Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987. Andlát Sigríður Guðmundsdóttir, Kleppsvegi 36, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 13. júní. Geirþrúður Hildur Bernhöft, fv. ellimálafulltrúi Reykjavíkurborgar, andaðist í gjörgæsludeild Landspit- alans 15. júní. Lilja Rannveig Bjarnadóttir, Skúlagötu 76, lést í gjörgæsludeild Borgarspítalans föstudaginn 12. júní. Brynjólfur Ágúst Albertsson, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Sól- vallagötu 24, Keflavík, andaðist í sjúkradeild Hrafnistu, Hafnarfirði, sunnudaginn 14. júní. Sigríður J. Þormar, Barmahlíð 15, Reykjavík, er lést 12. þ.m., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 19. júní kl. 13.30. Soffía Sigurjónsdóttir hjúkrunar- kona, Rauðarárstíg 42, andaðist í Landspítalanum fimmtudaginn 4. júní. Jarðarforin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Steinunn Sigríður Hansen, fædd Gissurardóttir, fædd 9.5.1930, d. 14.6. 1987. Útförin fer fram föstudaginn 19. júní kl. 12 frá Hyltibjergkirke. Sverrir Eggertsson rafvirkjameist- ari, Aðallandi 9, er látinn. Jarðsung- ið verður frá Bústaðakirkju föstudaginn 19. júní kl. 13.30. Kristinn Þorsteinsson, fyrrverandi deildarstjóri, Hamarsstíg 22, Akur- eyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri miðvikudaginn 10. júní. Jarðarförin fer fram frá Akur- eyrarkirkju föstudaginn 19. júní kl. 13.30. Tilkyimingar 17. júní kaffisala hjá Hjálp- ræðishernum Eins og undanfarin ár verður 17. júní kaffisala hjá Hjálpræðishernum í Kirkjp- stræti 2. Kaffisalan hefst kl. 14 og rennur allur ágóði til starfs Hjálpræðishersins í Reykjavík. Kaffisölunni lýkur með söng og helgistund kl. 20.30 í umsjá brigaders Óskars Jónssonar. Jónsmessuferð Fáks verður farin í Skógarhóla föstudaginn 19. júní. Brottför frá Hrafnhólum kl. 19. Þátt- taka tilkynnist á skrifstofu Fáks í síma 672166. Kvikmyndahús Bíóborg Moskitóströndin Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15. Morguninn eftir Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Krókódila Dundee Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bíóhúsið Rjátt fiaue! Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bíóhöllin Leyniförin Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregluskólinn Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Með tvær í takinu Sýnd kl. 5. 7, 9 og 11. Vitnin Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Litla hryllingsbúðin Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Háskólabíó Á toppinn Sýnd kl. 7, 9 og 11. Laugarásbíó Einn á reki Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Hrun ameriska heimsveldisins Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Fyrr ligg ég dauður Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16. ára. Herramenn Sýnd kl. 3. 5, 7, 9 og 11.15. Regnboginn Þrír vinir Sýnd kl. 3.10. 5.10, 7.10, 9.10 og 11.15 Gullni drengurinn Sýnd kl. 5. 7, 9 og 11.15. Fyrsti april Sýnd kl. 3.05. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05. Guð gaf mér eyra Sýnd kl. 7. Herbergi með útsýni Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Stjömubíó Fjarkúgun Sýnd kl. 5. 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Engin miskunn Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Svona er lifið Sýnd kl. 7. Ógnarnótt Sýnd kl. 11. Bönnuð.innan 16. ára. Guðjón Ólafsson kennari: Fjölbreytt og áhugavekjandi efhi Afmæli Ég hafði litinn tima til að horfa á sjónvarp eða hlusta á útvarp í gær. Þó gafst mér tími til að hlusta á þáttinn Torgið á rás 2 þar sem verið var að ræða jafnrétti milli lands- hluta. Þóttu mér það áhugaverðar umræður, ekki síst þar sem ég hef fylgst með sérkennslumálum í tengslum við fræðslustjóramál Norðurlands eystra þar sem upplýst var að hróplegt misrétti er á milli úthlutaðs kennslumagns til sér- kennslu. Reykjavík hefur um eða yfir helmingi meira til ráðstöfunar en önnur fræðsluembætti. Og þrátt fyrir öll þau leiðindi, sársauka og vandamál sem málefhi fræðslustjór- ans á Norðurlandi eystra hafa valdið hlýst þó vonandi eitt gott af og það er betri skilningur á nauðsyn fýrir jöfnun tímamagns til sérkennslu í öllum umdæmum. Því það er stað- reynd að vandamál nemenda skipt- ast jafht, burtséð frá búsetu. Þegar ég skoðaði útvarps- og sjón- varpsdagskrána í DV í gær varð mér ljóst, sem ég vissi raunar fyrir, að varpi og hljóðvarpi. Ég hef búið undanfarin tvö ár í Noregi þar sem ég hafði tækifæri til að sjá og heyra útvarp og sjónvarp bæði í Noregi og Svíþjóð og líki ég ekki saman hvað mér finnst íslensku fjölmiðl- amir bera af því sem gerist hjá frændum ojjkar í þessum málum. Ég gerði mér far um að sjá þáttinn um útilíf og útivist á Stöð 24>ar sem rætt var við Áma Bergmann um hjólreiðar, því ég er mikill áhuga- maður um hjólareiðar sjálfur. Þessi þáttur fannst mér ákaflega þægileg- ur og afslappaður. Það var notalegt að fylgjast með þeim Guðjóni Am- grímssyni og Áma ræðast við og hjóla um á sólbjörtu síðdegi niðri við höfh í Reykjavík. Seinna um kvöldið þurfti ég að skreppa bæjarleið og hlustaði í bíln- um á notalegan þátt á rás 2 sem var gefið nafnið sveiflan. Þáttur um jass og blús þar sem Vemharður Linnet sá um að koma ljúfum tónum til hlustenda. Góður þáttur og vel unn- inn. Spakmælið Ferðalög Útivistarferðir Miðvikudagur 17. júní. kl. 9 Baula í Norðurárdal. Skemmtileg ganga á eitt af þekktari fjöllum landsins. Verð 1.200. Kl. 13, Esjuhlíðar - steinaleit. Létt ganga um vesturhlíðar Esju. Verð 600 kr. Frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Helgarferðir 19.-21. júní. 1. Þórsmörk - Goðaland. Góð gisting í útivistarskálunum Básum. Gönguferðir við allra hæfi. 2. Núpsstaðaskógar. Tjaldað við skóg- ana. Gönguferðir m.a. að Tvílitahyl, Súiutindum og víðar. Mikil náttúrufegurð. Þórsmerkurdvöl í Básum er tilvalin fyrir unga sem aldna. Miðvikudagsferðir, sunnudagsferðir. Pantið tímanlega. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Vestmannaeyjaferðin verður 26. -28. júní. Sólstöðuferðir í Viðey sunnu- daginn 21. júní, kl. 13 og kl. 20. Góð leiðsögn. Brottför frá Kornhlöðunni Sundahöfn. Verð kr. 350. Jónsmessunæt- urgangá Urivistar verður þrlöjUdaginn 23. júní, kl. 20. Sjáumst. Útivist. Tapað - Fundið Loppi er týndur Hann er tveggja ára stór og mikill fress- köttur, svartur með hvitt trýni, háls, bringu og maga ásamt loppum, er eða var með ljósbláa hálsól með rauðu merki. Loppi fór að heiman frá Þverási 49, Selás- hverfi þann 8. júní sl. Ef einhver getur látið vita hvar kisi er niðurkomin er hann beðin að hringja í síma 672937 70 ára afmæli á í dag, 16. júní, frú Lóa Þorkelsdóttir, Akralandi 1, Reykjavík, en lengst af bjó hún í Keflavík. Eiginmaður hennar var Hallgrímur Th. Björnsson, yfirkenn- ari þar í bænum, en hann er látinn fyrir nokkrum árum. Hún verður að heiman. okkur hlustendum og áhorfendum er boðið upp á ákaflega fjölbreytt og áhugavekjandi efni bæði í sjón- Akstur SVR17. juni T /’toqvL-irölH1 Miðvikudaginn 17. júní aka vagnar SVR ^ eftir tímaáætlun heígidaga, þ.e. á 30 mín. tíðni (leið 15a á klst fresti), þó þannig að aukavögnum verður bætt á leiðir eftir þörfum. Um miðbik dagsins, þegar hátíða- höldin standa hæst í Lækjargötu, við Fríkirkjuveg og í Hljömskálagarði, er breytt frá venjulegri akstursleið vagn- anna. Breytingin nær til níu leiða sem fara um Lækjargötu. Vagnar á leiðum 2, 3,4 og 5, á vesturleið munu aka um Skúla- götu og Tryggvagötu og hafa viðkomustað í Tryggvagötu við brúna upp á tollstöð. Á Austurleið hafa þessir vagnar viðkomu í Hafnarstræti. Vagnar á leiðum 6,7, 13 og 14, sem venjulega hafa endastöð við Lækj- artorg færa sig í Tryggvagötu við Tollstöð. Vagn á leið 17 hefur endastöð neðst í Hverfisgötu. Á meðan kvöldskemmtun stendur á Lækjartorgi verður þess freistað að halda uppi akstri eftir venjubundnum aksturleiðum um miðbæinn. Sérstök at- hygli er vakin á að aukavögnum verður bætt á leiðir, þegar þörfin er mest. Ráðstefna um hönnun og eft- irlit með burðarþoli bygginga Félagsmálaráðherra boðar til ráðstefnu um hönnum og eftirlit með burðarþoli bygginga. Ráðstefnan verður haldin 18. júní nk. að Borgartúni 6 og hefst kl. 10. Ráðstefnan verður sett með ávarpi félags- málaráðherra og síðan flutt framsöguer- indi. Síðan taka til máls fulltrúar frá Verkfræðingafélagi íslands, Tæknifræð- ingafélagi íslands og Arkitektafélagi Islands. Loks verða almennar umræður. Ráðstefnunni verður slitið kl. 17. Þátttaka tilkynnist félagsmálaráðuneytinu. Lesefni handa yngstu nemendum grunnskóla Á sl. ári fjallaði nefnd á vegum Náms- gagnastofnunar um lesefni handa yngstu nemendum grunnskóla. Töldu nefndar- menn að mikill skortur væri á lesefni handa börnum sem væru að byrja að lesa. Því væri brýnt að hefja útgáfu á efni sem væri bæði áhugavekjandi og auk þess sett fram á þann hátt að þessir nemendur gætu lesið það. Nefndin skilaði áliti þar sem fram koma tillögur um hvernig að þessari útgáfu skyldi staðið og í framhaldi af því efndi Námsgagnastofnun til samkeppni um samningu lestrarbóka handa byrjend- um. Samkeppnin á að standa í 2-3 ár og er skilafrestur þrisvar á ári. Fyrsta tíma- bil stóð frá 1. feb. til 1. maí sl. og bárust 19 handrit. Eftirtaldir höfundar hlutu verðlaun: Friðrik Erlingsson fyrir „Lítill strákur fer í sveit“, Ragnheiður Gests- dóttir fyrir „Sköpun heimsins" og Torfi Hjartarson fyrir „Egill“. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn nýlega. Dómn- enfd skipuðu Þuríður J. Kristjánsdóttir formaður, Andrés Guðmundsson og Þuríð- ur Jóhannsdóttir. Námsgagnastofnun mun gefa út bækurnar á næstunni. Næsti skilafrestur rennur út 15. september nk. og verður nánar auglýstur síðar. Húsmæðraorlof Kópavogs verður að Laugarvatni vikuna 29. júní til 5. júlí. Konur eru beðnar að greiða þátt- tökugjald í Félagsheimili Kópavogs fimmtudaginn 18. júní, kl. 17-19. í Norræna húsinu I kvöld 16. júní, kl. 21 verður revíukvöld í Norræna húsinu þar sem fluttar verða danskar revíuvísur frá 3„ 4. og 5. áratugn- um. Þetta eru einkum vísur sem hin þekkta revíustjarna, Liva Weel, gerði frægar. Það eru nemendur í dönsku við Háskóla íslands sem standa að'þessu rev- íukvöldi undir stjórn danska sendikennar- ans Lisu von Schmalensee en hún hefur sett saman dagskrána og stjórnar flutn- ingi. Flytjendur eru Jóna Ingólfsdóttir, Brynja Runólfsdóttir og Ríkharður Hördal en Skarphéðinn Kjartansson leikur undir á píanó. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Málverkasýning í Eden Jón Ingi Sigurmundsson opnar málverka- sýningu í Eden, Hveragerði í dag, 16. júní, kl. 21. Á sýningunni eru 20 pastel vatn- slita og olíumyndir. Þetta er 3 einkasýning Jóns Inga en hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum Myndlistarfélags Árnes- sýslu. Sýningunni lýkur mánudaginn 29. júní. Myndlistarsýning Myndlistar- klúbbs Mosfellssveitar stendur yfir í gagnfræðaskólanum í Mos- fellssveit. Sýningin verður opin 17. júní, frá kl. 14-19, 18. og 19. júní, kl. 18-21 og 20. og 21. júní, kl. 13-20. Keflavíkurkirkja Hátíðarguðþjónusta 17. júní, kl. 13. Guð- finnur Sigurvinsson, forseti bæjarstjórnar Keflavíkur, flytur hátíðarræðu. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti: Sigu- róli Geirsson. Sóknarprestur. Átthagamót Laugardaginn 4. júlí verður haldið átt- hagamót fyrrverandi og núverandi íbúa Hjalteyrar og Arnarneshrepps. Kaffisam- sæti verður í Freyjulundi frá kl. 14-17 og dansleikur í Hlíðarbæ frá kl. 22 .messað verður sunnudaginn 5. júlí, kl. 14 að Möðruvöllum. ingur að ætt og lærði undir skóla hjá sr. Böðvari Bjarnasyni að Hrafnseyri. Ágústa Ágústsdóttir söngkona syngur og sr. Gunnar Bjarnason leikur á selló. Enn- fremur mun sr. Gunnar Hauksson messa í Minningarkapellu Jóns Sigurðssonar og kirkjukórinn.á Þingeyri syngur. 70 ára verður á morgun, 17. júní, Kjartan Halldórsson frá Bæjum, Miðleiti 5, Reykjavík. Hann og kona hans, Kristín Halldórsdóttir, ætla að taka á móti gestum í Oddfellow- húsinu milli kl. 16-18 á afmælis- daginn. Guðjón Ólafsson. Hátíðarsamkoma að Hrafns- eyri Hrafnseyrarnefnd gengst fyrir hátíðar- samkomu að Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, 17. júní eins og mörg undanfarin ár. Þar flytur Sigurður Samú- elsson prófessor ræðu en hann er Amfirð- 75 ára verður á morgun, 17. júní, frú Kristín Magnúsdóttir, Einimel 11, Reykjavík. Hún og eiginmaður hennar, Tryggvi Jónsson, ætla að taka á móti gestum í Félagsheimili tannlækna, Síðumúla 35, milli kl. 16-19 á morgun. Okkur finnst öllum að heimurinn ætti að breytast. En eng- inn leiðir hugann að því að við ættum sjálf að vera öðruvísi. Leo Tolstoy

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.