Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1987, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1987, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 26. MAl 1987. 9 Utlönd Kona úr hópi mótmælenda steytir hnefann aö óeirðasveitum lögreglunnar í Manila þar sem beitt var táragasi og háþrýstislöngum gegn andstæðingum stjómarinnnar í gær. Simamynd Reuter Aquino neitar aðsegjaafsér Corazon Aquino, forseti Filippseyja, neitaði í gær alfarið að verða við kröf- um andstæðinga sinna um að hún segði af sér embætti. „Ég er kona en ég er tilbúin að berjast við þá,“ sagði Aquino í gær og bætti við að það segði sér enginn fyrir verkum. Aquino átti í gær fund með Joseph Estrada, fyrrum kvikmyndaleikara, sem nú hefur snúið sér að stjóm- málum, en hann er einn af andstæð- ingum hennar og var í framboði til öldungadeildar þingsins í kosningun- um fyrir skömmu. Estrada vildi á fúndinum leitast við að slaka á spennu sem myndast hefur í landinu vegna ásakana um að Aquino og hennar menn hafi ástundað kosningasvindl í stórum stíl. Talningu atkvæða í kosningunum er ekki að fullu lokið en svo virðist sem Estrada verði annar af tveim stjómarandstæðingum í öldungadeild þings Filippseyja. Hinn virðist ætla að verða fyrrum vamarmálaráðherra í ríkisstjórn Aquino, Juan Ponce Enr- ile. Stjómarandstaðan hefur farið þess á leit við hæstarétt landsins að kosning- amar verði ógiltar vegna kosningas- vindls. Aquino hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum þessum. Móðir eins sfúdentanna, sem fangelsaðir voru i gær vegna mótmælastarf- semi, dregin á brott af óeinkennisklæddum lögreglumönnum. Simamynd Reuter Stjórnarskipti vegna dauða stúdentsins Ríkisstjóm Suður-Kóreu sagði í nótt af sér og gekkst þannig við ábyrgð á því að ungur háskólanemi var fyrir nokkru pyntaður til dauða af lögregl- unni i Seoul. Lho Shin Yong, forsætisráðherra S-Kóreu, lagði í morgun fram lausnar- beiðni sína og ríkisstjómar sinnar og kvaðst í henni taka siðferðilega og stjómmálalega ábyrgð á því ástandi sem skapast hefur vegna fregna af dauða stúdentsins og yfirhylmingu lögreglunnar með þeim sem myrtu hann. Chun Doo Hwan, forseti landsins. lagði í gær fram lista yfir ráðherra í nýrri stjórn. Af tuttugu og tveim ráð- hermrn í þessari nýju stjórn eru sautján af ráðherrum stjómarinnar sem sagði af sér, aðeins skipt um fimm ráðherra. Þeir sem skipt var um eru forsætisráðherra, aðstoðarforsætis- ráðherra, innanríkisráðherra, fjár- málaráðherra og dómsmálaráðherra. Hinn nýi forsætisráðherra heitir Lee Han-key. Snotra UFO B&S motor . Snotra Steel 46 SB Flymo XE30 VINNUR VERKIÐ 7 Flymo rafknúinn E 30 Ginge handsláttuvélar Lipurtá BS 40 300 Lipurtá BS 40 500 m: ' Flymo E 38 Snotra 46 Flymo L 38 Snotra 46 Ginge valsasláttuvél m/driti 700 m! Flymo L 47 Snotra m/grassafnara Ginge þyrlusláttuvél m/drifi 1000 mJ Westwood 6000 m! á klst. SLATTUVELAR FYRIR ALLAR STÆRÐIR GARÐA Hjá okkur færðu allar stærðir af sláttuvélum í úrvali. Rafmagnsvélar og tvíaengis- eða fjórgengisvélar. Allar bensínvélar meS rafeindakveikju. Við leiðbeinum þér við val á sláttuvél, sem hentar þér og þínum garði. ‘Euro- og Visakjör. Engin útborgun, greiðsla skiptist á fjóra mánuði. Vélorf Zenoah Smiöjuvegur 30 E-gata Kóp. Símar 77066 og 78600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.