Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNl 1987. Fréttir Skattasúpa í þjóðhátíðargjöf? Eignaskattur á bfla og krrtarkortagjald - auk bensínskatts, fóðurskatts og söluskatts af fleiri vörum og þjónustu Á þjóðin skattasúpu í vændum? Hagfræðinganefndin að störfum, Geir Haarde, Jón Sigurðsson og Bolli Héðinsson. DV-mynd JAK Landsmenn ættu að fara að búa sig undir tilkynningu um skattasúpu í þjóðhátíðargjöf fljótlega eftir 17. júní. Eignaskattur á bifreiðar, bens- ínskattur, krítarkortaskattur, kjam- fóðurskattur qg söluskattur af liðum sem nú em undanþegnir em meðal þeirra ráða sem Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur ræða nú um til að rétta af halla ríkissjóðs. Fyrir einhverja gætu það verið gleðitíðindi að svo virðist sem fallið hafi verið frá stóreignaskatti og tollahækkun á bílum. Fimm þúsund krónur á meðalbíl Eignaskatt á bifreiðar, á bilinu 1-1,5% af matsverði, er talað um að leggja á þegar i haust. Af bíl sem metinn er á 400 þúsund krónur myndi slíkur eignaskattur nema 4-6 þúsund krónum á ári. Á síðari helmingi þessa árs er áætlað að ríkissjóður geti fengið alls um 300 milljónir króna í tekjur af bílaeignaskatti. Flokkamir ræða líka um bensín- skatt eða almennan orkuskatt sem gæfi ríkissjóði jafnvel 450 mijljónir króna á þessu ári. 2% á krítarkortaúttekt Á krítarkortin ræða flokkamir um að leggja 2% skatt á hverja úttekt. Hugmyndimar gera ráð fyrir að sú skattheimta hefjist um miðjan næsta mánuð og skili ríkissjóði 150 milljón- um króna fram að áramótum. Gert er ráð fyrir miklum tekjum af því að hætta að endurgreiða at- vinnuvegum söluskatt frá næstu mánaðamótum. Þó er talað um að undanskilja greinar í erfiðleikum, eins og ullariðnað. Þessi tekjuleið gæti gefið ríkissjóði 400 milljónir króna á þessu ári. Söluskattur á tölvur og lögfræðinga Einnig er rætt um að ná 200 millj- ónum króna með þvi að fækka undanþágum frá söluskatti. Tölvur, farsímar og lögfræðiþjónusta hafa verið nefnd sem dæmi. Hækkun kjarnfóðurskatts um 5 krónur á kíló er nefnd. Það gæfi 150 milljónir króna fram að áramótum. Slíkur skattur myndi einnig hjálpa kindakjötinu í samkeppni við kjúkl- inga- og svínakjöt. Ef farið yrði í alla þessa skatt- heimtu er áætlað að ríkissjóður fengi um 1.650 milljónir króna í tekjur fram að áramótum. Um þetta snýst deilan Flokkamir deila hins vegar um hversu langt eigi að ganga til að rétta af halla ríkissjóðs. Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokkur vilja helst tvo milljarða króna fram að áramótum. Sjálfstæðisflokkui- hefúr verið að smáhækka sig úr engu og er talinn farinn að nálgast einn millj- arð króna. Hugmyndimar gera ráð fyrir að sama skattheimta yrði einnig í gildi á næsta ári. Reiknað hefur verið út að áðumefndir skattar gætu á verð- lagi nú skilað rúmlega þremur milljörðum króna í ríkiskassann á árinu 1988. Fleiri skattar hafa verið til um- ræðu og em ekki útilokaðir. Má nefna hækkun launaskatts. -KMU Spariskírteini með lukkumiða - medal aðgeröa sem rætt er um í peningamálum Til að örva sölu á sparískírteinum hafa flokkamir þrír í stjómarmynd- unarviðræðunum hugsað sér að láta ríkissjóð keppa um lukkumiðafíkn landsmanna. Rætt er um að gefa út ný spariskírteini fljótlega sem gefi möguleika á happdrættisvinningi við kaup. Þetta er ein af þeim aðgerðum í peningamálum sem Seðlabankinn og Þjóðhagsstofiiun vom látnar reikna út um helgina. Þær leiðir, sem menn hafa hugsað sér að fara til að draga úr þenslu og þar með hættu á vax- andi verðbólgu, snúast þó einkum um vaxtahækkun og hert aðhald að erlendum lántökum. Eitt fyrsta verk þessarar ríkis- stjóraar, ef hún kemst ó laggimar, yrði að hækka vexti á spariskírtein- um ríkissjóðs um eitt til tvö prósent. Hún myndi einnig hækka strax innlánsbindingu banka um líklega þrjú til fimm prósent. Aðhald að erlendum lántökum yrði hert, einnig lántökum opinberra aðila. Talað er um 3% lántökugjald og takmarkanir á ábyrgðum ríkis og banka. Þá er talað um að setja reglur um afborgunarviðskipti og fjármögnun- arleigu. -KMU BHreiðaeftírtiöð: „ Fjárhagsleg nauövom - segir Haukur Ingibergsson Lækka launakostnað, fækka við- fangsefnum, hagræða í rekstrinum, auka tekjur. Til þessara aðgerða á að grípa hjá Bifreiðaeftirlitinu sam- kvæmt áætlun sem ber heitið „Rekstr- arátak 87“ og var kynnt starfsmönnum Bifreiðaeftirlitsins í gær. Haukur Ingi- bergsson, annar forstjóra fyrirtækis- ins, sagði að þetta væri óhjókvæmilegt þar sem nú stefndi í að Bifreiðaeftirlit- ið yrði rekið með 18 milljóna króna halla á þessu ári. Þegar Haukur var spurður hvort þessar áætlanir dygðu til að reksturinn yrði taplaus á árinu sagði hann að þetta væri djörf tilraun í þá átt. Launakostnaður verður skorinn verulega niður. Öll vinna á að vinnast í dagvinnu. Áætlunin gildir til ára- móta þannig að starfsmenn verða án eftirvinnu það sem eftir er ársins. Tölvuinnsláttur, sem hingað til hefur verið unninn í eftirvinnu, verður nú boðinn út, fyrst á meðal starfsmann- anna sjálfra. Fimmtudaginn 18. júní verður af þessum sökum tekinn upp nýr afgreiðslutími hjá Bifreiðaeftirlit- inu. Verður þá opið fró klukkan átta til klukkan 15.1 Hafnarfirði og Kefla- vík verður einnig lokað í hádeginu. Eftir er að ákveða um aðra afgreiðslu- staði. Fækkun viðfangsefna verður fram- kvæmd þannig að hætt verður vegaeft- irliti, útköllum vegna slysa og gæsluvöktum. Hagræðing starfseminnar verður meðal annars ó þá leið að tekið verður til endurmats vinnufyrirkomulag og þjónusta við þá staði á landinu þar sem fyrirtækið hefur ekki fast aðsetur. Varðandi húsnæðismál verður gert átak til að lækka húsnæðiskostnað. Eins og greint hefur verið frá í DV hefúr fyrirtækið nú á leigu nokkur hundruð fermetra húsnæði sem aldrei hafa fundist not fyrir. Fleiri liðir verða teknir til endurskoðunar, svo sem námskeiðahald, nýskráningar, dreif- ing númeraspjalda, tölvumál, prentun og hætt verður að hafa plasthulstur utan um skráningarskírteini. Síðasti liður áætlunarinnar heitir aukning tekna. Þar segir eitthvað ó þessa leið: „Verið er að skoða launalið framlags af fjárlögum með tilliti til launahækkana í kjarasamningum. Mun framlagið væntanlega verða hækkað nokkuð." Þar segir líka: „Gera þarf söluátak á upplýsingum úr bifreiðaskrá til nýrra markhópa." Þar mun vera átt við tryggingafélög, bifreiðaumboð og bílasölur. í niðurlagi áætlunarinnar segir að þetta verkefhi sé tfmabundið og standi til næstu óramóta. I áætluninni segir að þessar aðgerðir séu algjörlega óhjá- kvæmilegar. Því er hins vegar treyst að starfsmenn leggi sig alla fram um að láta röskun á störfum fyrirtækisins verða sem minnsta þrátt fyrir þann þrönga stakk sem fyrirtækinu er nú sniðinn fjárhagslega. -sme Við fjárlagaumræðu á Alþingi í vetur var mikið deilt um þau áform ríkisstjórnarinnar að skera niður framlög til byggingar dagsvistar- heimila úr 40 milljónum króna niður í 20 milljónir króna. Þarna voru menn að ræða um smáaura í samanburði við þau milljónahundruð sem landbúnað- urinn tekur í ór til sín utan fjárlaga úr ríkissjóði vegna sjálfvirkrar ábyrgðar ríkissjóðs á þessum at- vinnuvegi. í yfirliti fjármálaráðuneytisins og Fjárlaga- og hagsýslustofnunar frá því í síðasta mánuði er að fmna upplýsingar um 515 milljóna króna umframútgjöld til landbúnaðar á þessu ári. Meiri niðurgreiðslur Stærsti liðurinn eru auknar nið- urgreiðslur upp á 230 milljónir króna. Koma þær til viðbótar þeim 978 milljónum króna sem fjárlög ársins 1987 gera ráð fyrir að verja skuli í niðurgreiðslur. Af þessum 230 milljónum króna eru 120 milljónir króna skilgreind- ar sem „fjárvöntun á óbreyttu niðurgreiðslustigi í mars 1987“. Til verðlækkunar á smjöri eru 70 millj- ónir króna og til niðurgreiðslu ullar vegna þessa árs 40 milljónir króna. Til innlendra kartöfluverksmiðja er áætlað að greiða allt að 15 millj- ónir króna vegna jöfnunargjalds á innfluttar kartöflur. Lífeyrissjóður bænda fær' 20 milljóna króna fjárveitingu utan fjárlaga vegna „umframútgjalda". Loks er tekið fram í þessu yfirliti að ríkissjóður hafi samþykkt að útvegað verði 150 milljóna króna lán til Framleiðnisjóðs landbúnað- hingað og þangað ar „til að greiða fyrir búháttabreyt- sjóðsfráþvíífyrraþarflOOmilljón- arsjóðs og 10 milljónir króna til ingum“. Tekið er fram að sjóðurinn muni endurgreiða þetta lán á næstu 2-3 árum af framlagi ríkis- sjóðs. Ennfremur að útvegað sé lán allt að 100 milljónum króna „til að flýta fyrir útflutningi á ostabirgðum". Lán þetta yrði greitt af útflutnings- bótafé árið 1988. En þetta er aðeins hluti af dæm- inu. Upplýsingar hafa lekið úr stjórnarmyndunarviðræðunum um að landbúnaðurinn kalli á minnst tvöfalt hærri fjárhæð. Nautakjöt í refina Vegna „inngrips í nautakjöts- sölu“ þarf 50 milljónir króna. Líklega er þetta til að koma kjötinu í refina. Til að framlengja lán Framleiðni- ir króna. Aðrar 100 milljónir þarf í „lán til flýtingar á útflutningi eldri birgða". Ekki er ljóst hvort hér eru sömu 100 milljónirnar og ætlaðar eru í ostabirgðirnar sem fyrr voru nefndar. í ullarniðurgreiðslur vegna síð- asta árs, 1986, eru skráðar 35 milljónir króna. Til breytingar á vaxta- og geymslugjaldi í fyrra horf eru sett- ar 85 milljónir króna. Framlag til Framleiðnisjóðs „vegna úthlutunar á framleiðslu- rétti til nýbýlinga" er 60 milljónir króna. Til svokallaðs verðmiðlunarsjóðs er gert ráð fyrir að taka lán upp á 150 milljónir króna. Loks má nefna „smáa“ liði eins og 15 milljónir króna til jarðrækt- bændaskóga. 490 milljónir með kindakjöti til Japan? Langstærsti útgjaldapósturinn í þessari upptalningu aukaútgjalda til landbúnaðar á þessu ári er þó hugsanlega eftir. Áform eru uppi um að selja 2.200- tonn af kinda- kjöti til Japan. Til þess er áætlað að þurfi 490 milljónir króna í út- flutningsbætur. Japanskir neytendur virðast nefnilega ekki reiðubúnir að borga þær 270 krónur sem íslenskir neyt- endur þurfa að borga fyrir íslenska kindakjötskílóið. Japanir vilja borga innan við 50 krónur. Mis- muninn, 220 krónur, þarf íslenska ríkið að borga. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.