Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1987, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1987, Qupperneq 2
20 MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 1987. íþróttir • Ingi Bjöm Albertsson alþingismaður sést hér skora fyrsta mark Valsmanna í leiknum en hann var þá nýkominn inn á sem varamaöur. Á innfelldu myndinni fagnar Ingi Björn markinu. DV-mynd S Þingmaðurinn skoraði og Valur vann ÍA, 2-1 - Valsmenn hafa nú tveggja stiga forskot í 1. deild „Auðvitað er ég ekki ánægður með tapið í þessum leik. Svona leikir eru spuming um einbeitirigu og reynslu, það sýndi sig þegar við vorum búnir að jafria en misstum það svo niður. IA-liðið getur gert góða hluti en svo má ekki heldur gleyma því að Vals- menn eru með sterkt lið,“ sagði Guðjón Þórðarson í samtali við DV þegar Valsmenn voru nýbúnir að leggja Skagamenn að velli með 2 mörkum gegn einu á Islandsmótinu í knattspymu á Hlíðarenda í gær- kvöldi. Sigurganga Vals heldur því áfram og trónar liðið sem fyrr í efsta sæti deildarinnar. Leikur liðanna var ekki skemmtileg- ur á að horfa, mikið um þóf og kýlingar fram og aftur um völlinn. Það litla sem sást af knattspyrnu kom frá Vals- mönnum. Á 22. mínútu skoraði al- þingismaðurinn Ingi Bjöm Albertsson fyrsta mark leiksins með skoti af stuttu færi eftir mikla þvögu í víta- teignum. Skagamenn áttu sitt eina markskot rétt fyrir leikhlé en skot Heimis Guðmundssonar fór rétt fram- hjá markinu. Akurnesingar komust lítið áfram gegn sterkri vöm Vals- manna, liðið átti ágætis spil úti á vellinum en þegar nær dróg markinu rann allt út í sandinn. Seinni hálfleikur var daufur og ekk- ert markvert gerðist fyrr en síðasta stundarfjórðunginn og komu þá tvö mörk með stuttu millibili. Akurnesing- ar jafria leikinn á 73. mínútu. Ólafur Þórðarson gaf sendingu fyrir markið en Guðmundur markmaður virtist misreikna sendinguna, hún barst til Haraldar Ingólfssonar sem ekki var i vandræðum að koma knettinum í markið. Valur skorar síðan sigurmarkið tveimur mínútum síðar, Ingvar Guð- mundsson gaf fyrir markið og þar var Ámundi Sigmundsson á réttu stað og skoraði. Aðeins lifriaði yfir leiknum án þess þó að fleiri mörk bætust við. Sigurjón Kristjánsson var besti mað- ur Vals en Birkir Sigurðsson mark- vörður besti maður ÍA. Dómari leiksins var Magnús Jónat- ansson og hafði hann alls ekki nógu góð tök á leiknum. -JKS Brúðguminn brenndi af vrtaspymunni Heppnissigur Fram gegn FH „Þetta var gífurlega „móralskur" sig- ur því strákamir fengu 3 stig sem hreinlega urðu að vinnast. Baráttan var í góðu lagi en það vantar meiri samæfingu í liðið en það á eftir að lagast og strákamir eiga eftir að standa sig í sumar,“ sagði Guðmundur Torfason sem fylgdist með sínum gömlu félögum í FYam þegar liðið sigr- aði FH-inga, 1-0, á Kaplakrikavelli á föstdagskvöld. Geysileg barátta var í leiknum en minna fór fyrir gæðum knattspymunnar og var það slæmt því oft hafa leikir þessara liða verið skemmtilegir á að horfa. Það var greinilegt að hvomgt liðið ætlaði að tapa þessum mikilvæga leik því liðin fóm afar varlega í fyrri hálf- leik. Kapp var lagt á að reyna að halda boltanum og hafa fleiri fyrir aftan til að tryggja að fá ekki á sig mark. Upp úr þessu spannst mikið miðjuþóf þar sem boltinn var til skiptis hjá FH- ingum og Frömurum án þess þó að nokkuð markvert gerðist. Heppnistimpill á sigurmarkinu Ekkert minnsstætt skeði í fyrri hálf- leik nema þá kannski að Guðmundur Haraldsson gaf FH-ingum þrívegis gul spjöld sem var kannski óþarflega mik- ið. I síðari hálfleik kom Jón Oddsson inn á í liði Fram og við það batnaði leikur Iiðsins til hins betra. Það var einmitt Jón sem átti stóran þátt í marki Framara á 55. mínútu sem þó var hálfgert heppnimark. Undirbún- ingurinn hjá þeim Jóni og Amljóti var samt mjög laglegur því þeir spiluðu skemmtilega í gegnum vöm FH. Skyndilega var Jón í dauðafæri en sendi til hliðar þar sem Amljótur skaut hörkuskoti í Guðmund Hilmars- son FH-ing og þaðan í netið. Brúðguminn misnotaði víti Guðmundur, sem gekk í það heilaga á laugardaginn, átti reyndar eftir að koma meira við sögu í leiknum því 4 mínútum fyrir leikslok var dæmd víta- spyma á Fram eftir að Janus Guð- laugsson hafði brotið á Pálma í Firðinum Jónssyni innan vitateigs. Guðmundur sem af Guðs náð hefrn alltaf verið örugg vítaskytta tók að sjálfsögðu vítaspymuna en skaut langt fram hjá markinu og þar með fór gullið tæki- færi forgörðum hjá Hafhfirðingum. Skömmu síðar flautaði Guðmundur Haraldsson, ágætur dómari leiksins, til leiksloka og Framarar fögnuðu sigrinum. Þeirra bestu menn í þessum leik vom þeir Jón Oddsson, sem varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla, og Pét- ur Ormslev sem lék síðari hálfleikinn mjög vel. Þá var Friðrik mjög ömggur í markinu að vanda. Liðið er langt frá því að vera sannfærandi en miklar kröfur em gerðar til liðsins eftir sigur á Islandsmótinu í fyrra. FH-liðið hefur ekki átt farsæla daga undanfarið og er liðið sem fyrr í neðsta sæti deildar- innar. Halldór var sem fyrr öryggið uppmálað í markinu og þá átti Krist- ján Gíslason góða spretti en aðrir náðu sér ekki nógu vel á strik. -RR n • „Ég átti nú satt best að segja meiri von á þvi að fá lax en golf- kúlu hér í Kjósinni." MUGGUR Á MÁNUDEGI: Juri Sedov, sovéski þjálfarinn hjá Víkingi í 2. deild knattspyrn- unnar, er maður duglegur og sérstakur að mörgu leyti. Sedov gerir meira en að þjálfa leikmenn Víkings. Hann tekur daginn snemma og vökvar grasvöllinn þegar þurrkar em. Þá skúrar Sedov félagsheimilið að Hæðar- garði og segja menn að hann vilji fyrir alla muni hafa félagsheimilið vel hreint þannig að leikmönnum líði sem best þar. Furðuleg vinnubrögð Það vakti gífurlega athygli á dögunum þegar Islendingar léku gegn Austur-Þjóðverjum í Evrópu- keppninni í knattspyrnu á Laugar- dalsvelli þegar landsliðsþjálfarinn, Sigi Held, lýsti því yfir eftir leikinn að hann hefði gert samkomulag við þjálfara Stuttgart um að láta Ásgeir Sigurvinsson ekki leika all- an leikinn. Vinnubrögð sem þessi em ekki til fyrirmyndar og víða annars staðar en hér hefði þetta nægt til þess að fram hefðu komið kröfur um afsögn viðkomandi þjálfara. • Sigi Held, landsliðsþjálfari í knattspyrnu. Mikill hljómgrunnur er nú fyrir því að hann hætti sem landsliðsþjálfari enda hafa vinnu- brögð hans undanfarið verið fyrir neðan allar hellur. Hvað er að lega ekkert í knattspyrnu. Okkur lánist að hanga í jafntefli í leik og leik á Laugardalsvellinum litla, en síðan ekki söguna meir. Kannski em þetta orð í tíma töluð. Hrein móðgun við blaðamenn Mikið hefur verið rætt og ritað um aðstöðu blaðamanna á knatt- spymuleikjum í sumar og ekki að ástæðulausu. Víða er hún til há- borinnar skammar. Á KR-vellinum er blaðamönnum boðið upp á sendiferðabifreið þar sem fjórir blaðamenn komast fyrir og sjá ekki mikið af því sem gerist á vell- inum. Á sumum völlumun er hreinlega engin aðstaða fyrir blaðamenn. Á Kaplakrikavelli er ekki gert ráð fyrir því að blaða- menn þurfí að mæta á leiki. Á gamla malarvellinum, sem er skammt frá grasvellinum, er ágæt- is skúr á undirstöðum og ef hann yrði færður um 100 metra væri aðstaðan orðin vel boðleg. En það kemur ekki til mála hjá þeim í Firðinum. Það er kominn tími til að foiráðamenn félaga, sem geta tekið framangreind orð til sín, hugsi sinn gang. Blaðamenn eru ekki að biðja um neinar hallir heldur aðeins starfsaðstöðu sem er mönnum bjóðandi. Fékk kúlu í Kjósinni íþróttamenn koma víða við. Á dögunum var mikill áhugamaður um laxveiði staddur í Laxá í Kjós. Lítið var um afla en þó tókst veiði- manninum að krækja í golfkúlu úti í miðri ánni. Var það það eina sem hann veiddi í túrnum. Eina skýringin sem manni dettur i hug á veru kúlunnar í ánni er að kylf- ingar hafi verið við veiðar og tekið á það ráð að reyna með sér í gölf- inu á árbakkanum. Framtakssamur bóndi á Nesinu gerast hjá landsliðinu? Skammarleg fr'ammistaða ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu gegn Austur-Þjóðverjum á dögun- um líður mönnum seint úr minni. Langt er síðan landslið okkar hef- ur fengið aðra eins útreið og vonandi eiga knattspymuunnend- ur ekki eftir að þurfa að horfa upp á slíkan skrípaleik oftar. Mörgum hefur í framhaldi af úrslitum umrædds leiks orðið tíð- rætt um stöðu íslenskrar knatt- spymu og þeir era margir sem halda því fram að við getum hrein- Það er ekki á hverjum degi sem maður rekst á bónda uppi í sveit sem hefur það helst að markmiði að laða til sín ferðamenn. Símon Sigurmonsson, bóndi á Görðum á Snæfellsnesi, hefur þó gert ótrú- lega hluti á jörð sinni á síðustu áram. Hann býður ferðainönnum upp á skemmtilegt veiðisvaiði, vatnasvæði Lýsu, þar sem mikið veiðist af silungi og fyrir þá sem ekki hafa mikinn áhuga á veiðinni er Símon búinn að „græja" ágætis knattspymuvöll rétt hjá bænum. Gistiaðstaða er til mikillar fyrir- myndar. Þama er tilvalið fyrir íþróttahópa að dveljast en þeir era eflaust ekki margir sem vitað hafa lun þessa „paradís" á Snæfellsnesi. -Muggur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.