Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987.
3
Fréttir
Menntamála- og fjármálaráðherra samþykkja aukafjárveitingu:
Islenska óperan fær
37 milljónir frá ríkinu
Nýlega var undirritaður samningur
milli menptamálaráðuneytisins, fjár-
málaráðuneytisins og íslensku óper-
unnar um umfangsmikinn íjárstuðn-
ing og aukafjárveitingar til handa
óperunni.
I fyrsta lagi veitir ríkið aukafjárveit-
ingu að upphæð 8 milljónir króna til
greiðslu á ýmsum skuldum óperunnar
við ríkissjóð.
I öðru lagi fær Islenska óperan auka-
fjárveitingu að upphæð 5 milljónir
króna til greiðslu á ýmsum skuldum
sem safnast hafa upp og vegna undir-
búnings verkefna næsta starfsárs.
I þriðja lagi skuldbindur ríkið sig til
að greiða 8 milljónir króna á ári til
óperunnar þar til samningurinn renn-
ur út 1990. Samtals er því um að ræða
24 milljónir króna undir þessum lið
og er sú upphæð ætluð til greiðslu á
ýmsum fastakostnaði við rekstur óper-
unnar. T.d. er fyrirhugað að ráða til
óperunnar framkvæmdastjóra í fúllt
Rétt um tvo kílómetra frá hafnarstæðinu er sótt grjót til að gera höfnina.
Bergið er brotið niður og það síðan sett á vörubila er aka þvi í sjó fram.
Hafnargerð
við Brjánslæk
Mikil samgöngubót
„Þetta breytir miklu fyrir Vestfirði í
heild. Þama sparast stórfé sem fer í
snjómokstur, menn sleppa við slæman
veg suður auk þess sem flutningasam-
göngur verða daglegar. Þó að þetta
stytti ekki ferðina nema um klukku-
tíma verður þetta mikil samgöngubót
og gerir fært hingað nánast allt árið,“
sagði Ágúst Ólafsson verkstjóri við
hafnargerð við Brjánslæk. I sama
streng tók Sigurður Viggósson, odd-
viti á Patreksfirði, og sagði að ný ferja
yrði gífurleg lyftistöng fyrir byggðar-
lagið, með betri samgöngum kæmi
aukinn ferðamannastraumui'.
Stefht er að því að taka í notkun
nýja Breiðafjarðarferju næsta sumar
sem verður um tvo og hálfan tíma frá
Stykkishólmi og í Brjánslæk en það
tekur flóabátinn Baldur um fjóra tima
í dag auk þess sem nýja ferjan verður
stærri og getur því flutt fleira fólk og
ökutæki. Til að nýja ferjan geti lagst
að er verið að þrefalda stærð hafnar-
innar og er stefnan sú að um 280 metra
hafnargarður verði tilbúinn í október
en næsta vor verði höfnin fullgerð.
Um 10 manns frá Vinnuvélum h/f á
Patreksfirði vinna við hafnargerðina
að sögn Ágústs og sækja þeir gijót í
hafnargarðinn um 2 kílómetra frá
hafnarstæðinu sem síðan er ekið út i
sjó. Áætlað er að framkvæmdin í heild
sinni muni kosta imi 24 milljónir í allt
að sögn verkstjórans.
-JFJ
Hafnargarðurinn var um 100 metrar þegar hafist var handa en verður tæplega
þrisvar sinnum lengri þegar siðasta grjótinu hefur verið sturtað i hafnarstæð-
ið við Brjánslæk. DV-myndir KAE
starf.
Loks er í samningnum ákvæði um
að óperan hefli formlegar viðræður við
Þjóðleikhúsið og Sinfóníuhljómsveit-
ina um samstarf. Einnig er ákvæði um
að hér eftir verði fjármögnun verkefna
ávallt tiyggð fyrirfram.
í heild felast í samningnum fjár-
skuldbindingar af hendi ríkissjóðs að
upphæð 37 milljónir króna.
Islenska óperan hefur átt við mikinn
fjárhagsvanda að stríða að undan-
förnu. Ýmis verkefhi óperunnar hafa
verið sýnd með miklu tapi og má þar
benda á Aidu, nýjasta verkefni óper-
unnar, sem aflaði aðeins þriðjungs
þeirra tekna sem nauðsvnlegar voru í
aðgangseyri.
Garðar Cortes óperustjóri sagði i
blaðaviðtali um síðustu helgi að auk
þess sem þörf væri aðstoðar ríkisins
vegna mikilla skulda þá teldi hann
æskilegt að gera umfangsmiklar breyt-
ingar á núverandi húsnæði óperunnar.
Talið er að þessar breytingar muni
kosta tæplega 150 milljónir króna.
Samkvæmt upplýsingum Revnis
Kristinssonar, aðstoðarmanns
menntamálaráðherra. mun ekki vera
fyrirhugað að ráðast í slíkar fram-
kvæmdir að sinni af hálfu ríkisins
heldur verða þessar 37 milljónir. sem
nú hefur verið ákveðið að veita óper-
unni með aukafjárveitingu. látnar
duga.
-ES
37 miiyóna aukafjárveiting til íslensku óperunnar:
Fráleitt háttalag
- segir Geir Gunnarsson, alþingismaður
„Þetta er alveg fráleitt háttalag,
án þess að ég sé að dæma um efhi
málsins. Það er hins vegar Alþingis
að ákveða svona fjárveitingar,11
sagði Geir Gunnarsaon, sem hefur
setið í fjárveitinganefnd um árabil,
þegar hann var spurður álite á auk-
afjárveitingu menntamála- og fjár-
málaráðherra til íslensku
óperunnar.
Þessi aukafjárveiting hefiir þótt
orka tvimælis og hafa ýmsir bent á
að hún geti varla fallið undir þau
heimildarákvæði sem ráðherrar hafa
til veitinga aukafiárveitinga. Fjár-
véitingin hljóðar upp á samtals 37
milljónir króna og er hluti þeirrar
upphæðar árvisst framlag til ópe-
runnar næstu þtjú ár.
„Það er ekki nokkur einasta
ástaeða til að rjúka í þetta núna.
Innheimtu skuldar óperunnar við
ríkissjóð hefði hæglega mátt fresta
til afgreiðalu fjárlaga í haust og frá-
i\
wmmmm
Geir Gunnarsson alþingismaður tel-
ur það fráleitt háttalag að ráðherrar
ákveði Ijárveitingar sem þessar til
islensku óperunnar.
leitt að skuldbinda ríkið mörg ár
fram í tímann með aukafárveiting-
um.
Við erum sífellt að deila um margs-
konar félagasamtök og þá er togast
á um nokkrar krónur. óperan og
sambærileg samtök hafa ávallt sótt
um styrk til fjárveitinganefndar og
fengið en því miður allt of lítið. Við
höfum þó reynt að gæta innra sam-
ræmis.
En nú tekur ráðherra sig til og
veitir Islensku óperunni þennan
st>Tk með aukafjárveitingu. Menn
spyrja sig hvað framkvæmdavaldið
geti eiginlega leyft sér því hér er
augljóslega um að ræða verkefni
Alþingis.
Og þessi vinnubrögð viðhafa ráð-
herrar starfsstjómar sem ekki hefur
einu sinni meirihluta Alþingis á bak
\áð sig,“ sagði Geir Gunnarsson að
lokum.
-ES
UHörin við Sambandsverksmidjurnar eftir vinnu i gær. Saumakonurnar jörðuðu skilti Skinnastofunnar á Akureyri.
DV-mynd JGH
Akureyri:
Þær Jörðuðu Skinnastofuna
Jón G. Hauksson, DV Akureyii;
„Útför" var við Skinnastofu Sam-
bandsins seinnipartinn í fyrradag
þegar síðustu konumar gengu út en
búið er að leggja niður Skinnastofu
Sambandsins á Akureyri. Öllu starfs-
fólki var sagt upp 1. apríl. Frá og með
1. júlí var því hætt að framleiða hina
vinsælu mokkajakka á Akurevri.
„Við erimi vondar út í vfimienn
verksmiðjanna hér. Við höfúm ekki
séð þá frá því okkur var sagt upp og
þeir létu ekki svo lítið að kveðja okk-
ur áður en við hættum, þó við séum
búnar að vinna hér í mörg ár,“ sögðu
saumakonurnar.
Tólf af þeim sextán sem hættu í gær
hafa enga vinnu fengið. „Það er engin
vinna framundan, við blasir aðeins
sumarfrí." Sambandið bauð konunum
vinnu í öðrum deildum. „Við erum
ekki orðnar það miklir bógar að við
getum farið að þræla okkur út í sút-
un," sögðu saumakonumar.