Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1987, Síða 8
26
MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 1987.
SIGTÚNSHÓPURINN
AUGLÝSIR
Nú vantar peninga til að borga auglýsingar
frá í vor.
Framlög er hægt að leggja inn á gíróreikning
545-600, merkt „Sigtúnshópurinn".
Útboð - Þrif
Hagkaup hf„ Kringlunni 8-10, 103 Reykjavík, óskar
eftir tilboði í þrif á sameign fyrir verslanamiðstöðina
KRINGLUNA í Reykjavík.
Um er að ræða m.a. eftirtalda verkþætti:
- Dagleg þrif á göngugötu og fl., um 5.000 m2.
- Þrif á þjónustugöngum og fl., um 1.000 m2.
- Þrif á stigum, handriðum og fleiru.
- Dagleg umhirða í göngugötu.
Verkið skal hefjast 4. ágúst 1987 og samið verður til
eins árs í senn.
Útboðsgögn verða afhent hjá eftirliti Hagkaups hf. í
Kringlunni 8, 3. hæð (gengið inn að austan), gegn
5.000,- kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skila til Hagkaups hf„ Kringlunni 8,
103 Reykjavík, fyrir kl. 1 3.30 föstudaginn 3. júlí 1 987
en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim þjóð-
endum sem þess óska.
HAGKAUP
Kringlunni 8-10, Reykjavík
Háaleitisbraut 68 Austurver
Sími 8-42-40
Stærðir 3 !4 tii 11. Stærðir 28—38.
FÓTBOLTASKÓR
fyrir möl og gras,
margar gerðir, gott verð.
/ ® ÁSTUHD ©
# SPORTVÖRUVERSLUN
íþróttir
• „islenska liöið“ í skoska rallinu. Talið frá vinstri: Birgir Viðar Halldórsson, Úlfar Eysteinsson, Þorsteinn Ingason og
Gordon Dean.
Steini slær í gegn
- Þorsteinn Ingason á samning hjá Toyota í Bretlandi
Það var harður slagur hjá fslending-
unum í Skotlandi um síðustu helgi.
Þorsteinn Ingason, stórrallari með
meiru, mætti til leiks ásamt aðstoðar-
ökumanninum, Skotanum Gordon
Dean. Einnig voru mættir til að heija
á Skota þeir félagar Birgir Viðar
Halldórsson og Úlfar Eysteinsson á
Ladabifreið. Keppnisbíll Þorsteins
hafði verið vandlega yfirfarinn í Skot-
landi fyrir keppnina og var allur sem
nýr. Alþjóðlega skoska rallið er liður
í opnu bresku meistarakeppninni og
dregur allajafna til sín marga af
fremstu ökumönnum Evrópu. Alls
hófu 90 bílar keppnina að þessu sinni
og fyrir stýri lá að takast á við óblíða
og hlykkjótta skógarstíga Skotlands,
á 33 sérleiðum, alls 1300 km sem aka
skyldi á 36 tímum.
Strax í upphafi lenti Þorsteinn í
vandræðum, glænýtt pústkerfið hristi
sig laust frá vélinni, datt niður og
læsti stýrisganginn fastan. Við svo
búið var lítið hægt að gera nema aka
út af og það á fullri ferð. Þetta óhapp
átti eftir að plaga hann nokkrum sinn-
um í byijun þannig að eftir fyrstu
leiðimar vermdi hann síðasta sætið í
keppninni. Það er ekki uppáhalds-
staða þessa sókndjarfa Þingeyings.
Pústkerfinu var kippt í lag hið snar-
asta og nú var ekið eins og druslan
dró. Allt var sett í botn og rúmlega
það en þrautir Þingeyingsins voru
ekki á enda, síður en svo. Á næstu
sérleið, utan í brattri fjallshlíð, sviptist
vélarlok bílsins upp og skall alla leið
upp á topp bílsins og byrgði alla sýn,
og það á meira en 100 km hraða. En
vemdardýrlingur rallmanna var þeim
félögum hliðhollur, ekki fóm þeir út
af en töpuðu við þetta miklum tíma.
Tók því enn við botnsætið óvinsæla.
Nú var að duga eða drepast. Ben-
sínfjölinni var nú þjappað í bílgólfið
af öllum mætti. Töldu áhorfendur sig
aldrei hafa séð slíkar aðfarir og það
hjá ökumanni ofan af íslandi. Náðu
þeir félagar að klifra upp keppenda-
listann með ótrúlegum hraða þrátt
fyrir að hafa aðeins 124 hestöfl til ráð-
stöfunar en Toyotan þeirra var með
kraftminnstu bílum keppninnar. Þeir
náðu meðal annars 6. besta tímanum
á einni leiðinni og skutu þar aftur
fyrir sig með stæl mörgum 300 hest-
afla keppnisbílnum sem ekið var af
atvinnumönnum í íþróttinni. Sögðu
íslenskir áhorfendur, er fylgdust með
keppninni, að aðstoðarökumaður Þor-
steins hefði verið líkastur endurskins-
merki i andliti, svo var hann fölur af
skelfingu er hamagangurinn var sem
mestur. En hann var fljótur að ná
eðlilegum litarhætti er hann sá og
fann að Þorsteinn réð vel við það sem
hann var að gera. Tók hann nú að
berja Þorstein áfram sem óður væri.
En kannski var þetta of gott til að
endast. Þegar aðeins þrjár sérleiðar
voru eftir skeði óhappið. Bíllinn fór
út af í krappri beygju og á tré.
Skemmdist hann það mikið að frekari
þátttaka var úr sögunni. Það var sann-
arlega leiðinlegt eftir góða frammi-
stöðu. Þeir höfðu unnið sig upp úr
síðasta sæti af 90 keppendum og höfðu
klifrað upp í það 32. Þeir stefndu á
verðlaunasæti í sínum flokki, nokkuð
sem enginn hafði látið sig dreyma um
í upphafi keppninnar. Á þessari sömu
leið, áðeins 500 metra frá þeim stað
er Þorsteinn fór út af, bræddu þeir
Birgir og Úlfar úr Lödunni sinni. Það
var því sameiginlegur íslenskur sorg-
ar- og fagnaðarfundur á þessari
örlagaríku sérleið. Þorsteinn sat því
uppi með skemmdan bíl í skógum
Skotlands. En þá komu frelsandi engl-
ar í líki keppnisdeildar Toyota í
Bretlandi. Höfðu þeir hrifist svo af
baráttugleði og þrautseigju þessa
„brjálaða íslendings" að þeir buðust
til að lagfæra bílinn, honum að kostn-
aðarlausu. Þar að auki ætla þeir að
veita honum aukna fyrirgreiðslu í
formi varahluta og peningagreiðslna
ef hann heldur áfram að keppa í Bret-
landi.
Sigurvegarar skoska rallsins urðu
Walesbúar, David Llewellin/Phil
Short á Audi Qattro og í öðru sæti,
aðeins ellefu sek. á eftir, skoska áhöfn-
in Jimmy McRae/Ian Grindrod á Ford
Sierra, en þeir leiddu keppnina fram
á næstsíðustu sérleið. Þetta er i 6.
skipti sem skoska þjóðhetjan McRae
nær öðru sæti á heimavelli og hans
heitasta ósk er að vinna þessa keppni.
Áfram veginn
Þorsteinn sagði í viðtali við DV að
skosku skógarstígamir væru mjög frá-
bmgnir íslenskum sérleiðum. Vegimir
em mjög hlykkjóttir og hraðinn mun
minni en við eigum að venjast hér.
Einnig er mjög einkennilegt að aka á
milli tijánna því þau byrgja mönnum
sýn. Þó má komast upp á lag með að
lesa veginn af stöðu trjánna. Þetta er
þó reynsla sem kemur sennilega ekki
að notum á Islandi en nú em mér all-
ir rallvegir færir í Bretlandi og ég hef
hug á að nota mér það af fremsta
megni. Toyota keppnisdeildin í Bret-
landi hefur heitið mér fyllsta stuðningi
ef ég mæti aftur til keppni þar ytra.
Eg hef nú þegar hafið undirbúning að
næstu keppni minni erlendis en það
er RAC-rallið í nóvember, úrslita-
keppni heimsmeistarakeppninnar.
-ÁS/BG
Bandaríska tennisstjarnan, Martina Navratilova, tapaði mjög
óvænt um helgina, í úrslitaleik Eastbourne-kvennakeppninnar í Englandi,
fyrir Helenu Sukovu frá Tékkóslóvakíu. Þetta er í fyrsta skipti í fimm ár
sem Navratilova tapar úrslitaleik á þessu árlega móti og ennfremur var
þetta hennar fyrsta tap á grasvelli í Englandi í 70 leikjum.
í byrjun leit ekki út fyrir að Sukova ætlaði að gera stóra hluti. Navratil-
ova komst í 5-0 í fyrsta „settinu" en Sukova náði að jafna, 5-5. Eftir mikla
baráttu tókst henni svo að sigra 7-6 og 6-3. „Það er alltaf sérstök tilfinning
að vinna Navratilovu því hún er efst á afrckalistanum. Ég vona bara að
mér takist að leika jafn vel í Wimbledon keppninni og ég lék hér,“ sagði
Sukova eftir sigurinn. Hún sést á myndinni hér að ofan með sigurlaunin en
á innfelldu myndinni er Martina Navratilova, greinilega óhress með eigin
frammistöðu. -SK/Símamyndir Reuter