Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1987, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1987, Qupperneq 32
62*25* 25 FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjörn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Leitað að konu Mikil leit stendur nú yfir á Kjalar- nesi að konu og taka nú um 70 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni. Konunnar var saknað síðdegis í gærdag og var þá strax farið að svip- ast um eftir henni. Bíll hennar fannst síðan við Brautarholt og er leitin nú á því svæði. -FRI Sæból á Skagaströnd brann: Stökk log- andi út Húsið Sæból á Skagaströnd brann í morgun. Eldurinn kom upp á sjötta tímanum og varð húsið. sem er gam- alt timburhús. fljótlega alelda. Einn íbúi var í húsinu. ungur maður. og tókst honum að stökkva út um svefnherbergisglugga á suðurhlið hússins. Loguðu fötin utan á honum er hann kom út úr húsinu og brennd- ist hann illa auk þess sem hann skarst á glerbrotum í glugganum. Var hann fluttur suður á slysadeild Borgarspítalans með þyrlu LHG í morgun. Að sögn lögreglunnar á Skaga- strönd brann allt sem brunnið gat í húsinu og standa aðeins útveggimir eftir. Allt tiltækt slökkvilið var kall- að á staðinn og gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins. Eldsupptök em ókunn. -FRI Eldur í rækju- verksmiðju Eldur kom upp í rækjuverksmiðj- unni Bakki í Hnífsdal um kl. 1 í nótt. Enginn var í verksmiðjunni er eldurinn kom upp í kyndiklefa henn- ar. Slökkviliðið kom strax á staðinn og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Lítils háttar tjón varð af eldinum. -FRI mann borga skatt af sólskininu. LOKI Næst lætur Þorsteinn Hvalamálið levstist í moréun ■ WfVHwl ■ I ð I wl flliil I Hvalkjötið á leiðmni tii landsins Hvalamálið svokallaða er leyst og var kjötinu skipað út í leiguskip frá Eimskipafélagi íslands í höfriinni í Hamborg klukkan 7 að staðartíma í morgun og er skipið nú á leið hing- að til lands, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Matthíasi Á. Mat- hiesen utanríkisráðherra í morgun. Sagði Matthías að þessi lausn hefði fengist að tilhlutan utanríkis- ráðuneytisins og sendiráðsins í Bonn með milligöngu v-þýska utanríkis- ráðuneytisins. Kjötið er sent hingað til lancb að kröfu Hvals hf. og kem- ur hingað undir helgi og að sögn utanríkisráðherra er níðurstaða mólsins á þann veg sem óskað hafði verið. Mál þetta reis svo sem kunn- ugt er af nýjum lögum í V-Þýska- landi sem banna flutning á afurðum tiltekinna dýrategunda sem taldar eru í útrýmingarhættu. „Þetta var sú lausn sem fékkst eft- ir að utanríkisráðuneytið hafði beitt áhrifum í þessu máli,“ sagði Matthí- as Á. Mathiesen utanríkisráðherra. -ÓJ DV-mynd Brynjar Gauti Beðið í sólskininu Það er ekki að sökum að spyrja, þegar sólin skín á landsmenn þyrp- ast þeir út undir bert loft til að njóta veðurblíðunnar. Sama á við um fólk- ið á þessari mynd sem þó er í þeirri sérstæðu aðstöðu að það er að bíða fjölgunar í fjölskyldunni og ætlar greinilega að nýta síðustu mínútum- ar. M}mdin er tekin á svölum fæðing- ardeildar Landspítalans og á henni eru frá vinstri hjúkrunarkonumar Guðrún Eggertsdóttir og Elísabet Ólafsdóttir, þá Jóna Lilja Péturs- dóttir og Sigurður Sigurðarson og Sigurður Ingi Sveinbjömsson og Katrín Guðjónsdóttir. Veðrið á morgun: Suð- austan- áttá fandinu Á fimmtudaginn verður suðaust- anátt á landinu og kaldi eða stinningskaldi við suðurströndina en hægari annars staðar. Hiti verður á bilinu 3-14 stig. Stjómarmyndunaiviðræður: Ekkert bendir til að slitni upp úr Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Kvennalisti munu eftir morgundag- inn meta hvort ástæða sé til að halda viðræðum þeirra um myndun ríkis- stjómar áfram. Ekkert hefur enn komið fram sem bendir til að þeim verði slitið. Reiknivinna og önnur upplýsinga- söfnun stendur nú yfir. í dag og á morgun skýrist hvað kröfur kosta. Viðræðumar hafa fram að þessu fyrst og fremst snúist um hækkun lág- launa, þar á meðal hækkun elli- og örorkulífeyris. Lítið er farið að taka á öðrum málum. Utanríkismál hafa aðeins lauslega verið rædd. 1 þeim málum krefst Kvennalistinn þess að hemaðarfram- kvæmdir verði stöðvaðar og að Island gerist aðili að kröíúnni um kjamorku- vopnalaus Norðurlönd. Kvennalisti heldur hvorki fram kröfu um úrsögn úr NATO eða brottför hersins. -KMU Kísiliðjan til saksóknara Jón G. Haulssan, DV, Akureyri Lögreglan á Húsavík hefur nú tekið skýrslur af verkstjóra, forstjóra og jár- niðnaðarmönnum Kísiliðjunnar í Mývatnssveit. Sem kunnugt er kærðu jámiðnaðarmennimir verksmiðjuna til lögreglunnar á Húsavík, og segja þeir að verksmiðjan noti ófaglærða menn í störf faglærðra. Að sögn Halldórs Kristinssonar sýslumanns verður málið sent til ríkis- saksóknara á næstunni, sem ákveður hvað gert verður i málinu. Reynir Sigurðsson, trúnaðarmaður jámiðnaðarmannanna, sagði við DV í gær, að ástandið væri óbreytt, en hann vonaðist til að sættir tækjust. Jámiðnaðarmenn Kísiliðjunnar eru tíu og vinna einvörðungu að viðhaldi á verksmiðjunni. Þeir gengu út allir sem einn á fimmtudagssmorguninn en mættu aftur til vinnu sólarhi-ing síðar. „Málið snýst um það að ófaglærðir menn em að vinna verk faglærðra, þar sem verksmiðjan hefur fengið verka- menn til að sinna viðhaldi þegar verksmiðjan er ekki starfrækt," Casablanca: Vínbann í viku Skemmtistaðurinn Casablanca var „þurr“ síðustu helgi þar sem hann hafði verið settur í vínveitingabann frá fimmtudagskvöldi fram á miðvikudag- inn 28. maí nk. Ástæður bannsins em þær að er vín- veitingaeftirlitið kom á staðinn sl. miðvikudagskvöld, á skólaball hjá M.H., fundu þeir að hjá einum þjón- anna var vodka á þrýstikút í stað gosdrykkjar eins og átti að vera og viðurkenndi þjónninn að hafa ætlað að selja nemunum áfengið en ballið átti að vera vínlaust. Að sögn Signýjar Sen, fulltrúa lög- reglustjóra, er litið alvarlegum augum á brot af þessu tagi og voru fram- kvæmdastjóri og eigandi staðarins kallaðir íýrir daginn eftir og þeim til- kynnt um bannið. Ekki varð sannað hvort viðkomandi þjónn hafði selt eitt- hvað af vodkanu áður en vínveitinga- eftirlitið kom á staðinn. i i i i i i i i i i i i i i i i i i i í i í i -FRI A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.