Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1987, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1987, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAI 1987. ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987. 17 Iþrótlir Iþróttir Úrýmsum áttum Bemhard Langer sigraði í gær á breska meistaramótinu í golfi og fékk fyr- ir vikið eina og hálfa milljón króna. Langer lék mjög vel og kom inn á 270 höggum, fjórum höggum á undan Severíano Ballesteros sem varð annar. Langer er nú í 3. sæti heinislistans. • Bernhard Langer ásamt konu sinni. Kínverjar voru mjög sigursælir á heimsmeist- aramótinu í badminton sem lauk í Kína um síðustu'helgi. Kínverjar unnu alla fimm titlana sem þama var keppt um og hefur ein þjóð aldrei áður sigrað í öllum flokkum keppninnar. Indónesar höfðu kom- ist næst þvi þegar þeir sigruðu í fjórum flokkum 1980. Gunn- laUglir Kristjánsson hlaut nafnBðtina golfmeistari Kiw- anismanna 1987 og er þetta fjórða árið í röð sem Gunnlaugur hlýtur þennan titil. í 2. sæti verð Ólafur Á. Þorsteinsson og Hafsteinn Sig- urvinsson varð þriðji. • Gunnlaugur Kristjánsson er bestur Kiwanismanna í golfi. Útflutn- ingur sovéskra leik- manna virðist nú á næsta leiti. Valery Ixtbanovsky, landsliðsþjálf- ari Sovétmanna, sagði nýlega í viðtali að hann teldi að það myndi auka veg sovéskrar knattspymu ef fremstu leikmönnum landsins yrði leyft að leika með frægum erlendum félögum. „Frábærir leik- menn eins og Oleg Blokhin, Rinat Dasayev og Alexander Chivadze og aðrir toppleikmenn okkar em orðnir vinsælir út um allan heim og þeir yrðu verðugir fúlltrúar Sovétríkjanna í frægum liðum,“ sagði Lobanovsky. Þetta er for- vitnilegt viðhorf hjá manni sem reeður ömgglega miklu í sovésku íþróttalífi. -SMJ Tekst að leggja Hollendingana? 7 töp, 1 sigur og 1 jafntefli er árangur íslands gegn Hollendingum til þessa KNATTSPYRNUSKOLI IR Knattspyrnuskóli Í.R. hefst mánud. 1. júní og verður starfræktur í allt sumar. Námskeiðin verða 5 alls og hefst innritun mánud. 25. maí í félagsheimili Í.R. Nán- ari uppl. í síma 75013 eftir kl. 13.00. Unglingalandslið Islands, 16.00. leiTuirinn ferTram á Stjörnuvelli í Garðabæ og er full ástæða til þes 18 ára og yngri, mætir Belgíumönnum í Evrópukeppninni í dag kl. 16.00. leiluírinn ferlrám á Stjörnuvelli í Garðabæ og er full ástæða til þéss að hvetja fólk til að fjölmenna og fylgjast með upprennandi stjörnum Islands. Islenska liðið hefur þegar leikið einn leik i riðlinum í Danmörku og lauk þeim leik, 1-1, eftir að íslenska liðið hafði sótt mestallan tímann. Auk framangreindra liða eru Pólverjar með í riðlinum. Strákarnir voru hressir og tii í slaginn þegar þeir stilltu sér upp fyrir ljósmyndara DV ásamt þjáífara sínum og forráðamönnum KSÍ. DV-mynd Brynjar Gauti Pólverji farinn að predika á Hlíðarenda ísland mætir Hollendingum í undan- keppni ólympíuleikanna í knattspymu á Laugardalsvellinum í dag kl. 18.00. Leik- urinn hefst kl. 20 og er fyrsti heimaleikur íslands í keppninni. íslendingar hafa mætt Hollendingum 9 sinnum á knattspymuvellinum. Einn leik- ur hefúr unnist og var það 19. júní 1961, þá vann ísland, 4-3. Einu sinni hefur orð- ið jafntefli en Hollendingar hafa unnið 7 sinnum. Markahlutfallið er 7-32 Hollend- ingum í hag. Hlynur í stað Halldórs Hlynur Birgisson var valinn í landsliðs- hópinn í gær í staðinn fyrir félaga sinn, Halldór Áskelsson, sem meiddist í leik Þórs og Fram í 1. umferð íslandsmótsins. Urslit í B-riðli, þar sem við Islendingar leikum, hafa orðið sem hér segir fram að þessu: Holland - A-þýskaland..............0-1 Ítalía - Portúgal...................1-0 Portúgal - Holland..................0-0 A-Þýskaland - Ítalía................0-0 ftalía - ísland.....................2-0 Portúgal - A-þýskaland.............0-0 Það hafa því ekki verið skoruð nema 4 mörk í þeim 6 leikjum sem þegar er lokið í B-riðli. Staðan í riðlinum er nú þannig: Italía.................3 2 1 0 3-0 5 A-Þýskal...............3 12 0 1-0 4 Portúgal...............3 0 2 1 1-2 2 Holland................20 11 0-2 1 ísland.................10 0 1 0-2 0 Þeir leikir sem eftir eru í riðlinum verða leiknir sem hér segir: 1987: 26.05. ísland - Holland 02.09. ísland - A-Þýskal. 22.09. A-Þýskal. - Holland 07.10. Portúgal - ísland 18.11. Ítalía - A-Þýskal. 1988: 24.02. Portúgal - Ítalía 09.03. Holland - Italía 30.03. Holland - Portúgal 12.04. A-Þýskal. - Portúgal 13.04. Ítalía - Holland 27.04. Holland - Island 30.04. A-Þýskal. - Island 24.05. Island - Portúgal 29.05. ísland - Italía -SMJ Oþaifleg harka í annarri deild Einn sterkasti leikmaður Þróttar, Kristinn Svavarsson, meiddist mjög al- varlega í leik við ÍR-inga nú um helgina. Einn Breiðhyltingurinn ku hafa sóst eftir boltanum þegar sá hnöttótti var hins vegar kominn á aðrar slóðir. Var því ekkert annað fyrir en fótur Kristins. Sem stendur er ekki Ijóst hversu lengi pilturinn verður frá keppni en sex vikur eru ekki fjarri lagi. Heimildarmaður blaðsins segir meiðsl- in með alvarlegasta móti, djúpur skurður á kálfa og alveg inn að beini. Það er vitanlega aldrei ætlun leikmanns að slasa mótheija þótt oft sé barist af grimmd. Það er hins vegar ljóst að fúll- mikil ákefð eða heift getur kostað alvarleg meiðsl og jafnvel örkuml. Leik- urinn snýst víst um boltann en ekki um andstæðinginn. Brot í knattspymu eru gegn eðli íþróttarinnai- jafrit og sú áratta dómara að láta síbrotamenn afskiptalausa að kalla. Þeir flautukóngar ættu að gefa meiri gaum að átökum inni á vellinum en orðahnippingum sem sjaldnast valda skaða. -JÖG Þú hringir — viö birtumog auglýsingin verður færð á kortið. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og ganga frá öllu í sama simtali. Hámark kortaúttektar í síma er kr. 4.000,- Hafið tilbúið: /IMafn - heimilisfang - síma - nafnnúmer -kortnúmer og gildistíma og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar. 7 Pólskur handknattleiksþjálfari er nú staddur í herbúðum Valsmanna. Ber sá kappi nafnið Stanislav Modranow- skij. Skoðar sá pólski aðstæður hjá félaginu en það reynir á móti hæfni hans í starfi. „Hann hefur stýrt þremur æfingum og virðist kunna sitt fag,“ sagði Geir Sveinsson, fyrirliði Valsmanna, í stuttu spjalli við DV. Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfari kom á tengslum milli Modranowskij og Valsliðsins. En þótt Modranowskij þessi sé far- inn að predika á Hlíðarenda er júgóslavneski þjálfarinn Ljubomir enn inni í myndinni. Eins og kom fram í blaðinu fyrir skemmstu telja Vals- menn Ljubomir fysilegan kost enda reyndist hann Norðanmönnum betri en enginn fyrir fáeinum leikárum. Þjálfaði þá KA-menn við góðan orð- stir. Jón Kristjáns enn í biðstöðu Þess má að lokum geta að biðstaðan er enn í öndvegi hjá Jóni Kristjáns- syni, KA-manni. Fyrir skemmstu benti allt til þess að hann gengi í raðir Fram- ara en nú er annað uppi á teningnum. „Framarar hafa fengið mann í þá stöðu sem ég stefndi á,“ sagði Jón í spjalli við DV i gær. Á hann þar við Hannes Leifsson, fyrrum Stjömukempu. Jón sagðist annars vilja bíða og sjá hvað kynni að gerast í þjálfaramálum Vals áður en ákvörðun um félagaskip- ti liti dagsins ljós. -JÖG Þnðji mai helt velli í fyrstu deild Þriðji maí, lið þeirra Sigurðar Gunnarssonar og Einars Þorvarðar- sonar, hélt sæti sínu í fyrstu deild- inni spánsku með frækilegum sigrum í síðustu umferðum deildar- mótsins. I síðustu umferðinni vann liðið til að mynda Sanfos með 24 mörkum gegn 22. Siggi gerði tvö mörk en lék annars lítið. Einar varði hins vegar vel. „Tres de Mayo verður að minnsta kosti í fyrstu deildinni næstu tvö keppnistímabil,“ sagði Sigurður í stuttu spjalli við DV í gærkvöldi. „Það verður nefnilega fjölgað á næsta ári og þá mun ekkert lið falla.“ Sigurður sagði að enn væri ekki ljóst hver afdrif sín yrðu. Sagði hann að enn væri ekki loku fyrir það sko- tið að hann hyrfi frá Spáni fýrir upphaf næsta keppnistímabils. „Mér líður þó ágætlega hér syðra enda er vel búið að fjölskyldunni. Það getur því rétt eins farið svo að ég leiki hér enn eitt leiktímabil.“ Börsungar misstu af titlinum E1 Gorriaga Bidasoa varð spánsk- ur landsmeistari í handknattleik þetta árið. Liðið stóð jafnhliða Barc- elona fyrir síðustu umferðina en í henni áttu bæði lið heimaleik. Svo fór að Börsungar gerðu jafntefli en Bidasoa vann einn sinn mikilvæg- asta sigur frá upphafi. Spánska sjónvarpið sýndi beint frá báðum þessum leikjum og var klippt á milli leiksala þar sem viðureignim- ar fóru fram samtímis. Spánska þjóðin sat æf fyrir framan skjáina, skalf og nötraði af spennu. Þau læti voru þó til lítils enda réðu spangól sjónvarpselskenda engu um úrslitin. -JÖG Y 7 / X -1 j ' I • Siggi Gunn leikur liklegast áfram * á Spáni með Tres de Mayo. _____________________________________I sSr* I s • Ingemar Stenmark. Stenmark má keppa á OL Sænski skíðakóngurinn, Ingemar Stenmark, getur tekið þátt í vetrar-ólympíuleikunum, sem háðir verða í Calgary í Kanada í byrjun næsta ár. Á fundi alþjóðaskíðasambandsins á laugar- dag var samþykkt að Stenmark fái aftur áhugamannaréttindi sín. Hann var sviptur þeim fyrir ólympíuleikana í Sarajevo 1984 og gat því ekki varið ólympíutitla sína frá leikunum 1980. Stenmark, sem nú er 31 árs, hefur tvívegis orðið ólympíumeistari, þrisvar heimsmeistari, auk þess, sem hann hefur fleiri sigra en nokkur annar í keppni heimsbikarsins. Hann stefnir að þvi að keppa á leikunum í Kanada og ætti að hafa alla möguleika á að komast í sænska landsliðið. Alþjóðaólympíunefndin mun á næsta fundi sínum taka fyrir samþykkt FIS og veita Stenmark áhugamannaréttindi sín á ný. -hsím DV-lið 1. umferöar • Þorsteinn Guðjónsson, KR, vamarmaður. • Birkir Kristinsson, ÍA, markvörður. • Júlíus Tiyggvason, Þór, varnamiaður. • Ágúst Már Jónsson, KR, vamarmaður. • Daníel Einarsson, Víði, vamarmaður. • Kristján Olgeirsson, Völsungi, miðvallarleik- maður. 1 • Pétur Arnþórsson, Fram, miðvallarleikm. /«Éfc. i, • Gunnar Oddsson, ÍBK, miðvallarleikmaður. • Óli Þór Magnússon, ÍBK, sóknarmaður. • Mítgni Blöndal Péturs- son, Val, miðvallarleik- maður. •'Halldór Áskelsson, Þór, sóknarmaður. Sævar Jónsson varnarmadur. lan Ross, þjálfari meistaraflokks Vals. KNATT- SPYRNU- SKÓLI VALS Fyrir stelpur og stráka á aldrinum 5 til 12 ára. Farið verður yfir öll undirstöðuatriði í knattspyrnu, leiktækni og spilaæfing- um. Leiðbeinendur eru Sigurbergur Sigsteinsson og Njáll Eiðsson. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, videosýningar og farið í knattþrautir. Leikmenn og þjálfari meistaraflokks Vals koma í heimsókn, ræða við nem- endur og veita viðurkenningar fyrir góðan árangur í KNATTÞRAUTUM VALS. Kennt verður í tveim hópum, yngri nem- endum frá kl. 9-12 og eldri nemendum frá kl. 13-16. Þátttökugjald er kr. 1.200. Hvert námskeið stendur í tvær vikur. 1. námskeið 1. júní - 12. júní 2. námskeið 15. júní - 26. júní 3. námskeið 29. júní - 10. júlí 4. námskeið 13. júlí - 24. júlí Þátttaka tilkynnist í síma 611757 milli kl. 10 og 12 og í síma 11134 kl. 14-19 Guöni Bergsson varnarmaður. Njáll Eiðsson miðvallarleikmaöur. Sigurbergur Sigsteinsson iþróttakennari. Knattspyrnudeild Vals.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.