Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987.
37
Sviðsljós
Madonna á tónleikum
Madonna er þessa dagana á tónleikaferð um Japan. Myndin er tekin á tónleikum sem haldnir voru á hornaboltaleikvangi í Osaka í fyrrakvöld fyrir
um 25 þúsund japanska áhorfendur. Eins og við er að búast hefur Madonna hvarvetna slegið í gegn þar sem hún hefur komið við í Japan og alls
staðar hitt fyrir hóp aðdáenda.
Forsetafrúin fallvalta
Hún Nancy Reagan, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur verið fremur fallvölt
undanfarna daga, líkt og gæfan er okkur sumum. Á meðan leiðtogafundur-
inn hefur staðið í Feneyjum hefur frúin hrasað illa og þótt viðbragðsskjótur
öryggisvörður hafi gripið hana í tilviki því sem sést á meðfylgjandi mynd
fór verr í fyrra skiptið því þá féll hún kylliflöt á torgi í borginni. Meinlegar
tungur segja að frúin minni orðið töluvert á Gerald Ford, fyrrum Bandaríkja-
forseta, en hann hélst einnig illa á fótunum.
Gangandi
þríhjól
Hollendingurinn Casper Greuter er mjög uppfinningasamur áhugamaður um
hjólaskauta og allt sem viðkemur þeim. Hér sést hann á nýjustu uppfmn-
ingu sinni sem er samsett úr hjólaskautum og fremri helmingi af rafknúnu
reiðhjóli. Ásamt vini sínum á sams konar tæki hefur Casper þotið um götur
Amsterdam undanfarna daga og eru þeir að gera alla lögreglumenn þar í
bæ vitlausa á uppátækinu, enda þykir fararmátinn mjög vafasamur. Á því
hafa kumpánarnir nefnilega getað náð um 50 kílómetra hraða á klst.. þann-
ig að öðrum vegfarendum þykir eflaust ekkert sniðugt að verða fvrir þeim.
í
Ólyginn
sagði...
Mick Jagger
segir að börnin sín fjögur roðni
þegar þau lesa allt slúðrið um
hann í blöðum og tímaritum.
Um þessar mundir er Mick al-
varlega að hugsa um að gefa
út bók um lífsferil sinn svo bú-
ast má við því að þá verði þörnin
fyrst reglulega kafrjóð og sælleg
því ævi föðurins hefur verið æði
skrautleg í gegnum tíðina. Mick
hefur nefnilega fengið orð á sig
fyrir margt annað en frækilega
frammistöðu í föðurhlutverkinu.
Linda Evans
hefur að undanförnu eytt öllum
sínum frítíma í ritstörf. Þegar er
komin út bók eftir hana sem
fjallar um snyrtingu og hvernig
á að halda sér fagurri. Núna
ætlar Linda hins vegar að gefa
húsmæðrunum holl ráð í matar-
gerðarlistinni og skrifar nú
matreiðslubók af miklu kappi.
Þar verða birtar nokkrar frums-
amdar uppskriftir af ýmsum
toga og Linda mun auk þess
benda á hvernig komist verði
næst því að verða hin fullkomna
húsmóðir. Af þessu mætti ráða
að Linda hefði staðið sleitulaust
í eldhúsinu undanfarin ár á milli
þess sem hún er i Dynastyupp-
tökum.
David Lynch
er sagður líklegur til að verða
næsti eiginmaður fyrirsætunnar
og leikkonunnar Isabellu Ross-
elini, dóttur Ingrid Bergman.
David er einna helst kunnur fyr-
ir að leikstýra kvikmyndinni
Blue velvet sem nú trekkir að
kvikmyndahúsum um allan
heim, m.a. hér á landi. I mynd-
inni fer Isabella einmitt með
aðalhlutverkið og þannig munu
þau hafa kynnst, skötuhjúin, og
fallið hvort fyrir öðru. Síðan þá
sést David varla án þess að vera
í fylgd með henni.