Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1987, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1987, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987. Einar Hjörieifsson sáHræðingur: „Veitti ekkert af klassískri tónlistarrás“ Vigdís Jósefsdóttir, Bárugötu 4, Reykjavík, lést 23. maí í Landa- kotsspítala. Þórdís Einarsdóttir Strand, Stiga- hlíð 22, lést 22. maí í Elli- og hjúk- runarheimilinu Grund. Friðberg Guðmundsson, Selvogs- götu 19, Hafnarfirði, lést í Borgar- spítalanum 22. mai sl. Utförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 29. maí kl. 15. Guðmundur Guðgeirsson hár- skerameistari, Mosabarði 1, Hafnar- firði, lést í Landakotsspítala að kvöldi 24. maí. Útför Helga Stefánssonar frá Haganesi, Mývatnssveit, Háteigs- vegi 11, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. maí kl. 13.30. Þórður Sturlaugsson, er látinn. Sigríður Vilhjálmína Ólafsdóttir, Jökulgrunni 1, við Hrafnistu, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstu- daginn 29. maí kl. 10.30. Þórarinn Jónsson, Gnoðarvogi 28. verður jarðsunginn frá Kirkju óháða safnaðarins miðvikudaginn 27. maí kl. 13.30. Leifur Jóhannesson frá Þingeyri verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 27. maí kl. 15. Útför Sigurhergs E. Guðjónsson- ar, Hátúni 12. fer fram frá Fossvogs- kapellu í dag. þriðjudaginn 26. maí. kl. 15. Tilkyimingar Sorgin rædd á Akureyri Námsstefna um sorg og sorgarviðbrögð verður haldin á fimmtudagskvöld (upp- stigningardag) í Glerárkirkju á Akureyri og hefst hún kl. 19. Páll Eiríksson geð- læknir, sr. Sigfmnur Þorleifsson sjúkra- hússprestur, Sigrún Proppé listmeðferðar- fræðingur og Þóra Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur flytja erindi. Á eftir verða pallborðsumræður þar sem fyrir- spurnum verður svarað. Námsstefnan er öllum opin og eru Norðlendingar hvattir til að sækja hana. Námskeiðsgjald er 500 krónur og einnig verða seldar veitingar á 100 krónur á mann. Námsstefna lík þess- ari var fyrir skömmu haldin í Reykjavík og var hún mjög íjölmenn. I framhaldi námsstefnunnar er í ráði að stofna hópa þar sem fólk getur komið saman og skipst á skoðunum og deilt reynslu sinni með öðrum. Námskeið í slátrun svína og nautgripa Námskeið í slátrun hafa verið haldin reglulega nokkur undanfarin ár á vegum búvörudeildar Sambandsins. Leiðbeinend- ur hafa verið fengnir að utan, enda engir faglærðir slátrarar hér á landi, en slátur- hús mörg ný og allvel útbúin. Nú er nýlokið námskeiði í slátrun svína og naut- gripa. Námskeið þetta var tvískipt, þannig að sá hluti þess er lýtur að slátrun svína fór fram í nýju og fullkomnu sláturhúsi Kristins Sveinssonar í Reykjavík, en naut- gripaslátrunin í nýlegu stórgripaslátur- húsi Kaupfélags Borgfirðinga í Borgar- nesi. Þátttakendur voru 17 starfsmenn Kaupfélaga víðsvegar að af landinu þar sem mest er stórgripaslátrun auk starfs- manna í sláturhúsi Kristins Sveinssonar. Námskeiðið stóð yfir í íjóra daga og var kennsla aðallega verkleg en einnig bók- leg. Námskeiðið þótti takast mjög vel og var almenn ánægja með árangurinn. Hjálpartæki til að velja lottótölur Fyrirtækið S&B Ólafsson hefur hafið út- gáfu og sett á markað hjálpartæki ætlað til að auðvelda fólki að velja handhófstöl- ur á lottóseðilinn. Hér er um að ræða spilastokk með 32 spilum í og er hvert spil merkt með einni tölu frá 1 upp í 32. Þannig getur fólk nú dregið út sínar eigin happatölur heima hjá sér og flýtt þannig fyrir afgreiðslu við lottókassana. Lottó- spilin eru framleidd hér á íslandi og er frágangur allur hinn vandaðasti. Stærðin á spilunum er heldur minni er á venjuleg- um spilum eða 5x7 cm. Spilin eru innpökk- uð í hentuga pappaöskju, þau eru plasthúðuð og auðvelt að stokka. Lottó- spilin koma til með að fást á öllum útsölu- stöðum Lottósins, og síðar e.t.v. einnig í bókabúðum, þau eru hentug, ódýr og auð- veld í notkun. Almanakshappdrætti Lands- samtakanna Þroskahjálpar Vinningurinn í maí kom á nr. 14539. Þegar jarðskjálftinn reið yfir uni hálftólfleytið voru fyrstu viðbrögðin þau að labba út á svalir þar sem ég vinn. Þegar ég kom inn aftur opnaði ég útvarpið. Eftir á að hyggja eru þetta einkennandi viðbrögð, maður vill fá fréttimar strax og finnur að útvarpið er sterkasti miðillinn við þessar aðstæður. Síðan hlustaði ég á þáttinn Þetta var ekki í fréttum á Bylgjunni og fannst þetta alveg stórgóð hugmynd að taka hluti sem eru yfirleitt ekki fréttnæmir. Ég kíkti aðeins á bama- efhi sjónvarpsins með þriggja ára syni mínum og fannst hálfbagalegt að ekkert efhi var við hans hæfi. Ég horfði á báða fréttatímana í sjónvarpinu og fannst þeir taka mjög svipað á jarðskjálftafréttinni. I gær- Einar Hjörleifsson. kvöldi var kynntur þáttur sem verð- ur á dagskránni í kvöld um Nig- aragua og hann hlakka ég til að sjá. Ég hlustaði á þátt um kynþáttafor- dóma á rás 1 og leist nokkuð vel á hann. Mér finnst ég vera farinn að hlusta meira á rás 1 en áður og veit um fleiri sem svo er ástatt um. Ég vel þá frekar efhi á rás 1 en nota hinar síbyljustöðvamar meira sem deyfilyf. Mér dettur í hug að hér áður gátu fjölskyldumar setið yfir leikritunum á fimmtudagskvöldum en það virðist vera liðin tíð. Mér finnst vanta klassíska tónlist til að vega upp á móti léttu tónlist- inni, ég hef gaman af hvomtveggja en stemmningin er ólík. Það veitti ekkert af því að fá eina tónlistarrás með klassískri tónlist. Andlát I gærkvöldi Súsanna M. Grímsdóttir lést 14. maí sl. Hún fæddist í Reykjavík 6. febrúar 1906, dóttir hjónanna Stef- aníu Stefánsdóttur og Gríms Ólafs- sonar. Eftirlifandi eiginmaður Súsönnu er Sveinbjörn K. Árnason. Þeim hjónum varð þriggja dætra auðið. Útför Súsönnu veður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Sigurður Jónssonfrá Efra-Lóni lést 15. maí sl. Hann fæddist að Fagranesi á Langanesi þann 29. okt. 1911. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson og Sigríður Sigurðardóttir. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Guðrún Ólafsdóttir. Þeim hjónum varð 5 dætra auðið. Útför Sigurðar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag kl. 15. Sigurður Skúlason lést 16. maí sl. Hann fæddist 2. febrúar 1903 í Skál- holti í Biskupstungum. Foreldrar hans voru hjónin Skúli Árnason og Sigríður Sigurðardóttir. Að stúd- entsnámi loknu lagði Sigurður stund á íslensk fræði við Háskóla íslands og lauk þaðan meistaranámi. Ævi- starf Sigurðar varð kennsla. Mikið liggur eftir hann í rituðu máli því hann gaf út tímaritið Samtíðina og skrifaði greinar um íslensk fræði bæði í sitt tímarit og önnur. Eftirlif- andi eiginkona hans er Þórdís Daníelsdóttir. Útför Sigurðar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Helgi Hólm Halldórsson múrara- meistari, frá ísafirði, Skipholti 47, Reykjavík, lést í Landakotsspítala föstudaginn 22. maí. Kristín Halldórsdóttir, Böðvars- götu 10, Borgarnesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 24. maí sl. Óskar Guðmundsson frá Vestra- Fíflholti, Hvolsvegi 27, Hvolsvelli, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands laugardaginn 23. maí. Eggert Klemensson, Skógtjörn, Álftanesi, andaðist í Borgarspítalan- um sunnudaginn 24. maí. Nám í mannlegri tækni Peter Kemp, lektor við Kaupmannahafn- arháskóla, heldur opinberan fyrirlestur á vegum verkfræðideildar og raunvísinda- deildar háskólans þriðjudaginn 26. maí. Fyrirlesturinn nefnist Nám í mannlegri tækni, en fyrirhugað er að setja á laggim- ar námsbraut í þeirri grein við Kaup- mannahafnarháskóla. Peter Kemp er þekktur danskur fræðimaður og heim- spekingur. Hann hefur birt fjölda greina og bóka. Fyrirlesturinn verður fluttur í Odda, stofu 101, kl. 17.15 og verður á dönsku. Tóiúeikar Hádegistónleikar Hinir árlegu vortónleikar Tónlistarskól- ans í Reykjavík verða haldnir miðviku- daginn 27. maí kl. 12.30 í Gamla bíói. Efnisskrá er mjög fjölbreytt. Aðgangur er ókeypis. Fundir Hádegisverðarfundur SVESI Miðvikudaginn 27. maí 1987 gangast sam- tök um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar (SVESI), fyrir hádegisverðarfundi í Þingholti, Hótel Holti, og hefst hann kl. 12 stundvíslega. Gestur fundarins verður Ulf K. Dahl, lögmaður frá Osló. Mun hann í stuttu erindi fjalla um stofnanir þær á Norðurlöndum sem veita uppfinninga- mönnum þjónustu og samstarf þeirra. Þá mun hann fjalla um samband uppfmninga- manna sem starfa í þjónustu annarra og atvinnuveitenda þeirra. Þess skal getið að þessi góði gestur hefur verið lögfræðilegur ráðgjafi uppfinningaskrifstofunnar sem rekin er af hálfu norska ríkisins. Að auki hefur hann í mörg ár verið fulltrúi Norð- manna í „NOIS“ (Nordisk opfindelsenss- tottende institusjoners samarbejdesorg- an). Ástæða er til þess að vekja athygli iðnrekenda og uppfinningamanna á öllum sviðum á erindi þessu, en fundurinn er öllum opinn. Vinsamlegast tilkynnið þátt- töku í síma 681211. Afmæli 60 ára afmæli á í dag, 26. maí, sr. Páll Pálsson, sóknarprestur á Berg- þórshvoli. Hann á að baki langan kennara- og prestsferil og hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörf- um. Kona hans er Edda Karlsdóttir leikari. Þau eru að heiman. 60 ára afmæli á í dag, 26. maí, Anna Clara Sigurðardóttir, Búðargerði 7, Reykjavík. Hún ætlar að taka á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar í Silungakvísl 7, Ár- túnshverfi, eftir kl. 17. Utskrift sérhæfðs fiskvinnslufólks Otskrift á sérhæfðu fiskvinnslufólki hjá Hraðfi'ystistöð Þórshafnar hf. fór fram í félagsheimilinu Þórsveri á sumardaginn fyrsta. Við hátíðlega athöfn afhenti yfir- verkstjóri H.Þ. hf, Einar Víglundsson, 63 starfsmönnum skírteini sín. Kennarar námskeiðanna komu hvaðanæva af landinu. Eftir afhendinguna var öllum starfsmönnum Hraðfiystistöðvarinnar boðið upp á snittur og kokkteil. Samkunda þessi stóð yfir í rúma þrjá klukkutíma og endaði með fjöldasöng við gítarundirspil. Var það mál manna að vel hefði tekist með útskriftina svo og námskeiðahaldið. Hæstirétbir: Þungir dómar í fíkniefhamáli Hæstiréttur hefiir dæmt þrjá inu“ svokallaða hjá borgarfógeta. Hinir sem dæmdir voru í Hæsta- menn í eins og hálfs til þriggja ára Þyngsta dóminn, 3 ár og 50 þús- rétti eru Sigurður Haukur Engil- fangelsi fyrir fikniefnabrot. Allir und króna sekt, hlaut Kristján bertsson, scm hlaut 2ja ára fangelsi urðu þeir uppvísir að innflutningi Aðalsteinsson en hann var sá sem og 50 þúsund króna sekt, og Árni á miklu magni af ávana- og fíkni- aðild átti að „bankabókamálinu“. Árnason er hlaut eins og hálfs árs efnum í þeim tilgangi að dreifa Hann náði úr hinum stolnu banka- fangelsi og 50 þúsund króna sekt. þeim hérlendis og einn af þremenn- bókum 1.265.000 krónum með -FRI ingunum er þar að auki dæmdur notkun úttektarseðla með röngum fyrir aðild sína að „bankabókamál- nafnritunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.