Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987. Atvinnumál Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði: Fýrsta uppboðið tókst með miklum ágætum Það var mikil hátíð í Hafnarfirði í gær þegar fyrsta opinbera uppboðið á fiski fór fram hjá hinum nýja fisk- markaði í bænum. Fjöldi fólks íylgdist með uppboðinu, þar á meðal allir helstu framámenn Hafnarfjarðarbæjar og fjölmennt lið forystumanna' í ís- lenskum sjávarútvegi. Voru sumir komnir langt að, jafnvel frá Vestfjörö- um. Nokkur töf varð á að uppboðið hæf- ist vegna þess að fleiri komu til að kaupa fisk en búist var við. Eftir svo sem hálftíma seinkun hóf Einar Sveinsson, forstjóri fiskmarkaðarins, uppboðið en hann stjómaði því af röggsemi, eins og hann hefði aldrei gert annað. Boðnar voru upp 170 lest- ir úr togaranum Otri HF 16 og var aflinn að mestu leyti þorskur. Nokkur hluti hans var rígaþorskur og var hann settur í stór kör sem taka um Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóösbækur 10-12 Bb.lb, óbund. Lb.Úb Sparireikningar 3ja mán. uppsógn 12-15 Sb.Úb 6 mán. uppsögn 13-20 Ib 12mán. uppsögn 14-25.5 Sp.vél. 18mán. uppsögn 22 24,5 Bb Ávisanareikningar 4-10 Áb Hlaupareikningar 4-6 Ib.Lb. Úb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5-2 Ab.Bb, Lb.Sb, Úb.Vb 6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 2.5-4 10-23.9 Ab.Úb Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 5,5-6,5 Ib.Úb Sterlingspund 7,5-10 Vb Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Ab.Sb, Vb Danskarkrónur 9-9,5 Ab.Sb, Sp.Úb ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennir víxlar(forv.) 22-24,5 Lb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 25-26 eða kge Almennskuldabréf 23,5-25,5 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) Útlán verðtryggo 23-26 Lb Skuldabréf Að 2.5árum 6.75-8 Úb Til lenaritima Útlán til tramleiðslu 6.75-8 Úb isl. krónur 18,5-24 Ab SDR 7,75-8,25 Bb.Lb, Úb.Vb Bandarikjadalir 8,75-9,25 Sp.Úb Sterlingspund 10,25-11,5 Lb Vestur-þysk mörk 5,25-5.5 Bb.Lb. Vb Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 3.5 5-6,75 Dráttarvextir 33,6 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala júní 1687stig Byggingavfsitala 305 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 3% 1. april HLUTABRÉF Söluverö aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 110 kr. Eimskip 248 kr. Flugleiðir 170kr. Hampiðjan 114 kr. Iðnaðarbankinn 134 kr Verslunarbankinn 116 kr Úgerðarf. Akure. hf. 150kr. Skagstrendingurhf. 350 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavíxla gegn 24% ársvöxtum, Samv.banki 25% og nokkrir sparisj. 26%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast i DV á fimmtudögum. - meðalverðið lá nærri gamla verðlagsráðsverðinu hálft tonn af fiski. Meginþorri aflans var þorskur, að meðalstærð um 2 kíló, og var hann kassaður í minni kassa, um 62 kíló að meðaltali í kassa. Lág- marksverð var 25 krónur fyrir kílóið. Uppboðið fór þannig fram að þeir sem ætluðu að kaupa fisk gáfu sig fram áður en uppboðið hófst, fengu númer- uð spjöld og gerðu grein fyrir sínum ábyrgðum. Boðnir voru upp 100 kassar í einu og byrjað á 25 krónum fyrir kílóið. Þá halda allir sem ætla að bjóða í kassaröðina sínum spjöldum uppi en fella þau þegar þeir vilja ekki greiða hærra verð. Sá sem lengst heldur spjaldi sínu á Iofti hreppir kassana. Á stórum sjónvarpsskjá, sem er tölvustýrður, koma verðtölur og var byrjað að telja frá 25 krónum og hækk- að um 20 aura kílóið hverju sinni. Fyrstu 100 kassana fékk Sjávarfisk- ur hf. sem er hraðfrvstihús í Hafnar- firði og bauð Gísli Gunnarsson fyrir þess hönd 33,60 krónur fyrir kílóið. Ekki má bjóða í færri en 10 kassa og ekki fleiri en 300. Boðin í næstu 100 kassaraðimar vom svipuð. Röð númer 2 fór fyrir 32,40 kílóið, þá 31,40 krónur, 32,00 krónur, 33,6o krónur, 33,60 krónur og 8. röðin fór á 32,20 krónur kílóið. Þess má geta að síðasta verðlagsráðsverð áður en fiskverðið var gefið fijálst var 30,60 krónur fyrir fyrsta flokks þorsk. Væri fiskurinn kassaður um borð í skipi þurfti að greiða til viðbótar 10% kassauppbót. Uppboðið þótti takast mjög vel, eins og áður segir, og voru margir hissa á hve gott verð fékkst fyrir aflann, þar sem mikið barst að fyrir helgina vegna Sjómannadagsins og á morgun er frí- dagur. -S.dór Fjölmenni var þegar uppboðið á fiskmarkaðnum hófsf i gaer, álika fjöldi og á venjulegum handboltaleik í Hafnarfirði. Næst á myndinni eru 500 kílóa körin með rígaþorski í. DV-mynd KAE Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Guðmundur Arni Stefánsson, var að sjálfsögðu mættur og heilsar hér upp á þann gula. DV-mynd KAE Fiskmarkaðurinn: Meðal- verðið var 33 krónur I gær vom seldar 167,466 lestir af fiski á fiskmarkaðnum í Hafnarfirði, fyrir samtals 5.527.693 krónur og er meðalverðið því 33,00 krónur fyrir kílóið. Helgi Þórisson, skrifstofustjóri markaðarins, sagði í gærkveldi að eft- ir væri að selja um 10 tonn af fiski og yrði það gert í dag. Afli togarans hefði reynst meiri en gefið var upp fyrirfram vegna þess að heldur meira hefði verið í kössunum en ætlað var. Hæst verð fékkst fyrir lúðu og ýsu, eins og við var búist, en tiltölulega lítið var af báðum þeim tegundum. -S.dór isg i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.