Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1987, Side 4
22
MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 1987.
62 • 25 • 25
F R ETTAS KOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiðast 1.500
krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
Fyrirliggjandi í birgðastöð
BITA'
Stál 37.2 DIN 17100
Allar algengar stærðir
Hh.e.b. Il.P.E.
U.N.P.
SINDRA
STALHR
Borgartúni 31 sími 27222
V/EIST ÞÚ
AÐ VEITTUR ER
15%
STAÐQREIÐSLU
AF5LÁTTUR
AF ÖLLUM VÖRUM
OKKAR
Litaval
Síðumúla 32 - sími 689656 - Reykjavík
íþróttir
DV
„Hlakka til
að þjálfa
á Spáni“
• Gary Mabbutt.
Mabbuttáfram
hjá Tottenham
David Pleat, stjóri Tottenham,
styrkti Hð sitt verulega á fostu-
dagskvöld þegar hann náði
samníngum við tvo kunna leik-
menn. Fyrst tókst honum að fa
enska landshðsmanninn Gary
Mabhutt til að vera áfram hjá
Lundúnaliðinu. Samningur
Mabbutts rann út í vor og um
tíma virtust miklar líkur á að
hann feri til Man. Utd. Samn-
ingur við United tókst hins vegar
ekki og gerði Mabbutt þá nýjan
samning við Tottenham til
margra ára.
Síðar um kvöldið skriíaði Chris
Fairclough undir samning hjá
Tottenham. Kaupverð þessa
sterka miðvarðar er um 500 þús-
und sterlingspund. Fairclough er
blökkumaður og hefúr leikið í
enska landshðinu - leikmenn 21
árs og yngri. Fyrr í sumar hafði
Brian Clough, stjóri Nottingham
Forest, samið við ShefF. Wed. um
sölu á Fairclough. Allt virtist
stefha í að hann yrði leikmaður
með Sigurði Jónssyni í Shef-
feld-liðinu en á síðustu stundu
neitaði Fairclough að skrifa und-
ir samning við Sheff. Wed.
-hsím
- Howard Kendall til Bilbao
„Howard Kendall hefúr ákveðið að
reyna fyrir sér erlendis og það voru
mikil vonbrigði fyrir okkur að missa
hann,“ sagði Philip Carter, stjómar-
formaður Englandsmeistara Everton,
eftir að stjómin hafði gert allt til þess
að reyna að halda Kendall, stjóra liðs-
ins, og boðið honum miklu glæsilegri
samning en hann hafði fyrir. En Ken-
dall sagði nei og verður ffamkvæmda-
stjóri Atletic Bilbao á Spáni. Hann
gerði samning til tveggja ára við
Bilbao og spánska liðið þarf að greiða
Everton 250 þúsund sterlingspund, 16
milljónir króna, þar sem Kendall átti
eftir tvö ár af samningi sínum við
Everton.
„Þetta var erfið ákvörðun fyrir mig
en ég hlakka til að þjálfa á Spáni. Ég
held að ákvörðun mín sé rétt en það
er fjarri öllu lagi að Bilbao hafi greitt
mér 200 þúsund sterlingspund við und-
irskrift samningsins,“ sagði Kendall.
Spænsk blöð höfðu skýrt frá að Ken-
dall fengi þessa upphæð, 13 milljónir
króna, aðeins fyrir undirskriftina.
Bilbao-liðið stóð sig illa á síðasta
keppnistímabili, varð í 13. sæti í 1.
deild. Félagið hefur átta sinnum orðið
spænskur meistari, m.a. annars tvö ár
í röð, 1982 og 1983. Þá hefur það 23
sinnum orðið spænskur bikarmeistari,
eða oftar en nokkurt annað félag.
Barcelona er næst með 20 sigra.
Howard Kendall var sex ár stjóri
hjá Everton. Á þeim árum varð Ever-
ton tvívegis enskur meistari, sigraði í
bikarkeppninni og varð Evrópumeist-
ari bikarhafa. Er það besti árangur
sem einn og sami stjórinn hefur náð
hjá Everton. Hann var áður leikmaður
hjá Everton og við stjóminni nú tekur
Colin Harvey. Hann lék áður með
Kendall hjá Everton og hefúr verið
hans hægri hönd við stjómunina frá
1983.
-hsím
Heppnissigur
ÍBK gegn Víði
Keflvíkingar bættu stöðu sína í 1.
deildinni mjög vemlega með 1-3 sigri
yfir nágrannaliðinu Víði sem enn hef-
ur ekki tekist að fara með sigur af
hólmi gegn ÍBK í gegnum tíðina. I
flestum tilvikum hefur IBK-sigur verið
verðskuldaður, en að þessu sinni vom
það heppnin og Þorsteinn Bjamason
markvörður sem áttu stærsta þáttinn
í þessum útivallarsigri ÍBK sem skor-
aði þijú mörk gegn einu heimamanna,
þar af tvö í fyrri hálfleik. Keflvíkingar
skomðu síðan þriðja markið snemma
í s.h. - Helgi Bentsson með fallegu
langskoti glæsilegt mark en Víðis-
merrn svömðu því með marki á sömu
mínútunni.
Annars vom leikmenn öllu sókn-
djarfari en oft áður, sérstaklega
Víðismenn, en þeim varð dálítið hált
á því að færa víglínuna framar. Sókn-
armenn ÍBK gengu á lagið og nýttu
svo sannarlega þau fáu tækiferi sem
buðust. Líka ber að geta þess að Daní-
el Einarsson, sterkasti varnarmaður
Víðis, var í leikbanni eftir Völsunga-
leikinn og munaði svo sannarlega um
hann. Víðismenn fengu tvö mjög góð
færi í byijun leiks en heppnin var yfir
gestunum sem náðu svo forustunni
með marki Gunnars Oddssonar á 14.
mín. eftir slæm vamarmistök Viðispil-
tanna, 0-1. Á 41. mín. bætti Óli Þór
Magnússon öðm marki við. Fékk
knöttinn úr þvögu og skoraði af mark-
teigslínu, 0-2.
Víðismenn lögðu sig alla fram í
sóknarleiknum í seinni hálfleik.
Skyndisóknir ÍBK vom þvi ávallt
hættulegar og úr einni slíkri skoraði
Helgi Bentsson hjá sínum fyrri félög-
um þriðja mark IBK. Heimamenn létu
þó ekki bugast. Á sömu mínútunni
skorar Björgvin Björgvinsson, sem nú
er farinn að sýna sínar betri hliðar,
með skalla eftir að Þorsteinn Bjama-
son hafði reynt að hremma knöttinn
frá Gísla Eyjólfssyni án árangurs, 1-3.
Við markið jókst kraftur heimamanna
um allan helming. Spiluðu þeir ÍBK-
vömina oft sundur og saman, en gátu
ekki rekið endahnútinn á tilraunir
sínar og skorað. Þeir vom hittnari
á marksúlur og þverslá. Einnig sýndi
Þorsteinn Bjamason snilli sína hvað
eftir annað og varði eins og honum
er best lagið, þar á meðal vítaspymu
Grétars Einarssonar sem Baldur
Scheving dæmdi þegar Ægir Már
Kárason braut á Hlíðari Sæmundssyni
á 64. mín.
Þrátt fyrir ósigur Víðis sýndi liðið
mjög góðan leik oft á tíðum og beittan
sóknarleik sem ekki hefúr sést hjá
þeim í sumar. Skotfimina vantaði hins
vegar og það gerði gæfumuninn.
Keflvíkingar léku yfirvegað. Leikað-
ferðin bar árangur, þeir leyfðu
mótherjunum að sækja, en samt komu
vamarveikleikar í ljós. Miðjan opin -
vamarmenn svifaseinir, svo hefði Þor-
steins Bjamasonar ekki notið við má
ætla að úrslitin hefðu orðið önnur en
þau urðu.
Maður leiksins Gunnar Oddsson
Áhorfendur: 1050. emm