
gæsa - eins og stokköndin er formóð-
ir alianda. Þess vegna geta grágæs
og aligæs ekki einungis átt saman
afkvæmi heldur verða þau stundum
frjó að auki.“
Parið, sem svo mikla athygli vek-
ur, lætur ekki raska ró sinni og
bastarðurinn í sambandinu hefur
greinilega orðið sér úti um hrein-
ræktaðan mótaðila að þessu sinni.
Þau synda rólega um alveg uppi við
fjöruborðið - alsæl með lífið og til-
veruna.
Næst liggur leiðin heim að Stekk
en þar hafa Útivistarmenn fengið
leyfi til þess að ganga um til skoðun-
ar á fuglalífinu. Alls kyns tæki og
tól hafa verið notuð til þess að skoða
fuglana úr talsverðri fjarlægð þegar
einn úr hópnum rekur augun í spjald
sem fest er við spýtu sem reist er upp
við stein í lóðinni.
Matarboð Júlíu í Stekk
„Útivist - hér eru soðin hettumáfs-
egg. Gjörið svo vel.“ Skilaboðin eru
skýr og undir stendur stór bakki með
fjölda hettumáfseggja.
„Vænghafið er...“ Fararstjorinn Árni Waag á fullri ferð í frásögn með
þátttakendur í förinni sem áhugasama áheyrendur.
við aftur á sömu staðina en finnum
líka nýjar leiðir. Það eru óteljandi
gönguleiðir sem hægt er að velja um
því athafnasvæðið er allt Island.
Helgarferðir og dagsferðir takmark-
ast af tímanum en á sumrin er farið
lengra - á Hornstrandir, Lónsöræfi
og fleiri staði.“
Þeir Útivistarmenn þurfa ekki að
kvíða þátttökuleysi í ferðunum og
stundum komast færri að en vilja.
Aðalllega íslendingar
„Það eru fyrst og fremst Islending-
ar sem taka þátt í þessum ferðum því
þær eru ekki markvisst auglýstar
erlendis. En tíu prósent eru þó alltaf
erlendir gestir. Tilgangurinn með
starfsemi Útivistar er fyrst og fremst
að kynna íslendingum náttúru eigin
lands og hvetja til frekari ferða og
skoðunar. Og það hefur tekist - tæp-
lega sex þúsund tóku þátt í þessu í
Útivistarmennirnir Árni Waag og Kristján Baldursson litast um eftir ein-
hverju merkilegu skoðunarefni á túninu á Stekk. Þarna var reyndar litið
langt yfir skammt því fyrir framan nefið á okkur var boðið til veislu - soðin
hettumáfsegg að hætti húsfreyjunnar.